Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 18
yrvm 18 TÍMINN Sunnudagur 8. júni 1975 tifH!f!fI!finffíí Furðulegar kröfur baknefndar ASÍ Tilganginum var náð Það er nil ljóst orðið, að bráða- birgðalögin um lausn kaupdeil- unnar hjá rtkisverksmiðjunum hafa náð tilgangi slnum. Bersýni- legt er, að samningaviðræður hafa verið komnar I strand, þegar lögin voru sett. Þetta sést bezt á þvl, að það tók marga næturfundi, eftirað viðræður hófust aftur, að jafna þau mörgu ágreiningsefni, sem ósamið hafði verið um. Deil- an hef ði þvl getað haldizt lengi, til óbætanlegs tjóns fyrir marga, ef ekki hefði verið höggvið á hnútinn með bráðabirgðalögunum. Vegna bráöabirgðalaganna hófust samningaviðræður aftur af miklu meira kappi en áður, auk þess sem afgreiðsla á áburði og se- menti hófst, og þannig var afstýrt þeirri vá, sem vofði yfir land- bUnaðinum og byggingariðnaðin- um. Við samningagerðina má segja, að mætzt hafi verið á miðri leiö, þar sem rlkið haföi boðið 8-9% meðaltalskauphækkun, þeg- ar bráðabirgðalögin voru sett, en verkalýðsfélögin héldu þá enn fast við kröfuna um 19-20% hækk- un, en samið var um 11%. Auk þessa kemur svo sú almenna kauphækkun, sem verða kann & vinnumarkaðnum, en fyrir þvi hafði alltaf verið gert ráð, að hún kæmi til viðbótar. Llklegt má telja, að úrskurður gerðardóms hefði orðið eitthvað á svipaöa leið. Tilgangur bráðabirgðalaganna var ekki fyrst og fremst sá, að gerðardómur úrskurðaði um kaup, heldur að afgreiðsla hæfist á áburði og sementi og deilan leystist. Þess vegna var tekið fram I lögunum, að gerðardómi yrði ekki framfylgt, ef samkomu- lag næðist á annan hátt. SU leið hefur verið farin, og er það vitan- lega æskilegast. Áskorun Magnúsar Sá raunalegi atburður gerðist I sambandi við þessa deilu, að áber andi verkalýðsleiðtogar og þrir stjórnmálaflokkar hvöttu til lög- brota. Verkamenn höfðu þessa áskorun að engu, þegar þeir hófu afgreiðslu a áburði og sementi slðast liðinn mánudag. Með þvl stigu þeir mikilvægt skref til að tryggja farsæla lausn. Þvl ber að halda á lofti, en jafn heppilegt væri það fyrir foringjana og flokkana, sem hvöttu til lögbrota, aö verknaður þeirra gleymdist. Seint mun það þó gleymast, að á sunnudagskvöld hvatti Magnús Kjartansson til þess i sjónvarps- fréttum, að viðræður yrðu ekki hafnar að nýju, fyrr en bráða- birgðalögin hefðu verið afturköll- uö. Svo virtist sem Magnús segði þetta I nafni þriflokkanna allra, þ.e. Alþýðubandalagsins, Alþýðu- flokksins og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna. Þessa áskorun Magnúsar höfðu verka- lýösfélögin, sem áttu i deilunni við rikisverksmiðjurnar að engu. Þau hófu ekki aðeins samnings- viðræður, heldur einnig þá vinnu, sem mest var aðkallandi. NU er deilan leyst, ekki sízt vegna þess, að ekki var hlustað á ráð Magnús- ar og meðreiðarsveina hans. Það ætti verkalýöshreyfingin að gera oftar. Kröfur bak- nefndarinnar A fundi svokallaðrar baknefnd- ar Alþýöusambands Islands 22. maí s.l. var samþykkt að setja fram við atvinnurekendur kröfur um 38,5% hækkun á 6. taxta Dagsbrúnar. Jafnframt var sam- þykkt, að sú krónutöluhækkun, kr. 17.330.00, kæmi sem grunntala inn I ákvæðis- og bónustaxta. FJjótt-a litið-kanfi-þétta- áð- lltá l>ótt aldarfar breytist er áhugi barna á ungvioi ávallt hinn sami og sauöburour er nýtt ævintýri á hverju vori og vart er gerður greinar- munur á hvort ferfætlingarnir eru undan á eða kú. sæmilega út, en I reynd myndi þetta þýða, að iðnaðarmenn myndu fá 52-57% hækkun, meðan Dagsbrúnarmenn fengju ekki nema 38,5%. Þetta