Tíminn - 23.03.1975, Page 7

Tíminn - 23.03.1975, Page 7
Sunnudagur 23. niarz 1975. TÍMINN 7 700 ára gömul kenning Tómasar frá Akvín: Andstæðingnum ber sama virðing og þeim, er við erum sammála — því báðir hafa leitað sannleikans á heiðarlegan hátt Gömul kona með lifandi trii veit meira um guO en hinn lærðasti heim spekingur, dagði dóminikanamunkurinn Tómas frá Akvfn. HINN 7. marzmánaðar 1274 dó ítalskur dómíni- kanamunkur og kennimað- ur, bróðir Tómas frá Ak- vín, 49 ára gamall, í óþekktu klaustri á leið frá Napólítil Lyon. Síðast liðið ár, þegar sjö hundruð ár voru frá dauða hans, var efnt til mikilla minningar- hátíða í kirkjum og háskól- um kaþólskra landa. Rit hans, sem eru mikil að vöxtum, eru lesin enn þann dag í dag. En sleppum hér öllum fræðilegum vanga- veltum og fjöllum í þess stað örlítið um manninn. Tómas frá Akvin fæddist 1225. Hann var það, sem kallað var af tignum ættum, og faðir hans og frændur tóku mikinn þátt i stjórn- málasviptingum þess tima. Þá voru viðar uppi miklar deilur heldur en hér i landi Sturlunga, Ásbirninga, Haukdæla og Odd- verja. Páfinn og þýzkur keisari, sem ætlaði að leggja Italiu undir sig, elduðu grátt silfur. Um það var rætt, hvaða veg Tómas litli skyldi ganga. Atti hann að leggja fyrir sig her- mennsku i þeirri von, að hann yrði atkvæðamikill herforingi, eða helga sig þvi sviði stjórn- mála, þar sem mannhætta var minni, þótt ekki væri dæmalaust, að rýtingur lenti i siðu slikra manna eða dropi eiturs i bikar þeirra? Hugsanlegt vai lika að freista þess að koma honum i valdastöðu innan kirkjunnar — gera hann að biskupi eða ábóta i riku klaustri. Hann átti á bak við sig ætt, sem miklu gat til vegar komið, og góð menntun spillti ekki. En þetta fór allt á annan veg heldur en bollalagt hafði verið. Nitján ára gamall gekk Tómas i klaustur dóminikana. Þessi munkaregla hafði verið stofnuð i byrjun aldarinnar, samtimis reglu fransiskana. Þetta var samfélag presta, sem aðhyllzt höfðu borgarmenningu, sem þá var i uppsiglingu, og vildu ekki „flýja veröldina”, eins og munk- ar höfðu gert fram að þessu. Dóminikanar settust yfirleitt að mitt i borgunum i grennd við aðaltorgin og 'skólana. Skipulag reglu þeirra var mjög lýðræðis- legt, likt og innan kaupstaða á þessum tima. Þessir munkar af- söluðu sér mestum hluta eigna sinna, og lifnaðarhættir þeirra voru mjög fábrotnir, likt og meðal aimennings i bæjum og borgum. Bróðir Tómas fylgdi þessari mælisnúru af alhug, og beitti sér mjög gegn ihaldssöm- um þjóðfélagsöflum, sem bæði voru örg og hneyksíuð á fram- ferði munka þessarar nýju reglu. Frá sjónarhóli fólks á þrettándu öld hefur Tómas frá Akvin og skoðanabræður hans verið að skapi hins nýja tima, er þá var. Hann batt sig ekki heldur við landamærin. Þótt hann væri sjálfur italskur, var hann sendur til Parisar og þaðan til Kölnar, þar sem ann var við nám i fimm ár, og loks sneri hann aftur til Parisar, þar sem voru mestu menntasetur miðalda, og gerðist þar kennari. Þar höfðu til dæmis islendingarnir Sæmundur fróði Sigfússon og Jón ögmundsson, siðar biskup, dvalizt á öldinni næstu á undan. Eftir fjögurra ára dvöl Tómasar i Paris lét svo hinn keisaralegi háskóli i Napóli senda eftir honum, svo að heimalandið fengi notið hans. Arið 1274létpáfinnstefna öllum biskupum kristninnar, er til náð- ist, á samkomu i Lyon, og átti þar meðal annars að reyna að koma á sameiningu kaþólskra kirkna og kristinna kirkna á austursvæðinu, er höfðu brotizt undan yfirráðum Rómar. Á þennan fund var bróðir Tómas kvaddur, sjálfsagt sem sérfróður maður um hin við- kvæmustu ágreiningsatriði. Hann hafði ekki fyrr fengið fyrirmæli páfa, en hann hélt af stað i eina af þessum langferðum, sem hann var orðinn ærið vanur að fara — ýmist fótgangandi eða riðandi á asna, er betur lét. Hann tekur sér náttstað að kveldi, hvar sem verða vill, og gleymir sér á dag- inn við dásemdir náttúrunnar, kemst i snertingu við bændurna og lif þeirra og hittir kaupmenn og handverksmenn af mörgum þjóðernum. Það er háttur Tómasar frá Akvin að halda áfram að velta fyrir sér viðfangsefnum sinum á þessum ferðalögum, og þar sem vel hagar til, skrifar hann það á kvöldin, er hann hugsaði um á daginn. Stundum tekur hann sér hvild i nokkra daga, svo að hann geti fullgert þann og þann kafl- ann. Margt af þvi, sem varð til með þessum hætti er enn varð- veitt. A þessari ferð til Frakklands bilaði heilsa Tómasar. Ferðalag- ið varð honum