Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Fimmtudagur 27. marz 1975. Samningurinn við Union Carbide um Járnblediverksmiðju: Kostir og ókostir Einnig verö gert stórt átak til að nýta raforku til húsahitunar”. Hér lýkur tilvitnun i ályktun Búnaðarþings. Þvi miður sé ég þess ekki merki, að ætlunin sé að verða við, nema þá að örlitlu leyti, þessum hófsömu og sjálf- sögðu tilmælum Búnaðarþings. Auðlegð tslands Síðari hluti ræðu Páls Péturssonar alþm. vi Fyrirhyggja i orkumálum Við erum auðug þjóð, tslend- ingar, að eiga alla þessa orku i jarðvarma og fallvötnum, en þar fyrir megum við ekki bruðla með hana eða ráðstafa henni gáleysis- lega. Það er okkur brýnt verkefni að gera heildaráætlun um það, hve mikla orku við höfum nýtan- lega með góðu móti og raða fram- kvæmdunum niður, en ekki bara leggja allt upp úr virkjunarhrað- anum og standa svo uppi árið 2000 með alla aðgengilega orku nýtta og hafa ekkert eftir nema rán- dýra eða náttúruspjallandi mögu- leika til orkuöflunar i framtiðinni og orkunni kannski ráðstafað ó- hyggilega og til langs tima. Ýmsirtelja,aðviðmunum sitja uppi með mikla ónýtta orku frá Sigöldu, ef ekki verður af þessum samningi. Sigalda verður þó til- búin hálfu öðru ári á undan járn- verinu. Ég er ekkert hræddur við það, þó að við komum ekki allri orkunni I lóg strax. Mikill hluti landsbyggðarinnar býr við mjög alvarlegan orkuskort. Við þurfum orku norður svo fljótt sem verða má, og við verðum að fá leyfi til húshitunar með rafmagni, en þess eigum við engan kost nú. Mér finnst það skammsýni að leggja ekki allt höfuðkapp á það að spara oliu svo sem frekast er kostur. Við verðum að fá raf- magnshitunarleyfi fyrir norðan, en ég hef enga von um að það fáist fyrr en rætist úr orkumálum þar og Byggðalinan fer að flytja. úr- tölutónn dr. Jóhannesar Nordal á fundi Sambands isl. rafveitna um byggingarhraða Byggðalinu lit ég mjög alvarlegum augum. 47% landsmanna utan Reykjavfkur búa viö oliukyndingu, 180 millj. litrar voru notaðir til húshitunar 1972. Þeir kosta ofboðslegt fé. Olia til hitunar á hvert manns- bam á Siglufirði var s.l. ár 1800 litrar samkvæmt vönduðum út- reikningum, sem nýlega hafa verið gerðir vegna undirbúnings að hitaveitu þar. Það er alveg rétt, að dreifikerfi rafveitnanna þarfnast endurbóta, til þess að dreifa orkunni. Aætlun var gerö fyrir ári um linu milli landshluta og breytingar á dreifi- kerfinu vegna húshitunar þar sem jarðvarmaveitum yrði ekki við komið, og var þá talið, að kostnaðurinn yrði 4 milljarðar og nytu þá 80% raforku til húsahit- unar 1981. Þannig tel ég, að fé og orku væri vel varið. Stækkun Áburðar- verksmiðjunnar Við þurfum endilega að stækka Áburöarverksmiðjuna svo fljótt sem þess er nokkur kostur og til þess þarf orku. Hún verður að vera tiltæk svo fljótt sem hægt er að hefja framleiðslu. Því miður samrýmist það ekki þessari ráð- stöfun á raforkunni. Vel kann svo að fara, að þurrkun fiskimjöls með rafmagni og þurrkun grass til heykögglagerðar verði hag- kvæm innan tiðar. Til þess þarf enn fremur orku. Arleg orkunotk- un á hinum ýmsu veitusvæðum eykst hraðar en nokkur hefur gert ráö fyrir. Útreikningar Lands- virkjunar krefjast þess, að Hrauneyjarfoss verði virkjaður strax og sú virkjun verði ekki dýrari en Sigölduvirkjun!!! Jafn- framt þvi að Kröfluvirkjun seinki ekki og Bessastaðaárvirkjun reynist framkvæmanleg. Ef eitt- hvað af þessu bregzt eöa frestast, þá sjáum við fram á áframhald- andi orkuskort. Þetta er glanna- legt I meira lagi að minum dómi. Ég vil