Tíminn - 23.03.1975, Síða 17

Tíminn - 23.03.1975, Síða 17
Sunnudagur 23. marz 1975. TÍMINN 17 Marteinn M. Skaftfells: ER NOTKUN LIFGRASA SKOTTULÆKNINGAR? „Innflutt jurtate kann ab innihalda kannabis”. Svo hljóðar feitletruð fyrirsögn i Timanum 14. þ.m., yfir samtali við land- .lækni. Tilefnið var tejurtainn- flutningur J.S., sem Timinn hafði áður átt viðtal við. Ekki ætla ég að svara fyrir hann. Innflutningur hans er mér ókunnur og óviðkomandi. En um- mæli, sem höfð eru eftir land- lækni um lækningagildi jurta, koma mér, og liklega nokkuð mörgum, spánskt fyrir sjónir. Og þar sem ég hef um áratugi flutt inn fjölda tegunda tejurta, og ber alla ábyrgð á innflutningi þeirra, sem enginn var áður, koma ummæli landlæknis mér við, þar sem ég tel mig hafa ærin gögn I höndum fyrir þvi, að ég hafi flutt inn heilsusamlegar jurtir. Og hvert það efni, sem er hollt heilsu okkar, hlýtur að hafa læknandi áhrif, vanti okkur það. ,,,, — Fullyrðingar um lækningamátt ekki annað en skottulækningar,” segir land- læknir”. Fullyrðingar um lækningamátt eru að sjálfsögðu hvorki lækningar né skottulækningar. Einungis fullyrðing — sönn eöa ósönn. En ummælin verða vart á annan veg skilin, en landlæknir dragi „lækningamátt” jurta svo I efa, að notkun þeirra til heilsubóta eða gegn sjúkdómum, tilheyri skottulækningum. Jurtir hafa fylgt manninum frá öndverðu til neyzlu. Og eru ekki llkur til, að svo hafi einnig verið til lækninga? Minnsta kosti mjög snemma á ferli mannkynsins. Dýr forðast vissar jurtir en sækjast eftir öðrum. Eðlisávlsun er þeirra visindi, sem stundum hafa jafnvel varpað skugga á vlsindi mannsins, og orðið honum til leiðbeininga og lærdóms. Og víst er, að um aldir og árþúsundir hefur þróazt þekking á lækninga- gildi jurta. Og slíkur er „máttur” jurta, aö þær hafa verið og eru þáttur I hjátrú, trúarbrögöum, dulrænu og visindum, þáttur i forni og nýrri menningu. Batinn er höfuðatriðið Meðal allra þjóða heims eru jurtir notaðar til lækninga. Og þótt allir heimsins landlæknar legðust á eitt, tækist þeim ekki að „drepa” reynsluþekkingu fólks og telja því trú um, að bati af jurtum og náttúrlegum lyfjum sé skottulækning, fremur en af lyfj- um apótekanna. Sjúklingnum er batinn höfuðatriði, en aukaatriði, hvort lyf hafa háskólastimpil eða ekki. Hann er þvl miður engin trygging fyrir gæðum. Staðreynd er svo hitt, að háskólalæknis- fræðin hefur orðið ráöandi. Og ég held, að svo hljóti og eigi að vera og verða, svo framarlega sem hún á gerviefnaöld, staðnar ekki i gerviefnum, sem eru llkamanum framandi, og þvi likleg til að valda meira eða minna t jóni, eins og reynslan af „syntetiskum” lyfjum hefur sannað. Og stundum á hryggilega alvarlegan hátt. En dæmi þess munu ekki greind I heilbrigöisskýrslum eða annars staðar. En líklega mun óhætt að fullyrða að vantrú á „syntetisk” lyf fari stöðugt vaxandi. Til þess bendir aðsókn að þeim, sem stunda lækningar með aðferðum, sem háskólalæknisfræðin viður- kennir ekki. T.d. er aðsókn að hinum danska „náttúrulækni”, sem von er á, að sögn slík, að hann getur aðeins sinnt hluta þeirra. Sllk er einnig aðsókn að lækningamiðlum. Og um áratugi var Erlingur Filippussen grasa- læknir eftirsóttur. Og hvers vegna? Vegna þess lækninga- árangurs, sem hann náði. Og fyrir kom, að læknar sendu hon- um sjúklinga og leituðu til hans, er f raunir rak. Góðu heilli, heldur dóttir hans starfi hans áfram. í Danmörku er fjöldi grasalækna. Og þeirra meðal maður, sem er orðinn kunnur vlða um