Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 35

Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 35
Upplýsingafundur 28.1. um það sem er á döfinni. Fundur um opinberar fram- kvæmdir ársins 2005 verður haldinn 28. janúar á Grand- hóteli í Reykjavík. Það eru Samtök iðnaðarins og Félag vinnuvélaeigenda sem efna til hans en slíkir fundir hafa ver- ið haldnir í byrjun árs um nokkurra ára skeið og verið vel sóttir. Þarna mæta fulltrú- ar frá ríki og stórum sveitar- félögum eins og Reykjavíkur- borg, Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ að kynna þau verk sem á að hefja fram- kvæmdir við á árinu. Einnig mæta byggingaverktakar og vélainnflytjendur, auk fulltrúa verkfræðistofa og jarðvinnu- fyrirtækja og spá í spilin að sögn Eyjólfs Bjarnasonar, byggingatæknifræðings hjá Samtökum iðnaðarins. „Hluti af þessum verkum verða væntanlega boðin út á fyrri hluta ársins, stærstur hlutinn á tímabilinu apríl-júní en svo dreifist þetta,“ segir hann og bætir við.“ Þarna sést svolítið hvernig árið muni þróast.“ Opinberar FRAMKVÆMDIR ársins  { VINNUVÉLAR 2005 }  11 FR ÉT TA BL AÐ IÐ /E . Ó L. BUBBI BYGGIR SIGRAR HEIMINN Tekst þeim það? Ég held nú það! Bubbi byggir hefur farið sigurför um heiminn allt frá því hann kom fram á sjónarsviðið á BBC í apríl 1999. Bubbi er verktaki og býr á byggingarsvæði ásamt vinnuvélunum sínum Skófla skurðgröfu, Moka jarðýtu, Hringlu steypuhrærivél, Lofta krana og Valta valtara. Þar starfa líka skrifstofumaðurinn Selma og kötturinn Snotra. Það vekur athygli að vélarn- ar tala en ekki dýrin. Bubbi og v é l a r n a r vinna saman í sátt og samlyndi, bera virðingu hvert fyrir öðru og lenda í ýmsum ævintýrum við störf sín sem eðli málsins samkvæmt felast í því að byggja og laga. Hver vinnuvél hefur sinn persónuleika sem tengist gerð þeirra og eðli, þannig er skurðgrafan framtakssöm, kran- inn utan við sig, valtarinn traustur og áreiðanlegur og steypuhrærivélin kát og klappar stundum saman fram- hjólunum af æsingi. Leiðarstef í gegnum þáttinn er alltaf spurningin „Tekst þeim það?“ og þeim tekst það alltaf með góðri samvinnu og framtakssemi. Vélarnar hans Bubba byggis eru stórar og sterkar en hafa samt persónuleika og rödd sem gerir þær vinalegar og áhugaverðar. Fyrir fullorðna sem oft þurfa nauð- ugir viljugir að fylgjast með barna- efni er samband Bubba og Selmu í stöðugri þróun en á milli þeirra er greinileg rómantísk spenna. Umfram allt er þó markmiðið með þáttunum að byggja upp jákvæð lífsviðhorf hjá börnum svo sem að lausnin sé alltaf nærri ef hugrekki, iðju- semi og heiðarleiki eru höfð að leiðarljósi og það sé alltaf hægt að læra eitthvað nýtt. Og spurningin er: Tekst þeim það? Ég held nú það!! FRÁ VINSTRI: Bubbi og Skófli að störfum. Valti valtari með besta vin sinn, fuglinn, á þakinu. Vélarnar hans Bubba eru geðþekkar og alltaf til í slaginn. Arnarfell vinnur nótt og dag að borun ganga sem eiga að veita vatni inn í göngin sem liggja frá Kárahnjúkum í væntanlegt raforkuver í Fljótsdal. Notaður er tölvustýrður bor sem þarf stöðugt vatnsrennsli til að skola út úr berginu þegar hann er að störfum. Uppi á bakkanum er viðgerðarverk- stæði, geymslur og kaffiskúr. Við UFSARVEITU FR ÉT TA BL AÐ IÐ /R AG N AR L EI FU R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.