Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.02.2005, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 13.02.2005, Qupperneq 46
HIN HLIÐIN HIN HLIÐIN Á BIRKI ÍVARI GUÐMUNDSSYNI, MARKVERÐI LANDSLIÐSINS OG HAUKA Í HANDBOLTA. Hvernig ertu núna? Ég er nokkuð góður. Augnlitur: Brúngrænn. Starf: Verkefnisstjóri hjá Impru. Stjörnumerki: Meyja. Hjúskaparstaða: Giftur Kristínu Ólafsdóttur. Hvaðan ertu? Ég er Vestmannaeyingur í húð og hár. Helsta afrek: Börnin og að hafa farið tvisvar holu í höggi. Helstu veikleikar: Að vita ekki alltaf hvenær ég á að þegja. Helstu kostir: Að vera mjög fylginn sér og nokkuð ákveðinn. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Íþróttir almennt. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Reykjavík síðdegis og Rokkland. Uppáhaldsmatur: Góð nautasteik elduð heima. Uppáhaldsveitingastaður: Kaffi ópera, Caruso og Eldsmiðjan. Uppáhaldsborg: París og Barcelona. Mestu vonbrigði lífsins: Hef ekki orðið fyrir miklum vonbrigðum. Ég er alla vega fljótur að gleyma þeim. Áhugamál: Handbolti og golf. Viltu vinna milljón? Fimm helst. Jeppi eða sportbíll? Götujeppi. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða markaðsfræðingur og íþróttamaður. Hver er fyndnastur/fyndnust? Eddie Murphy í gamla daga og Siggi Sigurjóns. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Konan að sjálfsögðu. Trúir þú á drauga? Já. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Örn og fljúga frjáls um heiminn. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Gullfiskur í búri. Áttu gæludýr? Nei. Besta kvikmynd í heimi: Shawshank Redemption og As Good as it Gets eru flottar ræmur. Besta bók í heimi: Lord of the Rings-bækurnar og Tilfinningagreind. A Painted House eftir John Grisham er líka góð. Næst á dagskrá: Íslandsmótið í handbolta. 14.9.1976 Hefur tvisvar farið holu í höggi 22 13. febrúar 2005 SUNNUDAGUR Lárétt 2 þýsk mynt, 6 þyngdareining, 8 verk- færi, 9 hátíð, 11 eldsneyti áður fyrr, 12 svipað, 14 angraði, 16 farvegur, 17 kaldi, 18 gangur, 20 skammstöfun, 21 úrgangsfiskur. Lóðrétt 1 glugga, 3 glíma, 4 lofsverður, 5 nögl, 7 náðir, 10 fugl, 13 verkur, 15 reiði, 16 kyn, 17 skammstöfun. Lausn 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þessi kvikmynd var bönnuð lengi vel fyrir nekt og djöfulskap, sem þótti mjög hneykslanlegt á sínum tíma en er kannski frekar fyndið í dag,“ segir Barði Jóhannsson í Bang Gang, sem hefur samið tónlist við kvikmyndina Häxan, Nornina, þögla mynd frá árinu 1922 sem danski kvikmyndagerð- armaðurinn Benjamin Christen- sen gerði árið 1922. Myndin er nærri níutíu mín- útur að lengd og var tekin upp í Danmörku en framleidd með sænsku fjármagni. Hún þykir afar sérstök í kvikmyndasögunni og hefur haft áhrif á marga kvik- myndagerðarmenn seinni tíma. Meðal annars nefndu höfundar Blair Witch myndanna fyrirtæki sitt í höfuðið á henni. „Þetta er eiginlega heimildar- mynd um galdra og ofsóknir á miðöldum, mjög sérstök mynd sem hressir gríðarlega.“ Barði hafði aldrei séð myndina þegar menningarbíóið Forum des images í París leitaði til hans um að semja tónlist við hana. „Mér voru boðnar nokkrar myndir til að semja músík við og valdi þessa mynd. Síðan var þetta flutt í París síðasta sumar með tveimur fiðlum, gítar og slag- verki.