Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 8. júni 1975 Fjölskylda okkar er talandi dæmi þess að peningar eru ekki sama og hamingja, sagði Christina, 24 ára gömul dóttir skipakóngsins Onassis, eftir að hafa heimsótt hann á banasæng- ina I Parfs. Hún og stjupmóðir hennar Jackie eru rfkustu konur i heimi, en milljarðarnir, eignirnar og listaverkin, sem þær eiga, dregur ekki Ur sorginni eftir manninn, sem þær báðar elskuðu meira en allt annað. Hann var einmitt sá eiginmaður, sem Jackie þurfti: Tryggur, rikur og fús að veita henni það frelsi, sem hún óskaði sér. Christina átti engan annan að en hann, eftir að bróðir hennar Alexander lézt i flugslysi fyrir tveim árum, og skyndilegt lát móöur hennar í fyrra haust. Sjúkdómur og andlát Aristo- telesar Onassis færði konurnar tvær nær hvor annarri, en þær höfðu nokkru sinni áður verið. Þær reyndu að hugga hvor aðra við jarðarförina á eynni Scorpio. Onassis var grafinn við hlið sonar sfns I litlu kapellunni, þar sem Jackie og hann voru gefin saman næstum 6 1/2 ári áður. Allur heimurinn fylgdist með veikindum Onassis, og nU beinast allra augu að þeim, sem erfa heimsveldi hans. Onassis var meira en forrikur verzlunarmað- ur, hann var lifandi þjóðsaga. Athygli manna beindist ávallt að honum, og þá um leið einnig þeim, sem hann umgekkst. Jackie er vön að vera i sviðsljós- inu og fellur það ekki illa, en Christina á þá ósk heitasta að fá að vera i friði. Einkalif hennar hefur alltaf verið vinsælt efni i blaðagreinar og nú er sorg henn- ar og söknuður á hvers manns vörum. Ekkert verkefni er nú mikilvægara fyrir Jackie en að hugga stjúpdótturina á erfiðum timum. Hann vildi ekki lií'a leng- ur Þær vöktu vikum saman við sjiikrabeð Onassis, en örlög réðu þvi að Jackie var fjarri þegar hann lézt. Dóttirin Christina var þar ein, og við hana sagði hann sln hinztu orð. Jackie var i New York með börnum sínum, Caro- line og John. Hún var komin þangað fyrir fjdrum dögum, þeg- Jackie og Christina vöktu vik- um saman, en Christina var ein viðstödd þegar Onassis lézt. ar hringt var i hana og henni til- kynntláteiginmannshennar. Það var henni áfall, því að fáeinum tlmum áður hafði hún hringt á sjUkrahUsið og var þá sagt að allt væri I lagi. Hún var meira að segja farin að vona að hann væri á batavegi. Andlit hennar var mótað sorg og örvæntingu þegar hUn kom til sjUkrahUssins á sunnudags- morgni að kistu Onassis. HUn hefur sagt við vini sina að hUn kæmi aldrei til með að fyrirgefa sjálfri sér að hafa ekki verið hjá honum þegar hann dó. Vikum saman hafði hUn verið við hlið hans dag sem nótt, og svo dó hann án þess að þau gætu kvaðzt. 1 fyrra skiptið sem hUn varð ekkja, kom dauðinn einnig að óvörum. Þegar John Kennedy forseti var skotinn, féll hann i fang henni og lézt stuttu seinna án þess að kom- ast til meðvitundar. Siðustu mánuðina áður en Onassis lagðist á sjUkrahUsið 6. febrUar s.l. varð hann sifellt meira veikburða og merktur sjUkddmi. Hann gekk dstuddúr inn á sjUkrahUsið, en myndir sýna að þar fór dauðvona maður, sem af viljastyrk einum saman gekk síðustu skrefin að sjUkrarúminu, sem honum átti ekki að auðnast að risa upp Ur aftur. — Allt verður að reyna til að bjarga lffi mannsins mins, sagði Jackie og kvaddi til sérfræðinga. SjUkddmsgreiningin var: Veilt hjarta, vöðvarýrnun, gula og e.t.v. illkyjnaður lifrarsjUkdóm- ur, vottur af lungnabólgu, and- þrengsli og bráður gallsjUkdóm- ur. Sfðustu mánuðina hafði hann létzt um 14 kiló. En þetta voru ytri einkenni sjUkdömsins. 