Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 2
ti'rtfíM Sunnudagur 22. júni 1975. Frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík Umsóknarfrestur um skólavist fyrir nýja nemendur er til 15. ágúst. Inntökuskilyrði i 1. bekk eru: I. Gagnfræðapróf eða hliðstætt próf 2.24 mánaða hásetatimi eftir 15 ára aldur. Þá þurfa umsækjendur að leggja fram augnvottorð frá augnlækni, heilbrigðisvtt- orð og sakavottorð. Fyrir þá, sem ekki fullnægja skilyrði 1) er haldin undirbúningsdeild við skólann. Einnig er heimilt að reyna við inntökupróf, II. bekk i haust. Prófgreinar eru: Stærðfræði, eðlisfræði, islenska, enska og danska. Haldin verða stutt námskeið i þessum greinum og hefjast þau væntanlega 15. september. Inntökuskilyrði i undirbúningsdeildina eru 17 mánaða hásetatimi auk fyrr- greindra vottorða. 1. bekkjardeildir og undirbúningsdeildir verða haldnar á eftirtöldum stöðum, ef næg þátttaka fæst: Akureyri, Isafirði og Neskaupstað Skólinn verður settur 1. október kl. 14.00. Skólastjórinn. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍ TALINN: HJUKRUNARKONUR óskast til starfa á hinar ýmsu deildir spitalans til afleysinga og i föst störf. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 38160. FóSTRA óskast á dagheimili fyrir börn starfsfólks spitalans nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 38100. Reykjavik 20. júni 1975. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765 Húnvetningar — Húnvetningar Húnvetningafélagið i Reykjavik áætlar ferðalag i heimabyggð. Farið verður frá B.S.l. e.h. þann 4. júli n.k. Upplýsingar i simum: 81981 73379 83776 Tíminner peningar I AuglýsícT 1 111111 VEGNA mistaka i umbroti á víðavangi i blaðinu i gær er hann birtur aftur hér. Atburðirnir í Portúgal Eftir lall fasistastjórnarinn- ar I Portúgal báru margir þá von I brjósti, að lýðræðið skyti rótum og fengi aö dafna I þessu fátækasta landi Evrópu. Ekki dofnuðu þær vonir við k o s ii i n g a ú r s I i t i n fyrir skemmstu, þegar þjóöin hafn- aöi kommúnisma með eftir- minnilegum hætti. En þvl íniður er það nú að koma á daginn, að það virðist borin von, að lýðræði verði ofan á I portúgölskum stjórnmálum. Hinn fámenni, en vel skipu- lagði, kommúnistaflokkur un- ir ekki úrslitum kosninganna og hefur beitt sér fyrir ofbeldisverkum og nú sfðast lagt undir sig blað jafnaðar- ínaniiu. Rétt er að vekja at- hygli á þvfi að Islenzkir kommúnistar, með Magnús Kjartansson I broddi fylking- ar, hafa lýst sérstakri velþdknun sinni á þróuninni I Portúgal og talið hana til fyrirmyndar. Sama um kosningaúrslitin t leiðara I Alþýðublaðinu I gær, sem Björgvin Guö- mundsson borgarfulltrúi skrifar, er fjallað um atburð- ina I Portúgal. Þar segir: ,,Það eru skuggaleg tlðindi, að herforingjakllkan I Portú- gal skuli hafa svikið loforð sitt við jafnaðarmenn um að þeir skyldu fá að gefa dt blað sitt á ný. i þess stað er kommunistfskum prenturum, sem margir hafa aldrei verið ráðnir til starfa við prent- smiðjuna og eru sagðir vopnaðir, hleypt inn I bygg- ingu blaðsins og fengin þar raunveruleg yfirráð. Iloilt er að minnast þess, að I Portiigal er verið að fram- kvæma nákvæmlega kenning- ar Lenins. Hann kærði sig aldrei um fjölmennan kommiinistaflokk, hcldur vildi tiltölulega fámennan flokk þrautþjálfaðra flokksmanna sem koma skyldi fyrir I lykil- stöðum þjóðfélagsins, þar til flokkurinn gæti náð öllum völdum. Þetta er að gerast I Portúgal. Meö samþykki her- foringjanna hafa kommúnist- ar náð yfirráðum yfir ölluiii fjölmiðlum — nú slðast blaði jafnaðarmanna — og hreiðrað um sig I fjölda annarra trúnaðarstarfa. Þetta er skýr- ingin á þvl, hve rólegir þeir hafa verið yfir kosningaósigri 'sinum. Hann á ekki að ráða úrslitum — þeir eru að taka völdin samt. Þetta eru Iærdómsrlkir at- burðir, sem afhjúpa tilraunir kommúnista til að koma fram sem lýðræðislegir flokkar. ís- lendingar verða að taka eftir þvl, að Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn hafa tekið ótvl- ræða afstöðu með kommdnist- um I Portiígal." - a.þ. Seiðin voru flutt austur á bll rart sérstaklega útbúnum kassa, en ekki I pokum eins og venjulega er gert. Blöndulax í Gljúfurá í Skaftafellssýslu iTunanum Blönduseiði á leið I 'nýju heimkynnin. ASK-Akureyri. Undanfarin ár hafa einstaklingar og félög aukið að mun ræktun I ám og vötnum. Ar, sem áður voru litlar sem engar veiðiár, hafa tekiö við sér og eru nú orðnar allsæmilegar veiðiár. A mörkum Austur- og Skafta- fellssýslu rennur GljUfurá I þröngum giljum. Til skamms tlma var litil sem engin veiði i henni, þar til nokkrir einstaklingar frá Akureyri og Reykjavík hófu ræktun árinnar. Fyrstu laxaseiðin voru látin i ána fyrir um það bil þrem- ur árum, en siðast liðinn miðviku- dag voru tvö þúsund ársgömul seiði, ættuð Ur Blöndu, látin I GljUfurá. Þannig hafa þeir félagar látið samtals 5000 seiði i ána. ÞaB hefur einungis reynt á veiði I ánni sfðastliðið sumar, en eftir þrjá daga höfðu fengizt 11 laxar, 4-6 pund að þyngd. Ekki kváðust þeir félagarnir hafa hugsaö sér, að nokkur stöng yrði seld í ánni nU á næstunni, enda tæki langan tima að ná henni I viðunanlegt horf. Leiguna greiða þeir með ræktuninni og eiga eftir ákveðinn árafjölda fyrsta rétt til að taka hana á leigu. Það er nýmæli við flutning á laxaseiðunum, að þau voru ekki flutt i pokum, eins og venja er til, heldur voru þauflutt, á bil i þar til gerðum kassa. Var það eftir- tektarvert, að ekkert seiöanna var dautt eftir aksturinn frá Laxalóni, heldur voru þau vel spræk og voru fljdt að taka við sér, þegar í Gljufurá var komið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.