Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.02.2005, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 05.02.2005, Qupperneq 22
Bitist um bíla Uppstokkun hefur orðið hjá Toyota-umboðinu eftir talsverðar væringar. Starfsmenn undir forystu for- stjórans Emils Grímssonar áttu hlut í fyrirtækinu. Bogi Pálsson, sonur Páls Samúels- sonar, aðaleiganda fyrirtækisins, var upp á kant við fjölskylduna. Sættir hafa náðst, en fyrirséð var að nokkrir lykilstarfs- menn vildu kaupa fyrirtækið. Þeir áttu hlut í því, en nú hefur niðurstaðan orðið sú að Emil og félagar kaupa Arctic Trucks, en Úlfar Steindórsson sem hefur unnið náið með Boga tekur við stjórn Toyota-umboðsins. Páll Samúelsson verður stjórnarformaður. Niður- staða hefur því náðst í langvarandi pattstöðu þar sem starfsmenn umboðsins voru allt annað en sáttir við að sitja uppi með skuldsetta minnihluta- eign og geta sig hvergi hrært. Boðið í bíla Það er barist um bíla á fleiri vígstöðvum. Þeir fjandvinirnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Philip Green bitust einnig um bíl á dögunum. Þeir voru báðir mættir á góðgerðauppoð á Englandi. Meðal þess sem var til sölu var forláta MG-sportbíll. Jón Ásgeir og Philip Green háðu einvígi um bílinn. Þeir tókust hraustlega á í baráttu um Arcadia um árið, en óvænt truflun efnahagsbrota- deildar lögreglunnar leiddi til að samningsstaða Baugs fauk út um glugg- ann. Nú var engri slíkri truflun fyrir að fara og Jón Ás- geir náði bílnum og greiddi fyrir um tólf milljónir króna. Ágóð- inn rann í styrktarsjóð fyrrverandi verslunarstarfs- manna. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.767 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 357 Velta: 2.146 milljónir +0,74% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Fjórir lykilstarfsmenn Lands- bankans nýttu sér í gær rétt til að kaupa hlutafé í bakanum á geng- inu 3,58. Þetta er samkvæmt samningum frá árinu 2000. Alls var um að ræða 4,3 millj- ónir hluta sem voru keyptir á um 15,5 milljónir. Markaðsvirði hluta- fjárins í dag er ríflega 62 milljónir. Friðrik Magnússon hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Íslandsbanka. Við starfinu tekur Eggert Þór Kristjánsson. Sjóvá hefur lokið við að selja allt hlutafé sitt í Flugleiðum: Grunnfé Seðlabankans lækk- aði um 4,9 milljarða í janúar og nam 33,7 milljörðum um mán- aðamótin. 22 5. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Kristinn Björnsson mun ekki setjast í stjórn Straums fjárfest- ingarbanka eins og hann var kjör- inn til á aðalfundi bankans í gær. Kristinn gerði grein fyrir því að hann hefði vikið úr stjórn Straums til að koma í veg fyrir að bankinn drægist inn í umræðu um meint samráð olíufélaganna, vegna fyrri starfa hans sem for- stjóri Skeljungs. Varamaður mun taka sæti Kristins þar til annað verður ákveðið. Sjálfkjörið var í stjórn Straums og komu Þór Kristjáns- son og Ingimundur Sigurpálsson inn í aðalstjórn í stað Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar og Orra Haukssonar. Kristinn Björnsson sem gegndi stjórnarformennsku megnið af árinu fyrir Straum og Þórður Már Jóhannesson röktu starfsemina á liðnu ári. Að baki er fyrsta starfs- ár Straums sem banka og lýstu forsvarsmenn bankans mikilli ánægju með vöxt lána í reikning- um félagsins, en stefnt er að áframhaldandi vexti lánastarf- semi sem breikkar tekjugrunn félagsins. Hagnaður Straums var 6,4 milljarðar króna sem er met hjá félaginu. Markaðsvirði Straums hefur vaxið úr 4,4 millj- örðum í 56 milljarða á fjórum árum. Straumur á virkan eignarhlut í Íslandsbanka og Tryggingamið- stöðinni. Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt eignarhlutina með þeim skilyrðum að eignarhlutur í báðum félögum sé ekki til fram- búðar. Kristinn sagði því ljóst að verkefni stjórnar og starfsmanna Straums verði að vinna úr núver- andi stöðu. Meðal þess sem talið er koma til greina meðal ráðandi hluthafa Straums er að sameina Straum og Íslandsbanka. - hh vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 41,40 +1,22% ... Atorka 6,25 - 0,79% ... Bakkavör 25,70 +1,58% ... Burðarás 13,30 +0,38% ... Flugleiðir 13,95 -0,36% ... Íslandsbanki 12,00 +0,42% ... KB banki 514,00 +1,18% ... Kögun 46,70 +0,43% ... Landsbankinn 14,40 +0,35% ... Marel 53,50 +2,88% ... Medcare 5,98 +0,50% ... Og fjarskipti 3,74 +0,54% ... Sam- herji 11,50 +1,32% ... Straumur 10,25 -1,44%Össur 83,50 - Leyst úr eign- arhaldi í ár Marel 2,88% Bakkavör 1,58% Samherji 1,32% Straumur -1,44% Austurbakki -1,41% Jarðboranir -0,93% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS L BI 2 71 14 0 1/ 20 05 ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS L BI 2 71 14 0 1/ 20 05 Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á síðastliðnu reikningsári. 4. Tillögur til breytinga á samþykktum. 5. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa eða taka að veði allt að 10% af eigin bréfum. 6. Kosning bankaráðs. 7. Kosning endurskoðenda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil. 9. Önnur mál. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins fela í sér hækkun á heimild bankaráðs til hækkunar hlutafjár. Er hluthöfum bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu liggja frammi, hluthöfum til sýnis. Einnig verður hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upphaf fundarins. Bankaráð Landsbanka Íslands hf. Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. verður haldinn á Nordica hótel, í dag, laugardaginn 5. febrúar kl. 14.00. 410 4000 | landsbanki.is FÉKK SÆTI EN SEST EKKI Kristinn Björnsson var kosinn í stjórn Straums fjárfestingar- banka. Ákvörðun hans um að víkja sæti vegna olíumálsins stendur hins vegar og mun hann ekki taka sæti í stjórninni að sinni. Metár er að baki hjá Straumi. Straumur get- ur ekki átt virkan hlut í Tryggingamiðstöðinni og Íslandsbanka til lang- frama. Verkefni ársins er að leysa þá stöðu. Vilji er talinn til þess að sameinast Íslandsbanka. Bónus oftast ódýrast Aftur hefur fjölgað í hluthafa- hópi Húsasmiðjunnar. Baugur keypti hlut Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar og átti þá allt hlutafé Húsasmiðjunnar. Jafnframt var gefið út að fjölga myndi á ný í hluthafahópnum. Nú hefur verið stofnað Eign- arhaldsfélag Húsasmiðjunnar sem eignast hefur allt hlutafé . Eigendur nýja félagsins eru Baugur með 45 prósenta hlut, Saxhóll sem er fjárfestingar- félag Nóatúnsfjölskyldunnar, Prímus sem er í eigu Hannesar Smárasonar og Byggingarfélag Gylfa og Gunnars eru með 18,3 prósent hvert félag. Þessir hluthafar eru stærstu eigendur Flugleiða en Baugur hefur nýverið aukið hlut sinn þar. Stjórnarformaður verður Skarphéðinn Steinarsson, en meðal stjórnarmanna er Árni Hauksson, fyrrverandi forstjóri Húsasmiðjunnar. - hh Flugleiðamenn í Húsasmiðjuhóp Bónus var oftast með lægsta verðið í könnun á mjólkurvörum, ostum og ýmsum þurrvörum sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í nokkrum matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu á þriðju- dag. Í mjólkurvörum og ostum var Bónus með ódýrustu vöruteg- undirnar í 49 af 56 flokkum sem voru skoðir. Verslanir 10-11 voru oftast með hæsta verðið en 43 tegund- ir voru dýrastar þar. 11-11 kom þar á eftir og var með hæsta verðið í 27 tilvikum. Vegna mistaka við fram- kvæmd könnunarinnar var ekki hægt að birta gögn frá Nettó í Mjódd. Bónus var einnig oftast með lægsta verðið í könnun ASÍ á ýmsum þurrvörum en Fjarðar- kaup í Hafnarfirði var næst- oftast með lægsta verðið. Athygli vekur að mikill fjöldi varanna í könnuninni fékkst ekki í Bónus. Af þeim 59 vöru- tegundum sem voru skoðaðar var 31 fáanleg í Bónus en lægst var hlutfallið í Europris, 38 vörutegundir könnunarinnar voru ófáanlegar. Í Sparverslun í Bæjarlind fengust hins vegar flestar vöru- tegundir eða 57 af 59. - bs

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.