Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 8. júní 1975 TÍMINN 9 Það getur verið árangursríkara fyrir þig til þess að grennast, að vita hvenær, hvað og hvers vegna þú borðar, og reyna síðan að breyta þessum matarvenjum, heldur en að fara í strangan matarkúr. Þetta kallast að breyta um lífsvenjur, og það getur hentað þér hagaö þvi eftir því sem mér sjálfri sýnist, og skipulagt matinn að vild. Lois fór að kenna hluta úr degi hverjum, og ml tekur hún meö sér brautbita og kaupir sér svo ofurlitinn poka með frönskum kartöflum, og borðar þetta I skólanum. Hana hafði aldrei grunað, að hægt væri aö tak- marka kartöfluátið við þessar fáu flögur, sm I pokanum eru,' áður var hún vön að borða margfalt meira magn. Nú veit hún lika hvað það er að vera svöng, og langa til þess að borða. — Þegar ég var stöðugt að borða, segir hún — var ég aldrei svöng, svo ég vissi aldrei hvort ég var södd eða ekki. Nú er svo komið, að ég lýk ekki alltaf af diskinum mlnum, og sleiki ekki salatiö, sem ef til vill rennur út af brauöinu minu. Ég skil það bara eftir. Það þurfti töluvert átak til þess að ná þessu stigi. Hvernig gerist þetta Lois fékk kjarkinn með aðstoö sex annarra feitra manneskja, sem voru I sama hópi og hún I há- skólanum. Hópmeðferð hefur mikið að segja, en háskóla- mennirnir hafa beitt öðrum að- ferðum lika, sem ekki eru siður árangursrikar. Dr. Levitz og Dr. Jordan byrja með þvi að láta fólk bókfæra ná- kvæmlega allt, sem það borðar heima hjá sér og annars staöar I eina viku. Skrifa ber niður hvenær, hversu mikið, og hvar, hversu oft og með hverju borðað er, og einnig hvernig fólki liöur, þegar það borðar. Þessi skýrsla mun gefa ljósa mynd af vandam. viðkomandi persónu. Borðar þú allan daginn, allan eftir- miðdaginn, eða aðeins seint á kvöldin? Borðar þú geysimikið á máltiðum, eða ertu alltaf að fá þér eitthvað smávegis? Borðar þú til þess að losna við leiðindi, eða spennu? Kona nokkur hélt þvi fram, að hún borðaði vegna þess að hún væri svo taugaveikluð, en svo kom I ljós, eftir þvi, sem hún hafði skrifað niður var það ekki nema i tvö skipti af tuttugu og fjórum skiptum, að hún væri i æstu skapi, þegar hún borðaöi. Það er mjög þýðingarmikið aö skrifa niður, hvað þú borðar, svo lengi sem þú villt léttast. Það er ekki aðeins til þess að sýna þér, hvar skórinn kreppir, heldur verður átið einnig meðvitað, en ekki ósjálfrátt eins og það hefur eflaust áður verið. Engar venjur eru i sjálfu sér slæmar, segir dr. Levitz. Það slæma viö að fá sér kaffi og vinabrauð siðdegis er aðeins það, að þá hefur þú ef til vill innbyrt of margar hita- einingar þann daginn. Þegar búið er að finna hvað er að, er um að gera að snúast gegn vandanum og yfirvinna hann. Hér eru nokkur atriði, sem vert er að hafa I huga: Þegar þú ferð á fætur á morgnana er gott að skrifa niður, hvað og hvenær þú ætlar þér að borða. Maður á að boröa af yfir-. lögðu ráði. Séttu þér timatöflu, og farðu eftir henni. Ef þú hefur ákveðið að borða kl. 3, þá gerðu það alls ekki fyrr en kl. þrjú, hvort sem þú ert svangur eða ekki. Þú skalt aðeins boröa á einum stað I húsinu. Hættu að borða fyrir framan sjónvarpið eöa inni i stofu. Borðaðu alltaf sitjandi. Ef