Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Fimmtudagur 27. marz 1975. Sally Salminen KA TRIN Saga frá Alandseyjum komumönnum með söng og ræðum, eltu þá þegjandi. Þeir fundu, að þeir stóðu hér andspænis ókunnum örlögum. Bræðurnir á Klifinu og Saga Dag nokkurn um vorið kom Einar neðan frá Bátvíkinni. Þær Saga og Greta litla voru að leika sér fyrir utan húsið á Klif inu. Þær voru að hlaða lítið hús og undu sér hið bezta. Þegar telpan sá Einar, breiddi hún út faðminn og kallaði á hann. Einar kom til hennar. Hún vafði handleggjunum um hálsinn á honum og kyssti hann innilega hvað eftir annað. Síðan hljóp hún til Sögu og faðmaði hana líka og kyssti og hljóp svo aftur upp um hálsinn á Einari. Henni þótti gaman að þessum leik og hljóp á milli þeirra af vaxandi ákefð og kyssti þau til skiptis með litlum, heitum vörum sínum. Einar og Saga höfðu kropið niður hjá barninu, og mitt í kossahríðinni varð þeim af tilviljun litið hvort á annað og roðnuðu dálítið. „Nú skuluð þið kyssast”, skipaði litli harðstjórinn, þegar hún þreyttist sjálf á leik sínum. Saga hló, en þegar Einar leit aftur framan í hana ihugandi, alvöruþrungnum augum, leit hún feimnislega undan. Hún varð bæði undrandi og óttaslegin. Aldrei hafði henni dottið í hug, að Einar á Klifinu þyrði að lita svona til kvenmanns. Hún leit upp með varúð, en mætti strax djarflegu og karlmannlegu augnaráði hans. Hún reyndi að horfa beint framan í hann og vinna bug á minnimáttarkennd sinni, en þegar milt, leyndardóms- f ullt bros færðist á varir Einars, leit hún aftur til jarðar^ „Nú skuluð þið kyssast", skipaði Greta. Einar horfði á Sögu, sem enn laut feimnislega höfðu. Óframfærni hennar blés honum í brjóst nýju og óþekktu áræði. Því meira sem hún fór hjá sér, þeim mun öruggari og sigurvissari varð hann. Hann hafði fundið nýja yfirburði í fari sínu, —yfirburði, sem hann var staðráðinn í að beita. „Saga vill ekki kyssa mig", sagði hann og brosti ertnislega. „Viltu ekki kyssa hann?" spurði telpan. Saga svaraði ekki, og telpan endurtók spurningu sína þráalega: „Viltu ekki kyssa hann, Saga?" ,, Nú ert þú vond stelpa að vera að þvaðra um það, sem væn börn hugsa aldrei um. Komdu: við skulum Ijúka við húsið, sem við vorum að byggja". „Við skulum leika okkur, og Saga verður mamma og Einar pabbi og ég barnið. Eigum við aðgera það?" „Fullorðnar konur eins og ég leika sér ekki: það ættirðu að vita. Fullorðna fólkið verður að vinna. Vertu nú þæg við Sögu". Katrin hafði setið við gluggann og tekið eftir því, hvað fór milli þeirra þriggja. Nýrri hugsun skaut allt í einu upp hjá henni. Þegar sonur hennar kom inn, leit hún rannsakandi til hans. ,, Hvað eru Saga og Greta að gera?" spurði hún. „Ekkert", svaraði hann og forðaðist að mæta augna- tilliti móður sinnar. Þegar Einar lagði af stað í sumarsiglingarnar, skrapp hann heim að Sögubóli um leiðog hann gekk niður eftir Greta litla var á hlaupum úti í garðinum. Hann greip hana í faðm sér. „ Vertu nú sæl, litla skrípið mitt. Ætlarðu ekki að kyssa Einar stóran, stóran koss áður en hann fer?" Saga kom út á garðflötina í þessum svifum. „Góða ferð!" sagði hún. „Þakka þér fyrir". Hann sneri sér aftur að barninu. „Nú ertu þú orðin stór stúlka og farin að ganga í barna- skólann, svo að þú getur skrifað mér í sumar. Kannski Saga hjálpi þér, ef þú biður hana þess nógu vel". „ Já-já. Við Saga skulum skrifa þér mörg, mörg bréf". „Mundu þá, hverju þú lofar, væna mín". Hann yppti hattinum og gekk út úr garðinum. „Við Saga skrifuðum Einari bréf", sagði Greta marg- oft um sumarið, hreyf kin af dugnaðinum. Og sjálf fékk litla stúlkanennþá fleiri bréf en venjulega. Én þau bréf urðu að æ meira leyti skrif uð f