ofurefli, og hann komst ekki einu sinni nema skammt á leið. Hann andast i áfangastað eitt kvöldið. Tómas frá Akvin er auðvitað maður af öðrum heimi, ef svo má segja, heldur en við, sem nú erum uppi. Hann er og verður barn miðaldanna. En kynnist maður ofurlitið þvi, sem hann hefur skrifað, getur sá hinn sami ekki annað en undrazt, hve margar hugsanir hans eru okkur nálægar. Það kemur þegar i ljós af þvi, hvaða munkareglu hann valdi. Og þetta val hans var ekki nein tilviljun. Það sannast til dæmis af þessum orðum hans: „011 jarðnesk gæði, jörðin sjálf og auðæfi hennar, bæði þau sem náttúran tilreiðir og önnur, sem orðið hafa til vegna vinnu mann- anna, hefur guð gefið mönnunum til sameiginlegra nota, öllum til hagsældar. Þegar einhver hrifsar meira til sin en hönum ber, þá er það rán og eignarréttur er þá að- eins réttlætanlegur, er hann þjón- ar hagsmunum allra”. Það var ekki hugsjón aðals- manna, sem þessi munkur hafði tileinkað sér. 1 augum hans var kærleiki til guðs og manna æðstur allra dyggða, og það var kenning hans, að kærleikurinn einn gæti leitt mennina til þess að skilja leyndardóma guðs, sem á sér ból- stað i sérhverjum manni. Hitt er svo annað mál, að i seinni tið hefur mjög verið harm- að, að kenning Frans frá Assisi skyldi ekki móta kaþólsku kirkj- una meira en kenningar Tómas- ar, þvi að kenning hans mótaðist> fyrst og fremst af samkennd alls, sem lifir, og skyldugri virðingu manna fyrir náttúrunni, og þvi lifi öllu, er hún elur á brjóstum sér. Það hefði stuðlað að meiri nær- færni mannanna i skiptum við náttúruna umhverfis, lifandi og dauða, heldur en raun hefur á orðið, og þessu leyti var Frans frá Assisi þvi ennþá nær hugsun margra nútiðamanna, náttúru- verndarmanna, heldur en Tómas frá Akvín. Tómas Akvin er mildur og skilningsrikur i samræmi við kenningar sinar, I garð þeirra, sem hann varð þó að deila við og vefengja, svo sem kennimenn Gyðinga og Araba. En verk þeirra voru tekin að berast viða um Vesturlönd á þrettándu öld. Hann hafnar aldrei umsvifalaust hugsunum annarra, heldur reynir að kafa til botns, og það virðist gleðja hann, ef hann finnur við slika könnun eitt eða annað, sem hann getur fallizt á. Um þetta hefur hann sjálfur sagt: „Þegar við neyðumst til þess að velja og hafna og mynda okkur skoðun á einhverri kenningu, megum við aldrei láta tilfinning- ar okkar leiða okkur á villigötur. Það leiddi annað hvort til samúð- ar eða óvildar, i stað þess að okk- ur ber sjálfum að leita sannleik- ans á heiðarlegan hátt. Og þann, sem við getum ekki fylgt, eigum við að elska jafninnilega og hinn, sem við erum sammála. Þeir hafa sem sé báðir i raun og veru leitað sannleikans, svo að þvi leyti hafa allir aðilar sett sér sameiginlegt markmið”. Hugsum okkur nú, á tuttugustu öld, ef þorri manna léti stjórnast af þessu viðftorfi i daglegu lifi, pólitiskum deilum og öðrum efn- um, er ágreiningi valda! Það traust, sem Tómas frá Akvin ftafði á öðrum mönnum, og þá virðingu, sem hann bar fyrir skoðunum þeirra og kenningum, má áreiðanlega skýra með þeirri sannfæringu hans, að allur heimurinn og það, sem I honum er, væri skapað af guði, og þess vegna væri það i rauninni gott, þrátt fyrir allar syndir mannanna og þá óhamingju, sem þær drógu á eftir sér. Tómas frá Akvin var ekki böl- sýnismaður, sem alls staðar sér eitthvað illt og lifir i stöðugum ótta við, að það sigri nú. Hann fann anda Krists i öllu og alls staðar, hvort sem það var aug- ljóst við fyrstu sýn eða ekki. Allir áttu að eiga raust guðs anda, skilja hana og lifa eftir boðum hennar. Tómas frá Akvin var vissulega trúr sinni kirkju, kaþólsku kirkj- unni. í augum hans var lögmál, fyrirmæli og siðferðireglur óneitanlega nauðsynlegar leiðar- stjörnur, en samt sem áður ekki neitt höfuðatriði. Mestu máli skipti, samkvæmt kenningu hans, að hver einstaklingur handsalaði sig Kristi i innsta djúpi samvizku sinnar. Það var andi guðs, sem átti að leiða hvern einstakling. Þessi andi var uppspretta allrar göfgi, auðmýktar og sannarlegs kærleika. Og sannkristinn maður var fullkomlega frjáls. Þetta kenndi Tómas frá Akvin, sem uppi var fyrir sjö hundruð ár um, og boðskapur hans á vafa- laust i mörgum greinum erindi við þá, sem nú lifa. wm fil l.mai f VERÐTILBOÐ! Sumardekk Jeppadekk 5y af fveim ' dekkjum •L af ffjórum ' dekkjum IO TEKKNESKA BIFREIDAUMBODID Á ÍSLANDI H/F AUOBREKKU 44 - 46 SÍMI 42606 m

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.