Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 48

Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 48
Kynþokkafullt bankapar Það kom mörgum landsmönnum á óvart þegar út spurðist að Frosti Reyr Rúnarsson verðbréfamiðlari hjá KB banka hefði verið valinn kynþokkafyllsti karlmaður landsins á Rás 2. Kynþokki Frosta virðist þó hafa verið á allra vörum innan bankanna því starfsmenn þeirra voru duglegir að leggja kosn- ingabaráttunni lið. Með kjöri Frosta þykir sýnt að bankamenn séu leikurum, sjónvarpsstjörnum og íþróttahetjum engir eftirbátar hvað sexappíl áhrærir og nú kemur vart annað til greina hjá íslenskum bankamönnum en að halda áfram á sömu braut. Nú þegar eru farnar að heyrast raddir um hver verði full- trúi bankageirans í kjöri á kynþokka- fyllstu konu Íslands en það vill svo vel til að unnusta Frosta, Guðmunda Ósk Kristjánsdótt- ir, starfar í greiningardeild Landsbankans og þykir síst eiga minna erindi í kjörið en unnustinn ómót- stæðilegi. Framhaldið hjá Flugleiðum Vangaveltur eru á markaðnum um hvað sú ákvörð- un Sigurðar Helgasonar að hætta sem forstjóri Flugleiða muni hafa í för með sér. Fyrst er að telja að menn velta því fyrir sér hver verði eftirmaður hans hjá fyrirtækinu. Það nafn sem oftast heyrist nefnt er nafn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmda- stjóra Flugfélags Íslands. Flestir búast við að skipu- lagsbreytingar í efsta lagi stjórnenda Flugleiða muni fylgja í kjölfarið. Einnig eru menn á því að félagið muni huga að einhverri sölu eigna, þótt það muni ekki hverfa úr starfsemi í almennri ferðaþjónustu sjá menn engan sérstakan tilgang í því fyrir félagið að reka til að mynda bílaleigu. Félagið muni fremur einbeita sér að flugrekstrinum og útrás en reyna að losa sig út úr tímafrekum ein- ingum sem gefi ekki mikið af sér í hlutfalli við heildarumfang félagsins. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.597 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 276 Velta: 3.014 milljónir +0,91% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Vogun hf. jók í gær hlut sinn í HB Granda og á nú 31,7 prósent í félaginu. Kristjáns Loftsson og Árni Vilhjálmsson eru stjórnar- menn í Vogun og HB Granda. FTSE-vísitalan í Lundúnum hækkaði um 0,60 prósent í gær og í Þýskalandi hækkaði Dax um 0,78 prósent. Í Japan lækkaði Nikkei hins vegar um 0,11 pró- sent. Það sem af er ári hafa aðeins tvö félög í Kauphöll Íslands lækkað í verði. Það eru SÍF og Atorka sem hafa lækkað um í kringum 1,5 prósent hvort. Flugleiðir eru enn efst á blaði þeirra sem mest hafa hækkað á árinu (22,8 prósent). Actavis er í öðru sæti (11,1 prósent) og KB banki hefur hækkað um 11 pró- sent. 20 26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Fjármálaráðuneytið spáir því að hagvöxtur verði áfram kröftugur en verðbólga fari ekki yfir þolmörk Seðla- bankans. Alþjóðavæð- ing og meiri sveigjan- leiki hjálpa til við að dempa óæskilega fylgi- kvilla góðærisins. Fjármálaráðuneytið telur ekki að hagkerfið ofhitni þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Alþjóðavæðingin og aukinn sveigjanleiki í hagkerf- inu eru helstu ástæður þess að verðbólga fer ekki úr böndunum þrátt fyrir uppsveifluna. Þjóðhagsspá fjármálaráðuneyt- isins var kynnt í gær. Í henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,5 prósent í ár og 4,7 prósent á næsta ári. Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri Efnahagsskrif- stofu fjármálaráðuneytisins, segir hagvöxtinn fyrst og fremst kominn til vegna stóriðjuframkvæmda og aukinnar einkaneyslu. „Það sem út- skýrir meiri hagvöxt en við gerð- um ráð fyrir er annars vegar að stækkun Norðuráls fór af stað fyrr og er meiri en gert var ráð fyrir og hápunktur framkvæmdanna fyrir austan verður í ár og á næsta ári,“ segir hann. Hann segir að viðskiptahallinn aukist vegna þessa en að úr honum dragi árið 2007 en þá er einnig gert ráð fyrir minni hagvexti. Þorsteinn segir að nýjustu tölur bendi til að vöxtur í útflutningi sé kröftugri en gert var ráð fyrir og að nýjustu töl- ur um þáttttatekjur, sem mæla tekjur af