ullorðnum en barni. Og Katrinu fannst einhvern veginn, að því, sem hann skrifaði um hafnir og borgir og fólk i framandi löndum, væri fremur beint til einhverrar annarrar en sín. Hvað botnaði hún í öllum þessum lýsingum ogf rásögnum? Það gátu aðeins þeir, sem sjálfir höfðu séð eitthvað af heiminum og voru lesnir og gáfaðir, eins og til dæmis Saga. Hún las líka þessi bréf frá orði til orðs og Katrín gat ekki betur séð en augu hennar tindruðu stundum yf ir þeim og eitthvað af fyrsta fögnuðu æskuáranna brygði fyrir í svip hennar. Þegar Einar kom heim um haustið, kom það eins og af sjálfu sé að þau hittust daglega í einhverjum erindum varðandi Gretu litlu. En þegar fram í sótti, fór fundum þeirra að bera saman án þess að þau hefðu neitt slíkt að Vitskertur leiðtogi Rómverja ! BT ^ Skemmtir sór i sumarhöll sinni," FIMMTUDAGUR 27. marz Skirdagur 8.00 Létt morgunlög. 9.15 Morgunstund barnanna 11.00 Messa i Bústaðakirkju Prestur: Séra Lárus Hall- dórsson. Organleikari: Daniel Jónasson. Kirkjukór Breiðholtssóknar syngur. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frlvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.25 Milton og Bægisárklerk- ur. Heimir Pálsson lektor i Uppsölum flytur erindi. 15.00 Miðdegistónleikar: 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Tvær smásögur eftir Matthias Johannessen. „Siðasti vikingurinn” og „Mold undir malbiki”. Höfundur les. 16.40 Barnatimi: Ágústa Björnsdóttir stjórnar. 17.30 Miðaftanstónleikar: Frá skólatónleikum Sinfóniu- hljómsveitarlslands 5. april I fyrra. Stjórnandi Bohdan Wodiczko. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.25. Mælt mál Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Einsöngur I útvarpssal: Þuriður Pálsdóttir syngur gamlar, Italskar ariur viö undirleik Ólafs Vignis Al- , bertssonar. 20.00 Framhaldsleikritið „Húsið” eftir Guðmund Danielsson. Tiundi þáttur: Striö og friður. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. 20.55 Pianósnillingurinn Ru- dolf Serkin á tónleikum Tónlistarfélagsins I Há- skólabiói 18. jan. i vetur. 21.45 Spámaðurinn. Gunnar Dal skáld les úr þýðingu sinni á ljóöabók eftir Kah- lil Gibran. 22. Fréttir. 22. 15 Veðurfregn- ir. Kvöldsagan: „Færeying- ar” eftir Jónas Árnason Gisli Halldórsson leikari les sjöunda og siðasta hluta frásögu úr „Veturnótta- kyrrum”. 22.40 Arstiðakonsertarnir eftir Antonio Vivaldi I Musici leika. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 28. marz Föstudagurinn langi 9.00 Morguntónleikar. 11.00 Messa I Frikirkjunni I Reykjavik Prestur: Séra Þorsteinn Björnsson. Org- anleikari: Sigurður tsólfs- son. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tónleikar. 13.30 Mannssonurinn Magnús Torfi Ólafsson alþingismað- ur flytur hugleiðingu um pislarsöguna. 14.00 óratórian „Messias” eftir Georg Friedrich Handel. Flytjendur: Janet Price, Rut L. Magnússon, Neil McKee, Glyn Daven- port, Pólýfónkórinn og fé- lagar i Sinfóniuhljómsveit Islands. Stjórnandi: Ingólf- ur Guðbrandsson Fyrri hluti verksins. Siðari hluti er á dagskrá að kvöldi sama dags kl. 22.15 . 15.00 Michelangelo, lif hans og listAðalsteinn Ingólfsson listfræðingur flytur erindi. 15.35 Samleikur I útvarpssal Flytjendur: Sigurður Ingi Snorrason, Guðrún Krist- insdóttir, Hlif Sigurjóns- dóttir, Halldór Haraldsson, Gunnar Kvaran og Gisli Magnússon. 16.15 Veðurfregnir . Meistari JónDagskrá tekin saman af herra Sigurbirni Einarssyni biskupi. (Aður flutt fyrir niu árum). 17.20 Kór Menntaskólans við Hamrahliö syngur andleg lög. Stjórnandi: Þorgerður Ingólfsdótt.ir. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Vala”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.