Fréttablaðið - 05.02.2005, Síða 56

Fréttablaðið - 05.02.2005, Síða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT 2. sýning 13. febrúar kl. 19 – FÁAR SÝNINGAR Miðasala á netinu; www.opera.is Netfang miðasölu; midasala@opera.is • Sími miðasölu: 511 4200 Banki allra landsmanna 9.950,- Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is Vinnuskipulag SET taska 990,- RUSCH veggklukka 24,5 sm 195,- RUSA pennastatíf úr áli 295,- FLYT tímaritahirslur 5 stk. LUNS krítar/segultafla 48x68 sm 1.490,- REBUS bréfakarfa 38x25x30 sm 995,- IK E 27 24 1 0 1. 20 05 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 5 Rjómabolla og kaffi 190,- DOKUMENT pennaílát 2 stk. 250,- STEFANO skrifborðsstóll 4.950,- DOKUMENT blaðabakkasett 1.490,- SUMMERA stílabók ýmsir litir 95,- BAR segulplata og 3 seglar MIKAEL vinnustöð 104x50x166 sm (birki) SUMMERA 5 minnisbækur í poka 190,- KASSETT CD kassar 2 stk. 26x16,5x15 sm 695,- 195,- 95,- JAGGA skrif/segultafla 56x82x5 sm 2.490,- Tilkynning Ég vil nota tækifærið og minna áþað að fyrir rúmu ári síðan lýsti ég því yfir á þessum vettvangi að ég hygðist bjóða mig fram til formanns Samfylkingarinnar árið 2009. Þetta var gert vegna þess að ég taldi mig þá hafa greint ákveðna breytingu á starfsháttum í íslenskum stjórnmál- um, þar sem fólk væri farið að til- kynna áætlanir sínar með góðum fyrirvara – sem mér fannst til eftir- breytni – en þá voru þær kringum- stæður fyrir hendi að Ingibjörg Sól- rún hafði lýst yfir framboði árið 2005, sem er núna, og fyrirfram var vitað að breytt yrði um forsætisráðherra í september árið 2004, sem hefur gerst, og að vissir einstaklingar yrðu ráðherrar og aðrir ekki á ákveðnum tímapunkti, sem hefur líka gengið eftir. ÉG taldi þetta ákaflega þægilegar kringumstæður, að slík vissa væri fyrir hendi um það hvað myndi ger- ast í hinu annars sviptivindasama um- hverfi stjórnmálanna þar sem hefðin er frekar sú að enginn veit neitt um neitt fyrr en eitthvað gerist sem eng- inn vissi að myndi gerast fyrr en það gerðist. ÉG vildi leggja mitt lóð á vogarskál- arnar til þess að viðhalda þessari vissu og mig minnir að ég hafi meira að segja lagt það til að þegar yrði haf- ist handa við að finna vænlegan fram- bjóðanda til formannsins árið 2013 og 2017. Ég hef hins vegar ekki orðið var við neina hreyfingu í þá átt og vil ég lýsa yfir vonbrigðum mínum með það. Verulegum vonbrigðum. HJÁ því verður ekki komist að lýsa yfir eftirfarandi með hliðsjón af þró- un mála: Í ljósi þess að framboðsyfir- lýsing mín hefur ekki fengið neinar undirtektir aðrar en ómerkilegar háðsglósur, verð ég að segja, á öldur- húsum frá mjög svo ómálefnalegu fólki sem gert hefur ítrekað persónu- lega atlögu að mér og minni persónu – þó aðallega mér – hef ég nú ákveðið að draga framboð mitt til baka. Er ég þar með fyrsti maðurinn sem hættir í stjórnmálum áður en hann byrjaði. ÉG vil óska núverandi kandídötum velfarnaðar í komandi formannsslag og þótt ég taki undir það, með trega í hjarta, að formannsstóllinn er auðvit- að ekki merktur neinni ákveðinni per- sónu til eða frá – sem var misskiln- ingur af minni hálfu – að þá vil ég nú samt leggja áherslu á það að mér hugnaðist nokkuð vel sú nýja hugsun, sú nýja sýn, sem í því fólst að áskor- andi núverandi formanns, sem er góð- ur maður, skyldi komast að þeirri nið- urstöðu að henni nægði ekki einungis að vera leiðtogi flokksins í kosning- um, forsætisráðherraefni hans í hugs- anlegum stjórnarmyndunum, at- kvæðasegull í kjördæmunum, kjöl- festa hans í málefnastarfi og fulltrúi hans í lykilkappræðum í sjónvarpssal á ögurstundu, heldur þyrfti hún að vera formaður flokksins líka. Það fannst mér nokkuð smart pæling, í rauninni svo smart að ég sé það krist- altært núna að ég sjálfur á ekkert erindi. BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.