Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur 22. júni 1975.
TÍMINN
27
eftir leikriti frá miðöldum um
mann (Michel Picoli), sem elskar
konu sina eftir lát hennar.
— Ég vil ekki talaum þá mynd,
hún er hræðileg, og ég hef ekki
fengið borgað fyrir mina vinnu!
Samningur Liv og Joseph Papp
er enn ekki útrunninn. Hún á að
leika Jeanne D'Arc i Heilagri Jó-
hönnu eftir Bernard Shaw. En
það getur ekki orðið fyrr en 1977.
Loks á hún að leika blómlega
bóndastUlku, Jossie Hogan i leik-
riti eftir Eugen O'Neill i Osló.
— Arið 1976 ætla ég að hvlla
mig, segir Liv. Ég get ekki haldið
svona áfram lengi. Það kemur
niður á svo mörgu, lika einkalff-
inu, sem ég met meir en allt ann-
að.
Ég vonast til að fá tíma til að
ljúka ýmsu. Ég er að skrifa bók,
sem mál er að ljUka.
— Er langt síðan þU hefur átt
fri?
— Þegar við fórum leikferð með
BrUðuheimilið í fyrra. Þá sá ég
meira af Noregi en nokkru sinni
áður, og lék á stöðum þar sem
þurfti að fá lánaða aukastóla hjá
nágrannanum.
Milljónir i laun
HUn getur tekið sér frí f eitt ár
eða tvömeð góðri samvizku. HUn
sveltur ekki þess vegna. Samn-
ingar hennar hljóða upp á
milljónir i dollurum.
Sjálf segist hún ekki skilja allt
fjaðrafokið i kringum sig.
— Ég þekki ekki sjálfa mig i öll-
um greinunum, sem skrifaðar eru
um mig sagði hUn nýlega í blaða-
viðtali.
Hun er hrein og bein og Banda-
rikjamenn dá hana vegna þess.
Hollywood tók henni opnum örm-
um. HUn kom þangað á réttri
stundu, þegar draumaverksmiðj-
an var farin að þreytast á falleg-
um en sviplausum andlitum.
1 staðinn fengu þeir konu á
fertugsaldri, sem hefur lifað lif-
inu, hefur þroskazt af reynslunni,
leikkona, sem litur Ut eins og
manneskja, andstætt fullkomnum
fegurðarímyndum Hollywood.
Bandariskur blaðamaður, sem
ræddi við Liv, varð undrandi þeg-
ar hann komst að raun um hvað
hUn hafði góða matarlyst. Hann
var vanur leikkonum sem nört-
uðu i megrunarsalat fyrir siða-
sakir. Liv borðaði — og naut þess.
Lærði i Hollywood
Þegar kvikmyndagagnrýnend-
ur afhentu henni verðlaun á hin-
um fræga veitingastað leikhús-
fólks Sardis i New York, hellti
hUn vini ofan á kjólinn sinn. Hún
hvarf i fáeinar minútur og kom
aftur inn á sviðið i óðrum kjól. —
Þetta hef ég a.m.k. lært i Holly-
wood, sagði hún við áhorfendur,
— að hafa alltaf varakjól við
hendina.
Kannski var hUn að hugsa um
afhendingu Oscarsverðlaunanna
fyrir tveim árum, þegar hun og
stjórnandi útflytjendanna, Jan
Troell voru útnefnd. Bekk fyrir
framan þau sat ung leikkona, sem
einnig hafði verið útnefnd, klædd
kjóí; sem hæfði sigurstundu.
í miðri athöfninni stóð leikkon-
an upp og fór f annan kjól. A eftir
féll hUn saman, hún fékk ekki
verðlaun.
— Þá var ég glöð að vera venju-
leg stUlka frá Noregi, sem var
gestur i Hollywood.
Liv hefur lært að vera fræg. En
frægðin krefst þess að eitt hlut-
verk taki við af öðru. Og það er
gifurlegt álag að þurfa að stilla
sig inn á nýtt hlutverk á fáum
dögum.
Liv var hás kvóldið, sem
Liv og móðir hennar á lcið I frumsýningarveizluna.
BrUðuheimilið var frumsýnt: —
Otslitin sagði móðir hennar,
Janna Ullmann, við mig. — Nú
hefur hUn leikið á hverju kvöldi
frá 27. janUar, og stundum tvis-
var á dag.
Röddin fær ekki oft hvild. Það
eru alltaf einhverjir, sem þurfa
að tala við hana. Liv er að vissu
leyti fangi eigin frægðar, hún
ræður sér ekki lengur sjálf.
— Ég vil ekki að það sé svo, það
bara verður svona, segir Liv.
1 vikunni fyrir frumsýn.ingu var
Linn I heimsókn. Þá var álagið
svo mikið hjá Liv að Linn varð að
vera i bUningsherberginu svo þær
hefðu tíma til að tala saman.
SU Liv, sem við þekkjum nU, á
ekki margt sameiginlegt með
Ntíru I Bruðuheimili Ibsens, áður
en hUn vaknar og kemst að þvi
hvað hUn er og hvað hUn ætti að
verða. — En þannig var þetta
einnig að nokkru leyti með mig,
segir Liv, — i fyrsta hjónabandi
minu og sambUðinni með Berg-
man.
,,Þau vilja trúa þvi
að ég sé stjarna"
Liv lítur ekki á mál Nóru sem
kvenréttindabaráttu:
— Kvenréttindabarátta er fyrir
mér mannréttindabarátta, segir
hUn. — Enbandaríkjamenn horfa
á þetta öðrum augum. Ég verð
vör við frelsisbaráttu konunnar I
viðbrögðum áhorfenda. Þegar
Thorvald segir: ,,Ég vil ekki
fórna heiðri mínum fyrir ástina",
svarar Nóra: „Milljónir kvenna
gera það daglega..." Viðbrögð
áhorfenda eru sterk, þvi baráttan
milli kynjanna er mikið harðari
hér en heima.
Greinilega hefur tUlkun hennar
á Nóru náð til áhorfenda. Leikur
hennar er talinn mikill sigur.
Þegar hún fylgir mér til dyra
spyr ég hver hafi sett rauðu tré-
stjörhuna við dyrnar hennar. —
Það er hárgreiðslumaðurinn og
hinir, segir hún afsakandi, — þeir
vilja trUa þvi að ég sé stjarna hér.
Frændi Liv, Per Ingvar Gurholt verkfræðingur I Montreal kom til New York ásamt fjölskyldu til að vera við frumsýninguna. Hér skálar hann
og dætur hans I kampavini við Liv I leikslok.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i jarðvinnu á fyrirhuguðu
iþróttasvæði i Fossvogi.
Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3,
gegn 10.000.- kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 9. júll
1975, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASIQFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
LANDSLEIKURINN
ÍSÍ KSÍ
!
SSLAND — FÆREYJAR
fer fram á Laugardalsvellinum á morgun
mánudaginn 23. júni kl. 20.00
Lúðrasveit Reykjavikur leikur frá kl.
19.30 e.h.
Forsala aðgöngumiða á mánudag frá kl.
13.00 við Laugardalsvöllinn. Fjölmennið á
völlinn og hvetjið isl. landsliðið til sigurs.
Knattspyrnusamband íslands.