Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 27. marz 1975. Framsóknarfélag Reykjavíkur Almennur félagsfundur — sem frestað var 13. marz — verður haldinn að Hótel Esju miðvikudaginn 2. april kl. 8.30. v FUNDAREFNI: MENNTAMÁL Frummælandi Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. Námslán og lána- sjóður stúdenta Frummælandi Atli Arnason fulltrúi frá Lánasjóði námsmanna. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Framsóknarfélag Reykjavíkur Utdregiö i 12Jlokki 3.april aö söiuverömœti 12-14 miiij. kr. Nú má enginn gleyma að endurnýja. Söluverö a lausum miöum kr. 3.000 Fjölbrautarskólinn í Breiðholti tekur til starfa í haust Fjölbrautaskólinn I Breiöhoiti, tekur til starfa á hausti komanda. Skölinn mun hefja starfsemi sfna um mánaðamótin september og október. Skólinn er ætlaður öllum ungmennum i Breiholtshverfun- um þrem, sem lokið hafa prófi úr 9. bekk og fæddir eru árið 1959. Skólinn er þannig hverfisskóli eins og reyndar hefur verið greint frá áður. Skólinn mun þegar á fyrsta ári bjóða nemendum margar námsbrautir, en skipa þeim I fjórar námsbrautadeildir: MENNTASKÓLABRAUTIR, IÐNFRÆÐSLUBRAUTIR, VIÐSKIPTABRAUTIR og loks SAMFÉLAGS- og UPPELDIS- BRAUTIR. A mörgum braut- um getur verið um mislangan Afmælishátíð A.A.-fólks á föstudagskvöldið A.A.-samtökin á tslandi halda hátiðlegt tuttugu og eins árs af- mæli sitt I Safnaðarheimili Lang- holtssóknar á föstudaginn langa kl. 21.00. Aðgangseyrir er enginn og eru allir, sem þangað vilja koma, velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Eins og menn muna, héldu A.A.-samtökin upp á tuttugu ára afæmli sitt í fyrravor. Þannig eru afmælishátiöir þeirra orönar ár- viss atburður, og má segja að þær svari til árshátiðanna, sem flest félagasamtök hafa komið á hjá sér. Og, eins og áður segir: Afmælishátiðin á föstudagskvöld- ið er opin öllum, sem koma vilja, á meðan húsrúm leyfir. námsferil að ræðá, frá eins árs námi til fjögurra ára náms. Engin námsbraut á samt að enda I blindgötu heldur veita tækifæri til framhalds og viðbótar- menntunar. Fjölbrautaskólinn hefur þegar hafið kynningu á væntanlegri starfsemi sinni meðal ungmenna i Breiðholtshverfum, sem rétt eiga á inngöngu i skólann á fyrsta ári. Þeirri kynningu verður hald- iö áfram og verður þannig hald- inn almennur fundur um skólann þriðjudaginn 1. aprfl næstkom- andi I Fellaskóla og hefst kl. 20.30. Þar mun skólameistari Guðmundur Sveinsson flytja er- indi um skólann, en hann og Jónas B. Jónsson, fyrrverandi fræðslustjóri svara fyrirspurn- um. Foreldrar og ungmenni úr Breiðholtsh verfunum eru sérstaklega boðin á fundinn, en öllum er heimill aðgangur. Þá mun skólameistari vera til viðtals I Fellaskóla miðvikudag- inn 2. april og fimmtudaginn 3. april, kl. 10.00-12.00 og 14.00-16.00 báða dagana. Umsóknir um Fjölbrautaskól- ann I Breiðholti skulu berast fræðsluskrifstofu Reykjavikur. Skólinn hefur látið gera sérstök umsóknareyðublöð, sem afhent verða á fræðsluskrifstofunni, þeim ungmennum, sem rétt eiga á inngöngu i skólann og ekki hafa ennþá fengið þau I hendur. Fjölritað kynningarrit um skóla- starfið á fyrsta ári hefur einnig komið út og er til afhendingar á sama stað. Fræðsluráð Reykjavíkur hefur óskað eftir þvi við menntamála- ráðuneytið að kennarastöður við skólann verði auglýstar lausar til umsóknar. BAGGAHIRÐING Sambandið og kaup- félögin hafa unniö markvisst að þvi aö létta vinnuna við baggahirðinguna. Við minnum á eftirtalin tæki, um leið og við biðjum bændur um að bóka tlmanlega pantanir sinar. Baggafæriböndin verða til afgreiðslu strax I vetur, þvl svo tafsamt og erfitt hefur reynzt að afgreiða þau: Baggasleði — Baggalyfta Baggasleöinn er tengdur bindivélinni og safnar böggunum 114-18 bagga hrúgur og flýtir baggahirðingu verulega. Sé böggunum staflað skipu- lega hentar vei að taka þá upp meö sérstakri baggalyftu sem hægt er aö tengja á venjuleg lyftitæki traktors. Baggakastarinn — bylting I baggahirðingu Baggakastarinn UMA er tengdur á traktorinn og kastar böggunum á vagninn. Kastkrafturinn kemur frá vökvalyftu traktorsins. Raki hefur engin áhrif á afkastagetuna. Margir bændur hafa tekiö kastara I notk- un og þeir voru prófaðir af Bútæknideild 1974. Baggatinan — KNEIB hiröir baggana af velli og skilar þeim upp i vagn eða bil. Prófuð af Bútæknideild 1973. Baggafæriband Meö færibandi frá Duks er hægt að létta baggahiröinguna verulega. Auövelt er að koma færibandinu fyrir og 12-15 metra band þarf aðeins 1 1/2 ha. mótor. Bindi- og baggatækni búvéla frá Sambandinu og kaupfélögunum, er sú fjölbreyttasta sem völ er á. Bændur kynnið ykkur prófunarskýrslur Bútæknideildar nr. 459 um International 430 bindivélina og leitið ráöa hjá okkur um vélaval. Kaupfélögín UM ALLTIAND Samband islenzkra samvinnufelaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik sirrji 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.