Tíminn - 23.03.1975, Side 11

Tíminn - 23.03.1975, Side 11
Sunnudagiir 23. marz 'láfs'. 'nMmN'' n / / Sr. Guðmundur Oskar Olafsson: Fórnarvika á föstu Svo segir i fornum húsgangi: „Minnka tekur mjólkin hvit / mæt nú þykir blanda / kort er gef- ið / könnur tómar standa”. Sú var tiðin i landi okkar, að smátt var til að skammta og könnur stóðu tómar. Slikur timi er ekki lengra að baki en svo, að flest roskið fólk man sagnir foreldra af kröppum kjörum og skorti. Vist er ei ýkja langt liðið, þá er kveðið var eða hugsað á þessa leið: „örvasa er tsland / af ósköpum háð.” Já, það var ekki aðeins fyrir mörgum öldum, sem ljóðað var um bjargarleysi hér okkar á meðal. Kannski var einhver að orða slikt i gær, án þess við veittum nána eftirtekt. Þannig var sagt hér bara fyrir fáeinum árum: „Ég var soltinn og klæðlaus og sjúkur af langvinnum skorti, — en þið sáuð mig ekki fremur en rykið á götunni. — Og ég hro'paði á mis- kunn, á hjálp, — eins og drukkn- andi maður — en þið heyrðuð það ekki — og genguð brosandi fram hjá”. Sem betur fer megum við trú- lega treysta þvi að afar fáir séu nú illa haldnir hvað fæði og klæði varðar á Islandi, svo vel hefur nú árað og gefizt um drjúgan veg. Meira að segja, þegar hin mestu óhöpp eru frá talin, hefur þjóðin rétt hendi til fjarlægra staða, miðlað myndarlega, og er skammt að minnast sliks. Það verður enda ekki ofmælt, að hin frjálsu félög i landinu hafa unnið, og vinna verulega vel, að mann- úðar- og liknarmálum á ýmsan veg, en slikt gerist ekki nema af þvi að fólkið almennt er ekki þeirrar gerðar að geta séð bág- indi og þrengsli við grannans dyr, án þess að leggja lið. Hitt er ann- að, að samstillt átak þarf, þegar beina skal hjálp þangað sem mest er aðkallandi hverju sinni, og ekki liggur heldur ætið ljóst fyrir fjöldans augum, hvar brýnast er að bæta úr, og þá er gjarnan þörf á hvatningu og ábendingum á- kveðinna aðila. Ýmsir (aðilar) hafa verið i for- svari hér á landi, þegar safnað hefur verið gjafafé til margvis- legra góðra málefna, eða aðstoð- ar i einhverri mynd. Er vart á nokkurn hallað, þótt sagt sé, að mest hafi þar verið að unnið undir krossins merki, og á ég þar við tvo aðila einkanlega, þ.e. Rauða krossinn og i annan staö það fólk, sem hefur safnað I söfnuðum og sóknarkirkjum landsins fyrir alls kyns hjálparstarf, svo lengi sem muna má. Það eru nú aðeins fáein ár siðan sú hugmynd varð að veruleika að samhæfa og útvikka þennan þátt I eðlilegri starfsemi safnaðanna, sem timanleg aðstoð við liðandi meðbræður hlýtur að vera. Undir forystu núverandi bisk- ups var komið á fót miðstöö, er hlaut nafnið Hjálparstofnun kirkjunnar. Tvennt má segja að hafi átt mikinn þátt i að þetta var gert. 1 fyrsta lagi þótti eðlilegt og nauðsynlegt, og liklegt til betra árangurs en ella að stjórnun al- mennra safnana, og leiðbeiningar þar að lútandi, væri á einum stað. Og i öðru lagi væri hægara á þennan veg að beina sameigin- legum kröftum að ákveðnum inn- lendum og erlendum verkefnum ekki sizt með tilliti til svonefndrar þróunarhjálpar, sem og þegar miklir og válegir atburðir gerðust innanlands eða utan. Fyrrnefnd stofnun hefur nú, að ég ætla, á stuttum tima sannað tilverurétt sinn. Verulegir fjármunir hafa borizt til hennar viðsvegar að og hver eyrir skilast til fullra nota, bæði hér heima og erlendis. Þess má geta, að liðlega -16 milljónir voru greiddar á sl. ári til hjálpar hungruðum, klæðlaus- um og holdsveikum i ýmsum löndum og er þá ótalið fé til margvislegrar aðstoðar á fjöl- mörgum stöðum hér innanlands. Sjá má af þessu þann velvilja