Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. marz 1975. TÍMINN 3 Ýtrustu kröfur um mengunarvarnir Miklar umræöur hafa oröið aö undanförnu um væntanlega járnblendiverksmiöju i Hval- firði og hugsanleg mengunar- áhrif frá henni. Formaöur iðnaöarnefndar efri deildar Alþingis, Steingrimur Her- mannsson alþm. lagði rika áherzlu á það i framsöguræðu meö áliti meirihluta nefndar- innar, að gætt yrði ýtrustu varkárni i þessum efnum. Leitað hefði verið samvinnu innlendra og erlendra sér- fræðinga, sem gerzt þekkja til þessara mála. i framhaldi af þvi hefði Heilbrigðiseftirlit rikisins sent frá sér greinar- gerð, þar sem m.a. kemur fram, að lifriki i námunda við verksmiðjuna stafi ekki telj- andi hætta af starfsemi henn- ar. Jafnframt segir, að heilsu starfsfólks sé ekki stefnt I voða umfram það, sem al- mennt gerist i iðnaði hér. AAinni kröfur gerðar í Noregi Það kom fram I ræðu Stein- grims Her- mannssonar, að mengunar- varnir við væntanlega járnblendi- verksmiðju eru miðaðar við ströngustu kröfur, sem gerðar eru i Bandarikjunum. Eru þær kröfur mun strangari en gerðar eru t.d. i Noregi. i Noregieru gerðar þær kröfur, að rykinnihald megi aldrei vera meira en 100 milligrömm á rámmetra lofts, en það er tvöfalt meira en Bandarikja- menn leyfa. Sömuleiöis er leyft i Noregi, að þar megi starfrækja verksmiðju án hreinsitækja hluta af árinu (4%), en slikt er óheimilt i Bandarikjunum og verður ekki leyft hér. Steingrimur gat þess, að lif- fræðilegar athuganir I Noregi hefðu ekki bent til þess, að úr- gangsefni frá verksmiðjum af þessu tagi væru hættuleg. Álit landlæknis i ræðu sinni skýrði Stein- grimur Hermannsson frá áliti innlendra sérfróðra manna um járnblendiverksmiðju i Hvalfirði og sagði m.a.: ,,Ég vil i þessu sambandi nefna það, að landlæknir skýrði frá sinum afskiptum af þessum málum og gerði grein fyrir þvi, aö hann hefur kynnt sér fjölmörg gögn, sem hann hef- ur haft undir höndum um mál- ið. Hann hefur skýrt frá þeirri meginniðurstöðu sinni, að þessi verksmiðja ætti að geta orðið til fyrirmyndar að þessu leyti og til eftirbreytni fyrir aðrar slikar verksmiðjur sem hér á landi kynnu að verða reistar. Hann lýsti hins vegar þeim ákveðna ásetningi sin- um, aö gera strangar kröfur til verksmiðjunnar og m.a. að fá hingað til lands sérfræðing frá heilbrigðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna til þess að aðstoða við gerð slikra starfsskilyrða. Ég fagna þessu. Einnig kom fram hjá forstjóra heilbrigðiseftirlits- ins, að þarna er ákveöinn vilji til þess að tryggja, að allt öryggi og umhverfi I sam- bandi við þessa verksmiöju verði til fyrirmyndar.” Lítið magn kadmium Þvi hefur verið haldið fram af andstæðingum járnblendi- verksmiðjunnar, að starfs- fólki við slika verksmiðju muni stafa hætta af ýmsum úrgangsefnum frá henni sem m.a. geti valdið svonefndri kisilveiki. Um þetta sagði Steingrímur m.a.: ,,Ég vil einnig taka það fram að I skýrslu heilbrigðis- eftirlitsins er greint frá þvi, að I viðræðum við heilbrigðisyfir- völd i Bandarikjunum tókst ekki að fá upplýsingar um nein tilfelli slikrar veiki i þess- um iðnaði. Sérstaklega hefur verið gert að umræðuefni frumefnið kadmium. Um þetta er fjallað af forstjóra heilbrigðiseftirlits rikisins Baldri Johnsen I