fólk sezt niður og borðar i stað þess að gripa eitthvað standandi fyrir framan Isskápinn verður þaö til þess að það gerir sér mun betur grein fyrir þvi aö verið er að borða. Það veröur ómögulegt að losna við allt, sem er girnilegt, af heimilinu, nema þvi aðeins að þú búir einn eða einsömul. Þess vegna er gott að fara ekki svang- ur i innkaupaferðir, þvi að þá verður freistingin til þess að kaupa enn meiri. Þú skalt ekkert vera að skjóta þér undan að kaupa is ef þig langar til þess að hafa is i eftir- rétt. Keyptu bara ekki eins stóran pakka og þú ert vön. Ef ein- hverjar leifar verða eftir veizlu hjá þér þá gefðu þær einhverjum grönnum gesti, en hámaðu þær ekki I þig sjálf. Gættu þess að geyma allt góðgæti efst I hillunum og aftast i eldhússkápnum. Þér er siður hætta búin, ef smákökurnar eru i lokaðri dós fyrir aftan alls konar annað dót i skápnum heldur en ef þær standa i skál á eldhús- borðinu. Þú ættir að gæta þess, að fara ekki fram hjá uppáhalds- bakarlinu á leið þinni heim, og fara heldur aðra leið, þótt hún sé kannski ofurlitið lengri. Og úr þvi við erum að tala um að komast hjá ákveðnum hlutum, þá er rétt að reyna að halda sig utan eldhússins eins mikið og mögulegt er. Mikil áherzla er lögð á það I há- skólanum, að leita einhvers annars I staö þess að snúa sér að þvi að borða. Eins og fram kom i dæminu um Lois Battles er þaö mjög þýðingarmikið aö breyta lifsvenj- um sinum, eftir þvi sem nauðsyn krefur i hverju tilfelli, og þegar hættan á þvl að borða er mest. Þeir, sem vanir eru að borða \ vegna leiðinda, er bent á að finna sér einhver ný áhugamál. Dr. Levitz ráðlagði t.d. einni konu að fylla kökuboxin af miöum yfir verkefni, sem hún gæti helgað sig. Þegar hún yrði svöng, ætti hún að stiga hendinni niöur 1 boxið og grafa upp eitthvert verk- efni,sem hún hefði löngun til þess að vinna. Hann benti öðrum á handavinnu, garðyrkjustörf, fOFÖubað, hvað svo sem verkast vildi — annð en að borða. Nýtt skipulag. Og svo er það máltlöin sjálf. Þar verður aÓ breyta ýmsu. Þú verður að setjast nióur, slaka á og fara þér hægar. Þú verður að læra að máltiöin er athöfn, sem gott er að venja sig á að fari fram á vissan hátt. Áður en þú byrjar að borða er rétt að sitja ofurlitla stund með matinn fyrir framan þig. Það veröur til þess að þú hættir að ráðast á matinn um leið og þú sérð hann, og þú getur þjálfaö upp mótstöðu gegn matnum. Meö þvi aö fara þér hægar hef- ur þú matinn lengur á tungunni, og nokkur stund liður áður en þú setur næstu munnfylli upp I þig. Þú skalt skera ailt sem þú borðar niður I litla bita. Ef mat- urinn er skorinn niður i smábita og hans neytt á þann hátt, veitir það meiri fullnægingu, heldur en ef hann er gleyptur I stórum stykkjum. Það er gott að skammta á diskana i stað þess að hafa fötin á borðinu, þannig borðar maður minna. Svo verður að taka allt af borðinu jafnóðum og búið er að boröa, til þess að ekki sé hætta á að einhver fái sér aukabita svona i lokin, og standa svo strax upp á eftir. Það getur lika verið gott ráð að nota mæliskeiðar og bolla, þegar maturinn er skammtaður, það getur verið erfitt að gera sér grein fyrir þvi, hversu mikið er skammtað að öðrum kosti. Og siöast, en