eignum og vinnu Íslend- inga í útlöndum og útlendinga á Ís- landi, séu hagstæðari en ráð var gert fyrir. Þorsteinn segir að margt í hag- kerfinu glæði vonir um að kröftug- ur hagvöxtur valdi ekki ofhitnun og verðbólgu. Hann nefnir breytt fyrirkomulag á gjaldeyrismarkaði frá síðustu uppsveiflu. Nú er geng- ið ákvarðað á markaði en ekki beint af Seðlabankanum, sem eykur sveigjanleika hagkerfisins til þess að bregðast við misvægi. Þorsteinn nefnir einnig aukna alþjóðavæðingu í þessu samhengi. „Hún leiðir til þess að þegar það er þensla hér heima er auðveldara að ná í vinnuafl og aðföng frá útlönd- um og það dempar verðbólguþrýst- inginn,“ segir hann. Ráðuneytið spáir því að verð- bólgan í ár verði 3,2 prósent en á næsta ári 3,5 prósent. „Það eru margir með hugann við verðbólgu- spá Seðlabankans frá í desember en síðan hefur bankinn unnið markvisst að því að úrelda þá spá með hækkun stýrivaxta,“ segir Þorsteinn. Hann nefnir að Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti um tæp þrjú prósentustig á síðasta ári og áfram megi gera ráð fyrir vaxta- hækkunum. „Hið opinbera hefur líka verið með virkt aðhald. Það birtist meðal annars í því að vexti samneyslu er haldið við tvö pró- sent á ári og fjárfestingar ríkis- sjóðs drógust í fyrra saman um sautján prósent og gert er ráð fyrir að samdrátturinn þar verði fjögur prósent í ár. Þetta skilar sér í því að afkoma ríkissjóðs batnar milli árs- ins 2003 og 2005 um sem nemur þremur prósentum af landsfram- leiðslu, sem dregur úr framleiðslu- spennu,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 43,00 +4,12% ... Atorka 5,76 – ... Bakkavör 24,90 -1,58% ... Burðarás 12,50 -0,40% ... Flugleiðir 12,10 -0,82% ... Íslandsbanki 11,35 -0,44% ... KB banki 490,50 +1,98% ... Kögun 47,00 +0,43% ... Landsbankinn 12,70 – ... Marel 53,60 +0,37% ... Medcare 5,85 -0,85% ... Og fjarskipti 3,37 -0,59% ... Samherji 11,30 – ... Straumur 10,05 -0,99% ... Össur 81,50 -0,61% Mikill hagvöxtur en ekki ofhitnun Actavis 4,12% KB banki 1,98% HB Grandi 0,64% Tryggingamiðstöðin -2,27% Bakkavör -1,58% Síminn -1,23% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Norska fjármálaeftirlitið hefur mælt með því við norska fjár- málaráðuneytið að það sam- þykki kaup Íslandsbanka á BN bank í Noregi. Fjármálaeftirlitið hér á landi gerir ekki athugasemdir við kaupin. Íslandsbanki bíður því þess að fjármálaráðuneytið norska gefi svar, en það mun nánast formsatriði eftir með- mæli fjármálaeftirlitsins. ■ Bullandi hagvöxtur í Kína Búist er við aðgerðum kínverskra stjórnvalda til að halda aftur af hag- vexti í landinu. Kínverskum yfirvöldum tókst ekki að halda aftur af hagvexti í landinu á síðasta ári eins og vilji stóð til. Hagvöxturinn í fyrra reyndist 9,5 prósent, sem er tæpu prósenti meira en stefnt var að. Mikill og langvarandi vöxtur hefur verið í Kína undanfarin ár og hafa yfirvöld í landinu reynt að halda aftur af honum af ótta við hagvaxtarverkina sem fylgja svo hröðum vexti. Hagvöxturinn nú eykur líkur á að stýrivextir verði hækkaðir og gjaldmiðillinn styrktur. Kínverjar hækkuðu stýrivexti í október, en aukin þrýstingur er um að að þeir hækki verðmæti gjaldmiðilsins á móti dollar- anum. Búist er við því að á fundi helstu iðnríkja heims verði gerð krafa til þess að Kín- verjar taki á sig styrkingu, en evran hefur borið meginþung- ann af veikingu dollarans hing- að til. Fjárfestar hafa átt góða daga í Kína að undanförnu, en ótti þeirra beinist fyrst og fremst að því að Kínverjar stigi of fast á bremsuna til að koma í veg fyrir ofþenslu í hagkerfinu. - hh MIKILL VÖXTUR Kínverjar eru á mikilli siglingu, en þetta sjöunda stærsta hagkerfi heims vex hraðar en hollt þykir. ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON, SKRIFSTOFUSTJÓRI Í FJÁRMÁLARÁÐUNEYTINU Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,5 prósent í ár og 4,7 prósent á næsta ári. Verðbólgan verður innan þolmarka bæði árin ef spáin gengur eftir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Mælt með Íslandsbanka

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.