Tíminn - 08.06.1975, Side 21
20 TÍMINN ____________Sunnudagur 8. júni 1975 Sunnudagur 8. júni 1975 TÍMINN 21
Islonzkir rithöfundar íslenzkir rithöfundar
MEÐ SKÁLDSKAPINN I BLÓÐINU
ÞEIR, sem hlustuöu á útvarps-
erindin Mér datt það I hug i fyrra-
suraar, — en þau voru flutt eftir
hádegi á sunnudögum, — munu
naumast vera búnir aö gleyma
nafni Einars Kristjánssonar frá
Hermundarfelli. Einar var nefni-
lega einn þeirra, sem önnuðust
þessi erindi, og geröi þaö með
þeim ágætum, að lengi mun veröa
í minnum haft af þeim, sem
erindin heyröu. Þaö er oröiö langt
siöan svo jafn-góö útvarpserindi
hafa heyrzt á skömmum tima, og
það frá einum og sama mannin-
um.
Og þeir, sem lagt hafa i vana
sinn aö lesa skáldskap, vita
mætavel, að til er rithöfundur á
islandi sem heitir Einar
Kristjánsson, þótt ekki verði sagt,
að hann sjálfur eða aðrir hafi
blásið i básúnu til þess að auglýsa
verk hans. Við þekkjum hann sem
smásagnahöfnund ágætan,
húmorista og spéfugl á yfir-
borðinu, en undir býr djúp alvara
og tregi, jafnvel viðkvæmni, — en
aldrei væmni.
Allt þetta má lesa út úr sögum
Einars Kristjánssonar, og reynd-
ar sitthvað fleira, en um skáld-
skap hans ræðum við ekki fleira
að sinni. Fyrst er að svipast um á
æskustöðvum skáldsins og hlusta
eftir skóhljóði þess mannlifs, sem
hann ólst upp við.
,,Þetta er ósvikið
fjall..”
— Hvar er Hermundarfell, Ein-
ar?
— Hermundarfell er miðsvæðis
i Þistilfirði, sem Ketill Þistill sló
eign sinni á forðum daga. Hvað
svo að segja skepnulaus útlend-
ingur hefur ætlað sér að gera með
allt þaö flæmi, er mér mikil ráð-
gáta. Kannski hefur manninum
dreymt um ál og málmblendi.
Innfæddir á þessum slóðum
hafa siöan löngum verið nefndir
Þistlar, þó að það fólk hafi siður
en svo verið þess maklegt að
flokkast til þistla i mannlifs-
gróðrinum.
Bærinn Hermundarfell dregur
nafn af fjallinu sem hann stendur
við. Visindamenn orðaðir við svo-
nefnda náttúrunafnakenningu,
munu vafalaustsannfærðir um að
aldrei hafi neinn Hermundur
komið þar nærri, heldur muni það
draga nafn sitt af þvi, að það
hermi eftir fallegustu fjöllum
veraldar.
Hvað sem þvi liður, er fjallið
verulega fallegt og skemmtilegt,
og ég held að þaö sé engin upp-
gerð. Þetta er ósvikið fjall, með
tinda, stuðlaberg, skriður, kerl-
ingu, lautir, hvamma, stalla,
fjalldrapa, berjalyng og blágresi,
sem var og er mitt eftirlætis
blómstur.
Það er lika hagkvæmt að þvi
leyti, að ekki þarf nema einn
þvottasnúrustaur, þvi að hinn
enda snúrunnar má festa i fjallið
og það stendur fyrir sinu.
Ég er svo lukkulegur vegna
þess að hafa kynnzt þessu fjalli á
uppvaxtarárunum, að ég vildi
ekki hafa fæðzt annars staðar.
— Höföu ættmenn þinir búiö þar
lengi áöur en þú komst til sögunn-
ar?
— Langafi minn, Þorsteinn
Jónatansson, fluttist þangað af
Langanesi, Páll sonur hans og
Steinunn Jónsdóttir, amma min,
tóku við af honum, og Guðrún
Pálsdóttir og Kristján Einarsson,
foreldrar minir, bjuggu þar
siðan. Faðir minn var uppalinn á
næsta bæ, Garði.
Systkini hans, Kristrún, Einar
og Guöjón, bjuggu á næstu bæjum
við Hermundarfell, Garði, Garðs-
tungu, Sævarlandi, og Guðmund-
ur bjó einnig I Þistilfirði, en
fluttist síðan til Þórshafnar.
