Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 29
Fimmtudagur 27. marz 1975. TÍMINN 29 aflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum ? ur veriö erfitt verk undir slikum kringumstæðum, en á þessum ferBum eignaðist ég marga ágæta kunningja, — sem ég hef ekki minnstu hugmynd um ennþá, hvernig þeir kjósa. Ein slik saga er mér minnis- stæð frá þessari fyrstu framboðs- ferð minni, það var þegar ég kom að Asbjarnarstöðum i Stafholts- tungum. Halldór skáld Helgason var þá á lifi og ég þekkti hann að- eins af ljóðum hans, en hafði hvorki séð hann né annað heimilisfólk á bænum áður. Við Halldór ræddumst lengi við, mér til mikillar ánægju, á pólitik var ekki minnzt. Þegar ég gerði mig liklegan til að fara að standa upp og kveöja, sagði gamli maðurinn svona eins og hann teldi að ég ætti erindið eftir: ,,Ég veit ekki hvað á að segja um þessa blessaða pólitik, mér finnst þar allt vera orðið svo laust i reipunum”. Ég svaraöi um hæl: „Já, þaðmárétt vera, en nú flytj- um við heyið laust heim i hlöðu, og erum miklu fljótari.” Eftir nokkra þögn svaraði öldungur- inn: „Þetta er rétt hjá þér.” Ég stóð þá upp og kvaddi og þakkaði honum og heimilisfólkinu fyrir móttökurnar. SIBan gömlu kjördæmin voru lögð niður og upp var tekin sú kjördæmaskipun, sem nú gildir, hafa slik ferðalög reynzt afar erfið. Ef sinna á þingmennsku svo sem ég tel þingmanni skylt að gera, tekur það mikinn tima, ef gæta á hagsmuna kjördæmisins og taka þátt I undirbúningi og af- greiðslu almennra þjóðmála. Þegar ráðherrastörf koma svo til viðbótar, reynist mér a.m.k. tim- inn ekki of mikill þó helgum sé bætt við. Hinu neita ég ekki, að það væri fyrir mig skemmtilegt tómstundastarf að fara i feröalög i þéttbýli og dreifbýli, fara á vinnustaði, I skóla, heim á heimili, sitja og rabba við fólk um daginn og veginn. Að visu gerði ég nokkuð að þessu áöur en ég varð ráðherra, en siðan hef ég ekki getað sinnt þvi svo talizt geti. Enda teldi ég mig þá vera að svikjast um frá þeim skyldustörf- um, sem kjósendur minir og sam- starfsmenn hafa kjörið mig til að sinna. Á slikum ferðalögum (þá sjaldan ég hef komið þeim við) ræöi ég aldrei pólitik, nema á fundum, — og þef reyndar ekki lagt það i vanatCminn siðan ég varð fulloröinn, nema þá að þeir, sem með mér eru, gefi alveg sér- stakt tilefni til þess. t einkavið- ræðum á maður ekki aö gera það, nema annað hvort sér til gagns eða gamans. Margt finnst mér likt með Bjarti i Sumarhúsum og höfundi hans. — Það orð hefur löngum legið á tslendingum, að þeir væru bók- hneigðir — og ekki siður þeir, sem fariö hafa á mis við hina svoköil- uðu æðri menntun. Lest þú ekki mikiö, eins og þitt stóra og fallcga bókasafn bendir til? — Þvi miður hef ég lesið of litið, en þó hef ég gert nokkuð að þvi. — Hvaða lesning þykir þér bezt? — Mér þykir gaman að kynnast fólki, eins og ég var að segja, og ég er líka dálitið forvitinn um fólk, ætt þess og sögu. Ég les þess vegna flest, sem ég næ i af þvi tagi, og til dæmis get ég glatt þig með þvi, (ef þér er nokkur ánægja I að heyra það), aö ég held að ég hafi lesiö flesta eða alla samtals- þætti þina. Það geri ég til þess að kynnast fólkinu, sem þú ræðir við. 1 sama skyni las ég, og mér til mikillar ánægju, samtöl Valtýs Stefánssonar og fleiri slikra. Ég les lika mikið af minningargrein- um og hef við það öðlazt marg- háttaöa vitneskju um fólk, sem var mér áður ókunnugt. — Hefur þú ekki Hka skrifað mikið af minningargreinum? — A tlmabili gerði ég talsvert mikið að þvf, þótt minna hafi ver- iðum það i seinni tið, vegna tima- skorts, að þvi er ég sjálfur tel mér trú um. Oft langar mig þó til þess að minnast samferðamanna minna, þegar þeir hverfa úr hópnum. Ég las lika talsvert mikið af ljóðum, en ég tel mér ekki trú um að ég