Tíminn - 23.03.1975, Page 37

Tíminn - 23.03.1975, Page 37
Sunnudagur 23. marz 1975. TÍMINN 37 in í kjaramálum bænda Árið 1934 liafði heimskreppan mikla staðið I 4 ár og þjarmað mjög að islenzku þjóðinni ekki sízt bændastéttinni. Stofnaður hafði verið sérstakur sjóður — Kreppulánasjóður til að leysa mestu vandræði bænda, en margir þeirra urðu næstum gjaldþrota. Siðar var stofnaður annar slikur sjóður til að að- stoða útvegsmenn. Ný rikis- stjórn tók við völdum á árinu 1934 eftir Alþingiskosningar, sem þá voru háðar og hófst hún strax handa um öflugt viðnám og endurreisnarstarf i efna- hags- og atvinnulífi þjóðar- innar. Þeirri stjórn veitti Her- mann Jónasson forystu, þá nýkjörinn þingmaður i fyrsta sinn, 37 ára gamall og hafði unnið mikinn kosningasigur. MeðHermanni i stjórninni voru þeir Eysteinn Jónsson 27 ára búinn að sitja á einu þingi og Haraldur Guðmundsson, rúmlega fertugur, og þá búinn að sitja á þingi i 6 ár. Þessir þrir ungu menn fengu erfiðara verk- efni til úrlausnar, en nokkur önnur rikisstjórn hér á landi hefur þurft að glíma við. Kreppan hafði eins og áður er sagt, geisað i 4 ár og atvinnu- vegirnir — sem þá voru ekki aðrir að heitið gæti, en land- búnaður og sjávarútvegur — voru aðframkomnir fjárhags- lega. Við þetta bættist halli á rikisbúskapnum og atvinnuleysi fór vaxandi. t nóvember 1934 var t.d. tala atvinnuleysingja i Reykjavik 719 en Ibúafjöldi borgarinnar var þá um 30 þúsund manna. Samsvarar at- vinnuleysingjatalan þvi, að rúmlega 2000 manns hefðu verið atvinnulausir i Reykjavik i nóvember s.I. Sjávarafli, sem hafði yfirleitt verið mikill á fyrstu árum kreppunnar fór nú minnkandi, en um leið gerðist það, að gamlir og góðir fiskmarkaðir nærri lokuðust. Aflamagnið á árunum 1925-1934 var að meðal- tali á ári nokkuð yfir 59 þúsund smálestir, en á árunum 1935- 1938 var meðaltalið aðeins 36 þús. smálestir. Útflutnings- verðmæti saltfisks árin 1925- 1934 var að meðaltali 36,6 millj. króna á ári, en á næstu fjórum árum aðeins 17.0 millj. króna á ári. A þessum árum var salt- fiskur um það bil 3/5 hlutar alls útflutnings Islendinga. Spánar- markaðurinn hafði tekið við um 30 þús. smálestum á ári, en 1935 tók þessi gamli trausti markaður ekki við nema 14 þús. smálestum. Þessi ofanrituðu dæmi eru tekin til að sýna við hvaða vanda var að etja þegar ný rikisst jórn settist að völdum 1934 og að efnahagsvandi er ekki nýtt fyrirbæri á íslandi. Slikan vanda má hvorki van- meta né ofmeta. Gegnir i þvi efni svipuðu máli'og i styrjöld, en það er að meta vigstöðuna rétt og berjast með sem mest- um einhug og skipuleggja lið sitt vel bæði til sóknar og varnar, og baráttunni þarf einnig að haga þannig, að sem flestir, þegnar landsins verði hliðhollir og vel- viljaðir. Áður en stjórnin var mynduð 1934 gerðu flokkarnir, sem að henni stóðu, með sér málefna- samning. Hafði málefna- samningur ekki áður verið gerður hér milli stjórnarflokka. Samningur þessi var itarlegur og tók til margra málaflokka. Meðal þessara mála var t.d. að setja sérstaka yfirstjórn út- flutnings- og innflutningsmála, að endurbæta framfærslulög- gjöfina og setja lög um alþýðutryggingar, að skipu- leggja sölu