Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 27. marz 1975. Menningarskipti íslands og Bandaríkjanna Sibastliðinn sunnudag var haldin i hiísakynnum Menn- ingarstofnunar Bandarikj- anna fundur til kynningar á starfsemi íslenzk-ameriska- félagsins og Fulbright-stofn- unarinnar á Islandi. Við þetta tækifæri flutti sendiherra Bandarikjanna á islandi, Frederick Irving, ræðu, þar sem hann skýrði m.a. frá námsstyrkjum, sem þessir aöilar hefðu veitt. Hér fer á eftir útdráttur úr ræðu hans: — Menntamenn, visinda- menn, atvinnurekendur, blaða- menn, listamenn og iþrótta- menn, sem aðhyllast alþjóða- hyggju, stuðla að auknum og bættum samskiptum þjóða, en þau eru nauðsynleg til þess að efla gagnkvæmt traust og þekk- ingu. Þjóðir skilja betur hver aðra þegar samstarf þeirra og samskipti aukast við sameigin- legt nám og starf. Samskipti i kennslu- og menningarmálum eykur skilning manna bæði á sinni eigin þjóð og öðrum þjóð- um. Friðsamleg tilvera hlið við hlið byggist á mannlegri fram- komu. Við, sem stuðlum að auknum samskiptum, erum þeirrar skoðunar, að bæði ein- staklingar og þjóðir hafi löngun til aö auka gagnkvæman skiln- ing, og sameiginleg reynsla þoki einstaklingum og þjóðum saman. Öttinn þokaði þjóðunum oft saman fyrr á tið. Nú á sameiginleg þekking ekki að af- má foma andúð, en misskiln- ingur elur ótvirætt á henni. Seint mun verða komið á al- mennum og gagnkvæmum fé- lagsskap jaröarbúa, en ef við höldum áfram að skiptast á hugmyndum og þekkingu þok- umst við i rétta átt.... Aukin gagnkvæm skipti draga úr áhrifum hindurvitna og for- dóma. Þau efla samband og auka skilning. Þeir, sem taka þátt i þeim, öðlast aukið sjónar- svið og kynnast nýjum veru- leika. Þátttakendur verða aðil- ar að lffi og starfi i samfélagi gestgjafanna. Þessi reynsla hefir að jafnaði varanleg áhrif. Þátttakendurnir læra að meta og virða mismun samfélaganna og skilja hitt, sem sameigin- legt er Þá lærist, að ekkert sam- félag getur orðið fyrirmynd annarra að öllu leyti svo að vel fari . . . Segja má, að þjóðir kynnist ekki betur með þvi að dylja ágreining eða forðast hann. Þjóöir auka þekkingu sina hver á annarri með þvi að öðlast skilning á þvi, hvers vegna þær greinir á. Þegar sá skilningur er fenginn geta þjóðirnar fyrst hjálpazt að þvi aö jafna ágrein- inginn. Þátttakendur i samskiptum stuðla að auknum, gagnkvæm- um skilningi þjóðanna. Til þeirra er ekki stofnað visvitandi i þvi skyni, en þetta er eigi að siður viðurkennd afleiðing alþjóðlegra samskipta i kennslu- og menningarmálum. Þetta er mikilvægur og lofs- verður árangur við hliö þess markmiðs umsækjanda um námsstyrk að ætla að auka lær- dóm sinn og menningu. Islenzk- ameriska félagið hefir unnið að þvi að kappi sfðan nokkru fyrir 1960 að útvega is- lenzkum námsmönnum náms- styrki I Bandarikjunum. Þetta starf hefir einkum beinzt að þremur sviðum: 1. Arið 1966 stofnaði félagið minningarsjóð Thors Thors undir vernd American Scandi- navian Foundation i New York. Sjóðurinn nemur nú fast að 300 þúsundum dollara og veitir ár- lega 5-7 islenzkum námsmönn- um styrki og einum bandarisk- um námsmanni styrk til náms á Islandi. 