Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 49
Það þykir ágætt ef launin hækka, en
það hefur lítið að segja ef verðbólg-
an hækkar enn meira og þegar upp
er staðið fæst minna fyrir launin
þrátt fyrir launahækkun. Því reikn-
um við gjarnan kaupmátt launa,
þ.e. hvers virði launin eru þegar
búið er að taka tillit til verðlags-
hækkana. Einnig er hægt að reikna
kaupmátt ráðstöfunartekna, en þá
er auk verðlagshækkana tekið tillit
til bóta- og skattgreiðslna.
Kaupmáttur launa fylgir gjarnan
hagsveiflunni. Hann eykst í upp-
sveiflu og minnkar síðan oft í niður-
sveiflu. Þetta er gífurlega mikil
aukning, ekki síst ef litið er til ár-
anna fimm á undan, þ.e. 1989-
1994, en á því tímabili dróst kaup-
máttur launa saman um 7% sam-
tals. Til samanburðar jókst hagvöxt-
ur hér á landi um 43% frá 1995-
2004, ef marka má spá Seðlabank-
ans um hagvöxt í fyrra. Á árunum
1989-1994 jókst hagvöxtur um
innan við 3%.
Ef við skoðum þessa kaupmáttar-
aukningu í alþjóðlegum saman-
burði sjáum við hversu háar tölur er
þarna um að ræða. Á sama tíma og
kaupmáttur launa jókst um 36,7%
hér á landi, sem jafngildir 3,2%
vexti á ári að meðaltali, jókst kaup-
máttur launa um 12,2% í heild í
OECD-ríkjunum, eða um 1,2% að
meðaltali á ári.
Mest jókst kaupmáttur launa á árinu
1998. Það ár hækkaði launavísitalan
um 9,4% á sama tíma og vísitala
neysluverðs hækkaði um 1,7%.
Kaupmáttur jókst þannig um 7,6%
það ár. Næst okkur voru Norðmenn,
en kaupmáttur þar jókst um 5% á
árinu 1998. Kaupmáttur í OECD-ríkj-
unum jókst að meðaltali um 1,8% á
því ári. Kaupmáttaraukningin hér á
landi var því fjórfalt meiri þetta ár en
að meðaltali í ríkjum OECD.
En hverjar eru horfurnar? Með
hækkandi verðbólgu er útlit fyrir að
aukning kaupmáttar launa verði
minni en ella. Samkvæmt spá fjár-
málaráðuneytis frá því í haust er
búist við að kaupmáttur launa
aukist um 1,8% á þessu ári og 1% á
því næsta. Seðlabankinn birtir ekki
tölur um kaupmátt launa, en sam-
kvæmt spá bankans virðist gert ráð
fyrir að hann aukist um 2,5% á ári
næstu tvö árin. Þótt þarna muni
nokkru á spánum er útlit fyrir að
kaupmáttur launa haldi áfram að
aukast næstu árin.
ÞJÓÐARBÚSKAPURINN
KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR
Kaupmáttur launa
eykst ár frá ári
MIÐVIKUDAGUR 26. janúar 2005
KB banki birtir uppgjör
í dag. Helmingi munar
á spám um hagnað
bankans.
KB banki birtir ársuppgjör sitt í
dag. Ef meðaltal er tekið af spám
Íslandsbanka og Landsbankans
mun bankinn skila fjórtán millj-
örðum í hagnað árið 2004.
Landsbankinn spáir 1,5 millj-
arða hagnaði á fjórða ársfjórð-
ungi, en Íslandsbanki þremur. Á
fjórðungnum féllu til tekjur af
fyrirtækjaverkefnum, svo sem
hlutafjáraukningu SÍF sem gaf
rúma tvo milljarða í tekjur og
hlutafjáraukningu Flugleiða auk
erlendra fyrirtækjaverkefna. Þá
innleysti bankinn milljarð í sölu-
hagnað af ríflega átta prósenta
hlut í Baugi.
Gengistap varð hins vegar á
fjórðungnum af eignarhlut í
Singer og Friedlander og af
skuldabréfi í Bakkavör. Lækkun
hlutarins í Singer og Friedland-
er er ágætar fréttir fyrir bank-
ann að því gefnu að yfirtaka sé í
pípunum. Fróðlegt verður að sjá
hver niðurstaðan verður í ljósi
mikils munar í spá bankanna.
- hh
Síðasti áratugur er óvenjulegur að því leyti að kaupmáttur launa hefur aukist ár hvert
í heilan áratug, þrátt fyrir niðursveiflu á árinu 2002. Á þessum áratug hefur kaup-
máttur launa aukist samtals um 36,7%.
BIRTING Í DAG KB banki birtir uppgjör í dag. Mikill
munur er á væntingum greiningardeilda um uppgjörið.
SPÁR UM HAGNAÐ KB BANKA
4. ársfjórðungur 2004 Ársuppgjör 2004
Landsbankinn 1.525 milljónir 13.230 milljónir
Íslandsbanki 3.005 milljónir 14.710 milljónir
Miklu munar á spám