Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 22. júni 1975. Frægasta leikkona heims Liv Ullmann er likt við Grétu Garbo, hún er kölluð mesta leikkona nú á dögum. Frumraun hennar á Broadway sem Nóra i Brúðuheimilinu hlaut frábæra gagnrýni. Blaðamenn sitja um hana, svo hún varð að flytja af hótelinu, sem hún bjó á til að fá vinnufrið. Þegar þessi grein var skrifuð átti hún að fara að leika i nýrri Berg- mannsmynd i Stokkhólmi viku siðar. Þennan hvassviðrisdag I New York á mótum 64. götu og Broad- way, hefði enginn þekkt hana þar sem hiin kom aðvifandi klædd I siðbuxur, refaskinnsjakka, með dökk gleraugu og rauða prjóna- húfu. Þetta var óþekkt kona á götu I 10 milljón manna borg. Engum kemur til hugar að hér sé hún á ferð á leið á sfðdegissýn- ingu I Vivian Beaumount leik- hUsinu. Einmana rithandasafnari tók ekki einu sinni eftir komu hennar. Þetta er Liv Ullmann, leikkon- an, sem allur heimurinn talar um. Henni er likt við Grétu Garbo, Marlon Brando og Kat- herine Hepburn. Enginn leikari hefur náð annarri eins frægð og hún siðustu ár. LeikhUsgagnrýn- endur New York borgar kné- krjUpa henni allir, og kalla hana mestu leikkonuna nú. Isblá augu hennar blasa við milljónum manna á forsiðu fréttatímaritsins Newsweek og inni i blaðinu er grein um „Hvernig Liv sigrar alla". Hún er fyrsti Norðmaður- inn, sem Newsweek gerir svo vel við, en Liv hefur lifað slikt áður. Fyrir tveim árum var svipuð for- slðugrein um hana i Time, sem nær til enn fleiri lesenda. HUn á eftir að leika I eina viku sem gestur i Vivian Beaumount leikhUsinu, en leikur hennar i BrUðuheimilinu er mjög llklega mestileiksigur, sem unninn hefur verið I Lincoln Center I sigildum verkum. Það ötrUlega átti sér stað — þegar það fréttist að leik- hUskonungurinn Joseph Papp hefði tryggt sér Liv Ullmann i hlutverk Nóru, myndaðist strax röð við miðasöluna. Þegar æfing- ar voru að hefjast var uppselt á allar sýningar i 40 daga. 75.000 mannshafa séðhana leika þessar sex vikur, 25.000 urðu frá að hverfa. Ekki slæmt þegar haft er I huga að fyrir 17-18 árum stóð hUn Utifyrir LeikhUsskólanum i Osló og grét — þvl stjórn skólans taldi hana skorta hæfileika. 1680 Conta Byggeselskab A/S, sem er stærsti framleiðandi einingahúsa í Danmörku getur nú boðið Islendingum ibúðarhús, sem sérstak- lega eru gerð með íslenzkar aðstæður í huga. Stærðir frá 97 fm til 220 fm. Við bendum sveitarfélögum sérstaklega á 106 fm húS/ sem passa i leiguíbúðakerfi rikisins. Uppsetningatími er stuttur og verðið hagstætt. Skólanefndir, sveitarfélög, fáanlegar eru til- búnar skólastofur með stuttum fyrirvara. Þá framleiðir Conta einnig dagheimili, vöggu- stofur, skóla, skrifstofur, hótei, mötuneyti, samkomuhús, vinnubúðir fyrir verktaka og margt fleira. Conta-umboðið Skúlagötu 63 — Simi 28240 P.Box 634 — Reykjavik Nora yfirgefur brúouheimilio: Liv UUmann og Sam Waterston (hann lék Nick I Great Gatsby) Elt á röndum Gagnrýnendur segja ,,HUn af- hjUpar Nóru, rós sem blómstrar eftir langan