54 námsmenn hafa til þessa hlotið styrki úr sjóðnum. 2. Félagið hefir lagt sig fram um að útvega islenzkum náms- mönnum styrki i Bandaríkjun- um. Þetta starf er unnið i sam- vinnu við IIE. Árlega fá 10-15 nemendur við menntaskóla slika styrki. Alls hafa um 170 nemendur hlotið styrki siðan 1960. Styrkþegar fá venjulega kennslu, húsnæði og fæði i eitt ár sér að kostnaðarlausu, og margir styrkþeganna hafa haldið áfram háskólanámi i Bandaríkjunum. 3. Félagið sendir að jafnaði fjóra kennara á ári á sumar- námskeið við Luther College i Decorah i Iowa. Alls hefir um hálfur þriðji tugur kennara sótt þessi námskeið. A vegum Islandsdeildar Ful- bright-stofnunarinnar hafa veriö veittir 312 styrkir til há- skólanáms frá þvi 1957 og til loka nýliðins námsárs. 254 Is- lendingar hafa hlotið styrk til háskólanáms eða rannsókna i Bandaríkjunum. 58 bandariskir þegnar hafa hlotið styrki. Þeir hafa numið hér, flutt fyrir- lestra, kennt eða stundað hér Frederick Irving sendiherra rannsóknir. Af þeim 254 íslendingum, sem styrk hafa hlotið til náms I Bandarikjunum, hafa 173 stund- að framhaldsnám eða rann- sóknir við rúmlega 80 háskóla og 10 sjúkrahús i Bandarikjun- um. Styrkþegar hafa fengizt við 34 mismunandi námsefni. Þá hafa 54 islenzkum kennurum verið veittir styrkir til að sækja námskeið i Bandarikjunum eða Evrópu. Ennfremur hafa 27 æskulýðsleiðtogar islenzkir eða starfsmenn að félagsmálum hlotið styrki samkvæmt Clever- land International Program. Margir þeirra Bandarikja- manna, sem styrk hafa hlotið, stunda nú kennslu i fornislenzku eða Islenzkum bókmenntum við bandariska háskóla. Aðrir hafa kennt hér ýmislegt, t.d. lög, stærðfræði, félagsfræði, skor- dýrafræði og fleira auk ensku. Þeir, sem hlotið hafa styrk til rannsókna, hafa lagt stund á margvlsleg efni, eða allt frá jarðfræði yfir i könnun islenzku handritanna. Nefna má til dæm- is tónskáld, sem lauk rannsókn- um sinum hér fyrir skömmu, og lagði sérstaka stund á könnun islenzku rimnanna. Fiskverði mótmælt SJÓMANNAFÉLAGIÐ Jötunn I Vestmannaeyjum hefur gert svo- látandi samþykkt: „Almennur fundur, haldinn i Sjómannafélaginu Jötni, Vest- mannaeyjum, 20. marz 1975, samþykkir að veita stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins heimild til vinnustöðvunar I sam- ráði við Sjómannasamband ís- lands. Ennfremur mótmælti fundur- inn harðlega nýtekinni fiskverðs- ákvörðun, sérstaklega hvað við- kemur stærðarflokkun á fiski, þar sem um er að ræða beina lækkun á fiskverði. Þá átelur fundurinn þann seinagang, er verið hefur I Verðlagsráði sjávarútvegsins, varðandi ákvarðanir þess.” Auglýsitf iTimatwm fbúd að vorðmæti V.O KnuUVAHÁ. 61 S’r. ivtef Mf ER K* 'iso. X r'0, : l i .v\ n\0 MUNIÐ Ibúðarhappdrætti H.S.Í 2ja herb. íbúðað verðmæti kr. 3.500.000. Verð miða kr. 250. OSKAVEL ÍSLENZKA BÓNDANS LOFT- KÆLDU d|Á_^ drSöarvélamar Með eða ón framdrifa Fullnægja ströngustu kröfum HF HAMAR Véladeild Sími 2-21-23 Tryggvagötu Reykjavík Vandaðar vélar borga sJs bezt Hagsýnir bændur velja sér hagkvæmar vélar — þeir velja I3E(JITZdráttarvélar við sitt hæfi AUGLYSINGADEILD TIMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.