svo bæta við, að i minni sveit þykir það búmennska að eiga fyrningar. Ég hef aldrei þekkt bónda, sem skaðaðist á þvi að setja varlega á heyin sin, eða eiga fyrningar á vordögum. Ég hygg að sama lögmál gildi i orku- málum. Ég hygg, að það yrði eng- inn þjóðarvoði, þó að rafmagns- framleiðslumöguleikar væru eitt- hvað meiri eitt ár en brýn þörf væri fyrir. Orkuskorturinn er dýrastur, — ég endurtek, orku- skorturinn er dýrasti valkostur- inn. Mengun Svo er það mengunarhættan. Hún er nú auðvitað fyrir hendi hvað sem hver segir, vonandi ekki háskaleg, en fyrir hendi þó og ekkert má fara úrskeiðis. úr- gangsefni frá verksmiðjunni geta orðið vandamál og erfitt að koma þeim fyrir kattarnef, — þeim sem á annað borð tekst að höndla. Utboð — Framræsla Samkvæmt jarðræktarlögum býður Bún- aðarfélag tslands út skurðgröft og plóg- ræslu á 12 útboðssvæðum. tJtboðsgagna má vitja hjá Búnaðarfélagi íslands, Bændahöllinni. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstu- daginn 18. april kl. 14,30. Stjórn Búnaðarfélags íslands. Nauðungaruppboð Eftir kröfu skiptaréttar Reykjavikur og ýmsra lögmanna, verður opinbert uppboð að Sólvallagötu 79, laugardag 5. april n.k. og hefst það kl. 13.30. Seldar verða vöru- byrgðir gjaldþrota byggingavöruverzlun- ar, svo sem gólfdúkar, veggfóður, máln- ingarvörur, mikið magn handverkfæra og ýmsar byggingavörur. Einnig verður selt, reiknivél, pianó, isskápur, kjötsög og úr dánarbúum ýmsir smámunir o.fl. Greiðsla við hamarshögg. Avisanir ekki teknar til greina nema meö samþykki uppboöshaldara eða gjaldkera. Uppboðshaldarinn i Reykjavik. ð 1. umræðu málsins í neðri deild Páll Pétursson alþm. Gjallhaugurinn kemur til með að verða kostnaðarsamur með tim- anum. Siuleirinn verður ekki að- laðandi hygg ég, og eitthvað ork- ar nú tvimælis um hættuleysi hans. Forstöðumaður heilbrigðis- eftirlitsins segir að hann sé kryst- allaður með fenól. Hæstvirtur þingmaður Steingrimur Her- mannsson hefur aldrei heyrt það. Mengunarhættu af vatni óttast ég lika nokkuð, og áhrif á lifriki sjávar. Það er mjög haft á orði af for- göngumönnum verksmiðjumáls- ins, að mjög verði vandað til mengunavarna og það er alveg sjálfsagt mál. Bjartsýnismenn hafa það eftir Union Carbide, að þeir nái i siur 99% af rykinu, — bara eitt litið prósent sleppur. Ég bent á, að þetta prósent gæti verið nógu stórt til þess að valda verulegum skaða, jafnvel óbæt- anlegu tjóni. Reykur frá fiskiðju- verum hefurblandazt inn i þessar umræður, nú siðast i framsögu- ræðu hæstvirts iðnaðarráðherra. Ég vil nefna það, að reykur frá fiskiðjuverum — peningalyktin — er lifræn og holl gróðrinum. Ég get sagt ykkur frá þvi, að fjöllin i kringum Siglufjörð voru miklu grænni og fegurri þau haustin, sem fylgdu sildarsumrunum. Jámreykur ræktar hvergi. Framkoma heilbrigðiseftirlitsins Ég neyðist til þess að játa það, aö framkoma heilbrigöiseftirlits- ins verkar ekki traustvekjandi á mig i þessu máli. Forstöðumað- urinn Baldur Johnsen og um- hverfisverkfræðingurinn Einar Valur Ingimundarson, ruku til og deildu og umhverfisverkfræðing- urinn varð að hætta störfum. Ég tek með fyllstu varúð yfirlýsing- um heilbrigðiseftirlitsins um hættuleysi þessa iönaöar eftir það, sem á indan er gengið. Ég vitna til viötals Morgunblaðsins við forstöðumann heilbrigðis- eftirlitsins þann 17. des. 1974. Svo- leiðis skýrslugerðir þykja mér vafasamar, svo að ekki sé meira sagt. Ósamræmi i upplýsingum frá Union Carbide og norsku fyrir- tækjunum er tortryggilegt. Sú að- ferð að gera skyndireisu