Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 27. marz 1975. Siðan fer annar sérfræðingur yfir verk þess fyrri, a.m.k. tveir fag- menn fara þvi yfir hvert hefti. Loks gerum við hér hjá Búnað- arfélaginu spjaldskrá yfir allt verkið i stafrófsröð, en áður en það er endanlega frágengið, fer dr. Bjarni Einarsson yfir allt saman. Hlutur dr. Bjarna i þessu máli er veigamikill, en hann kom okkur upphaflega i tengsl við Norðmennina, sem að orðabók landbúnaðarins stóðu. Sérfræð- ingarnir hafa þegar lokið 4-6 heft- um og dr. Bjarni lagt blessun sina yfir þau, en fyrir miðjan april þurfum við að vera búnir að fá allt verkið hingað til lokafrá- gangs. Islenzk orð eru ekki til nema yf- ir nokkurn hluta orðanna i bók- inni. Við notum hjálpargögn eins og orðabækur, nýyrðasöfn og gamalnorsku orðabókina hans Johans Fritzners, en engu að sið- ur vantar okkur urmul af sér- fræðiheitum. Það verða þvi æði viða eyður i hinn islenzka hluta verksins. Þetta er þó mismunandi eftir greinum. Til dæmis eigum við takmarkaðan orðaforða yfir skógarhögg, sem ekki er nema von. En hinsvegar vantar næstum hvergi orð i t.d. búfjárrækt og jarðrækt, svo dæmi séu nefnd. Þá er komið að þvi, hverju hlut- verki slik orðabók landbúnaðar- ins kemur til með að gegna fyrir okkur hér á landi. Þegar farið hefur verið yfir allt verkið og gefnar islenzkar þýðingar, röðum við þeim i stafrófsröð, og aftast i bókinni verður listi yfir islenzku orðin, sem koma fyrir i bókinni, með tilvitnun til þeirra siða, þar sem þau er að finna. Þannig get- ur Islendingur, sem ekki kann neitt erlendu málanna sex, fundið þýðingu islenzku orðanna á öllum málunum sex, ef til er. Electrolux Frystikista 410 Itr. íiflr Electrolux Frystlklsta TC 141 410 lítra Frystigeta 28 kg á dag. Sjálfvirkur hitastill- ir (Termostat). Öryggisljós með aðvörunarblikki. Hraðfrystistill- ing. Plata með stjórntökkum. Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm. Útbúnaður, sem fjarlægir vatn úr frystihólfinu. Segullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Vörumarkaöurinnhl. ARMÚLA IA. SIMI H6112, REYKJAVIK. Látið lekastraums- liða lengja lífið SAMVIRKI beitir sér fyrir framgangi nýjunga í rafmagnsiðnaði og rafbúnaði: LEKASTRAUMSLIÐAR. Helstu kostir: 1. Hann getur varnað slysum (raflost) 2. Hann kemur upp um útleiðslu á rafkerfinu og kemur í veg fyrir óæskilega rafmagnseyðslu. 3. Hann tilkynnir bilun með útleysingu. 4. Hann er eldvörn og öryggistæki í sérhverju húsi, þar sem rafmagn er notað — sé hann fyrir hendi í kerfinu. Samvirki mælir með Lekastraumsliða og setur þá upp. Samning íslenzks hluta norskrar landbúnaðarorða- bókar stendur yfir íslenzk orð aðeins til yfir nokkurn hluta uppsláttarorða Lítið er til af viðurkendum fagorðum um búvfsindi SAMVIRKI Ármúla 21 — Sími 8 20 23 Rauðarárstígur 18 — Sími 1 54 60 SJ-Reykjavík — Þessa dagana og vikurnar vinna sérfræðingar i bú- visindum af fullum krafti að samningu islenzks hluta landbún- aðarorðabókar, sem koma á út á sjö tungumálum. Verk þetta hófst i haust hér á landi, og hefur Gisli Kristjánsson hjá Búnaðarfélagi islands umsjón með þvi, en dr. Bjarni Einarsson er ráðunautur um Islenzkt mál I orðabókinni. Norðmenn höfðu frumkvæði um að ráðizt var i samningu orðabók- ar landbúnaðarins, og verða upp- sláttarorðin á norsku, en merking þeirra ef til er, gefin á islenzku, dönsku, sænsku, samamáli, ensku og þýzku. Orðalisti yfir málin sex, önnur en norsku, verð- ur aftast i bókinni með tilvisunum um hvar hvert orð er að finna I sjálfu meginverkinu, þannig að orðabókin getur komið jafnvel þeim að notum, sem ekki kann skil á neinu erlendu málanna. — Það eru fimm ár siðan hing- að barst fyrirspurn frá Norð- mönnum um hvort við vildum gerast aðilar að slikri orðabók, sagði Gisli Kristjánsson, þegar við ræddum við hann um verk þetta. Menntastofnanir norska landbúnaðarins áttu frumkvæði að samningu orðabókarinnar, og hefur undirbúningur staðið yfir undanfarin fimm ár. 1 fyrstu var ekki talið fært að við tækjum þátt i þessu, en sl. haust var ákveðið, að við yrðum aðilar og samverka- menn i þessari útgáfu. Norðmenn sóttust sérstaklega eftir að fá okkur með og sendu hingað mann til að ganga úr skugga um hvort óhugsandi væri að það gæti orðið. Hétu Norðmenn okkur peninga- upphæð til þess að geta hafið verkið. Astæðan fyrir áhuga Norð- manna á að við yrðum með var m.a. sú, að heilmikið af orðum á norsku i þessum greinum eru af sama uppruna og islenzk orð sömu merkingar, og mörg eru ná- kvæmlega eins. A þetta einkum við um orð sem notuð eru á af- skekktum stöðum i Noregi. Eins má geta þess, að Norð- menn hafa eins og við mörg orð um ýmislegt, þar sem t.d. Danir nota aðeins eitt orð. Dæmi um þetta er hali, stertur, skott, sporður o.s.frv. Þar eiga Norð- menn mörg orð, eftir þvi hvaða dýr á i hlut, meðan Danir hafa eitt og sama orðið um þennan likamshluta á flestum ef ekki öll- um dýrum, ,,hale”. I fyrra var siðan sótt um fjár- hagslega aðstoð til Norræna menningarmálasjóðsins, ög þeir veittu okkur um milljón isl. kr. i þvi skyni nú um áramótin. Búnaðarfélag íslands er sá aðili, sem sér um þetta verk af hálfu okkar tslendinga. Komin eru 40 vinnuhefti að orðabókinni yfir mismunandi greinar landbúnaðar, bútæki og náttúrufræði. I þeim eru 18.364 uppsláttarorð. Nokkur hefti eru ókomin, en áætlað er, að i orða- bókinni verði um 20.000 norsk uppsláttarorð. 1 bókinni verður gefin skil- greining á uppsláttarorðinu á norsku, og siðan samsvarandi orð á hinum málunum sex, ef til eru. Takmarkast fjöldi samheita við þrjú á erlendu málunum. Við höfum fengið sérfræðinga i hinum ýmsu greinum til að sjá um hinn islenzka þátt verksins. lUtínici lUtíma KJÖRGARÐI KJÖRGARÐI FOT EFTIR MÁLI 100 gerðir fataefna auk sjálfs úrvalsins af tilbúnum fötum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.