Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 27. marz 1975. TÍMINN 23 Stundum er mögulegt að fá tvo aukaslagi með endaspili. N-S eru á hættu gegn utan. Suður opnar á tigli, vestur stekkur i 4 hjörtu og norður segir 5 tigla, sem er loka- sögnin. Norður 4 874 V 82 ♦ KDG107 * ÁK5 Vestur Austur 4> 2 ^ KDG1065 V KG1097654 y 3 ♦ 43 #2 * D7 * G10986 Suður A Á93 V AD ♦ A9865 * 432 Lesendur geta séð fjóra tapslagi, einn á lauf einn á hjarta og tvo á spaða. En sjá- um nú til Eigi vestur ákveðna skiptingu getur safnhafi unnið spilið með þvi að endaspila hann. Hann má ekki eiga fleiri en einn spaða og tvö lauf. Segjum að svo sé og sjáum hvernig endaspilið virkar. Suður tekur útspilið með ás. tvisvar tromp,ás og kóng i laufi. Þá kemur ás og drottning i hjarta, sem vestur tekur á kóng (væri hann eins góður og við myndi hann gefa drottninguna, en ekki geta allir verið snillingar) En nú á hann ekkert til að láta út nema hjarta og við köstum siðasta laufinu úr borði og spaða að heiman. Aftur verður vestur að spila út hjarta, en nú trompum við i borði og köstum siðasta spaðanum heim. Unnið spil. Lausn þrautarinnar I gær: A. O...fxe61. Rh3 — e5 2. Be4 B. 0...f6 1. Rf3 — f5 2. Hh6 C. 0.... f5 1. Kf2 — f4 2. Hh6 D. 0.... Kxgl 1. Hf6 — Khl 2. Hfl. Þar sem Fischer er orðinn all tiður gestur á forsiðum heimsblaðanna, þykir okkur tilhlýöilegt að leyfa honum að vera með okkur I dag, þó ekki væri nema i tilefni páskanna. Fischer hefur hvitt gegn Minic og á leik. 20. Re5! (einhern timann hefur piltur lesiö aö f7 sé oft veikur reitur I kóngsgambit) — Bxfl 21. Hxfl — Bd2 22. Hf3 — Had8 23. Rxf7 — Hxf7 24. De7! og nú gafst Minic upp, en sagan segir að á heimleiðinni hafi hann keypt sér bókina „hvernig verja skal f-7 reit- inn”. Týr til sýnis Nýja varðskipið, Týr, verður almenn- ingi til sýnis i dag, skirdag, milli klukk- an tvö og fjögur. TOFRAFLAUTAN EFTIR JUI^TADT — Sýnd í sjónvarpi !VlUiiMI\ I ó föstudaginn langa gébé-Reykjavik. — Að kvöldi föstudagsins langa, 28. marz, sýnir sjónvarpið óperuna Töfra- flautuna eftir Mozart, i sviðsetningu sænska sjónvarpsins. Leikstjóri er Ing- mar Bergman, með aðal- hlutverk fara Josef Köstlinger, Irina Urrila, Ilákan Hagegárd, Ulrik Cold, Birgit Nordin og Ragnar Ulfung. Eric Ericson Frystihúsin í Sandgerði skuldlaus við Rafveituna — segir sveitarstjórinn BH—Reykjavik. — Sveitarstjór- inn I Sandgerði, Alfreð Alfreðs- son, hafði samband við blaðið i gær vegna fréttar i blaðinu um fyrirhugaða lokun frystihúsa á Suðurnesjum vegna skulda við rafveitur á viðkomandi stöðum. Kvaðst Alfreð vilja mótmæla þessari frétt sem algerlega tilefnislausri, hvað Sandgerði snerti. 1 Sandgerði stæðu öll frystihúsin fullkomlega i skilum við rafveituna, og kvaðst Alfreð ekki skilja, hvernig hviksaga sem þessi hefði komizt á kreik. Það stæði ekki til, og hefði ekki staðið til, að Ioka frystihúsunum i Sand- gerði vegna skulda við Rafveit- una þar. stjórnar kór og hijómsveit sænska útvarpsins, en islenzku þýðinguna gerði Óskar Ingimars- son. Sænska sjónvarpið lét jafn- framt gera heimildarmynd um þessa upptöku og undirbúning hennar, en á miðvikudaginn 26. marz, verður þessi heimildar- mynd sýnd i sjónvarpinu undir heitinu: „Töfraflautan i smiðum.” Sviðsetning óperunnar er umfangsmikið verk og átti sér langan aðdraganda. I myndinni ræöir leikstjórinn, Ingmar Berg- man, um verkefnið, og fylgzt er meö undirbúningi, æfingum og upptöku. Töfraflautan var fyrst sett á svið haustið 1791 i Vinarborg. Mozart hafði samið óperuna um _ sumarið fyrir áeggjan vinar sins, Schikaneders leikhússtjóra, sem einnig samdi textann, og byggði hann að hluta á ævintýri eftir Chr. Wieland, sem um þessar mundir Nýr Spánar- togari