Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 32

Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 32
LAUSA TÖNNIN Palli var orðinn sex ára. Hann hafði séð eldri krakkana missa tennur og aðrar stórar tennur koma i staðinn, en aldrei gert sér grein fyrir þvi að hans eigin tennur færu eins. Einn morgun, þegar hann var að borða morgunmatinn áður en hann fór i skólann, þá fann hann að ein tönnin hans var laus. Hann gat sveigt hana fram og aftur. Þetta var hálf óþægilegt. — Ég verð að gæta min að tönnin hrökkvi ekki ofan i mig, hugsaði Palli og hætti að borða matinn sinn. Nú fór hann i skólann og var hugsandi út af lausu tönninni. — Ætli það sé sárt þegar hún dettur? hugsaði hann. Kannski blæðir úr gat- inu eftir hana. Æi, þvi get ég ekki fengið að hafa minar tennur áfram, og Palli stundi þunglega. í friminútunum voru krakkarnir að sötra ávaxtasúrmjólkina sina úti i góða veðrinu. Þá kom Anna vinkona Palla til hans og spurði hvers vegna hann væri ekki að drekka eins og hinir krakkarnir. — Ég get það ekki, sagði Palli, það gæti hrokkið ofan i mig tönnin sem er laus. Sjáðu bara, hún ruggar öll til ef ég kem við hana. Fimmtudagur 27. marz 1975, — Nei, sko! sagði Anna. Það er engin tönn laus i mér. Og það var ekki laust við öfundar- tón i röddinni. Inni i skólastofunni fór Palli til kennarans og sýndi lausu tönnina. Enginn af krökkunum i bekknum hafði áður misst tönn, svo að þetta var stórviðburður. Kennslukonan notaði tækifærið, þar sem allir krakkarnir voru að hugsa um tönnina i Palla, og fór hún nú að fræða þau um hvað þau ættu að gera til þess að fá fallegar og heilbrigð- ar fullorðins-tennur. Svo var talað um Karius og Baktus, sælgætisát, sem skemmir allar tennur og fleira og fleira. Að sið- ustu teiknaði kennarinn á töfluna stóra mynd af Kariusi og Baktusi, sem voru að bora sér holu i tönn. Sumir krakkarnir teiknuðu eins og var á töflunni, en þau máttu lika teikna eitthvað ann- að i sambandi við tenn- DAN BARRY Ný ævintýri i næstu viku. r nnBr.nr*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.