Tíminn - 08.06.1975, Síða 14

Tíminn - 08.06.1975, Síða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 8. júni 1975 HYDRAULIC WINCH MODEL ®71® háþrýsfivindur í skip, á krana, dráttarvélar o.fl. fyrirliggjandi — 2,3 tonn Meðal skipa sem nota Pullmaster eru: Guðmundur RE, Gullberg VE, Huginn VE og Runólfur SH VÉLTAK H/F Sími 8-66-05 og á kvöldin 2-81-75 EIGENDUR ATHUGIÐ! Eigum fyrirliggjandi skipti AAeiri en helmingur íslendinga orðið fyrir dulrænni reynslu Þriðjungur aldrei lesið Biblíuna FB—Reykjavik. Á siðast liðnu sumri var hafinn undirbúningur að söfnun upplýsinga um reynslu landsmanna af svonefndum dulrænum fyrirbærum og við- horfum þeirra við þeim. Rannsókn þessi fór fram á vegum sálfræðideildar Háskóla tslands og stjórnaði henni Erlendur Haraldsson lektor, en með honum störfuðu fjórir stúdentar í sál- fræði, þau Asa Guömundsdóttir, Asþór Ragnarsson, Jóhann Lofts- son og Sigtryggur Jónsson. Niöurstöður könnunar þessarar liggja nú fyrir, og eru mjög yfir- gripsmiklar, en þess má fyrst geta, aö 64% þeirra, sem svöruðu telja sig hafa orðiö fyrir einhverri dulrænni reynslu. Spurningar listans eru úr eftir- farandi efnisflokkum: 1. Draum- ar. 2. Dulræn reynsla og þjóðtrú. 3. Trúarreynsla og lestur bóka um dulræn efni. 4. Kynni af starf- semi miöla, huglækna, spá- kvenna o.fl. 5. Viöhorf til dulrænna o.fl. fyrirbæra. Úrtakið var fengið á þann hátt að dregnir voru úr þjóðskrá 1132 menn á aldrinum frá þritugu til sjötugs. Þetta er um sjötugasti hver landsmaður á þessu aldurs- skeiði. Siðan var spurningalistinn póstsendur þessu fólki. Heimtur urðu þær, að 902 menn svöruðu með útfylltum spurningalista. 425 karlar og 477 konur. Þetta er 80% úrtaksins. Af þeim, sem svöruðu eru 47% karl- ar og 53% konur. Á fundi með blaðamönnum benti Erlendur Haraldsson á, að flestir hefðu talið sig ber- dreymna, eða 36%. Næsttlðust var sú dulræn reynsla, sem flokk- uö er undir að hafa orðið var við látinn mann. Þar er hundraðstal- an 31%. Aðeins 2% svöruðu ját- andi minningu um fyrra lifsskeið. Erlendur benti á, að konur telja sig hafa meiri dulræna reynslu heldur en karlar. Einnig virðist menntun hafa einhver áhrif á svör manna, þannig að þeir sem hafa meiri menntun viröast siður hafa orðið varir við, eða viður- kenna dulræna reynslu. Benda má á, að varðandi trú og lesefni þá eru það 33% þeirra, sem svara, sem segjast aldrei hafa lesið bibliuna, og 59% hafa sjaldan lesið hana. Hins vegar eru aðeins 3%, sem segjast alls ekki vera trúaðir, en 63% eru nokkuð trúaöir og 15% mjög trúaðir. Þriöjungur þeirra, sem spurður er hefur sótt skyggnilýsingar, og sömuleiöis miðilsfundi, og af þeim telja 83% miölilsfundina gagnlega. Náið samband við framliðna á miðilsfundi segjast 56% hafa komizt I. Spákonur fá heldur hraklega útreið, en þær hafa 52% heimsótt, en 72% telja þær einskis nýtar. Huglækningar virðast mikið sóttar, og hafa 41% leitaö til hug- læknis, og 91% telja þær gagnleg- ar. Þegar litið er á skoðun stúdenta á huglækningum, þá telja 60% þeirra þær gagnlegar, og sömuleiðis telja 67% stúdenta miðilsfundi gagnlega. Þá voru könnuð viðhorf fólks til dulrænna fyrirbæra. Enginn taldi óhugsandi að hugskeyti eða hug- boð væru fyrir hendi. Aðeins 1% taldi berdreymi óhugsanlegt og 2% töldu skyggni óhugsanlega. Þrjú prósent töldu samband við framliðna á miöilsfundum óhugs- andi, en 10% reimleika og sömu- leiðis huldufólk og álfa. Fylgjur og álagabletti töldu 5% óhugsandi og 2% töldu framhaldslif óhugs- andi. Endurholdgun og fram- haldslif á öðrum hnöttum töldu 9% óhugsandi. Að lokum var svo spurt um rannsóknir dulrænna fyrirbæra, og þar kom fram að 35% töldu sllkt kunna að leiða i ljós ný sann- indi, og 33% töldu rannsóknirnar