Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 22. jiiní 1975.
TÍMINN
Japanir kvik-
mynda sovézkt
kjarnorkuver
Japansk sjónvarp ætlar að gera
kvikmynd um stærsta kjarna-
orkuver Sovétrik janna,
Novooronesjöorkuverið, sem er
um 50 kilómetrum fyrir sunn-
an Moskvu. Það er einkum
smiði nýs milljón kílówatta raf-
als, sem Japanir hafa áhuga á.
Þegar hann er kominn i gagnið,
getur orkuverið framleitt 2,5
milljónir kílóvatta. Þetta er
fyrsta kjarnaorkuverið, sem
getur framleitt ódýrara raf-
magn en varmaorkuverin. Full-
komlega er séð fyrir öryggi
starfsfólksins og verndun um-
hverfisins. Japönsku kvik-
myndatökumennirnir munu
einnig lýsa daglegu lifi starfs-
fólksins og umhverfi orkuvers-
ins. I Sovétrikjunum eru nú tiu
kjarnaorkuver þegar tilbúin eða
I byggingu. Samanlögð fram-
leiðslugeta þeirra mun á þessu
ári komast upp i 7,2 milljónir
kflówatta.
Storkur
á spítala
Storkur kom fljúgandi til Elsass
i desember sl. Það er svo sem
ekkert merkilegt við það, að
vita af stork'i fljúgandi á þessum
slóðum, þar sem storkar eiga
sér einmitt varpstaði i Elsass,
aðallega i reykháfum t.d. i
Strassborg. Þeir koma á hverju
ári frá Afriku til Elsass til þess
að verpa. En storkurinn sem
hér um ræðir kom ekki fljúgandi
„fyrir eigin vélarafli" eins og
þar stendur, heldur kom hann i
flugvél, og var á leiðinni á
storkaspitala. Þetta var kven-
fugl, sem heitir Rosalie. Hún
hafði fallið úr hreiðri sinu i
Strassborg fyrir nokkrum ár-
um. Fjölskylda Leopolds nokk-
ur Bozec tók hana að sér, en sið-
an fluttist fjölskyldan til Paris-
ar, og tók Rosalie með sér.
Rosaliefékk tjörn I garði Bozec-
fjölskyldunnar til eigin afnota
og upphitað herbergi til þess að
dveljast i á veturna, svo hana
langaði ekki eins mikið til heim-
kynnanna i Afriku. En svo gerð-
ist þaö dag nokkurn, að Rosalie
lenti I rifrildi við hund fjölskyld-
unnar, sem beit af henni næst-
um allan gogginn. Eftir það
varð fólkið að gefa henni að
borða, þvi hún gat ekki náð til
sin fæðunni af eigin rammleik.
Svo frétti Bozec að I Strassborg
væri dýralæknir, sem hefði sér-
hæft sig i storkalækningum.
Þess vegna var það, sem
Rosalie kom fljúgandi i flugvél
til Elsass, en þar var meiningin
að hun fengi gervigogg úr plasti.
Nýjar upplýs-
ingar um
jaroskorpuna
Rannsóknir, er gerðar hafa ver-
ið allt niður á sex kildmetra dýpi
undir yfirborð jarðar i tengslum
við jarðgaslindirnar miklu við
Sjatlik i sovétlýðveldinu Turk-
menlu, hafa aflað nýrra upplýs-
inga varöandi gerð jarðskorp-
unnar. M.a. hefur fundizt sönn-
un fyrir þeirri kenningu
sovézkra vlsindamanna, að gas-
lindirnar við Sjatlik hafa mynd-
azt þannig, að gasið hefur stigið
upp úr dýpri lögum, sem I eru
leifar fortíðarjurta og -dýra. í
sömu átt bendir lega jarðlag-
anna, sem hafa misgengið við
voldug umbrot i jörðinni. Vis-
indamennirnir telja, að gasið
hafi þrengt sér upp I gegn um
sprungur og rifur en lokast inni I
nokkurs konar jarðvatnsgildru.
Hressingardvöl barna
í Skógaskólum
I
Koze-Lukati Skógaskóli i
Estonia, einn af sjö stofnunum
þeirrar gerðar, sem ætlaðar eru
lasburða börnum, er staðsettur
við bugðu á ánnni Pirita, ekki
langt frá höfuðborginni Tallin.
Skólanemendur sem þjást af
sjukdómum i öndunarfærum,
eru send á þetta barnaheilsu-
hæli skv. tilvisun lækna. Dvöl
barna á þessu hæli, sem jafn-
framt er skóli, er þeim að
kostnaðarlausu, þótt uppihald
og læknismeðferð kosti yfir
1000 rublur á ári fyrir hvert
barn.
Reglur skólans eru þessar
venjulegu: Fótaferð, morgun-
leikfimi, morgunmatur,
kennslustundir. En svo framar-
lega sem veður leyfir verða
börnin að fara i gögnuferð á
morgnana og anda að sér fersku
lofti. „Náttúrulækningar" eru
aðallega notaöar i skólanum. Og
einnig strangt eftirlit með fjör-
efnaauðugri fæðu. Meðul eru
aðeins notuð til að styrkja llf-
færakerfið. Börnin eru undir
stöðugu eftirliti.
A hverju ári eru um 200 börn
sér til heilsubótar I Koze-Lukati
Skógaskóla.
<fc