landbúnaðarafurða, er tryggði bændum viðunanlegt verð, og það einnig, sem kannski vekur nokkra undrun ýmissa manna nú, að lengja lánstima og lækka vexti á veðlánum landbúnaðarsins Með öðrum orðum, að um leið og stjórnin barðist gegn efnahags- legu hruni, þá hóf hún einnig sókn til bættra lffskjara fyrir hina fátækustu i landinu. Þess vegna má timabilið frá 1934- 1938 i stjórnmálasögu landsins aldrei gleymast, heldur á þangað að sækja á erfiðum tim- um margar góðar fyrirmyndir. Landbúnaðurinn og Málefnasamningurinn 1934 Hér á eftir verður með fáein- um orðum rætt um þá miklu þýðingu, sem það hefur enn i dag fyrir landbúnaðinn, það sem um hann stóð i málefna- samningi stjórnarflokkanna 1934 og hversu vel og drengilega sá samningur var efndur þrátt fyrir mikla erfiðleika, og sterka stjórnarandstöðu. Mjólkurlögin voru sett sem bráðabirgðalög. Með þeim var komið skipulagi á sölu mjólkur og mjólkurvara. Tilgangurinn með mjólkurlögunum var fyrst og fremst sá, að draga úr rnilli- liðakostnaði og koma á hag- kvæmu söluskipulagi og láta siðan það fé er þannig sparaðist koma bæði framleiðendum og neytendum til hagnaðar. Verðjöfnun var komið á svo bændur nytu sem jafnast markaðanna fyrir afurðirnar og verðið gæti verið svipað hvar sem framleiðendur byggju. Þessi lög voru þá áreiðanlega ein hin mesta umbótalöggjöf er sett hafði verið og reyndist ekki siður gagnleg fyrir neytendur en framleiðendur, enda til þess ætluð. Mjólkurlögin og siðar af- urðasölulögin hefðu þó ekki eins fljótt og auðveldlega náð tilgangi sinum og þau gerðu, ef islenzkir bændur hefðu ekki þá yfirleitt verið jafn traustlega tengdir samvinnufélögum og þeir voru. Samvinnuhreyfingin gerði mögulegt að framkvæma lögin og færa bændastéttinni hagnaðinn af hinu nýja skipulagi á afurðasölunni. Með afurðasölulögunum hvarf h.u.b. sá leiðinlegi þátt ur I starfi bænda, að þeir gengju á milli kaupmanna og neytenda i þorpum og bæjum og byðu búvörur sinar til sölu. Slikur viðskiptamáti var bæði skaðleg- ur og niðurlægjandi fyrir bænd- ur. En fyrstá þetta er minnzt þá verður varla hjá þvi komizt, að geta um eina framleiðslugrein, sem enn i dag er talsvert háð þess háttar verzlun. Þetta er eggjaframleiðslan. Ýmsir eggjaframleiðendur ganga enn á milli húsa eða hlaupa um ganga og stiga I fjölbýlishúsum, drepa þar á dyr ibúða og bjóða þessa dýrmætu og viðkvæmu framleiðsluvöru til sölu. Er ömurlegt að sjá slika viðskipta- hætti enn við lýði. Reynt hefur verið oftar en einu sinni að skipuleggja sölu og dreifingu eggja á grundvelli fram- leiðsluráðslaganna, en jafnan hafa þær tilraunir strandað á einhvers konar keppnishug nokkurra framleiðenda, sem að þvi er virðist hafa þótzt eiga eða viljað einir eiga markaðinn næst sér, og af hræðslu við að missa af honum, hafa þeir með ýmsum ráðum komið i veg fyrir hinar sjálfsögðu umbætur á þessu sviði, varðandi sölumeðferð eggjaframleiðslu. Mér dettur alltaf i hug i sam- bandi við þetta mál torgsala á vörum bænda, sem enn viðgengst i sumum löndum, og ég hefi sjálfur séð. Fyrir fáum árum gisti ég á hóteli, sem stóð við eitt slikt markaðstorg i er- lendri borg. Klukkan 6 á morgnana voru bændur úr nágrenni