Fréttablaðið - 05.02.2005, Page 44

Fréttablaðið - 05.02.2005, Page 44
40 5. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Ó s k a r s v e r ð l a u n i n verða afhent við há- tíðlega athöfn í Hollywood þann 27. febrúar. Mikið verð- ur um dýrðir sem fyrr og margar stjörnur eiga eftir að skína. Það sem vekur mesta eftirvæntingu hjá mér er rimma gamla jaxlsins Clints Eastwood og Martins Scorsese, sem eru til- nefndir sem bestu leikstjórar, ásamt öðrum minni spámönnum. Eastwood gerði boxmyndina Million Dollar Baby en Scorsese hina sann- sögulegu The Aviator með uppá- haldsdrenginn sinn, Leonardo DiCaprio, í aðalhlutverki. Eastwood er kominn með for- skot í kapphlaupinu. Hann var ný- verið valinn leikstjóri ársins af kol- legum sínum í Bandaríkjunum og þykja þau verðlaun gefa sterka vís- bendingu um það sem koma skal á Óskarnum. Þetta var hins vegar í sjötta sinn sem Scorsese var til- nefndur til Directors Guild verð- launanna en þurfti eins og áður að lúta í lægra haldi. Greyið Scorsese. Hann hefur gert frábærar myndir á sínum ferli á borð við Taxi Dri- ver, Raging Bull og Goodfellas en hvorki fengið leikstjóraverðlaunin né Óskarinn fyrir frammistöðu sína, þrátt fyrir að hafa einnig ver- ið tilnefndur sex sinnum til hans. Alltaf er litið fram hjá honum. Eastwood er einhvern veginn svalari týpa sem virðist hafa minna fyrir þessu. Hann hlaut Óskarinn fyrir Unforgiven og ætli hann end- urtaki bara ekki leikinn núna og steli senunni? Auðvitað gætu ein- hverjir sagt að þetta kapphlaup um Óskarinn væri tímasóun enda Scor- sese löngu búinn að sanna sig. Ég held að hann sé ekki á sömu skoðun, því Óskarsverðlaunin eru virtustu verðlaun kvikmyndaheimsins og allir sem starfa í geiranum vilja sjá styttuna glóandi uppi á hillu hjá sér. Þann 27. febrúar verður von- andi sá verðlaunaður sem stóð sig betur í stað þess að valið byggist á einhverri góðgerðastarfsemi. Ég held með Scorsese en Eastwood kallinn; hann er svalur og gæti tekið þetta. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA FREYR BJARNASON SKRIFAR UM RIMMU EASTWOOD OG SCORSESE Á NÆSTU ÓSKARSVERÐLAUNAHÁTÍÐ. Baráttan milli Eastwood og Scorsese Lynghálsi 4 • 110 R. S: 567 3300 info@hestarogmenn.is • www.hestarogmenn.is 25% afsláttur Ef þú kaupir 4 ganga af Mustad skeifum og hóffjöðrum. Enn er hægt að tryggja sér Hrímni á hinu ótrúlega „Flug og hnakk“-tilboði. Kynntu þér tilboðið betur í versluninni eða á heimasíðunni. Auk þess eru járningaverkfærin frá Mustad á tilboðsverði. Besta bætiefnið fyrir hóf og hárvöxt Tilboðsverð kr. 5.990 80 daga skammtur Right Balance OPIÐ ALLA HELGINA LAUGARDAG 10-16 OG SUNNUDAG 12-15 Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Ahhhh! Það er gott að vera kominn í vinnu á ný, en þú færð að gjalda fyrir það. Ertu þreytt? Þú verður að halda aftur að þér í kvöld. Svo það er enginn möguleiki á því að þú klæðir þig upp í hjúkkugallann og með- höndlir mig eins og alvöru sjúkling? Góða nótt! Góða nótt! Doktor Nó! Jæja Sara....segðu mér svo hvað þér finnst um nýju spóluna sem ég keypti? Ok. Það er eitt sem ég verð að segja þér... Gvuð! Þvílík tónlist! Hún er svo.....tilfinninga- rík.....svo upplífgandi! Ég verð... Ég elska þig! Ég verð að fá þig! Kysstu mig stóra dýrið þitt! Stanislaw var búinn að segja þér frá undir- meðvitundar- spólunni. Er það ekki? Kallaðu mig Lilju prinsessu... Allt í lagi. Mundu það svo næst.... að þó köttur grafi eitthvað er ekki um fjár- sjóð að ræða. Hlébarði Hundur! M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Á FIMMTUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins -

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.