Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 27. marz 1975. TÍMINN 15 Friörik ólafsson gerði jafntefli viö Færeyinginn Hanus Joensen. Timamynd: Róbert Landskeppnin í skdk: 9-1 FYRIR ÍSLAND gébé Rvik— Island vann Færeyj- ar i fyrri umferðinni i lands- keppninni, niu — eitt. Friðrik ólafsson tefldi á fyrsta borði við Hanus Joensen og gerðu þeir jafntefli, og Magnús Sólmundar- son gerði jafntefli á þriðja borði, að öðru leyti unnu Islendingarnir allar sinar skákir. Seinni umferð landskeppninnar verður i dag, en teflt er i Hreyfilshúsinu við Grensásveg. €1 Útivist skálum eða tjöldum á leiðinni, eftir þvi sem henta þætti hverju sinni. Félagar i þessu nýja félagi eru flestir, ef ekki allir, félagar i Ferðafélagi íslands, og hyggjast þeir alls ekki ganga úr þvi, enda er þetta félag á engan hátt stofnað til höfuðs Ferðafélaginu. Hins vegar er ýmislegt óheimilt I lögum Ferðafélags íslands, sem þetta félag hyggst beita sér fyrir. Til dæmis má nefna, að ekki fékkst þvi framgengt á aðalfundi Feröafélagsins að breyta nafni á skálum þess úr sæluhúsi i skála. Með þessari nafnbreytingu hefði mátt ná meiri yfirráðum fyrir félagið sjálft yfir skálunum, en allir eiga að geta fengið inni i sæluhúsi, meðan húsrúm leyfir, og getur slikt skapað vandræði, ef aðsókn verður mikil um mestu ferðahelgarnar. Ekki er heldur hægt samkvæmt lögum Ferða- félagsins að byggja sæluhús nema I óbyggðum og á öræfum, en viða annars staðar geta skálar komiðferðafólki vel, og það getur haft bækistöðvar sinar i skálum i byggö, en gengið siðan út frá þeim i ýmsar áttir. Þetta nýja félag, mun mjög bráðlega gefa út ferðaáætlun fyrir sumarið, og einnig er áætlað að gefið verði út ársrit á þess veg- um. Stofnfundur félagsins var lokaður fundur, og ekki auglýst- ur. Var boðið til hans ýmsu áhugafólki, semvitað er, að hefur lengi haft mikinn áhuga á ferða- lögum. Voru um 60 manns á fundinum eins og fyrr segir. ® Kissinger þótt samningaumleitanir hans hefðu farið út um þúfur (i bili). — Ég er reiðubúinn að halda til Genf hvenær sem er, bætti hann við. i Bandariski utanrikisráð- herrann kvaö stjórn sína hafa áhyggjur af vinstri sveiflunni i portúgölskum stjórnmálum, en væri stað- ráðin i að halda dauðahaldi i þau góðu tengsl, er nú riktu milli Bandarikjanna og Portúgal. Kissinger sagðist einkum óttast, að leiðin til lýðræðis yrði torsótt i Portúgal vegna áhrifa kommúnista. Þá kom fram á fundinum, að Kissinger fer til Suður- Ameriku i næsta mánuði, en óvist er, hvenær af förinni verður. 0 Brotajárn fylgdu hátiðarhöldunum miklu á árinu sem lbið. Var Lionsklúbb- um falið verkið. Var klúbbunum boðið að þeir fengju eina krónu fyrir hvert kfló, sem safnaðist og átti þá að vera komið i skip. Heilbrigðiseftirlitið gekk i að út- vega mann til að sjá um tækni- legar hliðar sölunnar. 