borgarinnar komnir á torgið tilbúnir að selja vöru sina, þegar borgarbúar komu á fætur. Bændurnir eða konur þeirra komu til þessa starfs ýmist akandi á bifreiðum eða i hestvögnum, sumir jafnvel riðandi á ösnum með vörur sinar hangandi utan á þessum færleikum. Þarna ægði öllu saman: Lifandi eða dauðum hænsnum, eggjum, grisum, kartöflum og margs konar jarðávöxtum og ótal fleira. Þegar viðskiptin svo hófust þá mátti sjá hina marglofuðu frjálsu samkeppni i allri sinni dýrð. Þarna hljóp hver fram fyrir annan að bjóða sina vöru siðan var prúttað, rifizt og skammazt, og að siðustu varð svo að reiða heim aftur það sem af gekk og ekki seldist i það sinn. Eggjaverzlunin hér á landi er ekki ósvipuð sliku prangi og jafn óheppilegt verzlunarform bæði fyrir seljendur og kaupendur. Á sumrin er hér oft ónógur markaður þegar fram- leiðslan verður þá mest og þá selja menn þessa vöru langt undir framleiðsluverði, en fram eftir vetri, er sjaldnast hægt að fullnægja eftirspurn. Eggja- framleiðsla er dýr og varan vandmeðfarin, en enginn virðist hafa neitt eftirlit með gæðum vörunnar. Er eina bótin, að is- lenzkir eggjaframleiðendur munu yfirleitt vera strangir við sjálfa sig um að hafa einungis á boðstólum góða vöru, en það réttlætir þó ekki þá viðskipta- hætti, sem um er að ræða. Þarf sem fyrst að gera að þvi gang- skör að breyta til á þessu sviði, þannig að egg hli'ti sömu sölu- og dreifingarmeðferð eins og mjólkur- og kjötvörur. Myndi það hagkvæmast fyrir alla aðila. Afurðasölulögin hin merkustu Afurðasölulögin sem eru að verulegu leyti grundvöllur laganna um framleiðsluráð landbúnaðrins eru einhver merkasta löggjöf, sem hér hefur verið sett, og þó á fram- leiðsluráðslögunum hafi verið og séu enn nokkrir ágallar frá sjónarmiði bænda, þá eru kostir þessara laga svo miklir bæði fyrir bændastéttina og þjóðina alla, að þau ber að hafa áfram. Bændur eru að visu ekki ánægðir yfir þvi, að verða einir allra stétta að una gerðardómi um kjör sin, ef ekki næst um þau samkomulag milli viðsemj- enda. Löngum hefur þó sá verið háttur yiturra manna, að vilja heldur leggja mál sin i gerð til úrskurðar og hlita þvi sem góðir menn gera um málin, heldur en eiga i langvinnum og illvigum deildum, sem reynsla er fyrir að allir tapa venjulega á. Ég hygg að Islendingar hafi orðið þjóða fyrstir til að finna gerðardóms- formið til úrskurðar i deilumál- um. Eru mörg dæmi frá söguöld um mál, sem þannig voru leyst. Frægastur allra gerðardóma hér á landi er úrskurður Þor- geirs Ljósvetningagoða þegar kristnir og heiðnir menn deildu. Þegar kjör bænda eru ákveðin hvort sem það er gert með samningum eða gerðardómi, þá hafa áður öll gögn um rekstur búanna verið lögð fram þau er þykja máli skipta. Hér á landi eins og viðast annars staðar eru deilur tiðar um kaup og kjör og nánast orðin visindagrein, að fást við þau mál. Allar kjara- deilur, sem enda með verkbönn- um eða verkföllum eru mikill skaði fyrir þjóðarbúið og þar með fyrir alla þegna íandsins hvar i stétt sem þeir standa. Friðsamleg lausn slikra mála er þvi þjóðarnauðsyn ekki sizt þegar þjóðin á við fjárhags- þrengingar að búa. Fyrirmynd um það hvernig hægt væri að leysa