er skýrt nokk- uð nánar I Mbl. 5. þ.m., og segir þar á þessa leið: „Krafan um 17.333 kr. hækkun er rökstudd með þvi, að það sé sú upphæð, sem vanti á 6. taxta Dagsbrúnar, ef full visitala hefði veriö greidd á laun frá þvl i mai 1974, en þá bannaði vinstri stjórn- in greiðslu vlsitöluuppbóta á laun með bráðabirgðalögum. Þessi hækkun I krónum jafngildir 38,5% hækkun á 6. taxta Dagsbrúnar. Þegar þessi krónutöluhækkun hefur verið lögð sem grunntala inn i ákvæðis- og bónustaxta hef- ur hiin sjálfkrafa áhrif á ýmsa álagsliði þessara kauptaxta, þannig að kaup fjölmargra iðnaðarmanna hækkar I raun og veru um rúmlega 40 þúsund krón- ur eða 52 til 53%. 1 einstökum til- vikum getur þessi hækkun orðið allt aö 57%. Stórir hópar verzlunar- og skrifstofufólks myndu hins vegar fá samkvæmt þessari kröfugerð Alþýðusam- bandsins 33% kauphækkun. Jafn- framt því, sem það var krafa Al- þýðusambandsins að þessi hækk- un kæmi með þessum hætti inn I álagstölur I bónus- og ákvæðis- vinnu hefur samninganefnd Al- þýðusambandsins farið fram á, að þeir hópar, sem ekki hafa fengið launajöfnunarbætur, fái þær nú, en þær nema samtals 8.300 kr. Þar er um aö ræða 3.500 kr. launajöfnunarbætur sam- kvæmt bráðabirgðalögum rikis- stjórnarinnar frá þvi I september og 4.900 kr. launajöfnunarbætur samkvæmt kjarasamningum frá 22. marz. t dæmum þeim, sem nefnd eru hér að framan, mun vera tekið tillit til þessarar hækkunar." Vafalitið mun almenningi þykja þetta furðuleg kröfugerð og áþreifanleg sönnun þess, að leið- togar verkalýðshreyfingarinnar eru meira að hugsa um hag ann- arra en láglaunafólksins. Areiðanlega er það vilji almenn- ings, að verkalýðshreyfingin falli frá sllkri kröfugerð. Kaupgjalds- vísitalan Um þaö ættu flestir að geta ver- ið sammála, að erfitt sé að semja um kaupgjald til lengri tima, nema kaup miðist við vissa kaup- gjaldsvisitölu. Hitt er svo meira matsatriði, hvernig hún eigi að vera, og hvernig eigi að fram- fylgja henni. Þannig er það óum- deilanlegt, að miklir galiar eru á þeirri kaupgjaldsj(^sit,öluvsem ''ÍieTeT fýlgt.'ög éihs át'ramkvæTti"d hennar. Það mun t.d. rétt, sem Þjóðviljinn sagði I febrúar I fyrra, að það mun hvergi þekkjast nema á Islandi, að almennar verð- hækkanir séu bættar á þriggja mánaða fresti. Þessi réttur er vit- anlega mikils virði, bæði fyrir bændur og launafólk, en eins og Þjóðviljinn benti á I áðurnefndri grein, á hann vafalltið stóran þátt I þvl,að verðbólgan hefur vaxið hraðar á Islandi en I flestum öðr- um löndum. Hinar tfðu og miklu vixl- hækkanir kaupgjalds og verðlags hér á landi, valda að sjálfsögðu sérstökum erfiðleikum, þegar verðlag hækkar mikið og snöggt á aðfluttum vörum, eins og verið hefur um skeið. Lausn þessa máls þarf að bein- ast að þvl, að launafólkið fái hæfi- lega tryggingu, en atvinnurekstri og atvinnuörygginu verði þó ekki stefnt I hættu. Hér getur vissulega verið vandfundin meðalleið, en fátt er nú mikilvægara I efna- hagsmálum landsins en að stefnt sé að slikri lausn. Það er skref 1 rétta átt, að bæði samtök laun- þega og atvinnurekenda hafa sýnt aukinn skilning á þessu máli, þótt á fyrsta stigi hafi komið fram ýmsar óhugsaðar tillögur, eins og t.d. sú, að láta alla skatta ganga inn I kaupgjaldsvisitöluna, en nánar verður vikið að henni I þessu spjalli. Ábending Lúðvíks 1 sambandi við umræður um kaupgjaldsvisitöluna er ekki úr vegi að rifja upp ummæli, sem Lúövlk Jósefsson lét falla á Al- þingi, skömmu eftir stjórnar- skiptin I fyrrasumar. LUðvik sagöi m.a.: „Þaö þarf að koma I veg fyrir það/að kaupið eftir