Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 22. júni 1975. 12*^111?****^' ¦ ** Frá Hvltanesi — þokubönd I hllðum Skriðufells. Páll Jónsson unnar til þess að finna saman- burð. 1 Brunnum verður áleitin myndin af Jónasi, þegar hann áði héreinn um sumarnótt, eftir ferð i kringum Skjaldbreið. Það verð- ur honum þakkað alla daga, á meðan töluð verður sú tunga, sem honum var eftirlátari en flestum öðrum mönnum, áður og siðan. En við ætluðum vist að halda á- fram norður á Kaldadal. Þarna yddirá Strútinn og Baulu og fleiri fjöll, sem kalla á þann, er hefur átt þau að vini, þegar hann var ungur. Það er enn blæjalogn og rykmekkir frá bilum sjást norður um Kaldadal. Hér skulum við snúa við i þetta sinn og halda suð- ur að Reyðarvatni, sem héðan að sjá hjúfrar sig upp að hliðum Þverfells. Þangað erum við kom- in að afliðandi hádegi og tjöldum á mosaþembu skammt upp frá vatninu. Hér er margt fólk sam- ankomið og mörg tjöld við vatnið. Sumir eru með einhverja veiðitil- burði, en gengur misjafnlega. Við fáum lánaðan bát hjá veiðiverði, en þar sem ekkert aflast, er ferð- inni snúið upp i flakk og stefnt að ströndinni norðanvert við vatnið, þar sem Fossá rennur i það. Þar, á dálitlum hól, eru rústir af gömlu eyðibúi frá þvi um miðja 19. öld, ef ég man rétt. Fagurt er hér á sumardegi, en tæplega að sama skapi busældarlegt, enda hélzt hér ekki lengi byggð. Þeir, sem héldu hér siðast úr hlaði, urðu seinna gildjr bændur að Skógum i Flókadal og þóttu meira en meðalmenn til allra góðra hluta. //Þvæ ég mér í dögg..." — Og nú þurfum við auðvitað að fara að taka á okkur náðir, þvi við höfum lagt langa leið að baki — Já, og minningin um næsta morgun mun verða okkur minnis- stæðust alls frá þessari ferð. Við vöknum fremur snemma og litum til veðurs. Enn er blæjalogn, en þoku hefur slegið yfir um nóttina, svo að tæplega sást til næstu tjalda. Enn var ekki hægt að segja að hlýtt væri i veðri, en brátt fór að grisja i þokuna og sjásttilsólar. Jóklar og fjöll byrj- uðu að spegla sig i vatninu, fyrst með þokuböndum i hliðum og fis- léttum bólstrum hér og hvar, en loks var allt orðið himinbjart og hreint. Gamalt stef finnst mér lýsa bezt þessari stund: Þvæ ég mér i döggu og i daglaug, og i brunabirtu þinni, drottinn minn. — Nú er sumar og allir á ferð og flugi. Hvert heldur þú að þú leggir leið þina að þessu sinni? — Ætli ég byrji ekki á þvi að bregða mér norður i Skagafjörð, norður að Hraunum. Helzt vildi ég það. Annað er ekki ákveðið, en þó hef ég verið að hugsa um ferð á Fjallabaksveg syðri, og verja til þess fáeinum dögum. Þangað liggja ekki margra leiðir, en þar er ákaflega margt fallegt og verðugt þess að vera skoðað gaumgæfilega. Svo þykir mér trúlegt að ég leiti á einhverja af- skekkta staði, þar sem ekki eru margir á 'ferð. Mér þykir ákaf- lega gaman að fará um eyði- byggðir, eins og' til dæmis Hval- vatnsfjörð og Flateyjardal, — en ekki veit ég hvort af þvi verður á þessu sumri. —VS. Rústir eyðibýlis við Reyðarvatn. Jeppa og Dráttarvéla hjólbaroar VERDTILBOD________ 9/*dekkjiim IWdtkkji 600-16/6 ET 1 m/slöngu Kr. 7.180,- 6.820,- 6.470,- 650-16/6 ET 1 m/slöngu — 7.650,- 7.270,- 6.890,- 650-16/6 NT 6 m/slöngu — 7.750,- 7.370,- 6.980,- 650-16/6 TP 7 m/slöngu — 7.290,- 6.930,- 6.561,- 750-16/6 TP 7 m/slöngu — 8.695,- 8.260,- 7.830,- 750-16/8 ET 1 m/slöngu — 11.580,- 11.000,- 10.430,- TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ A ISLANDIHÆ AUÐBREKKU 44 - 46 SÍMI 42606 H&cuvum w \ » BILAVARA- * HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR FLESTAR GERÐ5R ELDRI BÍLA Ódýrt: öxlar vélar gírkassqr drif hásingar fjaðrir Kálfastrandarvogar. öxlar henlugir i aftunlkcrrur bretti hurðir húdd rúður o.fl. ..... ... ...,¦¦¦¦ BILAPARTASALAN Hötðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 Jaugardaga. I í •»¦»•»¦»»¦»¦» Séð yfir Reyöarvatn. Botnsúlur og Hvalfell I baksýn. ¦•¦ •« ¦T-rWW

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.