Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.04.1975, Blaðsíða 6
6 TIMINN Sunnudagur 6. apríl 1975. Teinæringurinn Fortúna. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga LXVIII Kirkjubær, prestssetriö 1922. anna var sami maðurinn forma&ur á Fortúnu. Sá hét Sigurður Ólafsson, fæddur að Hrútafellskoti undir Austur- Eyjafjöllum 1859. Hann fluttist búferlum til Vestmannaeyja eftir aldamót. Þá gerðist hann einn af útgerðarmönnum vélbáta þar. Eftir það var hann lengst af kenndur við ibúðarhús sitt, Bólstað i Eyjum. Litum á gamal prestssetrið Kirkjubæ 1822. Séra Bjarnhéðinn Guðnason, sóknarprestur i Vestmannaeyj- um, deyði 1821. Hér birtist teikning af prestssetrinu á Kirkjubæ i Eyjum á prests- skaparárum séra Bjarnhéðins. 1 þessum bæ bjó hann, og hér dó hann. Við prestsembættinu tók þá séra Páll skáldi Jónsson, og bjó hann i bæ þessum þau 15 ár, sem hann var prestur i Eyjum. — Teikningu þessa gerði Óskar Kárason, byggingarfulltrúi i Vestmannaeyjum, fyrir Blik eftir lýsingu á prestssetrinu i Sögu Vestmannaeyja eftir Sigfús M. Johnsen. Hér er einnig sýnd mynd af bændahúsi i Kirkjubæ urh aldamótið 1900. Bóndi baukar við bæjardyr sin- ar. ' Kumbaldi hét þetta hús i Vestmannaeyjum. Það átti sina sögu, en það var byggt á siðari hluta 19. aldarinnar. Kumbaldi var eitt af verzlunarhúsum einokunarverzlunarinnar gömlu. Þarna stóðu þrjú hús, saltfiskhúsið, „Kaðalhúsið” (veiðarfæra-,,lagerinn”) og salthúsið. Segja mátti með sanni, að Kumbaldi væri byggð- ur yfir öll þessi hús. Saga Kumbalda er að þvi leyti mark- verð, að hann var notaður fyrir leikstarfsemi á haustin, þegar saltfiskurinn var fluttur út og veiðarfærin og saltið að miklu leyti gengið til þurrðar. í Kumbalda sýndi Leikfélag Vestmannaeyja t.d. Fjalla- Eyvind nokkru fyrir siðustu aldamót. — Einnig efndu Eyja- búar oft til dansleikja i húsi þessu á haustin og fram eftir vetri, áður en ,,Gúttó” var byggt, en það kom til nota i þeim efnum árið 1893 eða þar um bil. ..Kumbaldi". Myndir þessar og skýringar eru, eins og i siðasta þætti, fengnar hjá Bliki, ársriti Vest- mannaeyja. Um þær leikur salt- ur sjávarblær liðins tfma. Myndirnar i þáttunum Byggt og búið i gamla daga sýna glöggt hinar miklu og öru breytingar á húsakosti og atvinnuháttum okkar íslendinga. Ungt fólk trú- irvarlaslnum eigin augum! Nú skulum við athuga myndirnar: Fortúna hét þessí teinæring- ur. Hann var hið mesta happa- skip. Fortúna var gerð út marga tugi vertiða, ýmist frá Eyja- fjallasandi, Landeyjasandi eða frá Vestmannaeyjum. Oftast voru það einvörðungu bændur og búalið frá bæjum i Rangár- vallasýslu, sem voru skipshafn- armenn á þessum teinæringi. Siðustu þrjá tugi útgerðarár- Kændubús á Kirkjubæ um aldamótin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.