Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Sunnudagur 22. júni 1975. [ "•¦) ||. ¦¦¦¦![ HI..1 Illll "' I Anna prinsessa fékk kalt og óþrifalegt bað > Eins og allir vita er brezka prinsessan dugmikil hestakona, og tekur oft þátt I kappreiðum meo færustu knöpum heims. A meðfylgjandi mynd fór samt heldur illa, því ao hestur önnu prinsessu hikaöi við hindrunina og féll hún i vatniö. Þetta var i hindrunarkappreiðum i South Wiltshire. önnu prinsessu og hesti hennar hafði gengið vel i hlaupinu, en þegar kom að 17. hindruninni, sem var við ána Avon, þá gerðist þetta óhapp. Sem betur fór varð hvorki hesti eða reiðmanni meint af volkinu, og voru bæði jafngóð eftir að þau höfðu verið þurrkuð og nudduð, en áin Avon var mjög köld, er þetta gerðist. Prinsess- an tók þessum atburði með miklu jafnaðargeði, og sagði að sliku baði mætti alltaf búast við i kappreiðum sem þessum. Þrekmælingar gefur hjartasjúkling- um viðvaranir með klukku * • Volga verður hrein Hópur sérfræðinga, sem rann- sakað hafa vatnið i nær allri Volgu, hefur komizt að raun um aö vatnið hefur hreinsazt mjög verulega. Eftir að yfirvöldin settu i marzmánuði 1972 strang- ar reglur til að vernda vatnið i ánum Volgu og Úral gegn óhreinindum, hafa fyrirtæki við árnar, sem veita úrgangsvatni i þær, komið upp betri hreinsun- artækjum, sem hafa reynzt hæf til að leysa málið. Þetta vasaúr segir eigandanum ekki hvaðrétt klukka er. úrið er til þess að þeir, sem i hjólastól sitja, geti mælt hve mikla áreynslu þeir þola, án þess að eiga á hættu að fá hjartaáfall. Það mælir áreynsluna og gefur viðvörun. Areynsluþol er breytilegt eftir einstaklingnum, aldri og ýmsum kringumstæð- um. Og þá nægir að lita á úrið og sjá, hvort hreyfingaráreynsla er mátuleg, hvorki of né van. A kvöldin eða um helgar getur sjiiklingurinn safnað birgðum af i þreki og skipt þvi niður á viku- dagana. Þrekmælirinn, sem er vestur-þýzkur að gerð, hefur nú þegar verið reyndur af 30.000 manns á heilsuhælum og i heimahúsum. Með þvi að fara eftir forskrift, geta sextugir hjólastólasjúklingar náð árangri fertugs fólks og liðið vel. Sjónvörp fyrir aldraða Dagblöð i Paris hafa tekið upp á þvi að safna gömlum sjónvörp- um, sem þó eru enn nothæf og gefa þau gömlu fólki, sem ekki hefur ráð á að kaupa sér ný sjónvörp. Aðallega er reynt að fá sjónvörpin hjá sjónvarpssöl- um, sem oft á tiðum taka notuð tæki upp i ný, og er það nokkurs konar dulbúinn afsláttur. Sfðan er ef til vill ekki auðvelt að selja gömlu tækin, og þá er þeim hent. Þá hafa dagblöðin einnig verið að reyna að fá stjórnvöld i Frakklandi til þess að lækka eða fella niður sjónvarpsafnotagjöld fyrir gamalt fólk, sem ekki á miklar eignir, eða getur unnið launuð störf. DENNI DÆAAALAUSÍ í Vertu fljót. Diddi blður. Þú gætir þó að minnsta kosti sagt honum, að ég hafi þurft aö bregöa mér frá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.