“ Nú hefur þessi tónlist verið út- sett fyrir Sinfóníuhljómsveit og fékk Barði þar Þóri Baldursson sér til aðstoðar. Sinfóníuhljóm- sveit Íslands ætlar að frumflytja tónlistina í Háskólabíói á laugar- daginn kemur meðan þessi magn- aða mynd líður yfir tjaldið. Þessi viðburður er liður í dag- skrá Vetrarhátíðar í Reykjavík, sem hefst á fimmtudaginn og stendur fram á sunnudag. Í ár er upp á nýjungum á borð við Safnanótt, sem verður á laugar- dagskvöldið. Þá verða nánast öll söfn í borginni opin til miðnættis og bjóða fólki að ganga í bæinn endur- gjaldslaust. Ókeypis strætóferðir verða einnig á milli safnanna. Þá mætir Vesturfarasetrið í bæinn með sýningu í Tjarnarsal Ráðhússins og dagksrá á hverjum degi. Á laugardeginum kemur til dæmis Böðvar Guðmundsson rit- höfundur og segir frá vesturfara- sögum sínum auk þess sem leikar- ar frá Leikfélagi Reykjavíkur flytja brot úr Híbýli vindanna. ■ Galdrar fram nornamúsík FJANDINN SJÁLFUR AÐ VERKI Barði í Bang Gang hefur samið tónlist við magnaða nornamynd frá árinu 1922. Sinfóníuhljómsveitin frumflytur þetta verk á Vetrarhátíð um næstu helgi. ERNST S. OLSEN: HÆTTUR SEM FRAMKVÆMDASTJÓRI VESTNORRÆNA RÁÐSINS Gefur út bækur í Færeyjum ... fá Stuðmenn fyrir að leggja land undir fót og troða upp í Royal Albert Hall. HRÓSIÐ Lárétt: 2mark,6kg,8tól,9jól,11 mó,12ámóta,14amaði,16æð,17 kul,18tif, 20rl,21tros. Lóðrétt: 1skjá,3at,4rómaður, 5kló, 7gómaðir,10lóm,13tak,15illi,16 ætt, 19 fo. „Ég fer aftur til Færeyja núna að vinna í mínu eigin fyrirtæki við að gefa út bækur,“ segir Ernst S. Olsen, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Vestnor- ræna ráðsins undanfarin fjögur ár. Hann er að láta af þeirri stöðu núna um miðjan febrúar. Margir muna eftir Ernst frá því hann fór á kostum í hlutverki Færeyings í auglýsingum fyrir Dominos pizzur. Hlutverkið vafðist ekki fyrir honum, þar sem hann er sjálfur Færeyingur og með húmorinn í lagi. Skrifstofa ráðsins er staðsett í Reykjavík þannig að Ernst hefur búið hér frá því árið 2000 en er nú á leið til Færeyja þar sem hann rekur bókaútgáfu. Stærsta verkefni þeirrar bókaútgáfu er færeyska skipaalmanakið, en auk þess gefur fyrirtækið út ýmsar bækur sem tengjast við- skiptum. „Fyrsta verkefnið verður samt rit sem gefið er út í tilefni af hundrað ára afmæli færeyska símans,“ segir Ernst. „Svo ætla ég líka út á bát að fiska. Ég hef saknað þess mikið.“ Hann segist staðráðinn í að koma aftur tíl Íslands þegar tækifæri gefst. „Þetta hefur verið góður tími. Það er alltaf gott að koma aftur þegar maður þekkir landið og þekkir fólk. Landið er stórt og hér er mikið sem ég á eftir að upplifa.“ Sá sem tekur við af Ernst sem framkvæmdastjóri Vest- norræna ráðsins er Þórður Þórar insson , s t j ó r n m á l a - fræðingur sem undanfarið hef- ur starfað hjá u p p l ý s i n g a d e i l d Norðurlandaráðs. Vestnorræna ráðið er sam- starfsvettvangur íslenska, fær- eyska og grænlenska þingsins og eiga sex þingmenn frá hverju landi sæti í ráðinu. gudsteinn@frettabladid.is ERNST S. OLSEN Auglýsti pitsur fyrir Dominos en er á leiðinni aftur til Færeyja þar sem hann gefur út bækur og bregður sér á sjóinn. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.