Tíminn - 23.03.1975, Síða 24

Tíminn - 23.03.1975, Síða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 23. marz 1975. ,,Ertu ekki að gera að gamni þínu?" „Nei". Nokkrum dögum síðar var Lydía stödd hjá Katrínu. „Og nú hefur Einar skipt um nafn", sagði hún „Skipt um nafn?" sagði Katrín og skildi ekki hvað grannkona hennar átti við. „Já. Veiztu það ekki? Ég las það i „Álandstíðindun- um" í dag. „Því trúi ég ekki". „Jæja þá. Hvar er blaðið? Já, þarna á dragkist- unni...á öftustu síðunni var það..við skulum sjá.... hér er auglýsingin: „Tilkynning.Nafn mitt, sem hingað til hefur verið Einar Jóhannsson, verður eftirleiðis Einar Norðmann. Þórsey hinn...... Einar Norðmann skipstjóri". Þarna sérðu það svart á hvítu, Katrin. Norð- mann er líka voðalega fint nafn". Katrín svaraði engu. Hún tók blaðið og las tilkynning- una. Lydía sá, að henni gazt ekki að þessu, og hún talaði ekki meira um það. Henni sárnar auðvitað, að hann skuli ekki haf a ráðgazt við hana um naf nbreytinguna, hugsaði hún. En það var annað og meira, sem hryggði Katrínu. Hún sá, að nú var Einar að reyna sð slíta síðustu tengslin við æskuheimilið. Nafnið fylgdi, hafði hann sagt. Ó, góður guð! Var hún búin að missa öll börnin sín? Bernska Gretu í hinu nýja skrauthúsi Sögu var oftast þögult og ein- manalegt. Maður hennar var aldrei heima nema um stundarsakir og hvarf jafnan frá þeirri fyrirætlun sinni að setjast um kyrrt fyrir fullt og allt. Dunandi hlátrar Sögu voru hljóðnaðir, og enda þótt hún væri aðeins rúm- lega tvítug, forðaðist hún félagsskap unga fólksins. Stöku sinnum bar þó við, einkum í samkvæmum og veizl- um, þar sem jafnvel roskið fólk hætti sér út á dansfólkið, að hún spratt allt í einu upp og dálítið af fornu f jöri virt- ist færast í hana. En það dvínaði nær jafnskjótt, og þá dró hún sig í hlé með þreytulegum svip, eins og hún væri vaxin upp úr svona barnaskap. Það var hin unga dóttir Gústafs ein, sem gat glætt yl í brúnum, þunglyndislegum augum hennar. Saga og Grefa voru orðnar miklir mátar, enda dekraði þessi einmana kona á allan hátt við litla órabelginn. Hún mátti átölulaust gera það, sem henni sýndíst í húsi hennar, — toga í pálmana, brjóta skrautker og rissa með blýant á borðdúkana. Hún var aðeins kysst á vangann, og það var öll hegningin. Saga hafði breytt einni stof unni í leikherbergi handa telpunni, og þar voru öll þau leikföng, sem komungsdóttir hefði getað óskað sér. Óvild Katrínar í garð Sögu hafði fyrst breytzt í með- aumkun og síðan innilega samúð. Nú orðið kom hún oft til hennar, og þær trúðu hvor annarri fyrir ýmsu, sem annars var ekki f líkað. En sérstaklega var þó Greta litla og allt, sem henni viðvék, sameiginlegt áhugamál beggja. En fortíðina, — öll samskipti þeirra Gústafs og Sögu, — létu þær iiggja í algeru þagnargildi. í rauninni sár-vorkenndi Katrín þessari ungu ein- stæðingskonu. Og þegar fram í sótti, fór hún að bera æ meiri virðingu fyrir henni. Hún gat ekki umflúið afleiðingarnar af yfirsjón sinni, en hún bar möglunar- laust þá byrði, sem lífið hafði lagt henni á herðar,. Og þótt fegurð hennar fölnaði, þroskaðist hún andlega. Enginn vissi til þess, að nokkurt styggðaryrði hefði hrotið milli Sögu og manns hennar. Þau voru meira að segja óvanalega vingjarnleg hvort við annað í öllu viðmóti. En þegar Malm var heima, kom alltaf óþreyja og eirðarleysi yf ir Sögu, og það var eins og einhver ótti speglaðist í augum hennar, sem annars voru svo mild. Og Malm kjagaði ennþá meira en áður á daglegum göngum sínum milli þorpsins og Bátvíkurinnar. Hár hans var orðið brimhvítt og ellin bygjuð að rista rúnir sínar á andlitið. Katrínu fannst, að hún hefði aldrei aumkað nokkurn mann jaf n mikið og Malm, — ekki einu sinni Jóhann eða Serafíu. Það var eins og sárar stunur liðu sífellt frá brjósti hans: „Of seint, of seint!" Vinnudagur hans hafði verið langur og erf iður