Fréttablaðið - 26.01.2005, Side 50

Fréttablaðið - 26.01.2005, Side 50
Um þessar mundir eru tuttugu ár liðin frá því að Helgi Tómasson tók við stjórn San Francisco-ball- ettsins. „Hamingjusamur? Hvernig ætti ég að vera það ekki?“ spyr Helgi í nýjasta sunnudagsblaði San Francisco Chronicle, eins helsta dagblaðs Kaliforníu. „Að fylgjast með dansflokknum vaxa og dafna og heyra það sem sagt er um hann – þetta hefur verið gefandi reynsla.“ Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti í dagskrá dans- flokksins á næstunni. Núna um jólin sýndi ballettinn Hnotubrjótinn í nýrri uppfærslu eftir Helga og uppskar mikið lof frá gagnrýnendum jafnt sem áhorfendum. Vordagskrá ballettsins hefst síðan núna í kvöld með heljar- mikilli galasýningu þar sem sýnd verða stutt verk og brot úr nokkrum verkum sem sýnd verða á næstunni. Á vordagskránni eru meðal annars verk á borð við Giselle og Rómeó og Júlíu, og verða bæði þessi verk í tilefni tvítugsafmæl- isins sýnd í frægum uppfærslum Helga sjálfs frá síðasta áratug. Helgi byrjaði í dansnámi níu ára gamall í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík. Árið 1969, þegar Helgi var 27 ára, tók hann þátt í danskeppni í Moskvu og hreppti þar silfurverðlaun. Gullið fór til Mikhaíls Barisjníkovs. Strax árið eftir gekk hann til liðs við New York-ballettinn, þar sem hann vann hvern sigurinn á fætur öðrum og náði því að verða einn af virtustu listdönsurum heims. Það var svo árið 1985 sem hann tók boði frá San Francisco- ballettinum um að gerast list- rænn stjórnandi dansflokksins um leið og hann dró sig sjálfur í hlé sem dansari. Koma hans þangað varð dans- flokknum mikil lyftistöng og markaði greinileg tímamót í sögu hans. Dansflokkurinn er nú kom- inn í fremstu röð dansflokka í heiminum, en hafði engan veginn náð þeirri stöðu áður en Helgi gekk til liðs við hann. Auk þess að vera listrænn stjórnandi dansflokksins er Helgi jafnframt skólastjóri ballettskól- ans San Francisco Ballet School, sem að mati Helga er ein helsta undirstaða dansflokksins. ■ 22 26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR DOUGLAS MACARTHUR Þessi goðsagnakenndi banda- ríski hershöfðingi fæddist á þessum degi árið 1880. Óhjákvæmilegt að vera hamingjusamur „Gefðu aldrei skipun sem ekki er hægt að hlýða.“ Fimm stjörnu hershöfðinginn MacArthur þurfti oft að segja mönnum fyrir verkum og fyrirskip- aði meðal annars kjarnorkusprengjuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki. timamot@frettabladid.is Það hitnaði verulega undir Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, þegar kvennamál hans komust í há- mæli í ársbyrjun árið 1998. Þann 26. janúar þvertók hann alfarið fyrir það að hafa átt í sambandi við Monicu Lewinsky og sagði allar sögusagnir um slíkt vera þvætting. Þetta var þó ekki tekið gilt enda þótti Monicu-málið alvarlegra en fyrri brek forsetans þar sem hann átti að hafa haldið við hana eftir að hann náði kosningu sem forseti Bandaríkjanna. Önnur kvennamál og ásakanir um áreiti höfðu komið upp nokkru fyrr þegar hann var ríkisstjóri Arkansas. Monicu-málið bættist því ofan á ásakanir Paulu Jones á hendur forsetanum og rannsókn White- water-málsins og saksóknarinn Kenneth Starr fór mikinn í gagnaöflun sinni gegn forsetanum. Clinton vék sér í framhaldinu undan því að svara spurning- um um Monicu og var meðal annars spurður af blaðamönnum hvers vegna hann hlypi í felur ef hann hefði ekkert að fela. Washington Post hafði það eftir fyrrverandi líf- verði Clintons, nokkrum dögum síðar, að hann og Monica hefðu eytt klukkustund ein saman á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu árið 1995. Lífvörðurinn vissi þó ekki hvað fór þeim á milli á fundinum örlagaríka. Ferill Clintons var í hættu á tímabili en eiginkona hans, Hilary, snerist til varnar enda staðráðin í því að láta ekkert koma karli sínum út úr Hvíta húsinu. 26. JANÚAR 1998 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1778 Bretar hertaka Ástralíu. 1788 Bresk fangaskip leggjast að höfn í Ástralíu. Fangarnir voru fyrsti vísir að fanganý- lendu sem Bretar hugðust setja á fót í landinu. 1865 Bretar lýsa því yfir að þeir muni ekki flytja fleiri fanga til Ástralíu. 1930 Mohandas K. Ghandi, sjálf- stæðisleiðtogi Indlands sem var einnig þekktur sem „Mahatma“ Gandhi, hefur göngu sína yfir Ind- land til að mótmæla her- setu Breta. 