Þaö mætti segja að Garður hafi
legiö vel við trúlofunum, fyrst
ekki þurfti að leita lengra eftir
ráöahag, og eru slik hlunnindi
betri en engin. Þegar ég kom til
sögunnar, þurfti ég að leita miklu
lengra, margar bæjarleiðir.
Konan min, Guðrún Kristjáns-
dóttir, er frá Holti i Þistilfirði.
Þarhefur dafnað fjárrækt góð, en
mannrækt þó miklu betri.
— Hvernig var daglegt llf
manna I Þistilfiröi um það leyti
sem þú manst fyrst eftir þér?
— Mannlifið var fremur snoturt
og vinsamlegt, dálitið basl, en
ekki óskaplegur þrældómur, tölu-
verö fátækt, en örbirgð var und-
antekning.
Þá voru erfiðir tímar fyrir
þjóöfélagið og menn fundu fyrir
þvi, og gátu auk þess lesið um það
i tsafold og Timanum.
Þegar harðast svarf að, komu
bændur stundum saman til þess
aö ræða, hvernig þeir gætu
sparað fyrir þjóðfélagið. Þessir
menn, sem höfðu frá fyrstu tið
sparaö við sig alla skapaða hluti,
nayðsynlega og óþarfa, fundu
ekki neinn munað, sem hægt var
að neita sér um, nema kaffið og
sykurinn. Ég held þeir hafi varla
nefnt tóbakið, þvi að nokkrum
þótti svo óskaplega gott að taka i
nefiö, einkum kotungunum.
Brennivin þekktist varla.
Aðeins ein ræða, haldin á slik-
um fundi, lifir enn i dag, vegna
þess að hún er svo stutt, og inni-
heldur heilbrigð og viturleg sjón-
armið. Einn minniháttar einyrki
stóð upp og sagði:
,,Ég spara ekki kaffið við mig,
meira en ég hefi gert. Borgu
minni þykir það gott, og mér þyk-
ir það lika gott. Svo segi ég ekki
meira.”
Þetta er greinargóð og hnit-
miðuð ræða. Gáfaður alþingis-
maður hefði ekki komizt af með
minna en þrjú kortér til að segja
þetta.
Og þessi ræða hlýtur að hafa
haft nokkur áhrif, að minnsta
kosti held ég að kaffið hafi aldrei
veriö sparað neitt að ráði, og alls
ekki neitt þegar gesti bar að
garöi.
Eins konar
samyrkjubú
— Liföi fólk I einingu andans og
bandi friöarins?
— Já. 1 flestum tilvikum. Þistil-
fjörður var einskonar samyrkju-
bú, að þvi leyti, að einyrkjarnir
hjálpuðu hver öðrum i veikindum
og forföllum. Hefði einhverjum
dottiö í hug að fara fram á pen-
ingagreiðslu fyrir slikt, hefði
verið hlegið að honum það sem
hann átti ólifað, einkum vegna
þess að það var enginn peningur
til I sveitinni, og hjálpsemi var
auk þess siðferðileg og sjálfsögð
skylda.
Áhöld ýmisskonar og vinnutæki
voru eiginlega sameign margra
nágranna og gengu milli manna
eftir þörfum. Enginn var svo
fáráöur að fara að eignast torfljá
eða hjólbörur, ef einhver ná-
granni átti þessi áhöld. Hjól-
börunum var vitanlega ekið milli
bæja, meðan þær entust, og
stundum var næstum gleymt hver
eigandinn var, að minnsta kosti
átti hann engan forgangsrétt.
En þrátt fyrir samheldni og
náungakærleik, skiptust menn i
innbæinga og austbæinga. Stund-
um var rifrildi og togstreita á
fundum, en svo féll allt I ljúfa löð
og enginn var látinn gjalda þess
hvar hann var I sveit settur.
Menn skiptust líka i ihalds- og
framsóknarmenn. Ihaldið átti
löngum óþarflega mikil Itök hjá
innbæingum. Það er vitanlega
ágætt að eiga dálítið fhald, en lítill
skammtur af þvi er betri en stór.
— Lásu menn mikiö?
— Furðulega mikið. Lestrar-
félagið var mikil menningar-
stofnun.
Það átti flestar bækur sam-
tiðarskáldanna, öll helztu tima-
ritin, þar að auki allar merkari
ævisögur og nokkuð af fræðirit-
um.
Auk þess var á nokkrum
heimilum dálitið hrafl bóka.