vetur"....,,Ullmann skapar Nóru með látlausum hæfi leikum slnum...", „sýning sem býr yfir siðferðisstyrk..." Blaðamenn i New York elta hana á röndum. HUn flutti Ur Pierre hótelinu á Manhattan og leitaði hælis I IbUð nálægt Central Park. Þegar ég ræði við hana i bUn- ingsherbergi i Vivian Beaumont leikhUsinu, er hUn að koma úr sturtu, eftir að hafa leikið Nóru I þrjá klukkutíma. Roy Helland, sem er af norskum ættum, er að greiða henni fyrir næstu sýningu eftir tvo tima. Kvöldið 20. aprfl kveður hUn Broadway og áhorfendaskarann, sem þar hefur hyllt hana. HUn hefur „verið" Nóra I sex vikur, gert hana að hluta af sér. HUn lýs- ir Nóru eins og sjálfri sér: Ég fer af þvl að ég hef uppgötvað sjálfa mig, hvað ég ætti að vera... En Nóra hverfur Ur hug henni þegar tjaldið fellur að loknu BrUðuheimilinu i Beaumountleik- hUsinu. ,,Erfiðasta hlutverkið, sem ég hef leikið" Næsta kvöld flýgur hUn til Stokkhólms og Ingmars Berg- mann og verður ný kona — kona, sem ætlar að fremja sjálfsmorð. HUn kemur mátulega til að reyna bUningana I „Andliti til andlitis", eins og nýja sjónvarpsmyndin eftir Ingmar Bergmann á að heita. Liv leikur sálfræðing, sem reynir að fremja sjálfsmorð — og verður að byggja upp nýtt llf — á taugadeild. —Erfiðasta hlutverk, seméghef fengið,segirhUn. Áður taldi hUn hlutverk sitt I kvik- myndinni Persóna erfiðast — hUn sagði ekki eitt einasta orð I hlut- verki leikkonunnar frægu, sem hafði Utilokað sig frá umheimin- um. Liv hefur aldrei fengið fleiri hlutverk, en þetta ár, sem hUn hefur fengið verðlaun gagnrýn- enda I New York fyrir Atriði úr hjónabandi, sem sýnd hefur verið I 23 vikur i kvikmyndahUsum i Bandarikjunum og aflað 400 milljóna króna hið minnsta. Erland Josephson og Liv sýndu sinn bezta leik, og fólk fann það. Þannig erum við, þannig eða ekki. Eftir „Andliti til andlitis" leikur Liv aftur með Erland Josephson. En ekki undir stjórn Bergmanns I þetta sinn, heldur Danans Henn- ing Moritzen I Pygmalion, sem verður leikinn I Stokkhólmi. Æfingar hefjar I julí. — Ég hlakka til þess, segir Liv. — Moritzen er ekki leikstjóri, sem horfir á klukkuna og vill fara heim kl. fjögur. Hann heldur áfram þangað til hann er ánægð- ur. Ekki hvað sem er Liv er orðin tortryggin gagn- vart lélegum og sæmilegum verk- um. Það lærði hún I Hollywood. NU þiggur hUn ekki hlutverk nema hafa séð handritið að þvi fullloknu og verið ánægð með það. Sömu sögu er að segja um stjórn- anda og framleiðanda. Kvik- myndirnar „Lost Horizons" og „40 Karat" kenndu henni þá íexiu. „Jörð I Afriku" skáldsaga Karenar Blixen frá Kenya, er dæmi um þetta, en I kvikmynd eftir henni bauðst Liv aðalhlut- verkið. Liv var ekki ánægð með handritið. NU vinnur höfundur handritsins að „Sunday, Bloody Sunday" að handriti, sem hUn kannski samþykkir. HUn lauk við kvikmynd með Ju- an Bunuel I Madrid fyrir jólin. Myndin heitir „Leonora" og er Liv á blaoamannafundi. Blaðamenn standa I biðröo viB búningsher bergi hennar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.