slik mál má sennilega finna i lögunum um fram- leiðsluráð landbúnarðins og i þeirri löngu reynslu, sem af þeirri löggjöf er fyrir hendi. Bændur hafa auðvitað ekki alltaf verið ánægðir með þá niðurstöðu, sem þeir hafa orðið að hlýta, en samt hefur þeim tekizt að halda atvinnuvegi sin- um i þvi horfi, að hann hefur getað tileinkað sér flestar eða allar tækninýjungar á sinu sviði. Kjaramálin eru viðkvæm og vissulega vandmeðfarin, og eft- ir þvi sem starfsgreinar verða fleiri þá er vandinn meiri. Bændum hefurtekizt þrátt fyrir að starfsgrein þeirra er flókin nú orðið, að gera kjaramál sin tiltölulega einföld. Þá aðferð þarf að hafa i huga fyrir aðra starfshópa i landinu og ekki ættu þeir, sem vilja láta bænda- stéttina hlita gerðardómi, að vera á móti sliku þrautaráði fyrir aðrar stéttir, þegar til úr- slita dregur og ekki nást samningar. Ófriður, fram- leiðslustöðvun og vinnutap gegnir öllum verst, og er af þvi margföld reynsla bæði hér á landi og annars staðar. Bændur i fararbroddi Bændastéttin á Islandi hefur verið I fararbroddi fyrir öðrum stéttum um að leysa málefni sfn með félagslegum hætti. Búnaðárfélagsskapurinn og samvinnufélögin ásamt Stéttar- sambandinu hafa verið hennar vigi i sókn og vörn, og Framsóknarflokkurinn á Alþingi staðið vörð um land- búnaðinn og komið þar fram fyrir hann þeim málum, sem farsælust hafa reynst, eins og afurðasölulögunum, sem eru nú að meginstofni búin að standa i 40 ár. Sú lagasetning kostaði mikla og harða baráttu á Alþingi 93 ræður voru haldnar þar um mjólkurlögin margar mjög langar. Hermann Jónas- son forsætis- og landbúnaðar- raðherra hélt 20 ræður bæði til að skýra málið og svara and stæðingum þess. Um helmingur þingmanna talaði i þessu máli, sem var fyrir Alþingi i 64 daga. Umræðurnar i neðri deild ná yfir 84 dálka i þingtiðindum. Þjóðin þyrfti að þekkja vel sögu þeirrar þróunar, sem orðið hefur i kjaramálum bænda og þau áhrif, sem sú þróun hefur haft fyrir þjóðlifið i heild. Ég hygg, að ef vel væri skoðað , þá kæmi I ljós, að mikið gætu aðrar stéttir lært af þvi hvernig bænd- ur hafa leyst sin mál, og hversu góðri samvinnu þeir hafa oft náð við löggjafarvaldið til að tryggja atvinnuvegi sinum viðunandi skilyrði. Þetta hefur náðst af þvi, að bændur hafa ekki krafizt af þjóðfélagi sinu meira en það var fært um að veita og þvi var hagur að veita. Þessa leið munu bændur væntanlega fara áfram. og er vonandi að aðrar stéttir i landinu læri af fordæmi þeirra. Þá mun flestum vel vegna, stéttastrið smáhjaðna, lifskjör jafnast og vinnufriður sjaldnar rofna. Agúst Þorvaldsson. Heimilis ánægjan eykst með Tímanum □sv ® SHOD» IIOl HVER ER SINNAR ÆFU SMIÐUR 0 SAMVINNUBANKINN 5-MANNA, FJÖGURRA DYRA. VÉL 53 HESTÖFL. BENSlNEYÐSLA 7.7 LlTRAR Á 100 KM. FJÖGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GÍRKASSI. GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 20 SEK. I 100 KM. Á KLST. VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI KR. 582.000,00 VERÐ TIL ÖRYRKJA KR. 418.000,00 TÉKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐIÐ Á ISLAND/ H/E AUBBREKKU 44-6 SÍMI 42600 KÓPAV0GI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.