lönd, vegna lækninga sinna með jurta- lyfjum. Það er ekki óeðlilegt, aö með ófróðum vakni sú spurning, hvort náttúruleg lyf séu ekki byggö á miklu traustari raunvisinda grundvelli en hin „syntetisku”? Er grundvöllur „syntetiskra” lyfja, þrátt fyrir allar vlsindaleg- ar prófanir, ekki menguð og meingölluð visindi. Hálfgerð gervivisindi, enn sem komið er? Gömul visindi og ný tengd saman Er ekki timabært að fella kennslu um náttúruleg lyf innan I nám lækna. Tengja saman gömul og ný visindi? Það ætti ekki að vera svo erfitt, þar sem til er fjöldi bóka um lækningagildi jurta og náttúrleg lyf. En séu ummælin rétt eftir landlækni höfð, mun hann eðlilega sízt hrifinn af þessari hugmynd. Og færi hann rök fyrir staðhæfingu sinni, eru syndir mínar gegn heilbrigði neytenda ósmáar. Ekki sfzt þar sem ég á einnig sök á stofnun NLF-búðanna og sér- vörum þeirra, vitamlnum, steinefnum o. fl. sem um árabil hafa verið ýmsum, er með heilbrigðismál fara, sár fleinn I holdi. Svo sár, að sakamálakærur hef ég fengið fyrir sölu vitamlna og náttúrlegra lyfja. Meöal annars fyrir sölu B 12 I fjölefnatöflum, er innihéldu örlltinn hluta þess, sem sjúkling- um er gefið, án aukaverkana, og apótekin selja I ungbarnafæðu. Og þótt fjarstæðukenndar kærur hafi ekki orðið mér hegningaról um háls, sanna þær varla vinsamlega afstöðu manns, sem fagna ættu hverju þvi, sem orðið getur til að efla heilbrigði og starfsorku. I viðtali sínu við Timann, gat landlæknir þess, að hann hefði I tímariti bandarlsku læknasam- takanna rekizt á grein, þar sem greint var frá láti fjögurra manna, eftir að hafa drukkið kínverskt te. Þetta hryggilega „slys” hefur vakiö athygli. Ég sá þess getið i Newsweek eða Der Spiegle. Og fyrir nokkrum dögum var landlæknir svo hugulsamur að senda mér ljósrit af grein læknaritsins, sem er miklu fyllri. Ér ég honum þakklátur fyrir það, þvl að ég veit aðeins nóg til að vita, — hve undurlitiö ég veit. Ég er þvl þakklátur öllum, sem sent hafa mér greinar, er snerta hollefni og heilsurækt —• það getur verið gagnlegt að flytja fregn af þessu „slysi” til viðvörunar I isl. blöðum. Ég sé sjaldan tlmarit lækna. Og er ég las greinina, kom mér I hug spurning um, hvort t.d. þetta bandariska timarit, flytti einnig greinar um „slys” af „syntetiskum” lyfjum. Hve margir 4 deyja af „syntetiskum” lyfjum? Hve margir 4 verða fyrir alvarlegu heilsutjóni? Hve margir 4 verða fyrir andlegum eða llkamlegum örkumlum? Er það rétt, að mest sé gert úr „slysum” I sambandi við náttúruleg lyf, komi þau fyrir, en falin hin? Þá getur landlæknir þess, að lyfjaeftirlitið muni athuga te- birgðir náttúrulækningaverzlun- um. Telji landlæknir ástæðu til að halda aö inn séu flutt fíknilyf I skjóli tejurta, og þau seld I NLF- búöum, er slik athugun sjálfsögð. Og á föstudag sl. aflaði lyfjaeftir- litið sér sýnishorna I NLF- búðinni. Hér er um heilbrigðis- mál að ræða Það er þvi sjálfsagt, að niðurstaða athugunar verði birt opinberlega. Og rökstudd greinargerð, verði einhver teg- und talin heilsuskaðleg. Persónu- lega er ég þakklátur hverri rökstuddri ábendingu um slikt. Markmiðið hefur frá upphafi verið aö stuðla að heilbrigði og heilsurækt. Og sama stefna var I upphafi mörkuð um rekstur NLF-búðarinnar, þótt óhjá- kvæmilegt væri og sé enn, að selja flestar algengar vörur. Eftir föngum ber aö fjölga úrvals- tegundum. Og benda ber á þær. En valfrelsið er kaupandans. Og svo á einnig að vera um náttúru- leg lyf. Bann við því er brot á sjálfsögðum nannréttindum og