Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagúf 8. júni 1975 TRYGGINGAEFTIRUTIÐ ný stofnun hér á landi Vátryggingafélögin hvöttu til að slíku eftirliti yrði komið á fót Árið 1973 námu iðgjalda- tekjur tryggingafélaga hér á landi um fjórum mill- jörðum króna og tekjur átta stærstu félaganna voru 80% þeirrar upphæð- ar. Allt fram til þess tíma og raunartil áramóta 1973- '74, var vátryggingastarf- semi ekki háð opinberu eftirliti þótt raunar væri heimild til þess í lögum, að öðru leyti en því að lög um vátryggingasamninga voru sett 1954. 1. janúar 1974 tók Tryggingaeftirlit- T7^sy£^=^ív/Æ- =^^f//AW^^^/AV^^^/A^^^/AWs^/Av^y!//A^^fi'/A Bœndur i® icon KASTDREIFARINN ER EKKI NEINN VENJU- LEGUR DREIFARI Áburðartrektin, sem tekur 400 kg er úr Polyster harðplasti - og tærist því ekki Dreifibúnaður er úr ryðfríu stáli ¦ °9 ryðgar þvi ekki Dreifibreidd 6-8 m eftir kornastærð Ryð og tæring áburðardreifara hafa verið vandamál - þar til nú VERÐ KR. 77.000 77/ afgreiðslu nú þegar M^táf\f\i IO/f 1 U/ODUSf LÁGMÚLI 5. SlMI 81555 W/'S-m ¦=5p r^//'\/r% ^K/'i''C^^'/'\'^'~^^'/'\'Æ\'~^^//'\'7^^/'i''C^^/'fr*^m ~^$M ^Ti^-^' ^TJS^'1' ^^iSsj> ^^frM ^^ys^^S íö til starfa, en það er til -húsa að Skipholti 1 í Reykjavík. öll vá- tryggingastarfsemi hér á landi er nú háð opinberu eftirlitiog félög, sem bjóða vátryggingar, verða að hafa starfsleyfi trygg- inga má laráðherra. Tryggingafél. eru nú 28 í landinu og hefur þeim fækkað síðan lögin um vátryggingastarf semi tóku gildi 1973. Tryggingaeftir- lit var tekið upp hérlendis miklu síöar en í nágranna- löndum okkar. Víðast er talið nauðsynlegt að opin- ber afskipti af vátrygg- ingastarfsemi séu mjög mikil og er þróunin frekar í átt til aukinna afskipta, svo sem nýjar reglur aðild- arlanda Efnahagsbanda- lags Evrópu sýna. Starfsemi, sem lýtur að vá- tryggingum er talsvert flókin og margþætt, og erfitt er fyrir menn að átta sig á starfsemi og stöou þeirra félaga, sem þeir tryggja hjá og átta sig á réttindum sinum og skyldum vegna vatrygginga sem þeir gera. Hlutverk tryggingaeftirlits er að sjá til þess, að vátrygginga- félög og — stofnanir séu rekin á heilbrigðum grundvelli, þ.e. að þau geti staðið við skuldbindingar sinar gagnvart þeim tryggðu. önnur mikilvæg verkefni eftir- litsins eru að kanna vátrygginga- skilmála félaganna, iðgjalda- grundvöll þeirra og iðgjalda- skrár, svo og að birtir séu árs- reikningar félaganna opinberlega ásamt skýrslu um afkomu þeirra ieinstökum vátryggingagreinum. Allir skilmálar og iðgjaldataxtar félaganna og breytingar á þeim eru háðir eftirliti og samþykki opinberra yfirvalda. Starfsemi vátrygginga- félaga hér á landi Hér á landi hafa nú 28 félög og stofnanir leyfi til vátrygginga- starfsemi, 15 einkafélög og 13 sem starfa samkvæmt lögum. Af einka félögunum eru 11 hlutafélög og 4 gagnkvæm félög. 7 hlutafélög starfa á sviði skaðatrygginga 2 á sviði liftrygg- inga og 2 hlutafélög að endur- tryggingum eingöngu. 3 gagn- kvæm félög eru skaðatrygginga- félög og 1 gagnkvæmt er lif- tryggingafélag. 