Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 4
IlYlINN Sunnudagur 8. júni 1975 S20fi Þjóðarleiðtogiog gítarsnillingur Kenneth Kaunda, forseta Zambiu, er ýmislegt til lista lagt. Hann var, ásamt konu sinni og fjölda-annarra gesta, i virðulegu miödegisverðarboði hjá Ford forseta i Hvita húsinu á dögunum. Eitthvað fannst Kaunda dauft yfir mannskapn- um, svo að hann gerði sér litið fyrir, greip gitar, sem var þarna við höndina, og lék á hann af mikilli snilld. En hann lét ekki þar við sitja, heldur krafð- istþess að konan hans aðstoðaði hann við skemmtunina. „Hún syngur nefnilega svo fjarska- lega vel", sagði hann. Frúin lét ekki ganga lengi á eftir sér, og heillaði alla veizlugestina með söng sinum. Þegar þéssu óvænta skemmtiatriði lauk, lýsti Ford forseti yfir þvi, að þessir ágætu gestir hans væru greinilega á rangri hillu i lifinu. Þau hefðu áreiðanlega getað orðið stór- frægir skemmtikraftar, meira að segja á ameriskan mæli- kvarða! Tungus- loftsteinninn var halastjarna Löngum deilum um raunveru- legt eðli Tungus-loftsteinsins, sem eyddi stóru skógarsvæði i Siberiu árið 1908, virðist nú vera lokið, þar sem siðustu upp- götvanir hafa sannað þá tilgátu, að hér hafi verið um litla hala- stjörnu að ræða. 1 jörðu niðri, á 25-30 sentimetra dýpi, hafa fundizt kisilskurnir með miklu magni af lútarsalti. t sumum skurnunum var auk þess koldioxið og brennisteinsvetni. Þar með má slá þvi föstu, að það hafi verið halastjarna, sem lenti i Siberiu. Leiðangur leitar nú að þeim stað, þar sem hali stjörnunnar hefur lent, en reikna má með, að það sé i um það bil 100 kilómetra fjarlægð frá lendingarstað stjörnunnar sjálfrar. Virðuleg jaroarför Útför Jósefinu Baker fór fram i Mónakó. Fyrst fór fram hús- kveðja i höllinni, sem Grace furstafrú hafði gefið hinni heimsfrægu söngkonu, en að þvi búnu var hún jarðsett með mikilli viðhöfn, að viðstöddu fjölmenni. Meðfylgjandi mynd var tekin, meðan á húskveðj- unni stóð. Fyrir miðri myndinni er furstafrúin, en til hliðar eru börnin, sem Jósefina gekk i móður stað. o — Og hættu að bera saman mat- inn sem ég bý til og litmyndirnar i bókinni, sem uppskriftirnar eru teknar úr. Batajaij TWBbCAP — Nógur var i þér hávaðinn þegar þú skreiddist heim i nótt. Fatlað folk verður oft fyrir árásum ræninga, sem halda sig eiga lullu tré við það. En þessi einfætti lögreglumaður i hjólastólnum er harður i horn að taka og sprettur upp á tveim fótum jafnskjótt og á hann er ráðizt. 'D DENNI DÆAAALAUSI Aumingja Jói. Ertu hræddur við allt nema mömmu þina og pabba? Ég er lika hræddur við pabþa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.