Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.03.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 23. marz 1975. Sunnudagur 23. marz 1975 Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.) Þessi dagur er ákaflega heppilegur til hvers ^ konar trúarlegra hugleiðinga, og kirkjuganga sjálfsögð i dag. Það kann að vera, að einmitt i dag rætist það, sem þú hefur verið að vonazt eft- ir, og það svolitið einkennilega. íh Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Einhvers konar viðskipti, brask eða brall er ofarlega á teningnum i dag, og þú skalt ekki halda, að allir séu þér sammála. Þú færð að taka á honum stóra þinum, hvað snertir þolinmæði og umburðarlyndi. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Ýmsir möguleikar eru á sveimi, — og þú ert vis með aö gripa einhvern þeirra. Nýjar leiðir eru afskaplega heppilegar, og farsælli en þig órar fyrir. Flutningar eða umrót gætu líka sett sinn svip á daginn. Nautið: (20. april-20. mai) Ef einhver sýnir þér leiðindi, væri fráleitt aö beita framkomunni gagnvart honum, þvi að þá værir þú ekkert betri sjálfur. Hins vegar gæti ýmislegt snúizt þér i haginn, ef þú létir mótlæti ekkert á þig fá i dag. Tviburamerkið: (21. maí-20. júni) Þetta er rétti dagurinn til aö leiðrétta mis- skilning og einhver leiðindi, sem orðið hafa á milli þin og kunningjanna. Svo eru fjármálin eitthvað I rusii, og þyrftu endurskipulagningar viö. Notaðu daginn til þess. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Þú ert ekki nógu samvinnuþýður i ákveðnu máli. Þetta mál er það mikilvægt, að þessi stifni þin gæti eyðilagt það, og það er mikilvægara en þú heldur. Þetta er góöur dagur hjá þér. Eyði- leggðu hann ekki með klaufsku. Ljónið: (23. júIi-23. ágúst) 1 dag skaltu taka lifinu með ró að svo miklu leyti, sem þú mögulega getur komið þvi við. Þú skalt umfram allt forðast að taka mikilvægar ákvarð- anir, — og i dag gildir það alveg sérstaklega að taka tillit til annarra. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Þú skalt hafa augu og eyru opin i dag, þvi aö það litur út fyrir að á fjörur þinar reki vitneskja, er þú gætir haft gagn af. Hérna gæti verið um að ræða fjárhagslegt happ, — að likindum i sam- bandi við kynni af einhverjum. Vogin: (23. sept-22. oktj Þú hefur verið að bralla eitthvað upp á siðkastið, og i dag er einmitt rétti dagurinn til að láta til skarar skriöa með að koma þvi i framkvæmd. Þú skalt ekki kippa þér upp viö það þótt ein- hverjir séu mótfallnir þessu i' bifi'. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Það er ekki óliklegt, að þessi dagur beri i skauti sér einhvern fjárhagslegan hagnað þér til handa, ef þú ert i félagi við einhvern. En i þessu sambandi skaltu hafa það hugfast, að það er erfitt a^/gera fólki til hæfis. Bogrdaðurinn: (22. nóv-21. des.) Þér iWfur verið trúað fyrir leyndarmáli, sem þú skalt Varðveita. Það kemur þér sjálfum i koll, ef þú ferð að blaðra frá þvi, og þú mátt alls ekki við þvi núna, ekki gagnvart þeim, sem sagði þér þetta. Steingeitin: (22. des.-19. janj. Eitthvaö gerist I dag, ef til vill ekkert stórvægi- legt, að þér finnst, en engu aö siður litur út fyrir, að þaö hafi þó talsverð áhrif I framtiðinni. Það litur út fyrir að vera i sambandi við eitthvert samkvæmi. Tíminn er peningar Borgarspítalinn: Nýtt matardreifikerfi sparar matarhrdefni um 20% gébé-Reykjavik — Borgarsjúkra- húsið hefur nú tekið I notkun nýtt matardreifikerfi, svokallað „bakkakerfi”, sem ekki aðeins sparar matarhráefni um a.m.k. 20%, heldur er maturinn mjög skemmtilega framleiddur og mikil hagræðing skapast á sjúkradeildum og tekur nú ekki lengri tima en 10 mínútur að koma inat tii um þrjátiu sjúklinga á einni sjúkradeild, i stað um klukkustundar áður. — Bakkarnir eru einangraðir, sagði Geir Þórðarson yfirmat- sveinn, þannig að auðvelt er að hafa bæði heitan og kaldan mat, t.d. heitan kjötrétt og is i næsta hólfi, og helzt maturinn þannig i allt að tveim timum. Matreitt er fyrir 220-230 sjúklinga á bökkum þessum, en hver sjúklingur á sitt spjald sem er á bakkanum, með upplýsingum um hvaða mataræði hann eigi að fá. Frá eldhúsi Borgarspitalans er einnig fluttur matur til tveggja sjúkrastofnana, Hvitabandsins og Grensásdeildar. Sá búnaður sem hefur verið notaður til þess, er greinilega mikið vinnuaflsfrekari en „Bakkakerfið”. Starfsemi eld- hússins skiptist i fjóra hluta, „bakkakerfið”, aðal-eldhús, diet- eldhús og borðstofan fyrir starfs- fólkið. Það var sl. haust að matar- dreifingarkerfi þetta var kynnt frá bandarisku fyrirtæki, Temp- Rite Int. Tilraun var gerð á einni deild spitalans og urðu niðurstöð- ur hennar þær, að ákveðið var að taka kerfið i notkun á öllu sjúkra- húsinu. Gerður hefur verið samn- ingur við fyrirtækið til 2ja ára um leigu á búnaði, tæknilegri aðstoö og rekstrarvöru. I staðinn fyrir að áður var mat- urinn skammtaður á göngum sjúkradeildanna, er hann nú sett- ur á bakka i eldhúsi, en eins og áður segir eru bakkarnir einangr- Anna Edda Ásgeirsdóttir, diet- sérfræðingur, er forstöðukona diet-eldhússins. Hér sýnir hún tvo matarbakka, seni eru á færiband- inu i eldhúsinu, en þar er matur- inn látinn á bakkana. Timamynd: Gunnar aðir og eru i hólfum þeirra plast- skálar, sem brennt er að lokinni máltið, Dregur kerfi þetta þvi mjög úr uppþvotti. Bakkarnir eru svo fluttir á stórum vögnum á sjúkradeildirnar, og þar sem hver bakki er merktur með nafni sjúklings, tekur ekki nema um tiu minútur að koma matnum til sjúklinganna á hverri deild. 1 sjúkrahúsi, sem hefur vel uppbyggt „diet fæði”, eins og Borgarspitalinn hefur, er það beinlinis forsenda fyrir þvi að „diet fæðið” komist örugglega til skila til sjúklings, að matardreif- ing á diska og merking fari fram á matreiðslustað. Borgarsjúkrahúsið mun þriðja sjúkrahúsið sem tekur upp þetta matardreifingarkerfi hér á landi, en hin eru Landspitalinn i Reykjavik og sjúkrahúsið LVest- mannaeyjum. DOMUS Til fermingargjafa: A Ronson hárþurkur — Rafmagnsrakvélar — Ferðaútvörp — Vekjaraklukkur — Ferðaútbúnaður — Töfl og taflborð — Náttföt — Greiðslusloppar — Leðurjakkar — Leðurlíkisjakkar — Speglar á veggi og borð • — o.m.fl. SÍAAI 2-21-10 KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.