einhverjum vlsitölureglum eins og þeim, sem við höfum bUið við, æði upp á eftir verðlagi, þvi að það kippir vitan- lega fótunum undan eðlilegum rekstri, eins og nú er ástatt. Þetta var gert I tlð fyrrverandi rlkis- stjórnar með bráöabirgðalögum frá þvi i mai s.l. Þá átti að réttu lagi kaupgjald að hækka um 14,5%, eða um 15,5 K-vísitölustig 1. jUnf, og á eftir slikri hækkun hefðu íandbUnaðarvörur hækkað glfurlega strax á eftir, vinna hefði hækkað gffurlega, og sfðan orðið önnur kollsteypa þar á eftir. Mér er það alveg ljóst, að við þær að- stæður, sem við bUum við I dag, er engin leið að halda atvinnu- rekstrinum gangandi I fullum krafti, eins og verið hefur, ef þessi skrUfugangur yrði látinn ganga áfra,rn^ein,s.,„gg^statt.er. ;Þáð ^IsítSlUÍiérfi, "sénf vib' bUum við, hefur vissa kosti. Það getur skapað meiri kyrrð á vinnu- markaðnum undir vissum kringumstæðum, að launþegar vita það, að þeir hafa vissa trygg- ingu fyrir kaupmætti sinna launa. En það sjá allir, að ef t.d. er um það að ræða, að erlendar verð- hækkanir eru mjög miklar og hafa vlðtæk áhrif, sem leiða til hækkunar á mörgum sviðum, og það gerist á þeim tima, sem Ut- flutningsvöruverð okkar hækkar ekki, stendur I stað eða jafnvel fer lækkandi, þá fær svona skrUfu- gangur ekki staðizt, og þá er að finna ráð til þess að koma I veg fyrir þennan vanda, þannig að launafólkið I landinu fái við unað, en atvinnurekstrinum sé forðað frá afleiðingum þessara sifelldu hækkana. Þetta er að mlnum dómi langsamlega stærsta vandamálið". Hrein íhalds- stefna Það er óumdeilanlegt, að verð- bólgan leikur enga eins grátt og gamalt fólk og öryrkja, sem ekki hafa aðrar tekjur en tekjutrygg- inguna svonefndu. Þessi hópur stækkar óðum. A þessu sviði, og mörgum öðrum, er nauðsynlegt að auka verulega tryggingarnar til að stuðla að meiri tekjujöfnun og réttlæti í þjóðfélaginu. Þetta verður hins vegar ekki gert með þeim tillögum einum að hækka Utgjöld trygginganna, eins og þingmenn Alþýðubandalagsins voru að leika sér að I vetur. Það verður jafnframt að afla tekna. öðruvlsi verður þessu réttlætis- máli ekki fullnægt. Þess vegna má hiklaust lýsa þeirri kröfu verkalýðshreyfingarinnar sem ómengaðri íhaldsstefnu, að allar skattaálögur, sem hið opinbera leggur á einstaklinga, skuli tafar- laust koma inn i kaupgjaldsvisi- töluna og valda nýjum vlxl- hækkunum kaupgjalds og verð- lags. Sllkt hlyti að leiða til þess, að valdhafarnir, hverjir, sem þeir væru, héldu meira að sér höndum en ella til að auka tekjujöfnun og réttlæti I þjóðfélaginu, þar sem þaöhefði jafnframt þau áhrif, að llkast væri þvl, að verið væri að hella ollu á eld verðbólgunnar. Það er af þessum ástæðum, sem þessi krafa verkalýðs- hreyfingarinnar hefur verið gagnrýnd hér i blaðinu og nefnd slnu rétta nai'ni. Orsök niður- skuroarins MagnUs Kjartansson hefur reynt I blaði sinu að draga athygl- ina frá þessari ihaldsstefnu verkalýðshreyfingarinnar með þvl að fullyrða, að greinarhöfundi Tlmans farist ekki að tala um aukna samneyzlu, þvl að hann hafi á nýloknu þingi stutt tillögu um niðurskurð opinberra fram- kvæmda. Þetta er rétt, én hvernig er umræddur niðurskurður til kominn? Hann er þannig til kom- inn, að forustumenn verkalýðs- hreyfingarinnar létu mjög ein- dregið I ljós, að lækkun tekju- skattsins yrði til að draga Ur kaupkröfum og verkfallshættu. Lækkun skattsins yrði metin sem kauphækkun. Rfkisstjórnin hóf þvi umræður við þá um þetta efni. Niðurstaðan varð sU, að skattar voru lækkaðir um tvo milljarða króna á framhaldsþinginu. Verkalýðshreyfingin vildi fá enn