slzt fallið til að vekja traust og viröingu fyrir heilbrigðisyfirvöld- um. Landlæknir getur þess I viðtalinu, að tollayfirvöld sendi embætti hans og lyfjaeftirlitinu skýrslur um innflutning lyfja og vltamina. Þetta er einfalt og skynsamlegt eftirlit. En hvaða aöferð hefur svo verið beitt gegn Elmaro? Hér er ekki rúm til að rekja þá furðusögu. Einungis skal geta þess, að i nóv. var gerð ákveöin tilraun til að banna víta- mln og steinefni. En tilraunin strandaði á landlækni. Þess skal einnig geta, að Páll Sigurðsson læknir og ráðumeytisstjóri, hefur mér vitanlega aldrei, I orði eða athöfn, reynt að torvelda hollefnainnflutning Elmaro. Og frá læknum yfirleitt, hef ég aldrei orðiö var við neinn fjandskap. Síöur en svo. Notkun lifgrasa skottulækningar? Feitletruð eru ummæli land- læknis um skottulækningar með jurtum — það er nú það. — Svo er nú það. — þá vitum við það, að notkun lifgrasa að fornu og nýju, er nú kennd við skottu. Voru læknarnir Oddur Hjaltalin, Jón Pétursson og Sveinn Pálsson þá skottulæknar? Til þeirra sóttu Alexander Bjarnason efni i bækling sinn um drykkjar- og lækningajurtir, sem út kom árið 1860. Og Björn L. Jónsson læknir, gekk mjög smekklega frá I endurútgáfu 1973. Ot kom árið 1880 bæklingur um nytsemi Isl. jurta til lækninga, eftir Jón Jónsson, garðyrkjumann. Og með útgáfunni mælti Jón Hjaltalin, landlæknir. En 95 árum siðar dæmir svo eftirmaður hans skottu þessi fræði. Og hver veit nema eftirmaður ólafs, að liðnum 95 árum, dæmi skottu „syntetisku” lyfin, sem læknar dagsins I dag nota og trúa á. Og trúað gæti ég, að jurtirnar, sem landlæknir telur til skottulyfja, verði eftir 95 ár taldar til lyfja og mikilvægra hollefna I heilsudrykkjum. Trúlegt að læknar morgun- dagsins — framtiðarinnar, telji flest hinnar „syntetisku” lyfja, sem nú eru notuð, óhæf. En hvað er skottulæknir? „Skottulæknirinn ” grasa- læknirinn Erlingur Filippusson, tók við fjölda sjúklinga, sem áður höfðu gengið til lækna, en ekki hlotið bót sinna meina — og læknaði þá. Landlæknir hefur gefið tilefni til að spyrja: hvor er skottulæknirinn, sá sem læknar, eða hinn, sem ekki getur læknað? Hver er skýringin. á hugtakinu „skottulæknir”? í orðabók Menningarsjóðs segir: „Skottulæknir? gervilæknir, ólærður læknir, lélegur læknir, hlaupalæknir.” Skv. þvi er léleg- ur læknir, hversu lærður, sem hann kann að vera, skottulæknir: Hvað segja erlendir læknar? Dr. med Richard Cabot sagði: „Ef læknisfræði væri áreiðanleg vlsindagrein, væru skottu- lækningar útilokaðar. Ef við get- um greint rétt, einungis 50% sjúkdómstilfella erum við þó ekki skottulæknar i greiningu og meðhöndlun hinna 50%. Til skýringar 50% segir hann svo, að krufningar hafi leitt I ljós, að rétt ar greiningar hans reyndust ekki vera yfir 50%. Hér er ekki rúm fyrir fleiri tilvitnanir. Verða þvi að biða að sinni. Landlæknir var spurður um gildi ölkelduvants gegn hjarta sjúkdómum. Og taldi hann það óraunhæft, að unnt væri að lækna þá með ölduvatni. I þessu sambandi vil ég leyfa mér að geta rannsókna I Bret- landi, sem leiddu I ljós, að I þeim borgum.