Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 8. júni 1975 TÍMINN 21 íslenzkir rithöfundar » ristjánsson nundarfelli uöi-ún Kristjánsdóttir frá Holti I Þistilfiröi. i", sag6i Einar um þessa mynd. legar vinsældir og geöfelldan framgangsmáta. Páll afi minn var llka áreiðanlega vinsæll kunningi. — Langaöi þig til aö verða skáld? — Nei. Ég hugsaði ekki svo hátt. Ég var orðinn tuttugu og fjögurra ára, þegar ég birti kvæði eftir mig. Ég var svo vitlaus að mér fannst það sigur, að geta ort prenthæft kvæði i Timann. Þá stóð maður I þeirri meiningu, að ekki væri prentað annað en það, sem var fremur gott og menningarlegt. En mig dreymdi um að verða söngvari. Þeir voru fágætir á bernskuárum minum. Ég hafði mikil og hvell hljóð, og hélt að ég gæti kannski orðið söngvari, svona á borð við Herold. Ég grenjaði siðan úr mér þessi hljóð, með þvi að keppa við norð- lenzku stórhriðarnar, og hef siðan ekki sungið mér eða öðrum til ánægju. Ef ég mætti aftur byrja á byrj-. uninni, væri ég vis til að búa mig undir ritstörf og stefna hærra en ég hef gert. BLÓÐINU Nýbýlið Hagaland i Þistilfirði (I landi Hermundarfells). Hér bjuggu þau, Guðrún Kristjáns- dóttir og maður hennar, Einar skáld. Að yrkja á sænsku — Varstu snemma hagmæltur? — Nei. Og ég er eiginlega ekki orðinn almennilega hagmæltur enn. Sigurður, vinur minn, frá Haukagili, narraði mig til að fara að gera visur, þegar við vorum saman I Reykholtsskóla, og hann angrar mig stundum með þvi að rifja þetta upp. Hann er fullkomin ljóða- og visnatölva. Eftir að ég kom hingað til Akur- eyrar, lenti ég i visnaskaki með bæjarskáldunum, Rósberg, Heiðreki, Kristjáni frá Djúpalæk og Sigurði Róbertssyni, og fékk þjálfun góða. Ég lagði litla rækt við að halda þessu saman og fannst ég vera lakastur þeirra félaga. En svo maður viðhafi karlagrobb, brá þó einstöku sinnum svo við, að mér tókst að sigra þá, þegar mikið var i hufi. Ég var nokkuð fengsæll á konfektkassa i visnakeppni á skemmtimótum. Einu sinni á Þingeyingamóti áttu menn að keppa við að botna þennan fyrripart: „Þingeyingum það er bót, að þar eru fjölær stráin." Ég botnaði: „Þvi hafa myndað þétta rót, þau, sem eru dáin. Ég var ekki óánægöur með þetta og taldi mér konfektið vist. En þá gerist það, að sonur minn, Angantýr, sem ekki hefur fengizt við ljóðagerð nema yrkja vlsu á tlu ára fresti á jólakort, ber sigurorð af mér með betri botni, samkvæmt dómi, en að visu við annan fyrripart. Þetta er ein sú mesta háðung, sem ég hef orðið fyrir á lífsleiðinni. óttar sonur minn, er töluvert vel hagmæltur, og það hefði verið skömminni skárra að láta I minni pokann fyrir honum. — Viltu lofa okkur að heyra eitthvað i bundnu máli? — Það er nú varla. Kveðskapur minn þolir illa prentsvertuna. Rlm er vandræða fyrirbæri. Fari maður að fást við það, nokk- uð aö ráði, verður það einskonar innvortissjúkdómur, sem lætur mann ekki f friði, og kallar á öfugsniina orðaskipan og óviðeig- andi nafngiftir. Ég var einu sinni mánaðartima i Sviþjóð, boðs- gestur í Var gard i Saltsjöbaden. Rithöfundafélögin okkar hafa við og viö fengið slik boð, og i þetta skipti vildi