á heim- leið ED-Akureyri. — Seinni Spánartogarinn, sem út- gerðarfélagið á Akureyri fær, er nú á leið til landsins. Hann heitir Harðbakur, en hinn, sem áður var kominn, Kaidbakur. Lögð var siðasta hönd á lestar Harðbaks I Hamborg, en þaðan hélt skipið til Noregs til þess að taka þar fiskkassa. Togarinn kemur til heimahafnar, Akureyrar, nú um miðbik vikunnar. var i fremstu röð þýzkra skálda. Aöalsöguhetja óperunnar er sveinninn Taminó. Hann er á veiðum, þegar dreki mikill ræðst að honum. Það verður honum til bjargar að 3 þjónustumeyjar næturdrottningarinnar bar þar að. Þær vinna á drekanum og segja drottningu sinni hvað fyrir þær hefur borið. Drottning segir nú Taminó frá dóttur sinni, Paminu, sem numin var á brott af töframanninum Sarastro. Það verður úr, að Taminó heldur af stað að heimta meyna úr höndum töframannsins. Hann er vopnaður töfraflautu sem næturdrottningin hefur gefið honum. Þessi sviðsetning Töfra- flautunnar er meðalt viðamestu verkefna sænska sjónvapsins og er ekkert til sparað að gera ævintýraheim fyrri alda eins raunverulegan og framast er unnt. Laxórvirkjun: Allt krap úr lóni gébé Reykjavik — Rafmagns- skömmtun hefur verið á orku- veitusvæði Laxárvirkjunar siðan á mánudag. Mikið krap er I efra lóninu við virkjunina, og hefur þaö algjörlega lokað fyrir inntak- ið. Vaktmaðurinn i Laxárvirkjun sagöi á miðvikudagskvöld, að áin væri oröin kraplaus með öllu og að unnið væri af fullum krafti, þannig að þetta miðaði allt i rétta átt. — Alla vega er vonazt til að ekki þurfi að gripa til rafmagns- skömmtunar á veitusvæðinu um hátiðarnar, þvi að þá eru jú engar verksmiðjur i gangi og rafmagns- notkun þvi ekki eins mikil, sagði vaktmaðurinn. Töframaðurinn Sarastro er leikinn af Ulrik Cold i uppfærslu sænska sjónvarpsins af Töfra- flautunni, sem Ingmar Bergman leikstýrir. Konur skrifa róðherra um fóstur- eyðingar A næstunni munu konur sem gengizt hafa undir fóstureybingu, senda heilbrigðisráðherra bréf, þar sem þær munu skýra honum frá áliti sinu varðandi sjálfs- ákvörðunarrétt kvenna til lög- legrar fóstureyðingar. Ætlunin er að opinbera bre'fið, en með nöfn kvennanna verður farið sem algjört trúnaðarmál. Konurnar hafa fengið Hlédisi Guömundsdóttur lækni, Sæviðar- sundi 56, s. 81548, og Sigrúnu Júliusdóttur félagsráðgjafa, Blönduhlið 23, s. 21428, sem trúnaðarmenn. Konur, sem gengizt hafa undir fóstureyðingu, eru beðnar að hafa samband við aðra hvora þeirra, simleiðis eftir vinnutima eða bréflega. frá Svíþjóð Electrolux fyrirtæki aaöaa4aifc==±±a AIHUGIÐ! AtgreiðslutresTur er 2 iwwiiibwiii iiiiiiiis: iiii wa DRÖMKÖKET mánuðir. J ÁRMÚLA 1A • SÍMI 86-112^^j^ i iui iu kJlllll I I I I I I I liui U- anna — er hægt að f á í ellefu mismun- andi gerðum. ATHUGIÐ! Afgreiðslufrestur er 2 Við bjóðum innréttingar og skápa i: Eldhúsið, búrið, baðherbergið, barna- herbergin, hjónaherbergið, anddyrið og öll önnur herbergi hússins. Við bjóðum 27 ólíkar gerðir af hurðum: Málaðar hurðir, 6 litir: grátt, hvítt, orange, brúnt, gult og grænt. Askur, eik, hnota, tekk og palesander. Græn- og blábæsaður askur. Pyramid i viðar- lit, rauðu og brúnu. Dekor. Fura í viðarlit og bæsuð i grænu, brúnu, bláu og rauðu. Jalusihurðir i viðarlit og bæsaðar í grænu, brúnu, bláu og rauðu. Við bjóðum 32 ólíkar gerðir af hand- föngum. Við bjóðum 13 ólíkar gerðir af borð- plötum. Við bjóðum margar gerðir af vegg- flisum. Við bjóöum ótal gerðir, stærðir og breiddir af skápum. Við bjóðum fjölda aukahluta, sem létta húsmóðurinni störfin i eldhúsinu. Við bjóðum ókeypis aðstoð við skipu- lagningu á eldhúsinu. Við bjóðum sérstök kjör handa þeim, sem kaupa Electrolux-heimilistæki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.