þar sem neyzluvatn er mjög „hart”, þ.e. steinefna auðugt, voru miklu færri dauðs föll af „cardiovascular” en i þeim borgum, þar sem vatn er „mjúkt”. Þetta virðist sanna, að steinefni tefji fyrir hjarta- sjúkdómum. Hvort ölkelduvatn hefur sama gildi, ætti að vera auðvelt rannsóknar- og tilrauna- efni. Og hvert er gildi hvera- vatnsins, sem við fáum úr heita krananum i eldhúsinu? Hefur það verið rannsakað? Eru þessi efni of nærtæk og náttúruleg til að þeim sé sinnt? Opinber umræða til gagns Það er vel, að landlæknir hefur leitt þessi mál inn á vettvang blaðanna. Hér er um heilbrigðis- mál að ræða. Og þau ber að ræða fyrir opnum tjöldum og sem flest- ir að leggja þar orð I belg, þvi að öllum má vera ljóst, að alvarleg- ar veilur hljóta að vera i „kerfi” heilbrigðismála. Sjúkrahúsum fjölgar, læknum fjölgar, og sjúklingum fjölgar. Og er það ekki rétt, að hækkandi hundraðastala þjóðartekna renni til heilbrigðismála? Hverjar eru orsakir þessarar þróunar? Hvar liggur hundurinn grafinn? Og hvers vegna er ekki lögö höfuöáherzla á að fyrir- byggja sjúkdóma? Orsakirnar eru áreiðanlega margar. Og jafnáreiðanlegt, að þeirra er ekki aö leita i þeim uppbótarefnum: vítamínum, steinefnum, náttúr- legum lyfjum, jurtum o. fl„ sem undirritaður hefur verið að berjast fyrr, siðasta aldar- fjórðung.meðóþökk og fjandskap I fangið, jafnvel frá mönnum, sem styðja ættu að sem almenn- ustum skilningi á gildi hollefna til að bæta heilsufar almennings. Otilokun þeirra eða einokun, eins og stefnt hefur verið að, verður engum til heilsubóta. öll rök hnlga gegn því. Heilbrigðismálin eru i deilgunni I höndum nýrra manna. Og ungra manna, þar sem land- læknir og Páll Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri eru. t átökum viö raunhæf verkefni, og þau eru mörg sem biða, eru þeir liklegir til að snúa neikvæðri þróun i já- kvæða. Og I þeirri baráttu munu þeir áreiðanlega eiga óskipt fylgi almennings. Góð heilsa er gulli dýrmætari. Við, þú og ég getum stuðlað að þvi að vernda hana. Og enn betur með sterkum samtök- um. Það er timabært að stofna til fjöldasamtaka um hollefni og heilsurækt. — Að lokum skal bent á það, að kannabisteið hefur ekki verið selt i NLF-búðinni Húsavík: Bæjarstarfsmenn mótmæla launakjörum A AÐALFUNDI Starfsmanna- félags Húsavikurkaupstaðar, sem haldinn var I Félagsheimili Húsavlkur 16. marz 1975, var svo- hljóðandi tillaga samþykkt með 35 samhljóða atkvæðum (Félags- menn eru 61): „Aðalfundur Starfsmanna- félags Húsavíkurkaupstaðar, haldinn 16. marz 1975, lýsir óánægju sinni yfir skertum visi- tölubótum á laun, og telur launa- kjör starfsfólks Húsavikurkaup- staðar og Sjúkrahúss Húsavikur nú algjörlega óviðunandi. Fund- urinn bendir bæjarráði og sjúkrahússtjórn á 1. mgr. 4. greinar núgildandi kjara- samninga, en þar stendur: „Greiða skal verðlagsuppbót á öll laun samkvæmt samningi þessum, eftir kaupgjaldsvisitölu, sem kauplagsnefnd reiknar.” Fundurinn óskar eftir, að launa- kjörin verði leiðrétt hið fyrsta.” Á fundinum urðu talsverðar umræður um launakjör. Reiknað hefur verið út, að þeir 30 bæjar- starfsmenn, sem eru sjálfstæðir skattgreiðendur, og auk þess flestár aðalfyrirvinnur heimila, , hafi að meðaltali kr. 61.040 I mánaðarlaun. Þar af greiða þeir kr. 2.440 til lifeyrissjóðs og 24.500 i opinber gjöld (tekjuskatta, útsvör og fasteignagjöid). Meðalútborg- un er þvi kr. 34.100 á mán. Af þessum 30 bæjarstarfsmönnum fá lOinnan við 30.000 kr. útborgaðar á mánuði, eða að meðaltali kr. 22.777. Til viðbótar ofangreindum mánaðarlaunum vinna 2/3 bæjar- starfsmanna einhverja yfirvinnu og fá greiddar fyrir hana að meðaltali kr. 10.500 á mánuði. SMABATA- VÉLAR Höfum til afgreiðslu strax úr vörugeymslu LISTER bátavélar með gir og skrúfubúnaði Stærðir 17,5 og 26,5 hestöfl ima %lo»alani Garðastræti 6 r 1-54-01 & 1-63-41 GÓÐIR GREIÐSLU- SKILMÁLAR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.