Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 27. marz 1975. Rínarsigling enn vinsæl Þeir eru ófáir tslendingarnir, sem brugðið hafa sér i siglingu um Rin, skoðað þar kastala og gengið um vinekrur á skemmti- ferðum sinum um Þýzkaland. Hér er mynd úr einni slikri Rinarsiglingu, og segir i texta, sem henni fylgir, að ferðamenn séu alltaf jafn áhugasamir um þessar ferðir. Til er skipafélag, sem nefnist Köln-Dússeldorfer, en það var stofnað árið 1853. Félagið hefur söluskrifstofur i þrjátiu löndum, og á síðasta ári seldi það farmiða 55 þúsund far- þegum, sem fóru i siglingar með þeim sex skipum, sem sigla á þess vegum. Efsti'r á lista yfir ferðamennina voru Japanir, enda eru þeir mjög svo áhuga- samir um Evrópuferðir þessa stundina. Ferðin, sem þeir fara flestir i, tekur fimm daga, og er um Rin þvera og endilanga. En það eru fleiri en Japanir um borð i skipinu, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Kannski þama séu meira að segja íslendingar. AAastroianni verður afi Trekk i trekk hefur Marcello Mastroianni yfirgefið Catherine Deneuve og barn þeirra, og far- ið aftur til konu sinnar Floru Carabellu. Ástæðurnar hafa verið margvislegar, en i þetta skipti fer Mastroianni til konu sinnar vegna þess að þau eru að eignast barnabarn. Dóttir þeirra Barbara á von á barni, og afinn tilvonandi vill ekki missa af þvi að vera einhvers staðar nálægur, þegar fyrsta afabarnið hans fæðist. Sumir segja, að Marcello Mastroianni og kona hans eigi heimsmet i þvi að taka saman aftur eftir nokkurn að- skilnað. Hér eru þau á myndinni með dótturinni, sem á von á barninu. Sonur Audrey er vinsæll Það er þó nokkur timi liðinn sið- an Audrey Hepburn leikkona var táningur. Timinn liður, og fólk breytist og mennirnir með. Nú er sonur Audrey, Sean kom- inn á þennan aldur. Hann er fimmtán ára gamall, og er son- ur leikarans Mel Ferrer, eins og flestir hljóta að vita. Sean á góða vinkonu i skólanum, og hér sjást þau saman á myndinni. Vinkona Seans heitir Carla. DENNI DÆMALAUSI Hversu gamall þarf ég að verða til þess að skilja svona nokkuð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.