Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 8. júnl 1975 MASTER III HYDRAULIC WINCH MODEL ®TF I® háþrýsfivindur í skip, é krana, dráttarvéiar o.fl. fyrirliggjandi — 2,3 tonn Meðal skipa sem nofa Pullmasfer eru: Guomundur RE, Gullberg VE, Huginn VE og Runólfur SH VÉLTAK H/F Sími 8-66-05 og á kvöldin 2-81-75 Í&Í* Læknir óskast tll afleysinga I júll og ágúst á barnadeild Heilsuvernd- arstöövarinnar. Upplýsingar um starfiö gefur yfirlæknir deildarinnar. I AS Heilsuverndarstöð Reykjavikur. EIGENDUR ATHUGIÐ! Eigum fyrirliggjandi skipti- vélar á mjög hagstæðu veroi. Tökum gömlu vélina upp í. TEKKNESKA BIFREIÐAUMBODIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU44-6 SÍMI 42606 Timinn er periingar Þar sem mjög miklar tölulegar upplýsingar komu fram á blaoa- mannafundinum iátum viö hér fylgja með töflur um svör i hundraostölum vio hinutn einstöku spurningum, svo þeir, sem áhuga hafa á geti boriö svör- in saman, bæöi niilli kynja og aldursflokka, og einnig hvao við kemur menntun þeirra, sem svöruou. AAeiri en helmingur íslendinga orðið fyrir dulrænni reynslu Þriðjungur aldrei lesið Biblíuna FB—Reykjavik. A siðast liðnu sumri var hafinn undirbúningur að söfnun upplýsinga um reynslu landsmanna af svonefndum dulrænum fyrirbærum og við- horfum þeirra viö þeim. Rannsókn þessi fór fram á vegum sálfræðideildar Háskóla Islands og stjórnaði henni Erlendur Haraldsson lektor, en með honum störfuðu fjórir stúdentar í sál- fræði, þau Ása Guðmundsdóttir, Asþór Ragnarsson, Jóhann Lofts- son og Sigtryggur Jónsson. Niðurstöður könnunar þessarar liggja nú fyrir, og eru mjög yfir- gripsmiklar, en þess má fyrst geta, að 64% þeirra, sem svöruðu telja sig hafa orðið fyrir einhverri dulrænni reynslu. Spurningar listans eru úr eftir- farandi efnisflokkum: 1. Draum- ar. 2. Dulræn reynsla og þjóðtrú. 3. Trúarreynsla og lestur bóka um dulræn efni. 4. Kynni af starf- semi miðla, huglækna, spá- kvenna o.fl. 5. Viðhorf til dulrænna o.fl. fyrirbæra. Úrtakið var fengið á þann hátt að dregnir voru úr þjóðskrá 1132 menn á aldrinum frá þrltugu til sjötugs. Þetta er um sjötugasti hver landsmaður á þessu aldurs- skeiði. Síðan var spurningalistinn póstsendur þessu fólki. Heimtur urðu þær, að 902 menn svöruðu með útfylltum spurningalista. 425 karlar og 477 konur. Þetta er 80% úrtaksins. Af þeim, sem svöruðu eru 47% karl- ar og 53% konur. Á fundi með blaðamönnum benti Erlendur Haraldsson á, að flestir hefðu talið sig ber- dreymna, eða 36%. Næsttlðust var sú dulræn reynsla, sem flokk- uð er undir að hafa orðið var við látinn mann. Þar er hundraðstal- an 31%. Aðeins 2% svöruðu ját- andi minningu um fyrra Hfsskeið. Erlendur benti á, að konur telja sig hafa meiri dulræna reynslu heldur en karlar. Einnig virðist menntun hafa einhver áhrif á svör manna, þannig að þeir sem hafa meiri menntun virðast siður hafa orðið varir við, eða viður- kenna dulræna reynslu. Benda má á, að varðandi trú og lesefni þá eru það 33% þeirra, sem svara, sem segjast aldrei hafa lesið biblíuna, og 59% hafa sjaldan lesið hana. Hins vegar eru aðeins 3%, sem segjast alls ekki vera trúaðir, en 63% eru nokkuð trúaðir og 15% mjög trúaðir. Þriðjungur þeirra, sem spurður er hefur sótt skyggnilýsingar, og sömuleiðis miðilsfundi, og af þeim telja 83% miðlilsfundina gagnlega. Náið samband við framliöna á miðilsfundi segjast 56% hafa komizt í. Spákonur fá heldur hraklega útreið, en þær hafa 52% heimsótt, en 72% telja þær einskis nýtar. Huglækningar virðast mikið sóttar, og hafa 41% leitað til hug- læknis, og 91% telja þær gagnleg- ar. Þegar litið er á skoðun stúdenta á huglækningum, þá telja 60% þeirra þær gagnlegar, og sömuleiðis telja 67% stúdenta miðilsfundi gaghlega. Þá voru könnuð viðhorf fólks til dulrænna fyrirbæra. Enginn taldi óhugsandi að