12 þeirra, sem starfa sam- kvæmt sérlögum eru á sviði skaðatrygginga, þar af 8 báta- ±L Vörubíla hjólbarðar NB27 NB32 VERÐTILBOÐ 825-20/12 Kr. 22.470,- 1.000-20/16 Kr. 35.630,- 825-20/14 — 26.850,- 1.100-20/14 — 35.900,- 1.000-20/14 — 34.210,- 1.400-24/16 — 59.440,- TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIHÆ AUÐBREKKU 44 - 46 SÍMI 42606 abyrgðarfélög viðs vegar um landið. Eitt rekur endur- tryggingastarfsemi einvörðungu. Samtals reka þvi 22 félög skaðatryggingar, 3 Hftryggingar og 3 endurtryggingar eingöngu. Auk þess hafa skaðatrygginga- félögin umfangsmikla endur- tryggingastarfsemi með höndum bæði innan lands og utan. Þá starfa 2 sjálfstæðar lifdeild- ir i tengslum við skaða- tryggingarfélög, en starfsemi þeirra verður breytt i siðasta lagi um næstu áramót i samræmi við lögin um vátryggingastarfsemi, sem kveða á um, að liftryggingar skuli reknar af sjálfstæðum félög- um. Gögn liggja ekki fyrir um af- komu félaganna á árinu 1974, þar eð uppgjöri þess árs er almennt ekki lokið. Gögn liggja hins vegar fyrir um starfsemi félaganna á árinu 1973, og um eignir þeirra og skuldir i árslok 1973. Gögnin eru einnkum unnin upp . úr árs- reikningum félaganna 1973. Sam- kvæmt þvi námu heilariðgjöld ársins 1973, um 4 milljörðum króna þar af endurtryggðu félög- in fyrir tæplega 1.6 milljarð, svo aðiðgjöldieigináhættu, svonefnd eigin iðgjöld námu um 2.4 milljörðum króna á árinu 1973. Eigin tjón félaganna námu hins vegar um 1.9 milljarði eða nánar tiltekið um 78%-eigin iðgjalda. Beinn rekstrarkostnaður ásamt geiddum umboðslaunum nam um 640 milljónum króna, vaxtatekjur um 155 milljónum og aðrar tekjur umfram ýmis gjöld um 34 millj. kr. Bókfærður hagnaður nam tæplega 80 millj. króna. Þess má geta að árið 1973 var mjög tjónaþungt ár I nokkrum greinum, einkum i skipatrygg- ingum, slysatryggingum og lif- tryggingum. Innistæður tryggingafélaganna i sjóði og bönkum námu rúmlega 900 millj. króna i árslok 1973. Verðbr. og vixlar námu svipaðri upphæð. Bókfært verð fasteigna nam um 235 millj. króna. Tryggingasjóður vátrygginga- félaganna endurspeglar skuld- bindingar þeirra vegna tjóna er orðið hafa og óuppgerð eru. Su upphæð nam i árslok 1973 um 2.5 milljörðum króna. Bókfært eigið fé félaganna samtals nam rúm- lega 780 millj. króna. 7 innlend félög hafa hætt starf- semi sinni á s.l. árum auk smærri erlendra aðila, sem höfðu um- boðsmenn hér á landi. Aðeins eitt erlent vátryggingafélag hefur nú leyfi til að reka umboðsstarfsemi hér á landi. Ársreikningar vátryggingafélaga birtir siðar á þessu ári Fyrir tilkomu laganna um vátryggingastarfsemí voru upp- lýsingar um starfsemi vátryggingafélaganna hér á landi takmarkaðar. Þriðja hvert ár hafa verið birt i Hagtiðindum heildaryfirlit yfir efnahag þeirra og rekstur. Siðast kom slikt yfirlit i júni-héfti Hagtiðinda 1973 fyrir árin 1969-1971. Tryggingaeftirlitið hefur nú tekið við þvi hlutverki samkvæmt lögunum að birta upp- lýsingar um starfsemi vátryggingarfélaga. Eftirlitið á að birta árlega opinbera skýrslu um starfsemina þ.á.m. um af- komu hinna ýmsu vátrygginga- greina. Fyrsta skýrsla eftirlitsins mun koma siðar á þessu ári, þeg- ar uppgjöri ársins 1974 er lokið hjá félögunum. Þá er nýlunda, að ársreikning- ar vátryggingarfélaganna skulu birtir i Lögbirtingablaði, en fram til þessa hafa ársreikningar félaganna hvergi birzt opinber- lega að undanskildum rekstrar- reikningum hinna lögboðnu ábyrgðartrygginga ökutækja, sem árlega hafa verið birtir i Lögbirtingablaði. Prentaðir ársreikningar félag- anna hafa verið þannig uppsettir til þess, að ógerningur hefur verið að bera þá saman. Ýmis hugtök verið skilgreind á