Allar þessar bækur gengu á
milli flestra heimila i sveitinni, og
voru sumar lesnar upp til agna.
Þá voru gefnar út svo fáar bæk-
ur árl, og jólagjafasjónarmið út-
gefenda voru óþekkt fyrirbæri.'
Skáldin og listamennirnir voru
svo smár hópur, að hann var
kunnur á hverju heimili.
Kræsingarnar á menningar-
neysluborðinu voru ekki fjöl-
breyttari en svo, að fólk komst yf-
ir að smakka á hverjum rétti.
— Hvort þótti þér ánægjulegra
bækur eða búskapur, þegar þú
varst að alast upp?
— Þetta var ágætt hvað með
öðru. Eftir eril og erfiði starfsins,
er bók öndvegis hvild og hressing.
Fólk reyndi að vanrækja ekki
annað vegna hins. Þó man ég að
eftir að ég fór að komast til vits og
ára, var ég alltaf i aðra röndina
feginn þegar veður gerðist svo
bölvað, að ekkert var hægt að
gera annað en að setjast inn og
njóta bóklesturs, hljóðfæraleiks
og heimilislifs.
Bók er tryggur vinur, sem biður
manns, staðfastur og óbreytileg-
ur, hvenær sem maður þarf á
honum að halda, og sýnir aldrei
það hverflyndi, sem aðrir vinir
kunna að bregða fyrir sig.
Ýmsir kunna að ætlast til hins
sama af eiginkonunni, en það er
ekki réttlát krafa.
Afkomandi séra Einars
i Eydölum
— Attu til skálda aö telja?
— Allir Islendingar eiga til
skálda að telja, stórskálda, góð-
skálda og leirskálda. Sennilega er
auðveldast að rekja ætt mina til
hinna siðasttöldu.
Annars hefur mér verið sagt, af
fróðum mönnum, að ætt mína
megi rekja nokkuð rakleitt til
nafna mins, séra Einars I Eydöl-
um.
Frá honum hefur komið mikill
fjöldi skálda, og eru sum betri en
ég, t.d. Jónas Hallgrimsson, svo
einhver sé nefndur.
Séra Einar var alveg einstakt
öndvegisskáld og langt á undan
sinni samtið, siðaskiptaöldinni.
Kveðskapur hans ber vott um
vitsmuni, ljóðræna mýkt, inni-
lega hjartahlýju og litillæti enda
Þetta fallega hús stendur viö Þingvallastrætiö á Akureyri. Hér búa þau
núna, hjónin frá Hagalandi, Einar Kristjánsson og kona hans.
Barnaskóiinn og kirkjan á Akureyri, og sér yfir til Vaölaheiöar. t
barnaskólanum hefur vinnustaöur Einars Kristjánssonar veriö um
hart nær þrjátiu ára skeiö, — og stundum hefur hann haft æriö marga
húsbændur yfir sér.
Rætt við
Einar Kristjánsson
frá Hermundarfelli
Einar Kristjánsson og kona hans, Guörún Kristjánsdóttir frá Holti I Þistilfiröi.
„Eitt þessara lukkulegu hjónabanda”, sagöi Einar um þessa mynd.
taldi hann sig yrkja til þess að
„stytta dægur og stöðva þrá”.
„Með visnasöng ég vögguna
þlna hræri”, raulaði hann við
Jesúbarnið. Hvaða prestur annar
hefur ávarpað það barn af sliku
litillæti, svo einlægri hlýju og
elskulegri rómantik?
En hann var einnig róttækur i
skoðunum og orti um valdstjórn
þeirra daga og þá, sem ræður enn
I dag:
„Með fénu taka nú flestir völd-
in kaupa
fær þau hver, sem meira vogar
að raupa.”
Og ennfremur um rétt laganna:
„Auður á öllu að ráða
ísland má það sanna.”
Hann var indælt skáld, ég vildi
að ég hefði eitthvaö frá honum.
Það er annars ekkert raup, þó
aö ég segi, að margt fólk i minni
ætthafi átt listrænar gáfur og við-
kvæmt hjartalag.
En það hefur ekki verið mikið
framkvæmda- eða augiýsinga-
fólk.
Og það er mikil vizka i ættinni,
aöallega sérvizka.