enginn Reykvikingur fara. Ég fékk svenskuna á heilann, um stundarsakir, og siðast var ég byrjaöur að yrkja hringhendur á sænsku. Hér er sýnishorn án ábyrgðar á stafsetningu og mál- fari: Icke natten a'r sa trist, ute pa vatten, land och stad, flickor skratta och flina av lyst, fina och glatta í Saltsjöbad. Dagligt lycka och drama sker, det mS sakert vara. Top-hat flockor finnes har, frága icke bara. „Svona skrifa ekki nema skáld..." — Þú hafðir einn um fertugt, þegar þin fyrsta bók kom út. Þá hafa miklar skriftir verið á undan gengnar? — Nei. Það voru ekki miklar skriftir. Þessar smásögur i Septemberdögum voru öll fram- leiðslan. Ég hafði að vlsu birt örfá kvæði og samið nokkur erindi til að flytja á skemmtunum og héraðsmótum. Þegar ég kom til Akureyrar, Hermundarfell I Þistilfirði. Þeir kunnu að velja bæjarstæði, gömlu mennirnir, og ekki hefur sá haft lak- astan smekk.sem valdibæslnum þennan staðl skjóliaf hlfðum Hermundarfells, sem „hermir eftir fall- egustu fjöllum veraldar". hafði ég aldrei samið smásögu. En oft hafði mér dottið I hug ýmislegt, sem mér fannst að gæti verið efni i sögu. Svo var það fyrsta veturinn minn hér, að ég varð atvinnulaus skömmu eftir áramótin 1946-'47. Það var ekki eins dásamlegt og ég hafði haldið, að vera atvinnu- laus. Þá settist ég niður og lamdi saman söguna Vaxtavextir. Ég fór með hana til Guðmundar Fri- manns, sem þá sá um „Hjartaás- inn" og bauð til birtingar, með hálfum huga þó. Guðmundur var svo háttvis að ljúka lofsorði á ritsmíðina, og sömuleiðis Pálmi H. Jónsson út- gefandi, sem greiddi mér ritlaun, er komu atvinnulausum verka- manni vel, þó að ekki væri þetta stór fiilga. Eftir að „Hjartaás- inn" kom út tóku ýmsir að vikja að mér, stundum fólk, sem ég þekkti ekki neitt, og hrósa þessari sögu, og sumir með þvi oflofi, sem er hverju háði verra. Nú er það háttur margra ein- feldninga að færast mjög f auk- ana.se' þeim hælt, og svo fór mér . Hka. Ég byrjaði strax i annarri sögu. Húri varð örstutt og auðveld I smiðum. Það var sagan Allar vildu meyjar —. Næsta sagan varð September- dagur. Með hana var ég ánægður, einkum eftir að málsmetndi bók- menntamaðurhafði sagt við mig: „Svona skrifa ekki nema skáld." Með vordögunum komst ég svo I vinnu, sem var betur borguð en ritsmlðar. Ég pressaöi föt á Saumastofu Gefjunar, og var allt i einu orðinn ffnn iðnaðarmaður, sem náttúrlega gekk alltaf i veí pressuðum fötum, með hálstau hvunndags. — Fyrst við erum farnir að tala um bókmenntastörf þin, langar mig til að spyrja þig um yrkis- efni. Velur þú þau af ráðnum hug, og kannski eftir langa leit, eða sækja þau að þér, nokkurnveginn sjálfkrafa? — Það hvarflar oft að mér, aö ýmislegt sem ég reyni, eða sé gerast i kringum mig, sé tilvalið efni I smásögu. Þetta sækir að mér og gerjast í mér, þangað til að ég reyni stundum að koma á það einhverju nafni og mynd i sögu. önnur söguefni verða til hjá Framhald á bls. 28. Séra Hannes Þorsteinsson, afabróðir Einars Kristjánssonar. Myndin er tekin á Seyðisfirði fyrir slðustu aldamót. Islenzkir rithöfundar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.