og fúsleika, sem landsmenn sýna téðum málum. Ekki ætla ég að segja, að þetta beri að þakka, — þökkin er fólgin i þeirri kennd, sem sérhver og einn finnur til yfir þvi að hafa eitthvað til að miðla og geta I nokkru sýnt samkennd i verki, þar sem tómar könnur SIGLFIRÐINGAFELAGIÐ Árshátíó félagsins verður haldin i Súlnasal Hótel Sögu miðvikudaginn 26. marz n.k. Fjölbreytt skemmtiatriði Miðasala i Tösku og Hanzkabúðinni, Skóla- vörðustig 7. Simi 15814. Siglfirðingar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin f Eg vil vera með ( hinum nýja Bókaklúbbi AB. Vinsamlega skrdið nafn mitt á félagskró Bókaklúbbs AB og sendið mér jafnframt Fréttabréf AB og aðrar upplýsingar um bækur á Bókaklúbbsverði. nafn nafnnúmer heimilisfang AuglýsicT í Timanum standa og minria en kort er gefið. En er þá um allt vel i þessum málum? Svo er sizt. Þvi er ekki að neita, að mest af þvi fé, sem rennur til hjálparstofnunarinnar, það kemur þegar býsn ganga á, þegar slikar hamfarir geisa ein- hvers staðar, að fjölmiðlar hafa i hámæli. En svo skipast mál viða, ;iafnvel við bæjardyr okkar, án þess að við veitum þvi athygli, að hrópað er i leynum á miskunn og hjálp —- eða eins og f kvæðinu, sem ég áður vitnaði i „en þið heyrðuð það ekki og genguð bros- andi fram hjá.” Og úti i hinum stóra heimi er kvölin viðvarandi viða og svo skelfileg, að þvi ná engin orð. Þegar fregnirnar skella á hlust- um og sjón, frá hungurstrætum og sprengjuvöllum, hvort eigum við þá að segja sem svo: Hvað angrar mig þetta ókunna lif/sem atvikin slógu i hel - - eða: Mig varðar og snertir hver örlög þess eru, þvi það er minum örlögum ofið, lif sem er fram sprottið, úr sömu hendi og mitt eigið. Að visu er misskipting gæðanna pólitiskt mál, og einstaklingar munu aldrei leysa það með ölmusugjöfum eða ómagastyrkj- um á fornan máta. En slik vit- neskja firrir okkur ekki þeirri skyldu að reyna aö gera það sem i okkar valdi stendur til að rétta fram hendi, þegar við höfum nú einu sinni fulla lófana. Þvi jafnvel þótt við lifum það sem við köllum erfiða tima i landinu okkar sem stendur, þá eru það gnægtatimar mælt á kvarða þeirra, sem ekkert hafa. Og máski gildir það um flest okkar á einhvern hátt, það sem Oscar Wilde sagði eitt sinn: „Að það eina sem við getum ekki án verið er munaðurinn.” Okkur hefur verið kennt það, að jörðin og gæði hennar væru sameign manna, og visast játa það flestir, án tillits til stjórnmála eðá trúar- skoðana. Hitt er annað, hversu djúpt þessi játun ristir, þegar til kastanna kemur og nálægt hags- munum hvers og eins er höggvið. En sé kristinni viðmiðun beitt, sannri kristinni viðmiðun, þá ætti engum, er á þann veg skoðar, að liða ákjósanlega á meðan hann veit bróður sinn i sárri raun og kröm f jarri eða nærri, þvi allt um allt þá er ekki fólk, sem þjáist, bara ryk á veginum, heldur lif, sköpun Guðs með sama rétti og sömu kröfu og þú og ég til að komast af. Við tslendingar höfum litið get- að sinnt þróunarhjálp, þvi miður, og á vegum hjálparstofnunar kirkjunnar hefur sliku skammt miðað, — til þess skortir fasta tekjustofna, enn sem komið er. Sömu sögu er að segja með fyrstu hjálp til einstaklinga, hér heima, sem verða fyrir áföllum á ein- hvern máta. Fastir sjóðir eru rýr- ir, sem veita má úr. Það er ósk þeirra, og von, sem að stofnuninni standa, að von bráðar muni margur fara að senda mánaðar- lega eða árlega einhvern smáskatt af miklum eða litlum tekjum sinum, svo byggja megi á fasta sjóði. Benda má á, að ein stétt hefur um árabil gefið 1% af launum sinum til H.K. Smá upp- hæð er ekki þeirri stóru