Fréttablaðið - 05.02.2005, Side 39

Fréttablaðið - 05.02.2005, Side 39
27LAUGARDAGUR 5. febrúar 2005 Smáralind 522 8322 Kringlunnni 568 8190 Batman búningur st. 120-140 grímur, tennur, andlitslitir, hársprey, skegg, gerviblóð, neglur, vopn, fjaðrir, kórónur ofl. ofl. Spiderman búningur st.116,128,140 Action man búningur st. 120,140,160 Bratz búningur st. 5/7-8/10 Mjallhvítar búningur st. 120,140,160 Grímubúningar margar gerðir Siv Friðleifsdóttir: Jafnréttissjónarmið í fjárlagagerð ALÞINGI Siv Friðleifsdóttir vakti at- hygli á áhugaverðri nálgun á um- ræðuna um fjárlagagerð á Alþingi í vikunni er hún spurði fjármála- ráðherra að því hvernig því verk- efni hér á landi að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið í fjárlagagerð miðaði. Benti Siv á að með þátttöku Ís- lendinga á heimsráðstefnu kvenna í Beijing 1995 skuldbundu Íslendingar sig, ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum, til að flétta kynja- og jafnréttissjónarmið inn í alla pólitíska ákvarðanatöku. „ Þetta á meðal annars við um gerð fjárlaga sem gegna lykilhlutverk- um í pólitískum forgangsverkefn- um landanna. Fjárlög sem eru gagnsæ og vel unnin hvað varðar kynjasjónarmið hafa mikla þýð- ingu til að tryggja þróun í átt til jafnréttissamfélags, bæði hér á Íslandi sem og annars staðar á Norðurlöndunum,“ sagði Siv. „Það er alveg ljóst að í gegnum tíðina hafa verk kvenna verið minna metin fjárhagslega en verk karla og allir vita að hefðbundin kvennastörf, aðallega umönnun- arstörf, hafa færst út á stofnanir og þar eru þau frekar lágt launuð. Það er hægt að koma með mörg dæmi um það hvernig staða kvenna hefur verið slakari en staða karla varðandi laun og varð- andi hvernig fjárlögin koma út gagnvart ólíkum hópum, það er gagnvart kynjunum,“ sagði hún. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra svaraði fyrirspurn Sivjar með því að lýsa yfir vonum um að verkefnið nýtist við gerð fjárlaga 2006. - sda SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR: „Það er hægt að koma með mörg dæmi um það hvernig staða kvenna hefur verið slakari en staða karla varðandi laun og varðandi hvernig fjárlögin koma út gagnvart ólíkum hópum, það er gagnvart kynjunum.“ PÁLL MAGNÚSSON, VARAÞINGMAÐ- UR FRAMSÓKNARFLOKKSINS: „Hingað kom kona í húsið og rassskellti þingmenn fram eftir nóttu.“ Sagt í ræðustól á Alþingi í annarri umræðu um eftirlaunafrumvarpið 13. desember 2003. Konan sem Páll vísar til er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylk- ingarinnar. GUÐJÓN ÓLAFUR JÓNSSON, VARAÞING- MAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS: „Þar segir hæstvirtur þingmaður, með leyfi hæstvirts forseta: „Bla, bla, bla.““ Sagt í ræðustól á Alþingi í annarri umræðu um eftirlaunafrumvarpið 13. desember 2003. Þingmaðurinn sem Guðjón vísar til er Sigurjón Þórðarson, Frjálslyndum. HALLDÓR BLÖNDAL, ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS: „Menn satt að segja lítt hrifnir yfir því að forsætisráðherrafram- bjóðandinn, hæstvirtur þingmað- ur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, skyldi slysast til Austurlands og opna munninn um sjávarútvegs- mál.“ Sagt í ræðustól á Alþingi við umræðu um fjárhagslegan aðskilnað í rekstri útgerðar og fiskvinnslu 1. febrúar síðastliðinn. UMMÆLI Á ALÞINGI ,, UMMÆLI Á ALÞINGI ,,

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.