Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 8. júni 1975 íslenzkir rithöfundar MEÐ SKÁLDSKA l'KIK, sem hlustuöu á útvarps- erindin Mér datt það i hug í fyrra- sumar, — en þau voru flutt eftir hádegi á sunnudögum, — munu naumast vera búnir aö gleyma nafni Einars Kristjánssonar frá Hermundarfelli. Einar var nefni- lega einn þeirra, sem önnuöust þessi erindi, og geröi það meö þeim ágætum, að lengi mun veröa I minnum haft af þeim, sem erindin heyröu. Þaö er oröiö langt siöan svo jafn-góö útvarpserindi hafa heyrzt á skömmum tima, og það frá einum og sama mannin- um. Og þeir, sem lagt hafa i vana sinn aö lesa skáldskap, vita mætavel, að til er rithöfundur á Islandi sem heitir Einar Kristjánsson, þótt ekki verði sagt, að hann sjálfur eða aðrir hafi blásið i básúnu til þess að auglýsa ' verk hans. Við þekkjum hann sem smásagnahöfnund ágætan, humorista og spéfugl á yfir- borðinu, en undir býr djúp alvara og tregi, jafnvel viðkvæmni, — en aldrei væmni. Allt þetta má lesa út úr sögum Einars Kristjánssonar, og reynd- ar sitthvað fleira, en um skáld- skap hans ræðum við ekki fleira að sinni. Fyrst er að svipast um á æskustöðvum skáldsins og hlusta eftir skóhljóði þess mannlifs, sem hann ólst upp við. „Þetta er ósvikið fjall.." — Hvar er Hermundarfell, Ein- ar? — Hermundarfell er miðsvæðis i Þistilfirði, sem Ketill Þistill sló eign sinni á forðum daga. Hvað svo að segja skepnulaus útlend- ingur hefur ætlað sér að gera með allt það flæmi, er mér mikil ráð- gáta. Kannski hefur manninum dreymt um ál og málmblendi. Innfæddir á þessum slóbum hafa síðan löngum verið nefndir Þistlar, þó að það fólk hafi siður en svo verið þess maklegt að flokkast til þistla i mannlifs- gróðrinum. Bærinn Hermundarfell dregur nafn af fjallinu sem hann stendur við. Visindamenn orðaðir við svo- nefnda náttúrunafnakenningu, munu vafalaustsannfærðir um að aldrei hafi neinn Hermundur komiö þar nærri, heldur muni það draga nafn sitt af þvi, að það hermi eftir fallegustu fjöllum veraldar. Hvað sem þvi liður, er fjallið verulega fallegt og skemmtilegt, og ég held að þaö sé engin upp- gerð. Þetta er ósvikið fjall, með tinda, stuðlaberg, skriður, kerl- ingu, lautir, hvamma, stalla, fjalldrapa, berjalyng og blágresi, sem var og er mitt eftirlætis blómstur. Það er lfka hagkvæmt að þvi leyti, að ekki þarf nema einn þvottasnúrustaur, þvi að hinn enda snúrunnar má festa i fjallið og það stendur fyrir slnu. Ég er svo lukkulegur vegna þess að hafa kynnzt þessu fjalli á uppvaxtarárunum, að ég vildi ekki hafa fæðzt annars staðar. — Höfðu ættmenn þinir búið þar lengi áður en þú komst til sögunn- ar? — Langafi minn, Þorsteinn Jónatansson, fluttist þangað af Langanesi, Páll sonur hans og Steinunn Jónsdóttir, amma min, tóku við af honum, og Guðrdn Pálsdóttirog Kristján Einarsson, foreldrar minir, bjuggu þar slðan. Faðir minn var uppalínn á næsta bæ, Garði. Systkini hans, Kristrún, Einar og Guðjón, bjuggu á næstu bæjum viö Hermundarfell, Garði, Garðs- tungu, Sævarlandi, og Guðmund- ur bjó einnig f Þistilfirði, en fluttist síðan til Þórshafnar. Það mætti segja að Garður hafi legið vel við trúlofunum, fyrst ekki þurfti að leita lengra eftir ráðahag, og eru slík hlunnindi betri en engin. Þegar ég kom til sögunnar, þurfti ég að leita miklu lengra, margar bæjarleiðir. Konan min, Guðrún Kristjáns- dóttir, er frá Holti I