siðri, þvi eyrir ekkjunnar er enn i fullu gildi. Það er ekki magnið, sem máli skiptir ætið, heldur hvaða mannsmynd er á okkur og hvað hjartalagið segir okkur að beri að gera. Það er nú orðin föst venja i starfi H.K. að höfða til almenn- ings á föstunni. Ein vika nefnist þá fórnarvika. Slikur timi fer nú i hönd. Frá sunnudeginum 16. marz i sjö daga mun fólk hvatt til að huga að þeim, sem tómhentir eru á einhvern máta. Vist á kirkj- an blakkan slóða I mörgu tilliti, en hún á einnig bjart að baki, þar sem hún hafði forystu i mannúð og mildi i nafni herra sins. Hverju hún áorkar nú, eru sögu framtið- ar að skera úr um. 1 kristnu landi erum við öll ábyrg og þátttakend- ur i þvi, sem kirkjan er að gera eða lætur ógert. Hvert er þá eðli þeirrar fórnarviku, sem nú hefst? Að vekja fólk til umhugsunar um skyldu sina við bjargarvana ná- unga, þá skyldu að ganga ekki brosandi framhjá, heldur hlúa að. Föstutiminn minnir á hina mestu fórn, frelsarans leið, en á fórnar- viku er spurt, hver sé fórn hins einstaka kristna manns. Er hún of stór, ef hún ar afgangsbiti, eða verðmæti einhverrar munaðar- vöru, bióferðar eða bensinlitra einn dag? Þú sérð gjarna myndir á skerminum þínum eða blaðinu frá hörmungum meðal þjóða. Myndirnar segja frá þvi, að bróð- ir er ekki bróðir, og þvi mega akrarnir skrælna i breiskjunni, munnarnir þorna og maginn bólgna i litlu barni, af þvi að sam- takamáttur, þar sem kynnt er undir illum verkum, er mikill, en máttur samtaka um græðslu og frið er ofurliði borinn. Fórnarvik- an er af kirkjunnar hálfu hugsuð til að minna okkur á að hugsa stöðugt út fyrir bæjarlækinn og leggja þvi einhuga og raunhæft lið, sem horfir til blessunar fyrir þá, sem eru á einhvern hátt negldir undir hæl og geta enga björg sér veitt. Meðfram fjársöfnun til þeirra óbrotlegu verkefna, sem biða, þá er og eðli og tilgangur nefndrar viku i þetta sinn að bregða upp fyrir almenningssjónir, i máli og myndum, þeirri starfsemi til að- stoðar erlendis, er á rót sina að rekja til fórnarþels íslendinga. Mun þessarar kynningar væntan- lega gæta i fjölmiðlum á næst- unni. Það sýnist kannski ein- hverjum úrhættis að hvetja til fjárstyrkja við slik mál úr vasa almennings, þegar svo horfir sem raun ber i fjármálum þjóðarinn- ar. En þeir minnast þess, er að standa, að aldrei hefur liknarlund i raun einasta verið i réttu hlut- falli við pyngjunnar þyngd, né heldur talið liklegt, að lánleysi fylgdi þvi að hlynna að litil- magnanum, þótt smjör drypi ekki af hverju strái. Þvi skal þess vegna treyst, að sem flestir veiti fórnarvikunni athygli I þetta sinn, sem endranær, og jafnvel þótt ekki sé um að ræða kjötbindindi á föstu að fornum sið, þá geti kannski nokkur hollusta veriö i þvi fólgin, jafnvel þótt hún sjáist ekki á likamanum, að halda I við sig hvað varðar óþarfa munnfylli ofurlitla stund, ef sú föstufórn mætti verða til að kveikja þó ekki væri nema eitt vonarbros á barnsandliti i fjarlægri álfu. Eða munum við ekki ennþá öll þessi orð: Svo framarlega, sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræöra, þá hafið þér gjört mér það. ® SHDDR tfOLS 5-MANNA, FJOGURRA DYRA. VÉL 62 HESTÖFL. BENSlNEYÐSLA 8.5 LÍTRAR Á 100 KM. FJÖGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GÍRKASSI. GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 18.5 SEK. í 100 KM. Á KLST VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI KR. 619.000,00 VERÐ TIL ÖRYRKJA KR. 449.000,00 TEKKNESKA B/FRE/ÐAUMBOD/Ð A /SLAND/ H/E AUÐBREKKU 44-46 — SlMI 42600

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.