greinargerö, sem hann hefur um það skrif- að og gerði grein fyrir á fundi iðnaðarnefndar. Hann hrekur það, að hætta geti stafað af þessu efni, þvi að það sé I ákaflega Iitlu magni I úr- gangsefnum þessarar verk- smiðju”. Jafnframt gat Steingrimur þess, að forstöðumaður eitur- efnanefndar, Prófessor Þor- kell Jóhannesson, hafi lýst sig sammála áliti Baldurs John- sen um kadmlum. Ekki mælanlegt kvikasilfur Þá vék Steingrimur Her- mannsson m.a. að hugsanlegri hættu af blýi og kvikasilfri og sagði: ,,Á fundi iðnaðarnefndar var einnig rætt um blý, og upplýsti verkfræðingur heil- brigðiseftirlitsins, Eyjólfur Sæmundsson, að hann hafi gert sérstaka útreikninga á þvi, og væri blý frá þessum út- blæstri hverfandi, satt að segja langtum minni en ég hafði þorað að vona og ekki nema örlitið brot af blýi frá bifreiðum Reykvikinga á ári hverju. Kvikasilfur hefur oft borið á góma og töluvert verið um það rætt. t efnagreining- um frá umhverfisverndarráði Bandarikjanna kemur ekki fram, að neitt kvikasilfur sé. Þvi tók ég þann kostinn, að skrifa sérstaklega þessu um- hverfisverndarráði og spyrja um kvikasilfur. Svar barst mér 22. jan. sl. þar sem greint er frá því, að i 10 prufum sem teknar voru frá slikum ofnum, fannst hvergi mælanlegt kvikasilfur — þrátt fyrir það, að hinum nákvæmustu leiðum var beitt til athugunar, m.a. sem nefnt er á ensku Electron beem microanalys, sem er ákaflega nákvæm efnagrein- ingaraðferö. Mengunaróhrifin hverfandi lítil tslendingar eru viðkvæmir fyrir náttúruspjöllum og mengunaráhrifum. Þess vegna er ekki óeðlilegt, aö nokkurrar tortryggni gæti, þegar fyrirtæki eins og járn- blendiverksmiðja i Hvalfirði er á döfinni. En af þeim upp- lýsingum, sem fyrir liggja, má þó ljóst vera, að allir þætt- ir þessa máls hafa veriö kannaðir itarlega og þannig frá málum gengið, að hætta á mengunaráhrifum er hverf- andi litil. — a.þ. Sameiginlegt takmark Sú var tíöin aö þjóöin átti tilveru sína beinlínis undir samgöngum viö umheiminn. Svo er aö vissu leyti enn í dag. En jafnvel þótt þjóöin gæti lifaö hér sjálfri sér nóg, þá hefur hún aldrei ætlaö sér þaö hlut- skipti aö búa viö einangrun, um þaö vitnar sagan. Takmark þjóöarinnar hefur ætíö veriö aö sækja allt þaö besta sem umheimurinn hefur boöiö upp á, og einnig aö miöla öörum því besta sem hún hefur getað boöiö. Þess vegna markaði tilkoma flugsins þáttaskil í samgöngumálum íslendinga, þar opnaöist ný samgönguleið, sem þjóóin fagnaöi, og þegar reglubundiö áætlunarflug til útlanda hófst, varö bylting í samgöngumálunum. Félóg sem byggðu upp flugsamgöngur þjóðarínnar Þaö varö hlutverk félaganna beggja aö hafa á hendi forystu í þróun flugmálanna. Hvernig til hefur tekist skal látiö ósagt, en eitt er víst aö aldrei hefur skort á stuðning landsmanna sjálfra. Nú hafa félögin veriö sameinuö. Þaö er gert til þess aö styrkja þennan þátt samgöngumála. Meö sameiningunni aukast möguleikar á þjónustu viö landsmenn og hagræöing í rekstri verður meiri. Þannig þjónar sameiningin því takmarki sem þjóöin hefur sett sér aö hafa á hverjum tíma öruggar og greiöar samgöngur til þess aö geta átt samskipti viö umheiminn. Þaö er sameiginlegt takmark félaganna og allrar þjóðarinnar. 1íu^£LAC LOFTLEIDIR islajvds

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.