hafi vit á þeim, nema fyrir mig sjálfan, enda er smekkur jafnan persónubundinn og gæði skáldskapar matsatriði. Þó neita ég þvi ekki, að ég er hrifinn af stigandinni hjá Matthiasi. Mér finnst ég oft sjá hann fyrir mér, hvemig hann ris með verki sinu, stall af stalli. Ég sakna þess allt- af, að Breiðfirðingurinn Matthias skyldiekki gefa Breiðafirði annað eins kvæöi og hann orti um Skagafjörð. Ég öfunda Skaga- fjörð og Skagfirðinga alltaf af þessu rismikla kvæði. Mikið væri Austurstræti liflaust, ef Tómas heföi ekki gefið þvi samnefnt kvæöi, rómantik fyrirfyndist ekki á Frlkirkjuveginum, ef Tómas hefði ekki ort kvæöið „Fyrir átta árum”. Jafnvel vixlar væru tæplega eins vel séðir og raun ber vitni um, ef skáldskapar Tómasar hefði ekki notið við. Fleiri skáld gæti ég nefnt sem veitt hafa mér ánægjustundir, og komið hugsun minni á hærra svið. Dásamlegar eru þessar ljóðlinur Stefáns frá Hvitadal, sem I veikindum sinum og fjárhags- erfiöleikum segir: „Það er ekki þörf að kvarta, / þegar blessuð sólin skin”. Af óbundnu máli les ég mest bækur eftir Laxness. Mér finnst Salka Valka bezta bók hans, en ekki veit ég hvaö fræðimenn segja um það mat, enda er það ekki aðalatriðiö. Þetta er aðeins minn persónulegi smekkur. Salka er persóna að minu skapi. Hún tekur sinar ákvaröanir og þorir að fylgja þeim eftir. „Sjálfstætt fólk” hefur eins og fleiri bækur Halldórs Laxness t fjárréttinni á Staöarfelli. Myndin er tekin á slðari búskaparárum Halldórs E. Sigurðssonar, fjárskipti hafa fariö fram, og þvi er þess engin von, að hér megi lita ærnar, sem eitt sinn fengu nöfn námsmeyj- anna á Staðarfelli. Allt hefur sinn tima, liðinn tlmi kemur ekki aftur, og þvl skiptir miklu, hversu okkur tekst sambúöin við hina Ilðandi stund, — hvort við lifgum hana upp með gamansemi eöa ástundum sorg og sút. inaflokkur Hvað gera þau í tómstundu fl 11 I i 1 f * M S í 1 | 1 Staöarfell I Dölum. Þetta málverk, sem er eftir Eggert Guömundsson, gáfu Dalamenn Halldóri E. Sigurðssyni, á fimmtugsafmæli hans. verið umdeild, m.a. af sveita- fólki. Skáldskapur og raunveru- leiki fellur aldrei saman, enda er þaö frásagnarmátturinn, sem gerir út um mat mitt á skáld- verki. Hinu má heldur ekki gleyma, að bændastéttin mat sjálfstæði sitt mikils, þó fátæktin og haröæri lékihana hart. Aðminuáliti hefur þetta eðli og félagsstarfsemi Framhald á bls. 36 Eftirsóttasta dráttarvólin Zetor 4718—47 hö. er sú vél sem mest selst. Zetor 4718 er millistærð sem sameinar kosti minni og stærri véla. Lipur og aflmikil dráttarvél meö fullkomnum búnaði, s. s. loftþjöppu, vökvahemlum, lyftudráttarkróki og stillanlegu loftpúðasæti svo eitthvaS sé nefnt. Kostar meS öryggishúsi og miSstöS um kr. 673 þús. Zetor 5718—60 hö. og Zetor 6718—70 hö. Þær hafa meiri og betri tæknibúnaS en flestar aSrar dráttarvélar, svo sem vökvastýri, tveggja hraSa aflúrtak (vinnudrlf), loftþjöppu og vökvalyftu dráttarkrók. Rúmgott, upphitaS hús og stillanlegt loftpúSasæti. 5718 kostar um kr. 953 þús. 6718 kostar um kr. 1.030 þús. Zetor Crystal 85 hö. er stærsta, aflmesta og fjölhæfasta dráttarvélin frá Zetor. Ein tæknilega fullkomnasta vélin á markaSnum, meS meiri og betri tæknibúnaSi en aSrar dráttarvélar. Kostar um kr. 1.140 þús. í fyrstu keyptu bændur Zetor dráttarvélarnar vegna þess að þær voru mun ódýrari en sambærilegar vélar. Það eru þær enn. En nú er fengin reynsla af afköstum þeirra, endingu og rekstri. Þess vegna eykst eftirspurnin. í öllum dráttarvélunum er „Zetormatic", fjölvirkt vökvakerfi, sem fullnýtir dráttarafl og er stillanlegt á mismunandi starfsrásir. Biðjið um mynda- og verðlista, með yfirliti um tæknilegan búnað. Leitið frekari upplýsinga sem fyrst. ISTEKKf Lágmúla 5 Sími 84525

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.