1 raun og veru hafði Onassis verið „lifandi dáinn" sfð- an einkasonur hans og erfingi Alexander, sem nU væri 27 ára ef hann lifði, fórst í flugslysi 23; janUar 1973. — Þegar Alexander dó, fjaraði lfflöngun Onassis út, segja vinir hans. Honum fannst lífið ekki hafa neinn tilgang lengur. Enginn var til að taka viö því sem hann JACKIE? Það linar ekki sorgina að hún er auð- ugasta ekkja heims? Á hún að taka við stjórn risaútgerðarinnar? Gengur hún i hjónaband i þriðja sinn? Þetta eru spurningar, sem vakna i huga Jackie Onassis. En stærsta og fyrsta viðfangs- efni hennar er að hugga stjúpdóttur sina Christinu, auðugustu stúlku í heimi, og þá sem er sennilega mest einmana. hafði stritað við að byggja upp. Oft sagði hann, að hann hefði enga ánægju af að lifa og hann vildi gjarnan deyja. Ast og umhyggja dóttur og eiginkonu dugði ekki til að rífa hann upp Ur þunglyndinu, sem kom yfir hann við sviplegt lát sonarins. Siðustu árin sýndi hann fyrirtæki sinu litinn áhuga miðað viö það sem hann hefði gert áður. Að vísu fór Christina til náms i skrifstofu hans í New York, en hUn hefur aldrei sýnt sömu hæfi- leika til viðskipta og bróðir henn- ar. En sagt var um Alexander að hann væri jafnvel meiri fjárafla- maður en faðirinn. Jackie var honum stöðu- tákn Konur gegndu ávallt mikilvæg- um hlutverkum I lífi útgerðarjöf- ursins. Hann dáði þær og þær hann — Enginn, sem kynnist Ara, kemst hjá að hrífast af honum, sagði Jackie eitt sinn. Onassis var yfir fertugt þegar hann giftist Tinu, 17 ára gamla dóttur Livanosar, forriks grisks skipaeiganda. Þau eignuðust tvö börn og allt virtist leika i lyndi. En þá gekk Maria Callas dperu- söngkona inn á sviðið, og Tina dró sig I hlé og giftist enskum aðals- manni, en Onassis og Callas áttu saman stromasamt ástarævin- týri. Þau giftust aldrei. Onassis fór ekki að hugsa um hjónaband á ný fyrr en hann fékk áhuga á ekkju Bandarikjaforseta. Hann vildi eignast Jackie og vissi að ekki þýddi að bjóða henni annað en hjdnaband. Fyrir hvorugu þeirra var þetta stdra ástin. HUn var leið á að vera tilbeðin eins og dýrlingur í Bandarikjunum, og Onassis var I hennar augum sá maður, sem gat veitt henni fjárhagslegt og tilfinningalegt öryggi, sem hUn þarfnaðist. Hann var llka fUs til að gefa henni tals- vert frelsi. Hann skipti sér ekki af hvar hUn var eða með hverjum, svo lengi sem hún hélt sig innan vissra marka. Hann, griski fátæki drengurinn, sem hafði unniðsig upp í að verða auðugasti skipaeigandi heims, átti allt, nema konu sem hann gat verið stoltur af. Að ganga að eiga ekkju hins látna Kennedys for- seta væri geysilegt skref upp á við i þjdðfélagsstiganum. Hjdnaband þeirra opnaði dyr, sem áður höfðu verið honum lokaðar. Hjtínaband þeirra vakti griðar- lega athygli, og þvi var spáð skammlifi. Fyrstu árin gekk það e.t.v. ekki of vel, en þegar Jackie varð ekkja eftir næstum 6 1/2 árs hjdnaband, felldi hún dsvikin tár við gröf manns sins. Hægt og örugglega þrtíaðist gagnkvæm virðing þeirra á milli og hiýtt ástarsamband. Við og við komu myndir f blöðum, sem báru vott þeirri umhyggju og ást, sem þau báru I brjósti hvort I hins garð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.