Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. júni 1975 TÍMINN 3 Frá aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga. Aðalfundur KEA: ALYKTUN UM BYGGÐAMÁL AÐALFUNDUR Kaupfélags Ey- firðinga, haldinn á Akureyri dag- ana 2.-3. júni 1975, litur svo á, að kaupfélögin og samvinnuhreyf- ingin i heild gegni ennþá, og kannski meira en nú, þýðingar- miklu hlutverki i þeirri mikils- verðu viðleitni að skapa jafnvægi i byggð landsins. Með eflingu Byggðasjóðs, sem stjórnvöld hafa nú ákveðið, ættu aö myndast möguleikar til nýrrar byggðaþróunar, sem samvinnu- hreyfingin mun leggja sig fram um að styðja. Samvinnufélögin hafa sýnt, að þau nýta fjármagn það, sem þau fá til ráðstöfunar öðrum fremur skynsamlega til almenningsheilla i lifsbaráttunni i anda byggða- stefnu. Það er þvi von fundarins, að hagkvæmt verði talið að fela kaupfélögunum riflega hlutdeild i nýtingu þess fjármagns, sem frá Byggðasjóði kemur og öörum fjármagnsstofnunum i þessu skyni. Jafnframt er það von fundarins aö landsmenn styðji og efli sam- vinnuhreyfinguna til stærri átaka og að stjórnendur lands og þjóðar sýni skilning á þessu hlutverki samvinnuhreyfingarinnar meðan viðurkennd er nauðsyn byggða- stefnu. Greinargerð Réttur íslendinga til auðæfa landsins og hafsvæðanna i kring- um það helgast m.a. af nýtingu þeirra og nýtingarmöguleikum. Islendingum mun ógerningur að nýta þessi auðæfi sem landið og hafið i kringum það hafa upp á að bjóöa nema til komi sterk og fjöl- menn byggð i öllum landshlutum. Sfðustu öld og þá sérstaklega á undanförnum áratugum hefur átt sér staö tviþætt búseturöskun i landinu. Annars vegar frá sveit- um til þéttbýlisstaða og hins veg- ar milli landshluta og þá aðallega frá þéttbýlisstöðum á Norður- , Vestur- og Austurlandi til Faxa- flóasvæðisins. Búseturöskun milli sveita og þéttbýlisstaða má telj- ast hafa verið óhjákvæmileg þró- un með tilliti til þeirrai breytinga á atvinnuháttum, sem leiddi af nýrri tækni. En hinn mikli fólks- flutningur frá fyrrnefndum landsfjórðungum leiðir fyrr eða siðar til auðnar á stórum svæðum og hlýtur að skerða möguleika þjóðarinnar til að nýta auðæfi lands og sjávar. Það er þvi nauð- syn, að þessi þróun verði stöðvuð til frambúðar og henni snúið við. Búseturöskun milli landshluta á sér margháttaðar orsakir. Samhliða og i kjölfar breyttra verktækni og þjóðhátta var þörf á nýjum framleiðslu- og þjónustu- fyrirtækjum, sem kölluðu á stór- aukið fjármagn. Það fjármagn sem barst inn i landið leitaði þá I þessár nýju greinar og langmest I stærsta þéttbýliskjarnann þar sem ágóðavonin var mest. Fyrst vegna þess, að þar voru i byrjun beztu markaðsmöguleikarnir en siðar ekki sizt vegna þess að þar var greiðastur aðgangur að öllum stjórnar- og bankastofnunum. Þrátt fyrir að langur timi er lið- inn siöan bent var á hættuna, sem af þessari byggðaröskun gæti leitt, gerðu stjórnvöld litið til að sporna við henni. Meira að segja gagngert stuðlað að henni með samdráttaraðgerðum á þenslu- timum, en þær aðgerðir hafa oft bitnað jafnt á hinum dreifðu byggðum, þar sem samdráttur var fyrir, sem stærsta þéttbýlis- kjarnanum þar sem þenslan var mest og átti upptök sin. Og á al- mennum samdráttartimum hófu stjórnvöld örvunaraðgerðir. Það er ekki fyrr en á allra sið- ustu árum, sem hið opinbera stjórnkerfi hefur i raun lagt fram markverðar áætlanir um að breyta þessari þróun og er mikilsvert, að þær aðgerðir verði þessum landshlutum til varan- legra hagsbóta. í þessu sambandi er skylt að minna á, að flest kaupfélögin eru að uppruna og eðli byggðahreyf- ing. Þau hafa i tengslum við önn- Fataverzlun DÖMUR & H Sendum gegn póstkröfu samdægurs Bankastræti 9 ur samvinnufélög á mörgum stöðum orðið forystufyrirtæki heilla byggðarlaga og verið sá kjami, sem bezt hefur treyst ör- yggi atvinnulifsins. Auk beinna eigin framkvæmda hafa þau á mörgum stöðum i samvinnu við sveitarfélögin stað- ið að stofnun fyrirtækja, sem haft hafa grundvallarþýðingu fyrir viðkomandi byggðir og þá oftast án ágóðavonar. Þá hafa þau rekið margháttaða þjónustu, sem nær langt út fyrir venjulegt markaðs- sjónarmið. Þjónustu, sem oft get- ur ráðið úrslitum um búsetuval manna. Þannig hafa kaupfélögin og samvinnuhreyfingin frá fyrstu tið stuðlað að eflingu landsbyggðar- innar og oft verið eini aðilinn, sem verið hefur megnugur að veita viðnám gegn fólks- og fjár- magnsflótta úr byggðarlögunum svo aö árangur væri að. Fasteign ir og sjóðir kaupfélaganna eru I rauninni fyrstu byggðasjóðirnir og mega teljast bundnir félags- svæðunum, sem oftast eru efna- hagslega og félagslega eðlilegri umdæmi en gömlu sýslufélögin. Það eru þvi viðkomandi félags- svæði, sem örugglega njóta eigna þeirra til frambúöar gagnstætt þvi sem er með einkafjármagniö svo sem ótal dæmi sanna. GROFRIFFLAÐ: Flauelsföt Stakir jakkar o Stakar buxur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.