ekki sizt. Skildu alltaf ofurlítið eftir á disknum þinum. Maginn en ekki tómur diskur, eiga að segja til um, hvenær máltiðinni á að ljúka. Auðvitað verður að draga úr matnum, ef fólk ætlar sér að grennast. Hversu mikið, fer eftir þvi, hve mikið fólk hreyfir sig eða vinnur. Rannsóknir sýna, að feitt fólk hreyfir sig mun minna en það granna. Pamela Levin fo‘r ekki að fara I hjólreiðaferðir fyrr en hún haföi losnað við 40 pund. Hún kunni ekki við það, og þar að auki var hún allt of löt til þess að nenna þvi. 1 Pennsylvania-háskóia er mikil áherzla lögð á aukna hreyfingu, en þar eru menn þó ekki hvattir til þess að þjóta strax af stað og fara i leikfimi. Þeir hve.tja menn fremur til þess að auka þá hreyfingu sem folk þegar hefur smátt og smátt og lengja útivistartimana. Þú skalt leggja þig heldur meira fram við aö ryksuga og ljúka við að ryksuga teppið á mun styttri tima en þú hefur gert áður. Faröu upp stigana hvenær sem þú getur, og notaðu heldur salernið á efri hæðinni heldur en gestaklósettið, ef þú býrð I húsinu, þar sem um slikt er að ræða. Þegar þú ferð I bilnum til þess að gera stór- innkaup fyrirhelgar, skaltu leggja bilnum eins langt frá verzlunardyrunum og hægt er. Gangan er bezta hreyfingin sem þú getur fengið. Þeir sem fara i strætisvagni ættu að byrja á þvi, að fara úr vagninum einni stöð fyrr en þeir hafa gert til þessa. — Einföld hreyfiaukning, sem þessi getur orðiö til þess aö þú eyðir 200 hitaeiningum umfram það sem þú hefur áður gert, segir dr. Jordan. — En sé litið á þessa aukningu yfir heils árs timabil, jafnast það á við 10 pund. Til þess að finna, hversu margar hita- einingar þú notar dag hvern getur þú beitt aðferð bandarisku lækna- samtakanna, en þau segja, að fyrir hvert pund eyði maður 15 hitaeiningum á dag. Ef um konu er að ræða, sem vegur 125 pund, þarf ekki aö búast við að hún léttist ef hún boröar meira en 125 sinnum 15, eða 1875 hitaeiningar á dag. Kosturinn við að hreyfa sig er sá, að þá leyfist þér aö neyta ofurlitið meiri matar en ella segir dr. Jordan, svo fremi þú brennir þvi sem umfram er. Þetta hljómar allt ofur einfald- lega. 1 raunveruleikanum er þetta erfitt, en mögulegt. Og hinn óttalegi sannleikur er, aö það er ekki hægt að fara I neinn þann megrunarkúr, sem losar mann við umframkilóin, og kemur I veg fyrir að þau komi aftur. Þú verður aö læra að borða á annan hátt, en þú hefur gert fram til þessa, og að þola svengdina. Þaö er ekki þar með sagt, að þú þurfir að láta þér þetta hvort tveggja vel lika. (Þytt og endursagt FB) IIMf Of EATiNG TIMf Of 1ATING 'Í—t "t~t * •* i * * * t' 1' —|—j—*• r4"? “t" 1" í* • 4 ^ ’■ * * 4 t :;: ^ : iinHD q±jái - i ! ■ — ''mSi ‘filií Á þessari töflu sjáið þið hvenær dagsins þær Pamela (t.v.) og Lois (t.h.) boröuöu, en tafian nær yfir tveggja vikna tima hjá hvorri þeirra. Efri tafian sýnir fyrstu vikuna á námskeiöinu, en sú neöri er yfir 20. vikuna. sem þær tóku þátt i megrunarnámskeiöinu. Þarna kemur greinilega fram, aö Pamela át ailan daginn, en Lois át stanziaust frá hádegi og fram til klukkan 8 aö kvöldinu. t lok 20. viku vóru báöar kon- úrnar farnar að boröa þrisvar á dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.