mismunandi vegu hjá hinum ýmsu félögum og hefur það verið erfitt um vik með allan samanburð. Til þess að gágn sé i að birta ársreikninga svo flókins rekstrar sem vátryggingastarfsemi er, er nauðsyn samræmingar á árs- eftirlitinu falið að semia reelu- . ge reikningum félaganna svo þeir retverði skiljanlegri. Var_tryjginga- tryggingamálaráðherra. Er hún birt i B-deild stjórnartiðinda, reglugerð nr. 77, 7. marz 1975. Megininntak þeirrar reglugerðar er samræming ársreikninganna, skilgreining þeirra atriða, sem þar eiga að koma fram og sundurliðun þannig, að hver vátryggingargrein verði aðskilin ög rekstrarafkoma hverrar greinar komi fram. Er i reglugerðinni mótuð sú stefna að árseikningar vátryggingafélaganna gefi skýra mynd af rekstri félagsins, þvi að- eins að afkoma hverrar vátryggingargreinar komi fram, en svo hefur ekki verið til þessa. Um fulltrúa vátrygginga- taka í stjórn vátrygginga- hlutafélags Sem kunnugt er koma oft upp ágreiningsmál milli vátrygginga- félags og þeirra er vátryggja hjá þvi t.d. varðandi tjónauppgjör og bætur eða um túlkun skilmála. Það heyrir ekki beint undir tryggingaeftirlitið að sinna slik- um málum, enda hefur það ekki aöstöðu til að skera úr ágreiningsrriálum sem upp kunna að koma af þessu tagi. Eftirlitinu ber hins vegar að gæta þess, að vátryggingaskilmálar séu i samræmi við góða viðskiptaháttu i vátryggingaviðskiptum, eins og það er orðað i lögunum, og þessi mál koma þvi eftirlitinu óbeint við. Á Norðurlöndum hafa þessi mál m.a. verið leyst þannig, að vátryggingafélögin hafa komið upp svonefndri kvörtunarmiðstöð og getur almenningur leitað þangað fyrst i stað og rætt sin mál sér að kostnaðarlausu. Mjög góð reynsla er af þessu. Þar eru lög- fræðingar til viðtals, sem ræða svo málin við viðkomandi vátryggingafélag og reyna að leysa þau með viðræðum milli að- ila. Hér á landi er engin slik þjón- usta. 1 lögunum um vátrygginga- starfsemi er ákvæði, sem miðar i þessa átt. Þar segir að i vátryggingahlutafélagi skuli einn stjórnarmanna valinn með það fyrir augum að gæta hagsmuna vátryggingataka og hiíina tryggðu. Ber þessum stjórnar- manni m:a. að sinna umkvörtun- um einstakra vátryggingataka og kanna réttlæti slikra kvartana. Þetta ákvæði er litt þekkt ennþá, og er hér með vakin athygli á þvi. Tvö félög hafa til þessa kynnt i fjölmiðlum hvernig þau hafa valið þennan stjórnar- mann. Hafa þau látið kjörfund, sem sitja fulltrúar valdir úr vátryggingatökum félagsins velja þann mann. í vátrygginga- félagaskrá er skráð hver sé full- trúi vátryggingataka i stjórn félagsins. tryggingaeftirlits- Stjórn ins 1 stjórn tryggingaeftirlitsins eru 3 menn skipaðir til 4 ára i sennaf tryggingamálaráðherra. í fyrstu stjórn þess eru þessir menn: Erlendur Lárusson, trygginga- stærðfræðingur, formaður, Ragn- ar Aðalsteinsson, lögfræðingur, Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri. Forstöðumaður eftirlitsins er Erlendur Lárusson. Endurskoð- andi eftirlitsins er Sveinn Jóns- son, viðskiptafræðingur, en fast- ráðnir starfsmenn að auki eru 2. Kostnað við starfsemi eftirlits- ins greiða vátryggingafélögin eða raunar þeir sem vátryggja hjá þeim. Arið 1974 greiddu trygginga- félögin 1 1/2 prómille af brúttó- tejum sinum 1973, 5,9 milljónir króna, til reksturs Trygginga- eftirlitsins. S.J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.