Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 8. júni 1975 TÍMINN 13 Mikilvægt að konur afli sér f jölbreyttrar menntunar, en séu ekki sjálfskipaðar í nokkrar atvinnustéttir — ÉG MAN svo vel að þegar ég sá þessa aug- lýsingu þá greip mig strax að þarna væri komið tækifærið, sem ég hefði verið að biða eftir. Þaö er Guðný Björnsdóttir, sem þetta segir, dUxinn i vor i Menntaskólanum við Hamrahlíð, sem stundað hefur nám I öld- ungadeildinni þar undanfarin 3 1/2 ár. Og við erum að ræða um hvernig það æxlaðist að hún inn- ritaðist 1 menntaskólanám jafn- framt vinnu á lögfræðiskrifstofu. Guðný er Norðfirðingur. Lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1958 og starfaði siðan hjá bæjarfóget- anum i Neskaupstað, þangað til fyrir fimm árum að hún flutti til Reykjavlkur og fór að vinna á lögfræðiskrifstofu Vilhjálms Arnasonar. — Mig hefur undir niðri alltaf langað til að læra meira. Þegar ég lauk landsprófi hraus mér hálfpartinn hugur við að vera fyrstfjögur ár fjarri heimili minu i menntaskóla og svo ef til vill annað eins eða meira i háskóla- námi. Úr varð þvi að ég valdi tveggja ára verzlunarmenntun i Samvinnuskólanum að Bifröst. Ég sé heldur ekkert eftir þessu, þvi að ég hef ekki siðri áhuga á námi nii, en begar ég var yngri. En óneitanlega er mikill munur á möguleikum fólks til náms eftir þvi hvar það á heima á landinu. — Voru þessi 3 1/2 ár ekki erfið, að stunda nám samhliða vinnu? — JU, vissulega er þetta erfitt. Það skyldi enginn halda að þetta sé eitthvað, sem maður hleypur i. Kennslan i öldungadeildinni er geysilega góð, og án hennar álit ég að þetta væri ekki hægt. Við fengum helmingi færri tima I námsgreinunum en reglulegir nemendur skólans, svo yfirferð er hröð. Hvað mér sjálfri viðvikur var mikil hjálp I þvi hve mikill velvilji og skilningur rikti á vinnustaðn- um gagnvart námi minu. Ég fékk stundum fri til að lesa fyrir próf ef ég var i timaþröng, allt upp I tiu daga. Eins fékk ég að fara kl. 3 slðdegis tvo daga I viku eina önn- ina, en þá sótti ég tima I stærð- fræði með reglulegum nemendum skólans. Það var skemmtilegt að eiga þess kost að kynnast lfka skólallfinu með þeim. — Fannst þér munur á þessum nemendum og „öldungunum" i náminu? — Nei, og ég kunni jafn vel við mig á báðum stöðum. Stundum er talað um að fullorðið fólk sé ein- beittara og stefnufastara i námi. Mér finnst ekki vera hægt að al- hæfa þannig. Margt ungt fólk er afar duglegt og eins þeir full- orðnu. Ég er á móti þvi að skapa kynslóðabil með svona tali. Hins vegar tel ég mig taka námið öðru visi eftir að vera búin að stunda vinnu þetta lengi. Ég tek það miklu meira sem vinnu, eitthvað sem þarf að gera, heldur en ég hefði gert þegar ég var yngri. — Vinnudagurinn hefur trúlega verið langur hjá þér? — Það var svolitið breytilegt. Ég var ekki alltaf á hverjum degi I skólanum. 1 öldungadeildinni eru alltaf tvær samfelldar kennslustundir i hverri grein. Tlmar hófust kl. 5.20 og stóðu til 10.30 og alla laugardaga kl. 1.15-6 slðdegis. Hver einstakur var að sjálf- sögðu ekki alltaf I tlmum. Eftir áramót i vetur var frekar rólegt hjá mér, ég hafði lokið það miklu af náminu, og ég var aðeins þrjá daga i viku f skólanum. En einn daginn var ég alveg frá 5-10. I fyrravetur var ég hins vegar alla daga I tlmum. — Og hvenær lastu? — Ég reyndi að lesa um helgar. Þegar ég var mikið I skólanum las ég ekki, t.d. aldrei neitt þegar ég var I tlmum til hálf ellefu. Konur, sem langaði til að læra á sinum tima — Hvað voru margir við nám I öldungadeild i vetur? — Um 350 manns og konur I meirihluta. — Heldurðu að skýringin sé sU, að konur hafi siður hugsað út I að afla sér starfsmenntunar á unga aldri en karlar? • — Það kann að vera. Og einnig sú, að þegar fólk sem nU er 35-40 ára vár I menntaskóla voru karl- ar þar I miklum meirihluta og hugsunarhátturinn var slikur, að það þótti sjálfsagt. Ég held að nú sé mikið af konum, sem höfðu I raun og veru hug á og hæfileika til þessa náms að láta verða af framkvæmdum. — Er ekki þreytandi að stunda kyrrsetuvinnu og sitja svo á skólabekk að vinnudegi loknum? .