Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2005, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 26.01.2005, Qupperneq 49
Það þykir ágætt ef launin hækka, en það hefur lítið að segja ef verðbólg- an hækkar enn meira og þegar upp er staðið fæst minna fyrir launin þrátt fyrir launahækkun. Því reikn- um við gjarnan kaupmátt launa, þ.e. hvers virði launin eru þegar búið er að taka tillit til verðlags- hækkana. Einnig er hægt að reikna kaupmátt ráðstöfunartekna, en þá er auk verðlagshækkana tekið tillit til bóta- og skattgreiðslna. Kaupmáttur launa fylgir gjarnan hagsveiflunni. Hann eykst í upp- sveiflu og minnkar síðan oft í niður- sveiflu. Þetta er gífurlega mikil aukning, ekki síst ef litið er til ár- anna fimm á undan, þ.e. 1989- 1994, en á því tímabili dróst kaup- máttur launa saman um 7% sam- tals. Til samanburðar jókst hagvöxt- ur hér á landi um 43% frá 1995- 2004, ef marka má spá Seðlabank- ans um hagvöxt í fyrra. Á árunum 1989-1994 jókst hagvöxtur um innan við 3%. Ef við skoðum þessa kaupmáttar- aukningu í alþjóðlegum saman- burði sjáum við hversu háar tölur er þarna um að ræða. Á sama tíma og kaupmáttur launa jókst um 36,7% hér á landi, sem jafngildir 3,2% vexti á ári að meðaltali, jókst kaup- máttur launa um 12,2% í heild í OECD-ríkjunum, eða um 1,2% að meðaltali á ári. Mest jókst kaupmáttur launa á árinu 1998. Það ár hækkaði launavísitalan um 9,4% á sama tíma og vísitala neysluverðs hækkaði um 1,7%. Kaupmáttur jókst þannig um 7,6% það ár. Næst okkur voru Norðmenn, en kaupmáttur þar jókst um 5% á árinu 1998. Kaupmáttur í OECD-ríkj- unum jókst að meðaltali um 1,8% á því ári. Kaupmáttaraukningin hér á landi var því fjórfalt meiri þetta ár en að meðaltali í ríkjum OECD. En hverjar eru horfurnar? Með hækkandi verðbólgu er útlit fyrir að aukning kaupmáttar launa verði minni en ella. Samkvæmt spá fjár- málaráðuneytis frá því í haust er búist við að kaupmáttur launa aukist um 1,8% á þessu ári og 1% á því næsta. Seðlabankinn birtir ekki tölur um kaupmátt launa, en sam- kvæmt spá bankans virðist gert ráð fyrir að hann aukist um 2,5% á ári næstu tvö árin. Þótt þarna muni nokkru á spánum er útlit fyrir að kaupmáttur launa haldi áfram að aukast næstu árin. ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Kaupmáttur launa eykst ár frá ári MIÐVIKUDAGUR 26. janúar 2005 KB banki birtir uppgjör í dag. Helmingi munar á spám um hagnað bankans. KB banki birtir ársuppgjör sitt í dag. Ef meðaltal er tekið af spám Íslandsbanka og Landsbankans mun bankinn skila fjórtán millj- örðum í hagnað árið 2004. Landsbankinn spáir 1,5 millj- arða hagnaði á fjórða ársfjórð- ungi, en Íslandsbanki þremur. Á fjórðungnum féllu til tekjur af fyrirtækjaverkefnum, svo sem hlutafjáraukningu SÍF sem gaf rúma tvo milljarða í tekjur og hlutafjáraukningu Flugleiða auk erlendra fyrirtækjaverkefna. Þá innleysti bankinn milljarð í sölu- hagnað af ríflega átta prósenta hlut í Baugi. Gengistap varð hins vegar á fjórðungnum af eignarhlut í Singer og Friedlander og af skuldabréfi í Bakkavör. Lækkun hlutarins í Singer og Friedland- er er ágætar fréttir fyrir bank- ann að því gefnu að yfirtaka sé í pípunum. Fróðlegt verður að sjá hver niðurstaðan verður í ljósi mikils munar í spá bankanna. - hh Síðasti áratugur er óvenjulegur að því leyti að kaupmáttur launa hefur aukist ár hvert í heilan áratug, þrátt fyrir niðursveiflu á árinu 2002. Á þessum áratug hefur kaup- máttur launa aukist samtals um 36,7%. BIRTING Í DAG KB banki birtir uppgjör í dag. Mikill munur er á væntingum greiningardeilda um uppgjörið. SPÁR UM HAGNAÐ KB BANKA 4. ársfjórðungur 2004 Ársuppgjör 2004 Landsbankinn 1.525 milljónir 13.230 milljónir Íslandsbanki 3.005 milljónir 14.710 milljónir Miklu munar á spám
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.