og þegar hann kom að vitja launa sinna, þá voru dyrnar lokaðar. Mikill fáráðlingur hafði hann verið! Allt var orðið um seina. — Skyldi fara eins fyrir Einari, hugsaði Katrín. Með hin beisku en þó spaugilegu örlög Malms í huga bað hún guð sinn þess, að forða syni sínum frá slíku, hvaða ógæfa svo sem kynni að verða hans hlutskipti. Auk Sögu var annar, sem gerði sér dælt við Gretu litlu. Það var Einar. Hann jós í hana gjöf unum, þrátt fyrir þá miklu sparsemi, sem hann hafði annars tamið sér. Frá hverri höfn, sem hann kom í bárust nýjar og nýjar sendingar. Það voru leikföng, föt, skór og silkikjólar, sem voru svo fallegir, að Katrín þorði varla að snerta þá og þaðan af síður skreyta með þeim litla fjörkálfinn, sem helzt hefði þurft að vera brynjuð f rá hvirlf i til ilja. Hún klif raði upp í tré og girðingarstaura, özlaði lyng og Hvað eru Viðviljum jafn-í Meinarðu að þú réttiávið / viljir jafnrétti stráka. A á við Hadda? Þegar þú segir þetta svona þarf ég að hugsa mig um betur. SUNNUDAGUR 23. marz Pálmasunnudagur 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskúp flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfegnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. tltdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Tilbrigði 11.00 Messa i Háteigskirkju. Prestur: Séra Arngrimur Jónsson. Organleikari: Marteinn Friðriksson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Hafréttarmálin á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Gunnar G. Schram prófess- or flytur þriðja og síðasta hádegiserindi sitt: Mengun hafsins og frelsi til hafrann- sókna. 14.00 Þórbergur Þórðarson. Gylfi Gislason tekur saman þátt úr viðtölum sinum við Þórberg og Steinþór bróöur hans. Ennfremur fluttir kaflar úr ritum Þórbergs. 15.00 Miödegistónleikar: Frá útvarpinu i Berlin. Flytj- 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Bein lina. 17.25 Létt tónlist frá hollenzka útvarpinu. 17.40 tJtvarpssaga barnanna: „Vala” eftir Ragnheiði Jónsdóttur.Sigrún Guðjóns- dóttir les (7). 18.00 St.undarkorn með Stefáni Islandi. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?” Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýöi. Dómari: Ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Pétur Gautur Kristjánsson og Steingrlmur Bragason. 19.40 John Miiton, maðurinn og skáldið. Hrafn Gunn- laugsson flytur erindi. 20.05 Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur i útvarpssal. Stjórnendur: Páll P. Páls- son og Karsten Andersen. Einleikarar: Einar Jó- hannesson og Harry Kve- bæk. a. Forleikur að óper- unni „Nabucco” eftir Verdi. b. Klarinettukonsert eftir Aaron Copland. c. Trompet- konsert eftir Aratyunajan. 20.45 „Páskabréf” eftir Sol- veigu von Schoultz. Séra Sigurjón Guðjónsson þýddi. Herdís Þorvaldsdóttir leik- kona les siöari hluta sög- unnar. 21.25 Fyrri landsleikur ís- lendinga og Dana I hand- knattleik. Jón Asgeirsson lýsir siðari hálfleik i Laug- ardalshöll. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiöar Ástvaldsson dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 24. marz 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7 00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari. (a.v.d.v.) Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. lands- málabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson flytur (a.v.d.v.). Morgun- stund barnanna kl. 9.15: Siguröur Gunnarsson les þýðingu sina á „Sögunni af Tóta” eftir Berit Brænne (19). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Búnað- arþáttur kl. 10.25: Tryggvi Eiríksson aðstoðarmaður við tilraunir að Keldum tal- ar um grasköggla og nýt- inguþeirra. Islenzkt málkl. 10.40: Endurt. þáttur Jóns Aðalsteins Jónssonar. Passiusálmalög' kl. 11.00. Morguntónleikar kl. 11.20: Roberto Szidon leikur á

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.