— JU, að visu. Þó held ég að þetta sé allra erfiðast fyrir hUs- mæður með ung börn. Það hlýtur að vera vandi fyrir þær að skapa sér næði til að lesa. Eins virðist mér kvæntir karlmenn, sem stunda fulla vinnu, eiga erfitt um vik að stunda þetta nám. Það er sjálfsagt ekki gott fyrir þá að hafa sama og engan tima aflögu handa fjölskyldu og heimili. — Stunda ekki konur, sem hafa heimili og vinna lika úti þetta nám? — Jú, þess eru dæmi. Ég dáðist mjög að dugnaði einnar konunn- ar, sem var að ljUka náminu nU I vor. Það var þýzk hUsmóðir með sex börn öll innan fermingar. önnur hUsmóðir, sem vinnur uti, var líka að ljUka og hUri ttík stUdentsðróf bæði á nýmálasviði og náttUrusviði. Það eru lika ófá börnin, sem hafa fæðst inn i deildina, ef svo má segja, og mæðurnar hafa haldið áfram náminu. — Finnst þér konur almennt hafa hug á þvi að afla sér starfs- réttinda? — Áreiðanlega hafa margar konur mikinn áhuga á þvi, enda er það ekki sizt mikilvægt I nU- timaþjóðfélagi, að konur hafi at- vinnuréttindi, en séu ekki alveg sjálfskipaðar I nokkrar atvinnu- stéttir. Ég álit það mjög mikils virði, að konur afli sér sem fjöl- breyttastrar menntunar svo að það leggist alveg niður að tala um ákveðnar stéttir sem kvenna- stéttir. Ég tel æskilegt að þær menntistá unga aldri, en betra er seint en aldrei! — Hafðirðu tima fyrir nokkur önnur áhugamál, en námið? -i- Ég reyndi að stela mér tima til ýmislegs. En ég hef ekki getað haft eins mikið samband við kunningjana og mig hefði langað til. Og óneitanlega dró maður Ur skemmtánallfinu. Áhuginn á raungreinum varð ofan á • — ÞU ert ekki að hugsa um ?ð læra lögfræði? Hefurðu nokkuð fengið bakterfuna á lögfræðiskrif- stofunni? — Upphaflega var ég mikið að hugsa um það. En nU hefur áhug- inn breytzt. Ég tók stUdentspróf á náttUrusviði og áhugi á raungrein um hefur orðið ofan á. En ég er ekki fullráðin i hvaða grein ég tek fyrir. Mest dálæti hef ég á stærð- fræði. — Og þU ætlar i háskólanám I haust? — Ég býst við þvi. Þá reyni ég sennilega að minnka við mig vinnu. En ég býst við að fyrsta árið verði erfiðast fjárhagslega, þegar skattarnir miðast við tekj- ur fyrra árs og námslán fást trU- lega ekki vegna þeirra. Mig lang- ar raunar til að reyna að vinna eitthvað með námi. Guðný Björnsdóttir. — Finnst þér ekki eins og þú sért laus úr prisund eftir þessi 3 1/2 ár? — JU, nU ætla ég að hafa það gott og reyna að hreyfa mig sem mest. 1 sumarleyfinu ætla ég austur á land og geyma allar sólarlandaferðir. TlmamyndRóbert — Það er nU svo, segir Guðný, — að þótt ég hafi verið bundin yfir bókunum þessi ár, þá hafði ég það mikla ánægju af þessu að það kom eiginlega aldrei til mála að hætta. Og svo kynntist ég mjög góðu fölki I „bldungadeildinni". SJ Skoðið húsgagnaúrvalið* - það er hvergi meira - og verðið er við allra hæfi. Við bjóðum siaðgreiðslu afslátf eða JL-kaupsamninga. Aðeins 1/4 hluti sem útborgun og eftirstöðvarnar eigið þér kost á að fá lánaðar til allt að 18 mánaða. KOSTA KJÖR Opið tilki. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum 28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild 28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.