þýðingarmiklar. Varðandi rannsóknir svipaðs eðlis annars staðar sagði Erlend- ur m.a. að i rannsókn I Sviþjóð hefði komið fram, að 38% tryöu á annað lif, en 47% hefðu svarað þeirri spurningu neitandi þar, samanborið við aðeins 7% hér. 1 Bandarikjunum hefðu 73% svar- að játandi og 19% I Bretlandi 35% neitandi, og I Noregi 54% játandi. Hins vegar er á það að lita að þær kannanir, sem gerðar hafa verið og vitnað er i erlendis eru ekki eins umfangsmiklar og sú sem hér hefur nú verið gerð, og eru gerðar i litlum bæjum, eða á litl- um hluta viðkomandi lands, og gefa þvi ekki jafnrétta mynd af skoðunum fólks i viökomandi löndum, og sú, sem hér hefur ver- ið gerð. Einnig mun hafa komið I ljós á un'danförnum árum, að t.d. trúin á framhaldslif hefur farið vaxandi I Bandarikjunum, en á hinn bóginn minnkað i Evrópu- löndum. Við söfnun svara við spurning- unum neituðu aðeins 10% þeirra, sem spurningalistann fengu, aö svara. Sagði Erlendur, að hann og samstarfsmenn hans hefðu nú mikinn áhuga á að fylgja þessari könnun frekar eftir með þvi m.a. að hafa viðtöl við einhverja þeirra, sem svör bárust frá, og fá nánari lýsingar og skýrgreiningu þeirra á þvi, sem fram hefur komið i svörum þeirra. Verður það gert, ef fjárhagur leyfir á næstunni, en engar endanlegar ákvarðanir hafa þó verið gerðar þar að lútandi. vélar ó mjög hagstæðu verði. Tökum gömlu vélina upp í. 0 TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-6 SÍM/ 42606 Læknir óskast til afleysinga f júli og ágúst á barnadeild Heilsuvernd- arstöðvarinnar. Upplýsingar um starfiö gefur yfirlæknir deildarinnar. m ú $ & ■íá r'.:l Í '’MV’ .v- \ Heilsuvernda rstöð Reykjavikur. I .... , , . w •TVv »•*’.' •'. -VT?f.V'*.'í 'j\ 'yv,V-'*'• Tíminn er peningar Þar sem mjög mikiar töluiegar upplýsingar komu fram á biaða- mannafundinum látum við hér fylgja með töfiur um svör I hundraðstölum viö hinum einstöku spurningum, svo þeir, sem áhuga hafa á geti borið svör- in saman, bæði milli kynja og aldursflokka, og einnig hvað við kemur menntun þeirra, sem svöruðu. HUNDRAÐSTALA ÞEIRRA SEM TELJA SIG HAFA ORÐIÐ FYRIR YMIS KONAR DULRÆNNI REYNSLU Spurning Alls karlar konur 30 - 39 Aldur 40 - 49 50 - 59 60 - 70 barnask Menntun . raiðsk. stúdent 9. Berdreymi 36 27 44 29 35 46 39 44 34 19 10. Hugboð um atburð 27 23 31 28 26 30 19 27 30 12 11. Skynjun fjarstaddrar persónu 11 10 12 11 9 13 13 14 12 2 12 . Dulræn vitneskja ann- arra um freginn 16 15 16 16 20 15 7 14 17 10 13. Utan líkama 8 8 8 7 7 10 8 6 10 2 14 . Séð blik 5 3 7 4 5 6 4 7 5 0 15. Minning um fyrra lífs- skeið 2 3 2 2 3 1 2 2 3 0 16. Orðið var við látinn mann 31 26 36 28 28 37 34 36 30 14 17. Látinn maður náð valdi yfir likama 4 5 3 3 4 6 5 4 4 0 18. Séð yfirnáttúr lega hreyfingu 9 8 9 8 9 8 9 7 7 2 19. Reimleikar 18 17 20 18 18 19 19 23 18 7 20. Séð álfa eða huldufólk 5 5 5 3 4 8 6 8 3 0 21. Alagablettir 2 1 2 1 1 3 2 2 0 0 22. Fylgjur 17 16 17 16 15 21 16 21 17 5 TRD OG LESEFNI Aldur Menntun Spurning Alls karlar konur 30 - 39 40 - 49 50 - 59 60 - 70 barnask. miðsk. stúdent 24. Trúaður: mjög 15 11 19 12 13 22 17 17 16 14 nokkuð 63 60 66 65 66 60 60 66 62 57 lítils háttar 19 26 13 19 20 16 20 16 20 29 alls ekki .... 3 3 2 4 1 1 4 2 3 0 25. Trúarleg reynsla 26. Lestur dulrænna bóka: 25 17 32 21 20 37 27 32 22 19 oft 25 17 32 17 18 36 42 30 24 8 sjaldan 53 55 51 62 56 45 38 50 52 63 aldrei 22 28 17 22 26 19 20 20 24 29 27. Biblíulestur: oft 8 7 9 4 8 12 10 9 8 4 sjaldan 59 58 59 60 58 55 63 57 59 63 aldrei 33 35 32 36 34 33 27 34 33 33 28. Lestur um indversk trú- arbrögð eða guðspeki: oft 5 4 6 4 3 6 9 4 7 0 sjaldan 19 21 18 16 22 24 17 10 20 46 aldrei 76 75 76 80 75 70 74 86 73 54

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.