Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 32

Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Hænan sem flaug Það var morgunn. Haninn gól og hænu- mamma opnaði annað augað. — Ég nenni eigin- lega ekki að fara á fæt- ur. Þá verð ég að vinna öll verkin, sem ég er vön að vinna. Ég held ég liggi áfram. Hún fór samt sem áð- ur á fætur og gaf hænu- ungunum morgunmat- inn. Síðan lét hún þá fara út að leika sér. Svo fór hún að laga til i hús- inu. — Alltaf sömu disk- arnir alla daga, hugs- aði hún. — Sama rykið og sami gamli hattur- inn, þegar maður fer i bæinn. Æ, æ og aftur æ! Þegar hænumamma var á heimleið með það, sem hún hafði keypt i bænum, fór að rigna. Vindurinn greip i regnhlifina og lyfti upp i ur. hænumömmu loftið. Fyrst missti hún budduna sina. Pening- unum rigndi yfir frú Önd, sem var þarna á gangi. Svo missti hænumamma eplin sin. Eitt þeirra lenti á höfð- inu á frú Gæs. Hænumamma sveif hærra og hærra upp i skýin. Henni fór að finnast þetta skemmti- legt. En allt i einu sner- ist reghlifin við. Hænu- mamma féll niður i átt að jörðinni. Hún varð svo hrædd, að hún bað- aði út vængjunum og fann þá, að hún gat flogið. Það var yndis- legt. Hún flaug og flaug, yfir bæinn og kringum kirkjuturninn. Hænuungarnir sáu skuggann hennar á grasinu, þvi að nú var sólin farin að skina aft- — Valur, skrækti einn unginn. — Örn, skrækti ann- ar. — Nei, þetta er bara hún mamma, tisti sá þriðji. Og hann hafði rétt fyrir sér, þvi að augnabliki siðar lenti hænumamma i miðju blómabeðinu. — Ég gat flogið, sagði hún upp með sér. Næsta morgun hopp- aði hún út úr rúminu jafnskjótt og haninn gól. Hún flýtti sér að gera húsverkin, svo að hún gæti sem fyrst flogið af stað til að verzla. Hún naut ferðalagsins bæði að heiman og heim aftur þennan dag, og þann næsta, og alla aðra daga upp frá þvi. :. ¦¦:.¦. ¦:,':¦:¦::,.. s+yyyyyyýM iýyyW-Xv. mm lii ilff y mwí i m DAN BARRY Ótrúlegustu fregnir rGuðirnir hafa V Grikkir hafa fljúga semeldurisinusentokkurþennan ekki ráðizt á umTroju.____Ifurou-vagn. . okkur siðan. Nú hefur okkur borizt risávaxinn hestur til að draga vagninn. Þetta er merki um sigur.___________

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.