Fréttablaðið - 13.02.2005, Page 47

Fréttablaðið - 13.02.2005, Page 47
SUNNUDAGUR 13. febrúar 2005 23 Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Aldrei fleiri áfangastaðir! Netverðdæmi Verð frá 47.066 kr.* Costa del Sol 57.438 kr. ef 2 ferðast saman. á Santa Clara í 7 nætur. *á mann m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting, 10.000 kr. bókunarafsláttur og flugvallarskattar. á Skala í 7 nætur. á Elimar í 7 nætur. á Halley í 7 nætur. Verð frá 49.400 kr.* Krít 60.100 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 39.500 kr.* Portúgal 54.200 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 38.730 kr.* Mallorca 47.730 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 34.230 kr.* Benidorm 46.300 kr. ef 2 ferðast saman. Sumar Plús 2005 Magnús Ólafsson skemmtikraftur er kominn af stað með nýja skemmtidagskrá með engan annan en hinn gamalkunna Bjössa bollu í aðalhlutverki. Einnig koma þar fram persónur á borð við Elvis the Pelvis, Gvend dúllara og Prins Póló. Með Magnúsi í för er hljóm- sveitin Í gegnum tíðina með söng- konuna Ester Ágústu Guðmunds- dóttur úr Idol, Guðmund Símonar- son og Sigurð Hafsteinsson. Magnús segist hafa ákveðið að fara af stað með skemmtunina eftir að hann kom fram í afmæli söngvarans ástsæla Ragga Bjarna fyrir áramót. Þá hafi bakterían kviknað á nýjan leik eftir að Bjössi bolla hafði legið í tíu til fimmtán ára dvala. Einnig sé hann sjálfur miklu léttari og frískari en hann var áður. Magnús gaf út plötu fyrir síð- ustu jól með gömlu efni og stefnir á ný lög fyrir næsta sumar, jafn- vel aðra plötu. Hann segir að Bjössi eigi enn sinn stað í hjörtum landsmanna. „Diskurinn féll í mjög góðan jarðveg og Bjössi bolla virðist alltaf eiga heima hjá litla fólkinu. Annars finnst mér börn nú til dags vera orðin feitari en áður og Bjössi predikar svo- lítið um það að börnin eigi að vera í íþróttum og hreyfa sig sem mest. Ekki sitja bara fyrir framan tölvurnar.“ ■ BJÖSSI BOLLA Bjössi bolla er kominn af stað á nýjan leik til að skemmta landsmönnum eftir að hafa legið í dvala í langan tíma. Bakterían kviknaði í afmæli Ragga Bjarna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.