meiri lækkun. Það kom vitanlega ekki til greina að vinna þessa skattalækkun upp með nýjum skattaálögum, þvi að þá hefði verið um blekkingu að ræða. Þessari skattalækkun og öðrum halla á fjárlögunum var þvi ekki hægt að mæta nema með niður- skurði framkvæmda og annarra Utgjalda, þar sem þyi verður við komið. Vissulega má um það deila, hvort hér hafi verið farið inn á rétta braut. Framsóknarmenn töldu þó rétt að reyna þetta, ef það gæti orðið til þess að tryggja vinnufrið I landinu. Vinnufriður- inn skiptir sannarlega miklu máli. NU virðist hins vegar komið I ljós, að skattalækkunin hefur litlu eða engu áorkað í þessum efnum. Þess vegna munu þing- menn áreiðanlega hugsa sig um oftar en tvisvar, áður en hliðstæð- ur niðurskurður endurtekur sig. Tímabær viðvörun Það var timabær viðvörun, sem Ölafur Jóhanness'on, viðskipta- málaráðherra flutti á nýloknum fundi Frlverzlunarbandalags Evrópu (Efta) I Genf. Olafur Jó- hannesson lýsti yfir þvi, að svo kynni að fara, að Island yrði að rifta frlverzlunarsamkomulagi sinu við Efnahagsbandalag Evrópu, og endurskoða aðildina a* Friverzlunarbandalaginu (Efta), ef ekki verði felldar niður tollahindranir þær, sem enn eru I gildi gagnvart innflutningi Is- lenzkra fiskafurða i Efnahags- bandalagsrikjunum. Þær hömlur, sem hér er átt við, eru fyrst og fremst tollarnir, sem Efnaliagsbandalagið leggur á vissar tegundir Islenzkra sjávar- afurða sem hefridaraðgerð vegna þess, að Islendingar hafa ekki viljað fallast á kröfur Vestur- Þjóöverja um að leyfa frysti- togurum þeirra veiðar innan 50- mllna marka. Þessir tollar eru þegar verulegir, en eiga enn eftir að hækka, ef ekki næst samkomu- lag við Vestur-Þjóðverja og Efna- hagsbandalagið heldur áfram að styðja kröfur þeirra. Samkomu- lagið við Efnahagsbandalagið mun þá verða íslandi óhag- kvæmt, þar sem tollalækkanir á iðnaðarvörum, sem eru fluttar hingað frá Efnahagsbandalaginu, munu þá nema hærri upphæð en þær tollalækkanir, sem við njót- um i Efnahagsbandalagsrikjun- um. Viö þessa hefndartolla Efna- hagsbandalagsins, hefur það svo bætzt, að löndunarbann hefur verið lagt á Islenzk fiskiskip I Vestur-Þýzkalandi. Tollur á vestur- þýzkar vörur Það er fljótsagt, að Islendingar verða aldrei kúgaðir til þess að leyfa vestur-þýzkum frysti- togurum eða öðrum erlendum frystitogurum veiðar innan 50 milna markanna. Deilan við Efnahagsbandalagið mun þvi aldrei leysast á þann veg. Frekar kjdsa Islendingar að rifta tengsl- um sinum við bandalagið, enda er það sjálfgert, þegar aðildin að þvi verður orðin óhagkvæm fyrir okkur. í raun og veru er þetta mál; sem snertir ekki aðeins Efna- hagsbandalagið, heldur Atlants- hafsbandalagið einnig, þar sem öll Efnahagsbandalagsrikin eru í þvl, nema Irland. Það getur aldrei orðið farsælt fyrir Atlants- hafsbandalagið, þegar stóru rikin I þvl reyna að beita minnsta þátt- tökuriki þess hefndartollum og löndunarbanni vegna þess eins, að þaö heldur á rétti sinum I land- helgismálinu. Þetta hlýtur að hafa áhrif á almenningsálitið á íslandi til vestræns samstarfs yfirleitt. Það veitir íslendingum llka ekki Htinn styrk f deilunni við Vestur-Þjóðverja, að nýlokinn fundur hafréttarráöstefnunnar sýndi, að Vestur-Þjóöverjar eru hér að basla við að halda I ranga og Urelta yfirgangsstefnu. Ef Vestur-Þjóðverjar halda áfram að beita Islendinga hefndartollum og löndunarbanni, hlýtur það að koma fljótlega til greina, sem mótleikur af hálfu Is- lendinga, að sérstakur tollur verði lagður á vestur-þýzkar vör- ur. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.