Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2005, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 26.01.2005, Qupperneq 52
Í fyrsta lagi er ég alveg sársvekktur fyrir hönd strákanna að hafa tapað þessum leik. Ég hafði litlar áhyggjur lengst af leiks því mér fannst Slóven- arnir þurfa að hafa meira fyrir hlutun- um en við. Síðan snerist dæmið svolít- ið við frá Tékkaleiknum því síðustu fimmtán mínúturnar urðu okkar bana- biti. Ég held að markvarslan á þeim tíma hafi verið vendipunkturinn í leikn- um. Eftir á að hyggja var rangt að skipta Roland út af því Birkir Ívar komst aldrei í takt við leikinn. Það er hins vegar alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og menn geta ekki vitað svona lagað fyrir fram. Mér fannst liðið vera allt annað og betra en í fyrri leiknum og greinilegt að frumsýningarskrekkurinn úr fyrsta leiknum var horfinn. Liðið var vel inn- stillt, vörnin var góð og markaskorunin dreifðist mun meira en í fyrsta leikn- um. Þótt við höfum fengið jafn mörg mörk á okkur og gegn Tékkum fannst mér vörnin vera miklu betri, með Vigni Svavarsson sem besta mann. Eina áhyggjuefnið er að ekki hafi tekist að fækka mörkunum frá því í fyrsta leikn- um. Það er of mikið að fá á sig 34 mörk í hverjum leik. Sóknarleikurinn var að mörgu leyti mjög góður. Alexander kom mjög sterkur inn í leikinn og sýndi hvers hann er megnugur. Markús Máni var einnig öflugur þótt skotnýtingin hans hafi ekki verið jafn góð og í fyrsta leikn- um. Róbert var góður en það kom of lítið út úr Ólafi Stefánssyni hvað varðar markaskorun. Hann skoraði bara tvö mörk og skotnýting hans var léleg. Það verður hins vegar að horfa til þess að andstæðingarnir leggja mikla áherslu á að stöðva hann. Það var líka gaman að sjá Arnór Atlason klára síðasta vítið. Það hefðu ekki allir þjálfarar þorað að láta svona ungan og óreyndan mann taka þetta mikilvæga víti og þetta á eftir að hjálpa honum mikið. Strákarnir verða að passa sig á að hengja ekki haus eftir þennan leik. Slóvenska liðið er gott og það sást vel að flestir leikmenn þess koma frá sama liðinu. Þeir voru vel samæfðir og það er engin skömm að tapa fyrir þessu liði. Það er hins vegar sorglegt að það skyldi gerast í þessum leik en ís- lenska liðið sýndi að það býr fullt í liðinu. Leikmenn verða að taka það jákvæða úr þ e s s u m leik með í f r a m - h a l d i ð . Þá get- ur allt gerst. Mega ekki hengja haus 24 26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Við furðum okkur á... ... að þrír af reynsluminnstu leikmönnum landsliðsins skuli gefa kost á sér í viðtöl eftir leikinn í gær. Við óskum eftir því að leikreyndustu menn liðsins axli meiri ábyrgð og komi fram fyrir hönd liðsins í mótlæti sem og í meðbyr. „Þeir fá endalaus vítaköst og við erum með mann úti af allan seinni hálfleikinn. Dómararnir tóku af skarið í leiknum á meðan við vorum að berjast við að spila handbolta.“ Viggó Sigurðsson var ekki sáttur við framgöngu argentínsku dómaranna.sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 23 24 25 26 27 28 29 Miðvikudagur JANÚAR HM Í HANDBOLTA Það var grátlegt að horfa upp á strákana okkar tapa niður unnum leik gegn Slóvenum í El Menzah-íþróttahöllinni í gær. Þeir hefðu átt að hrista Slóvenana af sér í fyrri hálfleik en einstakur klaufaskapur á vítapunktinum gerði það að verkum að Slóven- arnir voru alltaf inni í leiknum. Þeir tóku síðan forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1-2 þegar 40 sekúndur voru eftir, 32-33. Þeir