1 fyrrasumar kom skip á Norð- fjörð og Eskifjörð og var það fyllt af brotajámi, þar sem klúbbarnir þar söfnuðu. Auk þess að safna þá sáu safnararnir um útskipun, og t.d. klúbburinn á Norðfirði eyddi öllum sinum liknarsjóði i útskipunarkostnað og hefur ekki séð eyri af þeirri upphæð eða sölufénu siðan. Annað skip kom til Keflavfkur og fylltu lionsklúbbarnir á Suður- nesjum það. Fengu þeir m.a. að fara inn á Keflavikurflugvöll og hreinsa svolitið til þar, auk brota- járns, sem safnað var annars staöar. Skipið sem lestaði i Kefla- vik var spænskt.For það drekk- hlaðið af brotajárni, þegjandi og hljóðalaust án þess að greidd væru nein gjöld, hvorki hafnar- gjöld eða önnur. Skipið var bara losað og siglt út. Lionsmenn fyriraustan og- á R.eykjanesi biðu svo sallarólegir og bjuggust við að fá laun erfiðis sins einhvem daginn. Þar kom að, að þeir fóru að gerast nokkuð langeygir eftir fénu og fóru að tala sig saman um hvernig uppgjör gengi. Þá var sama sagan á Austfjörðum og Suður- nesjum — engar greiðslur. Söluaðilinn sagði Lionsmönn- um, að þeir skyldu bara vera rólegir þetta kæmi allt saman. Ekki hefur heldur fengizt upplýst hve miklu safnað var. Var brota- járnssöfnurunum sagt að ekki 'borgaði sig að vigta járnið út i skipin. Þvi fylgdi bara auka- kostnaður og tafir. Magnið kæmi i ljós, þegar vigtað væri upp úr skipunum, svo vissu skipstjómarmenn vel hve mikið færi um borð á hleðslumerkjum skipanna. Einu fréttirnar um magnið eru að söluaðilinn sagði Lionsmönn- um fyrir sunnan, að i þvi skipi heföu verið um 200 tonn. Þykir þeim heldur létt i járninu, þvi að þeir voru fleiri daga að skipa út I skipið og voru lesar þess fullar og voru m.a, settir flugvéla- skrokkar á þilfar. Hvert skip um sig tekur um 500 tonn. Brotajárnið var selt til Spánar eftir þvi sem bezt er vitað, en af einhverjum ástæðum munu fylgi- skjöl vera komin til Luxem- burgar. Nú standa mál þannig að heilbrigðisráðuneytið, sem er aðili að málinu hefur heitið viðkomandi Lionsklúbbum, að þeir fái aftur þá peninga, sem þeir lögðu fram og fólu jafnframt lögmanni aö rannsaka málið. Þar við situr. Sigalda fris aðra hvora helgi, en hafa nú alveg lagt niður helgarvinnu, nema nauðsynjagæzlu verðmæta. Verktakarnir ætluðu i fyrstu ekki að greiða 10 þús. krónurnar, sem þeir áttu að gera samkvæmt samningum, en sú málamiðlum komst á að það var gert á mið- vikudag, eða degi seinna en út- borgað var. Sigurður óskarsson sagði, að fundur yrði haldinn með trúnaðarmönnum starfsmann- anna á miðvikudagskvöld og þá unnið úr þeim gögnum, sem þeir leggja fram. — Einhverjar ráð- stafanir verða gerðar til að þetta endurtaki sig ekki, sagði Sigurð- ur. Getur jafnvel komið til greina að krefjast tryggingar á launa- greiðslum. Þá sagði Sigurður, að viðskipti hafi þvi miður verið all erfið við júgóslavnesku verktakana. Það hefur verið all erfitt að fá þá til að standa við gerða samninga, sem undirskrifaðir voru sl. vor. Við höfum átt i deilum og jafnvel sviptingum út af nauðsynlegustu öryggismálum á vinnustað, og hefur ekki verið staðið við kröfur öryggiseftirlitsins, sagði Sigurð- ur. — Við höfum aldrei kynnzt verktaka sem þessum áður, en augljóst er að jaðrar við óreiðu á fjármálum hjá þeim, sagði Sigurður að lokum. Vörubilafélagið Fylkir, sem vinnur fyrir Júgóslavnesku verk- takana, hefur engar greiðslur fengið sfðan i október, en þá fengu starfsmenn félagsins ávísun upp á þriðju milljón króna, sem ekki reyndist svo vera innistæða fyrir i Seðlabankanum þegar til kom. — Slðan höfum við ekkert fengið, sagöi Jón Arsælsson, formaður félagsins. — Við teljum að Landsvirkjun beri