Þistilfirði. Þarhefur dafnað fjárrækt góð, en mannrækt þó miklu betri. — Hvernig var daglegt Iff manna f Þistilfirði um það leyti sem þú manst fyrst eftir þér? — Mannlifið var fremur snoturt og vinsamlegt, dálitið basl, en ekki óskaplegur þrældómur, tölu- verð fátækt, en örbirgð var und- antekning. Þá voru erfiðir tímar fyrir þjóðfélagið og menn fundu fyrir því, og gátu auk þess lesið um það I Isafold og Timanum. Þegar harðast svarf að, komu bændur stundum saman til þess að ræða, hvernig þeir gætu sparað fyrir þjóbfélagið. Þessir menn, sem höfðu frá fyrstu tiö sparað við sig alla skapaða hluti, nayðsynlega og óþarfa, fundu ekiri neinn munað, sem hægt var að neita sér um, nema kaffið og sykurinn. Ég held þeir hafi varla nefnt tóbakið, þvi að nokkrum þótti svo óskaplega gott að taka I nefið, einkum kotungunum. Brennivin þekktist varla. Aðeins ein ræða, haldin á slik- um fundi, lifir enn I dag, vegna þess að hún er svo stutt, og inni- heldur heilbrigð og viturleg sjón- armið. Einn minniháttar einyrki stóð upp og sagði: „Ég spara ekki kaffið við mig, meira en ég hefi gert. Borgu minni þykir það gott, og mér þyk- ir það Hka gott. Svo segi ég ekki meira." Þetta er greinargóð og hnit- miðuð ræða. Gáfaður alþingis- maður hefði ekki komizt af með minna en þrjú kortér til að segja þetta. Og þessi ræða hlýtur að hafa haft nokkur áhrif, að minnsta kosti held ég að kaffið hafi aldrei verið sparað neitt að ráði, og alls ekki neitt þegar gesti bar að garði. Eins konar samyrkjubú — Lifði fólk i einingu andans og bandi friðarins? — Já. t flestum tilvikum. Þistil- fjörður var einskonar samyrkju- bú, að þvl leyti, að einyrkjarnir hjálpuðu hver öðrum i veikindum og forföllum. Hefði einhverjum dottið I hug að fara fram á pen- ingagreiðslu fyrir slikt, hefði verið hlegið að honum það sem hann átti ólifað, einkum vegna þess að það var enginn peningur til I sveitinni, og hjálpsemi var auk þess siðferðileg og sjálfsögð skylda. Ahöld ýmisskonar og vinnutæki voru eiginlega sameign margra nágranna og gengu milli manna eftir þörfum. Enginn var svo fáráður að fara að eignast torfljá eða hjólbörur, ef einhver ná- granni átti þessi áhöld. Hjól- börunum var vitanlega ekið milli bæja, meðan þær entust, og stundum var næstum gleymt hver eigandinn var, að minnsta kosti átti hann engan forgangsrétt. En þrátt fyrir samheldni og náungakærleik, skiptust menn i innbæinga og austbæinga. Stund- um var rifrildi og togstreita á fundum, en svo féll allt i ljúfa löð og enginn var látinn gjalda þess hvar hann var I sveit settur. Menn skiptust lfka I Ihalds- og framsóknarmenn. Ihaldið átti löngum óþarflega mikil Itök hjá innbæingum. Það er vitanlega ágætt aö eiga dálítið Ihald, en lítill skammtur af þvi er betri en stór. — Lásu menn mikið? — Furöulega mikið. Lestrar- félagið var mikil menningar- stofnun. Þaö átti flestar bækur sam- tlðarskáldanna, öll helztu tima- ritin, þar að auki allar merkari ævisögur og nokkuð af fræðirit- um. Auk þess var á nokkrum heimilum dálítið hrafl bóka. Allar þessar bækur gengu á milli flestra heimila I sveitinni, og voru sumar lesnar upp til agna. Þá voru gefnar ut svo fáar bæk- ur árl, og jólagjafasjónarmið út- gefenda voru óþekkt fyrirbæri.' Skáldin og listamennirnir voru svo smár hópur, að hann var kunnur á hverju heimili. Kræsingarnar á menningar- neysluborðinu voru ekki fjöl- breyttari