unnu að lokum eins marks sigur, 33-34, í dramatískum spennuleik. Íslenska liðið réð lögum og lofum í fyrri hálfleik og varnar- leikurinn var mun betri en gegn Tékkum. Liðið spilaði aftar að þessu sinni og það virkaði vel. Fyrir vikið komst Roland Eradze í fínt stuð í markinu en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var einnig með miklum ágætum en eins og áður segir voru strákarnir klaufar á vítapunktinum, létu verja fjögur víti frá sér í fyrri hálfleik. Munur- inn í hálfleik var því aðeins tvö mörk, 16-14. Strákarnir héldu tveggja til fjögurra marka forystu í síðari hálfleik en varnarleikurinn fór að láta á sjá og markvarslan einnig en Roland og Birkir Ívar vörðu samtals fjóra bolta í síðari hálf- leik. Ólafur Stefánsson var þar að auki ískaldur, skoraði ekki nema tvö mörk og klúðraði jafn mörg- um vítaköstum. Þegar svona mikið er að í leik íslenska liðsins hlýtur eitthvað að láta undan og það gerði það. Slóv- enar tóku forystuna með 40 sek- úndur eftir. Arnór jafnaði úr vítakasti þegar 10 sekúndur lifðu leiks en stórskyttan Sergei Rutenka tryggði Slóvenum sigur þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Grátleg niðurstaða fyrir strák- ana, sem ættu með réttu að vera komnir með þrjú stig í riðlinum. Þess í stað eru þeir komnir með bakið upp að veggnum fræga og lítið annað en sigur gegn Rússum mun fleyta liðinu áfram í keppn- inni. Strákarnir geta sjálfum sér um kennt því það gengur ekki að klúðra fimm vítaköstum í leik og fara þar að auki með fjölda dauða- færa. Það sem gerir þetta tap samt sárast er sú staðreynd að liðið lék mjög vel nánast allan leikinn, ólíkt síðasta leik. Alexander átti frá- bæran leik, sem og Róbert. Guð- jón Valur og Markús voru traustir, Arnór átti fína innkomu og Vignir stóð vaktina manna best í vörn- inni. Roland varði aftur vel í fyrri hálfleik en hálfleikspásan virtist fara illa í hann því það slokknaði á honum í síðari hálfleik. Þrátt fyrir þennan fína leik er uppskeran engin og verður ekki sagt annað en að íslenska liðið sé búið að upplifa mikið í þessum fyrstu tveim leikjum. Nú verða menn að safna liði og mæta grimmir gegn Rússum ef þeir ætla sér að ná takmarki sínu. henry@frettabladid.is DAGUR KOMINN Á BLAÐ Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, skoraði sín fyrstu þrjú mörk á heimsmeistaramótinu í Túnis í gær í tapinu gegn Slóveníu. Fréttablaðið/Andreas Waltz Þvílíkur klaufaskapur Íslenska landsliðið í handbolta kastaði frá sér unnum leik gegn Slóveníu á HM í gær. Leikmenn liðsins geta engum kennt um tapið nema sjálfum sér. ■ ■ LEIKIR  18.30 Njarðvík og ÍS mætast í Njarðvík í 1. deild kvenna í körfubolta.  19.15 Grindavík og Keflavík mætast í Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta.  20.30 Njarðvík og Grindavík mætast í Njarðvík í Intersport- deildinni í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  15.35 HM í handbolta á RÚV. Útsending frá leik Íslands og Slóveníu í HM í handbolta.  19.10 HM í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Íslands og Kúvæt á HM í handbolta.  19.50 Enski deildabikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Manchester United og Chelsea í ensku deildabikarnum í fótbolta.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Handboltakvöld á RÚV.  23.15 Enski deildabikarinn á Sýn. Útsending frá leik Manchester United og Chelsea í enska deilda- bikarnum í fótbolta. Enski deildabikarinn WATFORD–LIVERPOOL 0–1 0–1 Steven Gerrard (77.). LIVERPOOL VANN SAMANLAGT 2–0 1. deild kvenna í körfu KR–HAUKAR 76–87 Stig KR: Jerica Watson 25 (12 frák.), Helga Þorvaldsdóttir 15, Gréta María Grétarsdóttir 13, Georgía Kristiansen 10, Hanna B. Kjartansdóttir 9, Halla Jóhannesdóttir 4. Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 29 (16 frák., 9 stoðs.), Ebony Shaw 15 (10 frák.), Pálína Gunnlaugsdóttir 13, Kristrún Sigurjónsdóttir 11, Ösp Jóhannsdóttir 7, Ragnheiður Theódórsdóttir 6, Hanna Hálfdanardóttir 4, Guðrún Ámundadóttir 4. STAÐAN KEFLAVÍK 12 12 0 1025–715 24 Grindavík 13 8 5 797–784 16 HAUKAR 14 7 7 925–978 14 ÍS 12 7 5 772–723 14 NJARÐVÍK 13 4 9 784–850 8 KR 14 1 13 763–1016 2 STÖÐUR ÚR LEIKNUM Fyrri: 1–0, 1–2, 2–3 (3 mín), 4–3, 5–3, 7–4, (9 mín), 7–6, 9–6, 9–8, 12 –8 (17 mín), 12–10, 14–10 (21 mín), 14–11, 15–11, 15–13, 16–13 , 16–14. Seinni: 16–15, 17–17, 17–16 (31 mín), 20–16 (34 mín), 21–17, 21–19, 22–19, 23–20 (39 mín), 23–22, 25–23, 25–25 (45 mín), 28–26, 29–27, 29–29 (53 mín), 31–30, 32–31, 32–33 (59 mín), 33–33, 33–34. TÖLFRÆÐIN Skotnýting 58%–68% Tapaðir boltar 10–10 Hraðaupphlaupsmörk 8–3 Brottvísanir (mínútur) 18–18 Varin skot 17/1–20/5 Varin skot í vörn 1–2 Víti fengin (nýting) 11 (55%)–9 (89%) MÖRK–SKOT ÍSLANDS Alexander Peterson 7–9 (78%) Róbert Gunnarsson 6/2–8/4 (75%) Guðjón Valur Sigurðsson 5/1–7/2 (71%) Markús Máni Michaelsson 4–6 (67%) Arnór Atlason 3/3–4/3 (75%) Dagur Sigurðsson 3–6 (50%) Vignir Svavarsson 2–2 (100%) Ólafur Stefánsson 2–9/2 (22%) Einar Hólmgeirsson 1–5 (20%) VARIN SKOT ÍSLANDS Roland Valur Eradze 15/1 af 40/5 (38%) Birkir Ívar Guðmundsson 2 af 11/4 (18%) STOÐSENDINGAR ÍSLANDS Ólafur Stefánsson 10 (3 inn á línu) Dagur Sigurðsson 2 (0) Arnór Atlason 2 (1) Alexander Petersson 2 (0) Markús Máni Michaelsson 1 (0) Einar Hólmgeirsson 1 (0) FISKUÐ VÍTI ÍSLANDS Róbert Gunnarsson 5 Ólafur Stefánsson 2 Guðjón Valur Sigurðsson 2 Alexander Petersson 1 Markús Máni Michaelsson 1 HRAÐAUPPHLAUPSMÖRKIN Guðjón Valur Sigurðsson 3 Vignir Svavarsson 2 Alexander Petersson 2 Róbert Gunnarsson 1 HVAÐAN KOMU MÖRKIN Langskot Ísland 10– Slóvenía 8 Úr hornum 3–4 Af línu 3–3 Með gegnumbroti 3–8 Úr hraðaupphlaupum 8–3 Úr vítum 6–8 33-34 ÍSLAND SLÓVENÍA GEIR SVEINSSON SÉRFRÆÐINGUR FRÉTTABLAÐSINS SPÁÐ Í SPILIN ÍSLAND MÆTTI SLÓV- ENÍU Á HM Í HAND- BOLTA Í TÚNIS Í GÆR LEIKIR GÆRDAGSINS HM í handbolta í Túnis A-RIÐILL GRIKKLAND–FRAKKLAND 20–19 KANADA–TÚNIS 20–42 ANGÓLA–DANMÖRK 19–47 STAÐAN Í A-RIÐLINUM TÚNIS 2 2 0 0 81–43 4 DANMÖRK 2 2 0 0 74–42 4 GRIKKLAND 2 1 0 1 43–46 2 FRAKKLAND 2 1 0 1 63–36 2 ANGÓLA 2 0 0 2 42–86 0 KANADA 2 0 0 2 36–86 0 B-RIÐILL RÚSSLAND–KÚVEIT 38–11 ALSÍR–TÉKKLAND 29–29 ÍSLAND–SLÓVENÍA 33–34 STAÐAN Í B-RIÐLINUM RÚSSLAND 2 2 0 0 66–33 4 SLÓVENÍA 2 2 0 0 68–50 4 TÉKKLAND 2 0 2 0 63–63 2 ÍSLAND 2 0 1 1 67–68 1 ALSÍR 2 0 1 1 51–57 1 KÚVEIT 2 0 0 2 28–72 0 Enski deildabikarinn í gær: Liverpool í úrslitaleikinn FÓTBOLTI Liverpool tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik enska deildarbikarins þegar liðið bar sigurorð af Watford, 1–0, í seinni leik liðanna á Vicarage Road. Það var Steven Gerrard sem skoraði sigurmark Liverpool þrettán mínútum fyrir leikslok. Liverpool vann einnig fyrri leikinn, 1–0, og því samanlagt 2–0 og mætir annað hvort Manchester United eða Chelsea í úrslitaleiknum. ■ STEVEN GERRARD Fagnar hér marki sínu en það kom Liverpool í úrslitaleik enska deildarbikarsins. HENRY BIRGIR GUNNARSSON SKRIFAR UM HM Í HANDBOLTA FRÁ TÚNIS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.