ábyrgðina á fjármununum gagnvart verktak- anum og okkur, sagði Jón. — Það eru þó margir verr settir en við, hélt hann áfram, og má þar nefna tækjaleigumenn. Agúst Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Fylkis, sagð- ist áætla að verktakarnir skuld- uðu nú nokkrum bifreiðarstjórum Fylkis um 4-5 milljónir króna. — Þetta mál hefur ab sjálfsögðu verið mjög til umræðu hjá okkur, sagði Agúst en engin endanleg af- staða verið tekin enn. Búizt er þó viö að skriður komi á málið strax eftir páska. 0 Hveragerði arins hefði verið hagkvæmara að senda stóra vöruflutningabila til þeirra flutninga. Með því að aka fiskinum til Hveragerðis í stað þess að aka honum i Garðinn, styttist leiðin sem aka þarf um 120 km. Einnig flytti fyrirtækið talsvert magn frá Eyrarbakka og Stokkseyri — og sparaöist um- talsverður flutningskostnaður meö byggingu fiskverkunar- stöbvar i Hveragerði, eins og augljóst væri. Þá sagði Guðbergur, að gott vinnuafl væri að fá I Hveragerði. Aætlað er að fiskverkunar- stöðin taki til starfa á komandi hausti og nefndi Guðbergur að ráðamenn i Hveragerði hefðu verið mjög áhugasamir um byggingu þessa atvinnufyrir- tækis á staðnum. t nýju fiskverkunarstööinni verða nýtizku tæki, og að sögn Guðbergs er hugmyndin að vinna um 700-750 tonn af fullþurrkuðum fiski á ári I verksmiðjunni, en það þýddi 10-1200 tonn af blautsöltuð- um fiski til verkunar. Guöbergur kvað markað fyrir þurran saltfisk vera ágætan og engar óheillablikur á lofti i þeim málum. Um 50% af þurrkaða saltfiskinum væri selt til Portúgals, en önnur markaðslönd væru t.d. Brasilia, Frakkland, Puerto Rico og Panama. Frá íslandi var á síðastliðnu ári flutt út þurrkaður saltfiskur fyrir 940 milljónir kr. og hefðu það verið rúmlega 5400 tonn. Guðbergur kvað talsverða verðmætasköpun vera fólgna I fallþurrkun saltfisks miðað við að selja blautsaltaöan saltfisk, eins og oft væri gert, þvi að með full- þurrkuðum saltfisk væri um að ræða fullunna vöru, og þvi væri samfara betra verð. Aö lokum kvað Guðbergur þurrkaða saltfiskinn hafa hækkað nokkuð I verði seinni hluta þessa vetrar. shodh ICIGAH CAR RENTAL AUÐBREKKU 44, KÓPAV. Indriði G. Þorsteinsson: Páskaferð Heiðblá er leiðin og frostið úti um fimmtiu stig. Skýþernur amstra og fella koniakstár sin fyrir mig. Vitt hef ég farið og lagt að baki margt langferðalag, fánýtar reisur og erindisleysur við endaðan dag. Hesturinn hviti og Walker sisterki veri með oss. Enn er ég kominn og millilentur hjá Macintosh. Bændur athugið Við eigum fyrirliggjandi glerlagnir og breytisett í eldri rörmjaltakerfi Bændum bendum við á að ef þeir óska eft- ir heimsókn og leiðbeiningum um val búvéla, tjái þeir hug sinn til fulltrúa kaup- félaganna. KaupSélögin UM ALLXIAND 0 Samband islenzkra samvmnufelaga VÉLADEILD Armula 3 Reykjavik simi 38900 Aiiglýsitf í Timanum aaaa 125 P STATION vinsæla $ manna Fiat 125 P statíon sem og tryggið ykkur góðan b«l á hagstæðu verði. VERÐ: TIL ÖRYRKJA: 860.000 Verð kr. 860.000 Tollafsl. 213.800 Útb. 610.000 Útb. 396.200 250.000,00 250.000 lónað í 12 mónuði lónað í 12 mónuði FIAT EINKAUMBOD A ISLANDI, Davíð Sigurðsson h.f. Síðumúla 35, Símar 38845 — 38888

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.