hugskeyti eða hug- boð væru fyrir hendi. Aðeins 1% taldi berdreymi óhugsanlegt og 2% töldu skyggni óhugsanlega. Þrjú prósent töldu samband við framliðna á miðilsfundum óhugs- andi, en 10% reimleika og sömu- leiðis huldufólk og álfa. Fylgjur og álagabletti töldu 5% óhugsandi og 2% töldu framhaldslif óhugs- andi. Endurholdgun og fram- haldslif á öðrum hnöttum töldu 9% óhugsandi. Að lokum var svo spurt um rannsóknir dulrænna fyrirbæra, og þar kom fram að 35% tö'ldu slikt kunna að leiða i ljós ný sann- indi, og 33% töldu rannsóknirnar þýðingarmiklar. Varðandi rannsóknir svipaös eðlis annars staðar sagði Erlend- ur m.a. að i rannsókn i Sviþjóð hefði komið fram, að 38% tryðu á annað lif, en 47% hefðu svarað þeirri spurningu neitandi þar, samanborið við aðeins 7% hér. 1 Bandarikjunum hefðu 73% svar- að játandi og 19% 1 Bretlandi 35% neitandi, og I Noregi 54% játandi. Hins vegar er á það að lita að þær kannanir, sem gerðar hafa verið og vitnað er i erlendis eru ekki eins umfangsmiklar og sú sem hér hefur nú verið gerð, og eru gerðar I litlum bæjum, eða á litl- um hluta viðkomandi lands, og gefa þvi ekki jafnrétta mynd af skoðunum fólks I viðkomandi löndum, og sú, sem hér hefur ver- ið gerð. Einnig mun hafa komið I ljós á un'danförnum árum, að t.d. trúin á framhaldslif hefur farið vaxandi I Bandarikjunum, en á hinn bóginn minnkað i Evrópu- löndum. Við söfnun svara við spurning- unum neituðu aðeins 10% þeirra, sem spurningalistann fengu, að svara. Sagði Erlendur, að hann og samstarfsmenn hans hefðu nú mikinn áhuga á að fylgja þessari könnun frekar eftir með þvi m.a. að hafa viðtöl við einhverja þeirra, sem svör bárust frá, og fá nánari lýsingar og skýrgreiningu þeirra á þvi, sem fram hefur komið i svörum þeirra. Verður það gert, ef fjárhagur leyfir á næstunni, en engar endanlegar ákvarðanir hafa þó verið gerðar þar að lútandi. HUNDRAÐSTALA ÞEIRRA SEM TELJA SIG HAFA ORDIÐ FYRIR TMIS KONAR DULRÆNNI REYNSLU Spurning Alls karlar konur 30-39 40 Aldur ¦49 50 ¦ Menntun barnask. miðsk. stúdent 9. Berdreymi ............. 36 10. Hugboð um atburð ...... 27 11. Skynjun fjarstaddrar persðnu ............... 11 12. Dulræn vitneskja ann- arra um freginn ....... 16 13. Utan llkama ........... 8 14. Séð blik .............. 5 15. Minning um fyrra lífs- skeið ................. 2 16. OrðiS var við látinn mann .................. 31 17. Látinn maður náð valdi yf ir likama ........... 4 18. Séð yfirnáttðr lega hreyfingu ............. 9 19. Relmleikar ............ 18 20. Séð álfa eða huldufðlk 5 21. Alagablettlr .......... 2 22. Fylgjur ............... 17 27 44 29 35 46 39 44 34 19 23 31 28 26 30 19 27 30 12 10 12 11 9 13 13 14 12 2 15 16 16 20 15 7 14 17 10 8 8 7 7 10 8 6 10 2 3 7 4 5 6 4 7 5 0 3 2 2 3 1 2 2 3 0 26 36 28 28 37 34 36 30 14 5 3 3 4 6 5 4 4 0 8 9 8 9 8 9 7 7 2 17 20 18 18 19 19 23 18 7 5 5 3 4 8 6 8 3 0 1 2 1 1 3 2 2 0 0 16 17 16 15 21 16 21 17 5 TRU OG LESEFNI Spurning Aldur karlar konur 30-39 40-49 50-59 60-70 Menntun barnask. miðsk. stúdent 24. Tröaður: mjög ......... 15 nokkuð....... 63 litila háttar 19 alls ekkl ...". 3 25. Truarleg reynsla ..... 25 26. Lestur dulrœnna bðka: oft .......... 25 sjaldan...... 53 aldrei ....... 22 27. Bibliulestur: . oft......___ 8 sjaldan ...... 59 aldrei ....... 33 28. Lestur um indversk trú- arbrögð eða guðspeki: oft .......... 5 sjaldan ...... 19 aldrei ....... 76 11 60 26 3 17 17 55 28 7 58 35 4 21 75 19 66 13 2 32 32 51 17 9 59 32 6 18 76 12 65 19 4 21 17 62 22 4 60 36 4 16 80 13 66 20 1 20 18 56 26 8 58 34 3 22 75 22 60 16 1 37 36 45 19 12 55 33 6 24 70 17 60 20 4 27 42 38 20 10 63 27 9 17 74 17 66 16 2 32 30 50 20 9 57 34 4 10 86 16 62 20 3 22 24 52 24 8 59 33 7 20 73 14 57 29 O 19 8 63 29 4 63 33 O 46 54

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.