til að skoða verksmiðjur auöhringsins vestan hans, hafa lika sina ann- marka, vist er um það. Ekki mundi ég hafa mikið gagn af þvi að fara svona för. Ég hygg, að mér, og öðrum íslendingum, jafnvel þeim, sem finnst þeir vera sérfróðir um heilbrigðiseftirlit, mundu fara eitthvað likt og „Atján barna föður úr Alfheim- um”, ef við færum að gera vis- indalega úttekt á notagildi flók- inna hreinsitækja. Við mundum einungis undrast „svo langan gaur i litilli grýtu”. Það er ónotaleg þversögn, þeg- ar gæzlumenn hagsmuna tslands hafa sannfærzt um öryggi og vöndugheit viðsemjenda sinna, sjálfsagt I góðri trú og fara svo allt I einu að koma fram sem sér- stakir málssvarar og árdðurs- menn fyrir fyrirtæki, sem þeir áttu að athuga. Sem betur fer hafa fleiri aðilar en heilbrigðis- eftirlitið látið sig þessi mál varða. Sumar þær umsagnir, eru já- kvæðar og fáeinar þeirra met ég mikils. Einn athuganamaðurinn, flokksbróðir minn, Steingrimur Hermannsson, andaði að sér „ekki sérlega óþægilegu lofti” i verksmiðju fyrir vestan, segir hann i fróðlegri grein i Timanum 8. febr. og þó mun hann hafa leitt hugann að hinu tæra fjallalofti uppi á Islandi og „það var sann- arlega fjarri”, sagði hann. Stórorðir náttúruverndarmenn, t.d. eins og sá, sem var hér i ræðustóli næstur á undan mér, Jónas Arnason, hafa ráðizt á hug- myndina um byggingu þessarar verksmiðju með miklu offorsi. Þeir hafa talað um kvikasilfurs- ský, blásýru, kadmium og kisil- ryk. Þeim upplýsingum tek ég lika með varúð og mun þar margt vera ofssagt. Allt um það, þá vil ég gæta ýtrustu varfærni i þess- um efnum, þvi að vixlspor verða e.t.v. ekki aftur tekin og skaðinn getur orðið óbætanlegur fyrr en varir. Ályktun Búnaðarþmgs Ég mun með leyfi hæstvirts for- seta lesa úr ályktun Búnaðar- þings um þetta mál, einmitt þeirri ályktun, sem hæstvirtur þingmaður Jónas Árnason nefndi hér I lok ræðu sinnar áðan. Alykt- unin hljóðar svona: „Búnaðarþing beinir þvi til Heilbrigðiseftirlits rikisins, að áður en til þess komi, að það veiti starfsleyfi fyrirhugaðri málm- blendiverksmiðju á Grundar- tanga i Hvalfirði, hafi það aflað sér allra fáanlegra upplýsinga um hugsanleg mengunaráhrif frá slikri verksmiðju, bæði á landi, i lofti og i sjó. Telur þingið sjálf- sagt, að stuðzt sé i þessu efni við reynslu annarra, þar á meðal Norðurlandabúa, sem reka sams konar verksmiður og hér um ræð- ir. t því skyni verði islenzkir sér- fræðingar á sviði liffræði og verk- fræði nú þegar sendir utan til þess að kynna sér af eigin raun allt það, sem lýtur að umhverfisá- hrifum slikrar starfsemi. Þá tekur þingið undir þá ein- dregnu ósk náttúruverndarráðs, Búnaðarsambands Borgarfjarð- ar og fleiri aðila til iðnaðarráðu- neytisins, að gerð verði itarleg lifræðileg könnun á Hvalfirði og umhverfi fyrirhugaðs verk- smiðjustaðar, áður en nokkrar framkvæmdir hefjast þar. A grundvelli þeirrar könnunar verði leitazt við að sjá fyrir hugs- anleg áhrif verksmiöjurekstrar- ins á lifriki láös og lagar, enda er nauösynlegt, að fyrir liggi lif- fræðileg úttekt á svæðinu til sam- anburðar við sföari athuganir. Verði niöurstaðan af áðurnefnd- um athugunum sú, að hætta af mengunaráhrifum málmblendi- verksmiðju sé engin fyrir heilsu manna né fyrir gróður eöa dýralif umhverfisins og Heilbrigðiseftir- lit rikisins veitir þess vegna starfsleyfi til þviliks reksturs og hann yrði hafinn, þá gerir Búnað- arþing eindrenga og ákveðna kröfu um, að rækt verði stööugt og fullkomið eftirlit með heilsu- fari starfsfólks og hugsanlegum breytingum