Agúst Pálsson arkitekt, móður-
bróðir minn, fékk sinn skerf ai
öllu þessu. Hann var listrænn
arkitekt og teiknaði hina frægu
Neskirkju og margar byggingar
þekkar, þar á meðal Gljúfrastein-
inn, sem verið hefur blóðbanki is-
lenzkrar skáldmenningar á liðn-
um árum, og er það enn.
Mig langar til að nefna annn
sérvitring i ættinni minni, séra
Hannes Þorsteinsson, afabróður
minn, sem var prestur á Viðihóli
á Hólsfjöllum. 'Ólafur Daviðsson
og fleiri skólabræður hans, sem
hafa minnzt hans Ibréfum og frá-
sögnum, nefndu hann sin á milli
„Kunningja”.
Nafngiftin ber með sér þægi-
legar vinsældir og geðfelldan
framgangsmáta. Páll afi minn
var lika áreiðanlega vinsæll
kunningi.
— Langaði þig til að veröa
skáld?
— Nei. Ég hugsaði ekki svo
hátt. Ég var orðinn tuttugu og
fjögurra ára, þegar ég birti kvæði
eftir mig. Ég var svo vitlaus að
mér fannst það sigur, að geta ort
prenthæft kvæði i Timann. Þá
stóð maður i þeirri meiningu, að
ekki væri prentað annaö en það,
sem var fremur gott og
menningarlegt.
En mig dreymdi um að verða
söngvari. Þeir voru fágætir á
bernskuárum mínum. Ég haföi
mikil og hvell hljóð, og hélt að ég
gæti kannski orðið söngvari,
svona á borð við Herold.
Ég grenjaði síðan úr mér þessi
hljóð, með því að keppa við norð-
lenzku stórhriðarnar, og hef síðan
ekki sungið mér eða öðrum til
ánægju.
Ef ég mætti aftur byrja á byrj-,
uninni, væri ég vis til að búa mig
undir ritstörf og stefna hærra en
ég hef gert.
Nýbýlið Hagaland I Þistilfiröi (I
landi Hermundarfells). Hér
bjuggu þau, Guörún Kristjáns-
dóttir og maöur hennar, Einar
skáld.
Að yrkja á sænsku
— Varstu snemma hagmæltur?
— Nei. Og ég er eiginlega ekki
oröinn almennilega hagmæltur
enn.
Sigurður, vinur minn, frá
Haukagili, narraði mig til að fara
að gera visur, þegar við vorum
saman I Reykholtsskóla, og hann
angrar mig stundum með þvi að
rifja þetta upp. Hann er fullkomin
ljóða- og vísnatölva.
Eftir að ég kom hingað til Akur-
eyrar, lenti ég i visnaskaki með
bæjarskáldunum, Rósberg,
Heiðreki, Kristjáni frá Djúpalæk
og Sigurði Róbertssyni, og fékk
þjálfun góða.
Ég lagði litla rækt við að halda
þessu saman og fannst ég vera
lakastur þeirra félaga. En svo
maöur viðhafi karlagrobb, brá þó
einstöku sinnum svo við, að mér
tókst að sigra þá, þegar mikið var
i húfi. Ég var nokkuð fengsæll á
konfektkassa i visnakeppni á
skemmtimótum.
Einu sinni á Þingeyingamóti
áttu menn að keppa við að botna
þennan fyrripart:
„Þingeyingum það er bót,
að þar eru fjölær stráin.”
Ég botnaði:
„Þvi hafa myndað þétta rót,
þau, sem eru dáin.
Ég var ekki óánægður með
þetta og taldi mér konfektið vist.
En þá gerist það, að sonur
minn, Angantýr, sem ekki hefur
fengizt við ljóðagerð nema yrkja
vlsu á tiu ára fresti á jólakort, ber
sigurorö af mér með betri botni,
samkvæmt dómi, en að visu við
annan fyrripart. Þetta er ein sú
mesta háðung, sem ég hef orðið
fyrir á lifsleiðinni. Óttar sonur
minn, er töluvert vel hagmæltur,
og það hefði verið skömminni
skárra að láta i minni pokann
fyrir honum.
— Viltu lofa okkur aö heyra
eitthvaö I bundnu máli?
— Það er nú varla. Kveðskapur
minn þolir illa prentsvertuna.
Rim er vandræða fyrirbæri.
Fari maður að fást við það, nokk-
uð að ráði, verður það einskonar
innvortissjúkdómur, sem lætur
mann ekki I friði, og kallar á
öfugsnúna orðaskipan og óviðeig-
andi nafngiftir. Ég var einu sinni
mánaðartima i Sviþjóð, boðs-
gestur I Vár gard i Saltsjöbaden.
