Tíminn - 06.04.1975, Side 9

Tíminn - 06.04.1975, Side 9
Sunnudagur 6. april 1975. TÍMINN 9 Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla . BH RÆÐIR VIÐ ALFREÐ CLAUSEN UAA GAMLA DAGA, SÖNG OG PLÖTUR OG Hljómsveit Aage Lorange lék undir á plötu hjá Alfreft. Hérna syngur hann meft hljómsveitinni á hijómplötukynningu I Austurbæjarblói árift 1954. UPPTÖKUR OG FERÐALÖG OG MEIRI SÖNG... herbergi i húsinu og kröflum saman eitthvað fimm lög, sem við svo æfum saman. Þetta gekk alveg prýðilega og við ákváðum að æfa og syngja saman — bara ekki á þessari árshátlð. Það nái ekki nokkurri átt eftir þennan undirbúning, við séum alls ekki nógu samæfðir. Frægir undirleikarar i útvarpi — Það hefur nú verið auðvelt fyrirykkur að komast hjá henni? — Neinei,þú hefur bersýnilega ekki þekkt vin minn Gunnar Stefánsson. Hann var búinn að auglýsa okkur, dagskráin var komin á þrykk I Alþýðublaðinu, og ekkert undanfæri. Fin dag- skrá, maður. Róbert Abraham Ottósson kom þarna með bland- aðan kór, og svo var hann Ævar Kvaran með einhvern leikara- skap. En við Haukur vorum nú ekki alveg af baki dottnir. Við heimtuðum inn á sviðið sérstakan sófa og tvær nótnagrindur, svo að enginn sá framan I okkur. En það er skemmst frá þessu að segja, að það ætlaði allt vitlaust að verða. Fólk heyrði svo sjaldan sungin dægurlög, það voru svo fáir, sem lögðu stund á þetta I þá daga. En þó maður væri I sæluvfmu yfir undirtektunum, gleymi ég aldrei þvl, sem ég var mest upp með mér af eftir kvöldið, en það var að heyra framan úr sal: „Mikið spil- ar hann vel á gitarinn”. Það er hins vegar ekki prenthæft, sem Róbert Abraham sagði um okk- ur! — Þar með hefur þú verið kom- inn i söngbransann? — Já, það má segja það. Ég var þarna búinn að syngja um nokkurt skeið, og nokkru áður söng ég I fyrsta skiptið i útvarpið. Það voru nú aðstæður, sem sögðu sex, en manni fannst bara lúxus þá. Það var bara sungið á grænu ljósi, pipt beint út i loftið I gamla salnum á efstu hæð Landsíma- hússins. Nú, ég kem þarna ark- andi með gitarinn minn undir hendinni, en þá eru þeir að æfa inni I salnum, Bjarni Böðvarsson og Þórarinn Guðmundsson, Bjarni var á kontrabassa og Þór- arinn á pianóið. Ég var að væflast þarna eitthvað vandræðaleg- ur, þvi að ég var alltaf nervös, þegar ég átti að gera eitthvað. Og þeir taka eftir mér, og þetta voru svoddan sómamenn, að , þegar þeir sjá, hvers kyns er, segir Þór- arinn við Bjarna: „Eigum við ekki að aðstoða strákræfilinn?” Bjarni er alveg til i það, og þeir segja mér að koma með gitarinn og það á að fara að athuga gripin. Svo slæ ég fyrsta tóninn. Þá segir Bjarni: „Helviti, þetta er C-dúr — ég hef aldrei lent i þessu fyrr maður þarf að hafa 8 krossa fyrir!” En auðvitað gekk þetta allt saman vel, og sem sagt, i fyrstu upptökunni minni spiluðu þeir undir fyrir mig, Bjarni Böðvarsson og Þórarinn Guð- mundsson! Máninn skin i Skálagarði . . . — Þú hefur sungið með ýmsum hljómsveitum á þessum árum? — Já, ég söng með ýmsum hljómsveitum, en eftir að við alla upptökuna með mér, allt heila klabbið! Kynnist lærlingi á Alþýðublaðinu — Það hefur ekki öllum verið skemmt? — Neinei, biddu fyrir þér. Það höfðu svo sem margir lúmskt gaman af þessu, en hann Vil- hjálmur S. — sá var ekki hrifinn. Enda mótmælti hann þvi hástöf- um, að veizlan byrjaði á þennan hátt. En ég flýtti mér bara upp með gitarinn minn, og mér var tekið áíveg prýðilega. Upp úr þessu er það, að ég fer að syngja með hljómsveit Bjarna Böðvars- sonar. — Þú minntist á timamót á söngvaraferlinum i sambandi við Alþýðublaðið? — Já, það var nokkru seinna, ég var þá að syngja i Alþýðuhúss- kjallaranum með Óskari Cortes. í þá daga var þetta lausamennska með hljómsveitunum, nema hvað ég var með Óskari Cortes, sem spilaði i Alþýðuhússkjallaranum, mig minnir, að hann hafi heitið Ingólfs Café þá, og i Iðnó til skipt- is. Nú, Alþýðublaðið var þarna á næstu hæðunum fyrir ofan, og ég lagði oft leið mina þangað. Og svo kemur að einhverri hátiðinni, sem Gunnar vinur minn Stefáns- son stendur fyrir. Þá fer hann að segja mér frá lærlingi þarna I prentsmiðjunni, sem sé bara f jári sniðugur. Hann heiti Haukur Morthens, og við ættum að tala saman. Það var eitt með hann Gunnar, að þegar hann tók eitt- hvað að sér, þá gekk hann að þvi með oddi og egg. Nú, hann vill endilega, að við æfum eitthvað saman, og við getum nú ekki al- mennilega neitað honum um það. Hann stóð á kafi i undirbúningn- um, svo að svitinn bogaði af hon- um, og það eru ekki nema fimm dagar til stefnu. Við fáum þarna Hulda Stefánsdóttir er eiginkona Alfrefts. Hún er frá Seyftisfirfti, og þau hafa verift gift i 18 ár. Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.