á lifriki i nágrenni verksmiðjunnar”. Alyktun Bún- aðarþings lýkur þannig: „Þá minnist þingið á ályktun sina um nauösyn þess að kanna hagkvæmni aukinnar áburðar- framleiðslu i landinu, áður en teknar eru frekari ákvarðanir um ráðstöfun raforku til stóriðju. Verksmiðjur Union Carbide i Bandarikjunum hafa fram að þessu ekki verið neinn unaðsreit- ur þarlendum náttúruverndar- mönnum. Það hygg ég, að hæst- virtur þingmaður Jónas Arnason hafi farið rétt með i ræðu sinni hér áðan. Þetta veit allur heimur- inn. Auðæfi okkar íslendinga liggja m.a. i hinu ómengaða um- hverfi, og það verðum við að varðveita og engu hætta til. Fisk- ur okkar selstbetur vegna þess að kunnugt er, að hann er úr nokkuð hreinum sjó. Það er ekki sérstak- lega góð auglýsing, ef kaupendur útiiheimi færu að lita á hann sem fisk frá landi, þar sem Union Car- bide hefði mjög mikil umsvif. Faxaflói er i langmestri hættu vegna mengunar af hafstæðum hér við land. Hættumerki geta verið skemmra undan en margir hýggja. Þvi veldur þéttbýli við flóann og stórfelldur verksmiðju- rekstur. Ég minni enn fremur á þaö, að um þennan flóa eiga leið allir þeir laxar, sem hæstvirtir þingmenn Stefán Jónsson og Steingrimur Hermannsson, veiða hér suðvestanlands, og vonandi eru þeir sammála um aö forða honum frá kvikasilfri og djöful- skap, þvi að þá færi að veröa litiö gaman að veiða hann, ef hann væri orðinn eitraður. Risi verksmiðja á Grundar- tanga og standist útreikningarnir og við verðum henni fjárhagslega háðir, þá getur lika verið mikil hætta á þvi, þótt um verulega mengun verði að ræða, að rikis- valdið treysti sér ekki til þess að verja enn þá meiri fjárfúlgum til mengunarvarna, þannig að rikið hefði þá beinlinis fjárhagslegan ávinning af þvi að útsvina Hval- fjörð. Tengslin við EBE Þessari verksmiðju er ætlað að framleiða fyrir markað i Evrópu. Við höfum að sumu leyti dapur- lega reynslu af viðskiptum við Efnahagsbandalag Evrópu. Einu sinni vildu sumir málsmetandi menn hér á landi ganga i banda- lagið, m.a. sumir þeirra, sem hafa komið nærri þessari samn- ingagerð. Sem betur fer var ekki farið að ráðum þeirra þá. Þetta bandalag hefur verið haröleikið við okkur i landhelgismálum og reynt að beita okkur viðskipta- þvingunum. Þessi verksmiðju- bygging gerir okkur háöari Efna- hagsbandalagi Evrópu I framtið- inni og það gæti hugsanlega kom- iö sér illa einhvern tima. Það er vandrötuð leið fyrir litla þjóð að varðveita menningarlegt, stjórnarfarslegt og efnahagslegt sjálfstæði sitt og fara sér ekki að voða i ólgusjó veraldarhafsins. Við verðum umfram allt að sigla okkar fleytu sjálfir og binda hana ekki aftan i „hafskip stórveldis” eða rikjabandalaga, ástunda góð samskipti við alla, en gæta þess aö vera engum háðir. Niðurstaða Niðurstaða min er þvi þessi. Þótt samningurinn sé ekkert for- kastanlegur eins og sumir aðrir samningar, sem við höfum gert, og hann innihaldi mörg jákvæð atriði, sem gætu orðiö til fyrir- myndar I framtiðinni, ef við eig- um þá á annaö borð að gera stór- iðjusamninga, þá inniheldur hann það mörg varhugaverð atriði, að mér sýnist eftir vandlega um- hugsun hvorki nauðsynlegt að gera hann né skynsamlegt. Ég tel búmannlegra að verja tiltækri raforku á annan hátt og forðast að taka þá mengunaráhættu, sem tvimælalaust er fyrir hendi. Þess vegna legg ég til, að málið fari i nfefnd og hljóti þar nákvæma at- hugun og langa, en komi það sið- an, á móti von minni, til 2. um- ræðu, þá mun ég segja nei.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.