Rithöfundafélögin okkar hafa við
og við fengið slik boð, og i þetta
skipti vildi enginn Reykvikingur
fara.
Ég fékk svenskuna á heilann,
um stundarsakir, og siðast var ég
byrjaöur að yrkja hringhendur á
sænsku. Hér er sýnishorn án
ábyrgðar á stafsetningu og mál-
fari:
Icke natten ár sá trist,
ute pa vatten, land och stad,
flickor skratta och flina av
lyst,
fina och glatta I Saltsjöbad.
Dagligt lycka och drama sker,
det má sakert vara.
Top-hat flockor finnes har,
frága icke bara.
,,Svona skrifa ekki
nema skáld...”
— Þú haföir einn um fertugt,
þegar þin fyrsta bók kom út. Þá
hafa miklar skriftir verið á undan
gengnar?
— Nei. Það voru ekki miklar
skriftir. Þessar smásögur i
Septemberdögum voru öll fram-
leiðslan. Ég hafði að visu birt örfá
kvæði og samið nokkur erindi til
að flytja á skemmtunum og
héraðsmótum.
Þegar ég kom til Akureyrar,
Hermundarfell i Þistilfiröi. Þeir kunnu aö velja bæjarstæöi, gömlu mennirnir, og ekki hefur sá haft lak-
astan smekk, sem valdi bæ slnum þennan stað I skjóli af hlíöum Hermundarfells, sem „hermir eftir fall-
egustu fjölluin veraldar”.
hafði ég aldrei samið smásögu.
En oft hafði mér dottið I hug
ýmislegt, sem mér fannst að gæti
veriö efni i sögu.
Svo var það fyrsta veturinn
minn hér, að ég varð atvinnulaus
skömmu eftir áramótin 1946-’47.
Það var ekki eins dásamlegt og
ég hafði haldið, að vera atvinnu-
laus. Þá settist ég niður og lamdi
saman söguna Vaxtavextir. Ég
fór með hana til Guðmundar Fri-
manns, sem þá sá um „Hjartaás-
inn” og bauð til birtingar, með
hálfum huga þó.
Guðmundur var svo háttvis að
ljúka lofsoröi á ritsmiðina, og
sömuleiðis Pálmi H. Jónsson út-
gefandi, sem greiddi mér ritlaun,
er komu atvinnulausum verka-
manni vel, þó að ekki væri þetta
stór fúlga. Eftir að „Hjartaás-
inn” kom út tóku ýmsir að vikja
að mér, stundum fólk, sem ég
þekkti ekki neitt, og hrósa þessari
sögu, og sumir með þvi oflofi,
sem er hverju háði verra.
Nú er það háttur margra ein-
feldninga að færast mjög í auk-
ana, se' þeim hælt, og svo fór mér
Uka. Ég byrjaði strax i annarri
sögu. Hún varð örstutt og auöveld
i smlðum. Það var sagan Allar
vildu meyjar —.
Næsta sagan varð September-
dagur. Meö hana var ég ánægður,
einkum eftir að málsmetndi bók-
menntamaöur hafði sagt við mig:
„Svona skrifa ekki nema
skáld.”
Meö vordögunum komst ég svo
I vinnu, sem var betur borguð en
ritsmíöar. Ég pressaði föt á
Saumastofu Gefjunar, og var allt
i einu orðinn fínn iðnaðarmaður,
sem náttúrlega gekk alltaf i vel
pressuðum fötum, með hálstau
hvunndags.
— Fyrst viö erum farnir aö tala
um bókmenntastörf þín, Iangar
mig til aö spyrja þig um yrkis-
efni. Velur þú þau af ráönum hug,
og kannski eftir langa leit, eöa
sækja þau aö þér, nokkurnveginn
sjálfkrafa?
— Það hvarflar oft að mér, að
ýmislegt sem ég reyni, eða sé
gerast i kringum mig, sé tilvalið
efni I smásögu. Þetta sækir að
mér og gerjast i mér, þangað til
að ég reyni stundum að koma á
það einhverju nafni og mynd i
sögu.
önnur söguefni veröa til hjá
Framhald á bls. 28.
Séra Hannes Þorsteinsson, afabróöir Einars Kristjánssonar. Myndin er tekin á Seyöisfiröi fyrir slöustu
aldamót.
Islenzkir rithöfundar
Islenzkir rithöfundar