1947 Gústaf Adolf, krónprins Sví- þjóðar, deyr í flugslysi í Danmörku. Hann var fer- tugur þegar slysið varð og lét eftir sig fimm börn, þar á meðal Karl XVI Gústaf núverandi konung. 1993 Vaclav Havel er kjörinn for- seti Tékklands. Clinton afneitar Monicu Jóhanna Karlsdóttir, Leo George, Christopher George, Kristín Sigurvinsdóttir, Hreinn Steinþórsson, Hafsteinn Sigurvinsson, Anna G. Árnadóttir, Jóhanna Svanlaug Sigurvinsdóttir, Þorvaldur Kjartansson, Sigurvin Ægir Sigurvinsson, Bergþóra V. Sigurjónsdóttir, Dröfn Sigurvinsdóttir, Karítas Sigurvinsdóttir, Tryggvi Björn Tryggvason, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug, styrk og vináttu við andlát og útfarir eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sigurvins Sveinssonar sem lést 27. desember sl. og elskulegrar eiginkonu minnar, móður, dóttur, systur, mágkonu og frænku, Kristrúnar Sigurvinsdóttur sem lést 9. janúar sl. Elskuleg systir okkar og frænka, Svava Skúladóttir áður til heimilis að Hátúni 10a, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 23. janúar. Aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför ástkæru eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, Ólafar Björnsdóttur Garðvangi, Garði, áður til heimilis að Hringbraut 67, 230 Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Garðvangs á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Skarphéðinn Agnars, Birna Skarphéðinsdóttir, Margrét Skarphéðinsdóttir – Þórður Ingimarsson, Jónína Skarphéðinsdóttir – Ólafur V. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Gísli Einarsson fréttamaður er 38 ára. . Bjarni Benediktsson alþingismaður er 35 ára. Sólveig Arnarsdóttir leikkona er 32 ára. JARÐARFARIR 14.00 Elín Katrín Guðnadóttir, frá Rifi, verður jarðsungin frá Búðakirkju í Staðarsveit. 14.00 Skarphéðinn Jónsson, Garðvangi, Garði, áður Njarðvík, verður jarð- sunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju. 15.00 Anna Ólafsdóttir, Efstasundi 41, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni. AFMÆLI ANDLÁT Margrét Jónsdóttir, frá Ási, Hraunbæ 152, lést mánudaginn 10. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Elma Nína Þórðardóttir, Espigerði 6, Reykjavík, er látin. Munda Pálín Enoksdóttir, Sogni, Ölfusi, lést sunnudaginn 16. janúar. Ari Guðmundsson, Lækjargötu 1, Hvammstanga, lést þriðjudaginn 18. janúar. Skarphéðinn Jónsson, Garðvangi, Garði, áður Njarðvík, lést þriðjudaginn 18. janúar. Guðríður Friðgeirsdóttir, Nausti, Stöðv- arfirði, lést föstudaginn 21. janúar. Heiðar Rafn Baldvinsson lést föstudag- inn 21. janúar. Anna Garðarsdóttir, Vorsabæ 3, Reykja- vík, lést laugardaginn 22. janúar. Elín Loftsdóttir, Hásteinsvegi 64, Vest- mannaeyjum, lést laugardaginn 22. jan- úar. Ólöf Anna Ólafsdóttir, frá Ísafirði, Sæviðarsundi 15, Reykjavík, lést laugar- daginn 22. janúar. Steinþór Benediktsson bóndi, Kálfafelli, Suðursveit, lést laugardaginn 22. janúar. Aðalheiður Einarsdóttir, Ásbraut 3, Kópavogi, lést sunnudaginn 23. janúar. Haraldur Magnússon, Fjarðavegi 12, Þórshöfn, lést á Heilbrigðisstofnun Þing- eyinga sunnudaginn 23. janúar. Svava Skúladóttir, áður til heimilis í Há- túni 10a, Reykjavík, lést sunnudaginn 23. janúar. Þann 26. janúar 1980 tók Ragn- hildur Guðbrandsdóttir fyrstu skóflustungu að hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð. Hún var þá 101 árs gömul og elsti íbúi Kópavogs. Skóflustungan var skráð í heimsmetabók Guinness þar sem Ragnhildur var elst allra í heimin- um til að taka fyrstu skóflustungu að nýbyggingu. Reisugildi var síð- an haldið 23. maí 1981 og það sóttu á þriðja þúsund gestir sem gerðu þetta að fjölmennasta reisugildi sem haldið hafði verið á Íslandi en aðsóknin þótti skýrt dæmi um þa miklu samstöðu sem ríkti um verkefnið meðal Kópavogsbúa. Tæpu ári seinna, eða 20. maí 1982, var haldin vígsluhátíð þar sem heimilinu var gefið nafnið Sunnuhlíð. Fimm dögum seinna lagðist fyrsti sjúklingurinn inn og fyrsta sérhannaða hjúkrunar- heimilið fyrir aldraða á Íslandi var tekið til starfa með 38 sjúkra- rúmum. ■ RAGNHILDUR GUÐBRANDSÓTTIR Var elsti íbúi Kópavogs þegar hún tók fyrstu skóflustunguna að hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð. Skóflustunga í heimsmetabók HELGI TÓMASSON: TÓK VIÐ Í SAN FRANCISCO FYRIR 20 ÁRUM HELGI TÓMASSON Fylgist hamingjusamur með San Francisco-ballettinum vaxa og dafna. M YN D /ÞÖ K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.