en svo, að fólk komst yf- ir að smakka á hverjum rétti. — Hvort þótti þér ánægjulegra bækur eða búskapur, þegar þú varst að alast upp? — Þetta var ágætt hvað með öðru. Eftir eril og erfiði starfsins, er bók öndvegis hvild og hressing. Fólk reyndi að vanrækja ekki annað vegna hins. Þó man ég að eftir að ég fór að komast til vits og ára, var ég alltaf i aðra röndina feginn þegar veður gerðist svo bölvað, að ekkert var hægt að gera annað en að setjast inn og njóta bóklesturs, hljóðfæraleiks og heimilislifs. Bók er tryggur vinur, sem biður manns, staðfastur og tíbreytileg- ur, hvenær sem maður þarf á honum að halda, og sýnir aldrei það hverflyndi, sem aðrir vinir kunna að bregða fyrir sig. Ýmsir kunna að ætlast til hins sama af eiginkonunni, en þaö er ekki réttlát krafa. Afkomandi séra Einars i Eydölum — Attu til skálda að telja? — Allir Islendingar eiga til skálda að telja, stórskálda, góð- skálda og leirskálda. Sennilega er auðveldast að rekja ætt mina til hinna siðasttöldu. Annars hefur mér verið sagt, af fróðum mönnum, að ætt mína megi rekja nokkuð rakleitt til nafna mins, séra Einars I Eydöl- um. Frá honum hefur komiö mikill fjöldi skálda, og eru sum betri en ég, t.d. Jónas Hallgrlmsson, svo einhver sé nefndur. Séra Einar var alveg einstakt öndvegisskáld og langt á undan sinni samtið, siðaskiptaöldinni. Kveðskapur hans ber vott um vitsmuni, ljóðræna mýkt, inni- lega hjartahlýju og lítillæti enda Rætt við Einar Ki frá Hern Þetta fallega hús stendur viðÞingvalIastrætið á Akureyri. Hér búa þau niina, hjónin frá Hagalandi, Einar Kristjánsson og kona hans. Barnaskólinn og kirkjan á Akureyri, og sér yfir til Vaðlaheiðar. t barnaskólanum hefur vinnustaður Einars Kristjánssonar verið um hart nær þrjátiu ára skeiö, — og stundum hefur hann haft ærið marga húsbændur yfir sér. Einar Kristjánsson og kona hans, Guti „Eitt þessara lukkulegu hjónabanda", taldi hann sig yrkja til þess að „stytta dægur og stöðva þrá". „Með visriasöng ég vögguna þlna hræri", raulaði hann við Jesilbarnið. Hvaða prestur annar hefur ávarpað það barn af sliku Htillæti, svo einlægri hlýju og elskulegri rómantik? En hann var einnig róttækur I skoðunum og orti um valdstjórn þeirra daga og þá, sem ræður enn I dag: „Með fénu taka nú flestir völd- in kaupa fær þau hver, sem meira vogar að raupa." Og ennfremur um rétt laganna: „Auður á öllu að ráða ísland má það sanna." Hann var indælt skáld, ég vildi aö ég hefði eitthvað frá honum. Það er annars ekkert raup, þó að ég segi, að margt fólk i minni ætthafi átt listrænar gáfur og við- kvæmt hjartalag. En það hefur ekki verið mikið framkvæmda- eða auglýsinga- fólk. Og það er mikil vizka i ættinni, aðallega sérvizka. . Agúst Pálsson arkitekt, móður- bróðir minn, fékk sinn skerf ai öllu þessu. Hann var listrænn arkitekt og teiknaði hina frægu Neskirkju og margar byggingar þekkar, þar á meðal Gljúfrastein- inn, sem verið hefur blóðbanki Is- lenzkrar skáldmenningar á liðn- um árum, og er það enn. Mig langar til að nefna annn sérvitring i ættinni minni, séra Hannes Þorsteinsson, afabróður minn, sem var prestur á Víðihóli á Hólsfjöllum. Ólafur Daviðsson og fleiri skólabræður hans, sem hafa minnzt hans I bréfum og frá- sögnum, nefndu hann sin á milli „Kunningja". Nafngiftin ber með sér þægi- íslenzkir rithöfundar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.